Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 4
HÚN situr í stólrmiim sem Fhil'ip sat í og heklar lítinn dúk handa ungri frænku sdnni, sem er að koma í heimsókn til henn- ar. Hún hefur ekki séð hana í mörg ár, ekki síðan hún var lítil telpa með varla meira en þrjár eða fjórar fullorðinstenn- ur. Hún hlustar með öðru eyr- anu eftir dynabjöllunni, þetta er gömul bjalla og það heyrðist ósköp lágt í henni. Hún fékk hana um þær mundir sem Kristján X. var á ferðinni. Matarstellið og kaffistellið hafði hún keypt um líkt leyti. Það er enginn bolli brotinn, þeir eru ennþá tólf að tölu einsog postularnir. Afturámóti hafði einn disfcur brotnað af matarstellinu, og hún man ekki betur en hún litla frænka hennar hafi kastað honum í gólfið. Þetta var svoddan óláta- belgur! Hún minnist þess enn- þá hvað hún hafði orðdð reið við barnið og fyrirverður sig dálítið, því að eirui diskur er nú ekki nema einn diskur þó aldrei nema hann sé keyptur í sérstöku tilefni. En hann var líka úr postulíni, og postulín er nú einusinni postulín. Hún finnur sjálf að henni hefur aukizt víðsýni með aldrimum, og það er útaif fyrir sig gott og blessað. Hún ætlar meira að segja að leyfa littu frænku sinni að borða af „kóngsstell- inu". Hún er búin að leggja tvo diska á borðið handa þeim, og undir er dúkur sem henni var sendur frá Þýzkalandi. Á borðirau miðju er vasi úr Fen- eyjagleri (sem er ámóta fínt og kristall, en miklu sterkara), og í vasanum eru stjúpmæðair, sem hún tíndi sjálf úr garðin- mn sínum. Fhilip hafði dáðst mikið að garðiraum hennar. „Wonderful" hafði hann sagt. Þetta er svo indæll maður, hár og myndarlegur. Hún hefði vel getað orðið hrifin af honum sem ung stúlka, og henni hitn- ar svolítið í framan. — Hvað er blessað barnið að hugsa að vera ekki komið, hugsar hún. Hún hlakkaði til að sjá hana, þetta var svo dæmalaus fjörkálfur! Svo létt á fæti! Og augun svo blá og skær! Hún hlustar. Hún heyrir ekkert nema tikkið í klukk- unni, sem hún erfði eftir for- eldra sína. Hún stendur á hilLu, útskorin, rókókómynstur, gull- húðað. Hún gekk aldrei vit- laust. í raun og veru mátti það furðulegt heita að hún skyldi yfir höfuð ganga. Hún hefur ekki þurft að fara með hana nema tvisvar sinnum til úr- smiðs. Það er ekta skel í skíf- unni, og gull í vísunium. Philip hafði einmitt haft orS á þvi hvað þetta væri fallegur grip- ur, „very be.autiful indeed", sagði hann. Hann var svo lif- andi ósköp alúðlegur maður, og hafði svo fallegar tennur. Þær voru allar ekta. Og hún með sínar fölsku tennur. Auðvitað hafði hún ekta tenraur sem ung stúlka, og þær vora svo hvítar og jafnar að þær litu út einsog falskar tennur. „Mikið lifandis ósköp hefur stúlkan fallegar tennur, þær enu bara alveg eins og falskar", sagði fólk. Auðvitað voru þær ekki einsog falskar, ekki ef þær voru at- hugaðar gaumgæfilega, enda eru falskar tennur í sjálfu sér ekki fallegar. Þær líta aðeins út fyrir að vera það, ef svo mætti að orði kveða. Þvi falskt er falskt ag ekta er ekta. Hún hafði undireins séð að Philip hafði ekta tennur, og þó voru þær svo jafnar og hvítar. Hann hefði bara átt að sjá hana þeg- ar hún var ung. Og henni hitn- ar aftur í framan. — Hvernig stendur á því að barnið kemur ekki? segir hún hálfhátt við sjálfa sig. Klukk- an er að verða sjö. Hún sem á von á ljósmyndara, sem hún þekkir. Hún ætlar að láta hann taka mynd af þeim. Það er gaman fyrir litlu frænku hennar. Það er gaman fyrir þær báðar. Hún ætlar að láta stækka hana handa litiu frænku sinni, svo hún geti hengt hana á vegg eða haft hana á kommóðunni sinni. Og nú er hún svo gott sem búin með dúkinn, og barnið lætur 'kki sjá sig. Þannig er þetta unga fólk. Philip kom á slag- inu hálf-sjö, en Bretar eru nú svo sérstakir. Hún getur ekki gleymt því hvað hann var hár og------------ Nú hringir dyrabjallan. Hún stendur á fætur, leggur frá sér dúkinn og fer fram í forstofu, glöð í bragði. Hún ætlar ekki að ávíta hana. Þetta var ekki nema unglingur, og unglingar eru nú einusinni ekki fullorðið fólk. Hún opnar dyrnar — og stendur ekki stelpan þarna: löngtjg mjó og freknótt, í allt- of þröngum jakka og pilsið, það nær varla niðurundan honum! Hún er kolsvönt um augun, biessað barnið, og þessi líka augu — næstum því eins og undirskálar! Hún hefur aldrei séð svona augu fyrr, og þau mæna á hana þunglyndis- leg og sakleysisleg. — Nei, þetta er einhver önnur, hugsar hún o.g virðir fyrir sér stuttar flétturnar, sem standa út í loft- ið, og síðan mjóa og kalda fót- leggina, sem eru dálítið hjól- beinóttir. Og hún stendur þarna innskeif og mænir á hana þessum þunglyndu augum, og nábleikur munnurinn minnkar stöðugt þangaðtil hann verð- ur næstumþví að engu — þá rifnar hann skyndilega upp á gátt og þessi makalausu augu fara allt í einu að skellihlæja! — Halló frænka, þekkirðu ¦mig ekki? Þetta er ég! — Er þetta þú? verður henni að orði. — Já. Ertu ekki hissa? — Mig minnti bara þú værir öðruvísi, segir hún og kyssir litlu frænku sína, sem reyndar er ekki svo lítil lengur. — Maður breytist náttúru- lega með aldrinum, segir stelp- an kotroskin. Og svo ganga þær innfyrir, og barnið fer úr jakkanum og stendur síðan frammi fyrir henni í þessari rósóttu flík, sem nær ekki niður á mið læri. — Hvað ósköp er að sjá þetta, verður henni að orði. — Hvað er að sjá hvað? svar- ar stelpan. — Hverskonar flík er þetta, sem þú ert í? — Kjóll, svarar stelpan. — 4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS .10. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.