Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 10
Iljarta bæjarins slær við Kaupvangstorg og þar trónar Matthíasarkirkjan yfir hin- nm ýmsu fyrirtækjum KEA. Ennþá er stíll yfir staðnum — framhaid af bis. K Lannske er þessi mynd máluð í full fjörlegum litum hjá Örlygi, en mál- arar verða að hafa leyfi til þess. Þetta hlýtur allt að vera mikið breytt frá því sem áður var. Akureyri virðist ekki vera undir dönskum áhrifum lengur, en kannske hefur bærinn fengið snyrti- mennskuna í arf frá þessum tíma og ennþá er stíll yfir staðnum. Þegar maður gengur um götur og garða Akureyrar og tekur bláókunnuga menn tali og spyr þá spjörunum úr um bæinn og íbúana, þá fer það varla fram- hjá neinum, að Akureyringar eru geð- þekkir menn í framkomu, frjálslegir og vingjarnlegir. Mér virtist menn á þeirri skoðun, að tilveran á Akureyri sé au'ð- veldari en syðra og lífsbaráttan ekki eins hörð. Mér skildist, að lífið gengi sinn yndislega vanagang á þann hátt, að engan langaði í burtu. Á vetrum væru menn að dunda með krökkunum sínum á skíðum og svo fer sumarið í að hirða garðinn. Enginn ærusta eða hamagangur. Að vísu hefur eitthva'ð borið á því, að aðfluttu fólki fyndist það vera líkt og útlendingar; það væri þetta geðþekka og góða viðmót, hvert sem f arið væri, en engum hægt að kynn- ast náið. Ein innfædd Akureyrarfrú sagði mér, þegar þetta bar á góma: „Ef einhverjum finnst hann útilokaður og einangraður hér, þá er það honum sjálfum að kenna. Margir koma hinga'ð með þá fordóma, að fólk sé eitthvað óaðgengilegra en annarsstaðar. Það er mikill misskilningur. Ég álít, að hver sem er geti eignast hér góða vini og kunningja ef hann einungis óskar þess sjálfur." Ofan af brekkunum hlusta ég á hljóð- in sem einkenna annir dagsins; glaumur í mjólkurbrúsum úr gilinu, hamarshögg og þungar drunur vörubíla sem erfiða upp brekkurnar. Úti á Pollinum fleytir hraðbátur kerlingar og gárarnir frá hon- um misþyrma spegilmyndinni af Hall- andi, þar sem Bólu-Hjálmar fæddist. Svo hljóðnar þetta allt og grasið verður löðrandi af áfallinu. Norðan úr Dumbs- hafi veitir mildri birtu inn fjör'ðinn; bann er vafinn mjúklátri kyrrð undir nóttina. Karl Jörundsson og glugginn sem á að minna á Spán. Myndir af sólrikum ströndum fíl að freista Akureyringa I einum glugga eru feiknarlega lit- rík plaköt, líkan af sólinni og undir henni stendur: „Komið inn og leitið ráða. Við gefum ykkur allar upplýs- ingar um Spánarferðir." Og undir þessu öllu stendur: Spánn —i sól og sumar. Hér er. eins og allir sjá unnið að því að koma Akureyringum til Spánar sem sjálfsagt er hið gagnlegasta verk; glugg- inn heyrir til útibúi Ferðaskrifstofunnar Sögu. Þar er Akureyringa óspart freistað með myndum af sólríkum ströndum. Þarna ræður ríkjum Karl Jör- undsson, en auk hans eru nokkrir fleiri aðilar, sem leggja feröagildrur fyrir Ak- ureyringa: Lónd og Leiðir eru með úti- bú, Útsýn með söluumboð, en auk þess rekur Jón Egilsson ferðaskrifstofu. Og hvernig gengur svo að reka ferðaskrif- stofu á Akureyri? — Það hefur verið geysileg aukning á ferðalögum Akureyringa síðastliðin tvö ár, segir Karl. —¦ Áttu ekki við það að stríða, a'ð fólk fari fremur suður til Reykjavíkur og leiti fremur fyrir sér um ferðalög hjá ferðaskrifstofum þar? — Jú, það er ekki því að neita, að þeir sem ætla sér að fara í hópferðir fara fremur suður og leita fyrir sér þar, en þegar um einstaklingsferðir er að ræða, hygg ég, að mest sé haft sam- band vi'ð okkur beint. — Ertu með öll þau réttindi sem til þarf? — Já, við höfum þetta YATA-umboð, sem nauðsynlegt er fyrir fullkominn ferðaskrifstofurekstur. Núna upp á síð- kastið hefur mjög verið að vakna skiln- ingur á því, að betra sé að leita til ferðaskrifstofanna en að annast sjálfur alla fyrirgreiðslu. Við höfum selt tals- vert mikið af svokölluðum IT-ferðum til útlanda, en auk þess hef ég verið með IT-ferðir á milli Akureyrar og Beykjavíkur. Verzlunarmenn nota þær mikið. — En þú hefur ekki efnt til hóp- ferða? —Það hefur aðeins verið efnt til hóp- íerða fyrir félagasamtök eða skóla. Fimmti-bekkur menntaskólans fór til dæmis í 6 daga ferð til írlands og gagn- fræðingar fóru til Skotlands. í sumar fór slysavarnadeild Kvenna, samtals 80 manns, til Noregs og Danmerkur. — En annizt þið líka móttöku á ferða- fólki? — Aðeins gerum vi'ð það. Við höfum annazt fyrirgreiðslu fyrir Ferðaskrif- stofuna Zöega. Við höfum líka sérleyf- isafgreiðslu fyrir Norðurleiðir og einnig fyrir leiðina austur til Húsavíkur og Raufarhafnar, og til Dalvikur og Siglu- fjarðar. Þessi afgreiðsla var megin grundvöllurinn undir rekstrinum en það er að breytast smátt og smátt. — Og þetta gengur vel nú orðið? — Róðurinn er að vísu erfiður, en þa'ð var þó enn erfiðara. Viðskiptin hafa aukizt mikið og þetta hefur allt batnað á síðustu árum. — Það er líkiega ekki mikið um það, að fólk komi hér úr nærsveitunum og panti far til útlanda? — Nei það er tæpast hægt að segja að það þekkist enn; þó hef . ég von um að einhver breyting kunni að verða á því: Það er miklu frekar að eitthvað komi úr bæjunum. Við efndum til dæmis til hópferðar fyrir Rotaryklúbb Ólafsfjarð- ar á Edinborgarhátíðina. Rœtt við þrjá Akureyringa á förnum vegi — Nú varst þú um tíma starfsmað- ur hjá Sambandinu og búsettur í Reykjavík. Fellur þér betur að búa á Akureyri? — Já, mér fellur það betur, en það er kannski vegna þess að ég er héðan. Ég kann betur við fámennið og svo er mjög stutt að fara, ef maður vill fara út fyrir bæinn. — Hefur þú byggt yfir þig hér nyrtíra? — Ég byggði einbýlishús, sem við fluttum í fyrir 3 árum. En ég er nú fyrst að ljúka við það nú í sumar. Ég tel að það sé ódýrara að byggja hér en i Reykjavík og alveg vonlaust, að ég hefði komið þessu húsi upp í Reykjavík fyrir það verð, sem það kostaði hér. 10 VESBOK MORGUNBLAÐSINS- .10. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.