Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 14
vetur virtust allir bændurnir verða uppiskroppa með tóbak, nema sá, sem gefið hafði Eiríki bitann, en rulla hans virtist aldrei minnka. í þessu stóð svo þar til vorskip kom til Eyrarbakka með birgðir. Flýttu allir bændurnir sér þá að endurnýja forða sinn — nema sá gjöfuli. Ekki brást það, að þeir hittu Eirík við túnjaðarinn, og bað hann þá að gefa sér tókbaksbita. Sögðu þeir hon- um, a'ð enginn þeirra hefði bragðað tó- bak allan veturinn og væru þeir allir í mestu neyð. Ekki mælti hann annað í það sinn. Nokkru seinna kom Eiríkur að húsvitja til bæjar hins gestrisna bónda, og var honum tekið með kostum og kynjum eins og áður. Bauð bóndi honum tóbak. „Þeir sögðu mér, heillin, að þú hefðir ekkert keypt, þegar aðrir keyptu í vor," sagði Eiríkur. „Nei, ég þurfti þess ekki", svaraði hinn. „Rullan mín hefur enzt mér allan veturinn og vorið án þess að minnka." ,,Hm-já," svaraði Eiríkur, „gó'ður var tóbaksbitinn sá, heillin." Síðar komst sá orðrómur á kreik, að Eiríkur hefði hefnt sín á nízku bændunum með því að flytja tóbaks- birgðir þeirra með göldrum yfir á rullu gjafmildi bóndans.9) Ekki ber svo að skilja, að allar sögur af Eiríki séu skemmtisögur. Smám sam- an fékk hinn gæfi sveitarklerkur á sig grimmdarlegri svip galdrameistarans. Slíkt má sjá af sögum eins og Konan úr Vestmannaeyjum, sem er bezt þriggja tilrauna til þess að feðra á hann hetju- hlutverkið, sejn séra Hálfdán leikur í Konunni í Málmey. Sú yfirfærsla hefur þó ekki tekizt fullkomlega. X ilraunin var gerð áður en átjánda öldin var liðin og er sýnilegt tákn frægðarinnar sem hann naut þegar áður en öld var liðin frá dauða hans. Þegar Gísli Konráðsson tók saman hið geysi- mikla safn sitt' sannra og tilbúinna sagna, sem enn hefir ekki verið rann- sakað til hlítar, skipaði því Eiríkur lang- æðsta sæti hvítagaldursmanna, að Sæ- mundi undanskildum. Má sjá hve lengi varði vinsæld hans af því að ég heyrði sögur um hann af vörum minnugs gam- als fólks rétt fyrir síðari heimsstyrjöld. Um leið og Eiríkur var að ná stöðu sinni sem æðstivaldur hvíta galdurs *var Galdra-Loftur Þorsteinsson langt kominn að þoka Gottskálki biskupi úr hásæti syartagaldursdýrkenda, vissulega er saga hans hin stórkostlegasta þjóð- saga seinni tíma í þessum flokki. Dr. Hannes Þorsteinsson hefur rannsakað allt það, sem vitað verður með vissu ura Loft,10) og nenni ég ekki hér að eridurtaka niðurstöður hans nema það, að Loftur þessi Þorsteinsson var skóla- piltur á Hólum og dó snögglega um 1722. En sagan er ein hin merkilegasta sem skráð hefir verið. Niðurlag í næsta blaði. 9) Sögu þessa sagði mér aíasystir mín, Krist- ín Þórarinsdóttir frá Osi I Breiðdal. I þjóð- söguim Jóns Arnasonar. og í báCum þjóC- sagnasöfnum ÓLafs Davíðssonar, sem Þorsteinh M. Jónsson og Jónas Rafr.ar gáfu út, eru svipaðar sögiur, og eiga þær að syna þakk- læti Eiriks fyrir góðvild, sem honum var sýnd, og milda refsingni fyrir ndnfilshátt, en ekki hefur mér tekizt að finna neina sögu, sem er náikvœtmLega eins og þessi. 10) Hannes Þorsteinsson: Galdraloftur (prent að í tsafold lðlS.XL.11. árg. bls. 3 og 5. end- urprentað 1 Huld, 2. útg. Rvík, 1936, bls. 214—3(2). Matthías eiga a'ð varðveita minningu hins tigna fólks. Sjálfsagt finnst okkur fátt til um þetta. Annað væri eiginlega allt að því ósamboðið okkur, lítt konunghollum ís- lendingum, sem höfum á sínum tíma, eins og aðrir þegnar Danaveldis, orðið að kosta þetta af fátæklegum föngum okkar harðbýla lands. —¦ Og óneitanlega er manni eitthvað undarlega innan- brjósts þegar maður reikar um þessar skrauti prýddu líkstofur, jafnvel þó manni komi ekki nein kviksetning í hug. E: Framhald af bls. 7 mt að yrði allt of langt mál, yrði enda til lítils gagns að fara að lýsa hér þessum konunglegu líkhúsum, þar sem ekkert hefur verið til sparað að gera allt sem glæsilegast, færustu listamenn ver- ið fengnir til að gera sýnileg tákn, sem I nginn Islendingur ætti að leggja leið sína í Hróarskeldudómkirkju án þess að hafa með sér Matthíasar-ljóð og lesa þar hi'ð kunna kvæði, er hann orti eftir að hann hafði skoðað þennan forna helgidóm. — Tilefni kvæðisins segir skáldið vera þetta: þ. 5. júlímán. 1904 skoðaði ég hina merkilegu dómkirkju, í flokki fjöl- mennis þess, er tilheyrði friðarþingi því, er þá daga stóð í Khöfn. Veður var heitt, og varð mér óglatt í kirkj- unni, og fann fyrst lengi eigi djákn- ann, er lyklana geymdi. Þá kviknaði fyrst hjá mér hugblær (stemning), sem kvæði þetta bendir til". Skáldinu finnst vera ólíft innan um þetta framliðna fólk: Gefi'ð loft, gefið loft, gefið lífsandaloft því ég lifi' ei í rotnandi gröf. Ella hljóða ég hátt, það sem hvíslað er oft: „Þessi heimur er storkunargjöf". Því að hvort ég er kviksettur konungum hjá eða kotungum, það er mér eitt; því að nú sé ég jöfnuðinn jörðunni á, þó hið jarðneska sýnist svo breytt. Þú ert hugsjúk, mín önd, þú ert heit, þú ert köld. Upp með hurðir, í brott héðan, brott. Hvað skal hégómans dýrð, þar sem dau'ðinn er allt. Það er dár, það er grimmasta spott. Hér eru tveir óskyldir heimar. Annar er þröngur, rökkvaður, lokaður utan um skrautkistur lóngu látinna kon- unga og annarra tignarmanna. Þar er líkloft og lífsvilla. Þessi hégómans dýrð getur öngu öðru verið helguð en dauð- anum sjálfum. Lífinu þjónar hún ekki. Var það. nokkur furða þótt Matthíasi fyndist hann varla ná andanum í slíku umhverfi. Hann metur að vísu verk listamannanna en það nær ekki til hjart- ans: Og þú boghvelfing blá, þú sem helköld og há lítur hljóð yfir tímanna spil, meður lotning og þrá horfi' ég list þína á, en þú lífgar ei hjarta míns yl. Og stórmennin, hversu miklir sem þeir voru á sínum tíma hverfa ekki aftur: Hvorki Valdemar, Absalon, Pétur né Páll, hvorki prestar né levítafjöld, hvorki vegur né vald, enginn viskunnar Njáll getur vakið upp steindau'ða öld. Og kirkjan með sínum háu hvelfing- um og til himins bendandi turnum. Hvað er hún móts við blómið á grundinni? Hvað er söngur hennar samanborið við barnsins hjartaslag? Nú er hálfs-þumlungs smáblómið himn- inum nær báðum háturnum þínum við ský; nú er hjartaslag barnsins ei hæðunum fjær en þeir hásöngvar kór þínum í. Þetta eru tónar, sem maður kann- ast við innan múranna, þar sem ekkert lífsloft kemst að, enginn gróður þrífst, engu lífi er þjóna'ð. Hann þráir að kom- ast út, þar sem „blómstrin á vorin um gróanda grund" — „glóa mót hækkandi sól". Það er hans heimur, hans þrá, hans von, heiður blár himinn, víðátta, frelsi, framför, hin sanna lífsnautn. Hvað á þetta sameiginlegt með því skjöldunga hofi, sem upp í ómælis tómleikann teygir turna sína við skýjanna rof: En með dauðann í brott. Eg vil lifa mitt líf, og sjá ljós, þó að ógni mér Hel; og ég hleyp út í lífið og heltjaldið rif, til að hylla þig, eilífa hvel. — Út í ljósið og lífið, þar sem óteljandi verkefni eru fyrir frjálsa, dugmikla og djarfa menn, sem glaðir þjóna Guði lífs- ins. — Þa'ð er fjarri honum að dæma þá, sem hvíla þarna inni í kistum sínum. Hinn dauði hefur sinn dóm með sér: Sof þú rótt, sof þú rótt. Ó þú döglinga drótt. Ekki dæmi ég verk þín á storð. Góða nótt. Höfum hljótt; öll vor gjörn- ingagnótt verður grafsteinn með hálfkveðið orð. Þeir eru dánir — horfnir, heyra nótt- unni til. — En lifandi menn eru synir ljóssins og synir dagsins og heyra ekki nóttunni til né myrkrinu, eins og postul- inn segir. Hvílík dýrð, þar sem sólin skín. Hvílík nautn, þar sem blómin anga. Hvílík sæla, þar sem friðurinn fyllir hjartað: Kom þú, ljúfasta ljós. Kom þú, roðnandi rós, kom og réttu mér töfrandi munn. — Það er nóg; ég á frið, ég á allsherjar grið, hér vi'ð allífsins skínandi brunn. Þá hefur maður ekki til einskis lagt leið sína í dómkirkjuna í Hróarskeldu, ef maður fær þá betur en ella notið þessa stórbrotna kvæðis. — G. Br. Svipmynd Framhald af bls. 6 JL ækifæri Fedorenkos kom í des- ember þetta ár, er Mao fór til Moskvu til viðræðna við Jósef Stalin og Fedor- enko var túlkur þeirra. Um þessar mundir var Fedorenko eins vel heima í kínverskum málum og nokkur erlend- ur sendiráðsmaður gat verið og talaði kínversku auk þess betur en flestir út- lendingar. Hann kvað um þessar mund- ir hafa verið í miklu afhaldi hjá Mao, sem á að hafa sagt við Stalin, að Fedor- enko væri betra hlutskiptis verðugur í æðstu stjórn Sovétríkjanna. Fedor- enko launaði velvild Maos í sinn garð me'ð því að þýða nokkur af ljóðum hans á rússnesku. Skömmu áður en Stalin lézt hafði Fedorenko verið gerður að æðsta yfirmanni Austurlandadeildar rússneska utanríkisráðuneytisins og í þrjú ár var hann varautanríkisráðherra. En árið 1958 breyttust viðhorfin og nú var Fe- dorenko ekki hagur í því að hafa verið vinur Stalins og Maos. Hann var gerður að sendiherra í Japan. H, lér fór Fedorenko að á svipaðan hátt og jafnan á'ður. Hann lagði hart að sér, nam japönsku og kynnti sér gaumgæfilega japanska menningu eins og hann hafði fyrr sökkt sér niður í kín- verska menningu. Brátt kom rit frá hans hendi í þessari nýju sérgrein og nýjasta bók hans um þessi efni „Minnis- blöð frá Japan", kom út í fyrra í Rúss- landi. Starf Fedorenkos í Japan sýndi það, að hann var fljótur að laga sig að nýjum aðstæðum og eins sýndi hann það í starfi sínu þar, að hann var trúr vald- höfunum í Moskvu. Sú saga hefur m. a. komizt á kreik, að Fedorenko hafi stað- 18 á bak við andamerísku mótmælin, sem ger"ð voru í Tokio 1960, og leiddu til þess, að Eisenhower hætti við fyrir- hugaða för til Japan. Sumir þeirra, er um þessi mál hafa fjallað, vilja ekki leggja alltof mikið upp úr þessum til- gátum. En hitt er staðreynd, að síðast þegar Rússar þurftu á manni að halda til að taka að sér starf sem fulltrúi þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum, varð Nikolai Fedorenko fyrir valinu. Hann afhenti U Thant trúnaðarbréf sín sjöunda jan- úar 1963, og hefur síðan verið fulltrúi Rússlands á þingi Sameinuðu þjóðanna. Bœrinn Framhald af bls. 11 — Ég get búizt við því að það sé ekki skemmtilegt að vera að rifja upp sína eigin aftöku. Finnst þér þú muna þetta eins greinilega og það hefði gerzt einhverntíma fyrr á ævinni? — Já, og það hefur skýrzt með aldr- inum. Ég man betur og sé þetta greini- legar fyrir mér nú orðið en þegar ég var ungur. — Þú varst munkur í klaustri? — Já, og ég man vel eftir landslag- inu; ég man vel eftir mannhæðarháu sefinu og fjallgarðinum, sem endaði í hömrum. Við vorum þarna friðsamir munkar í klaustri og unnum að skrift- um eða einhverju handritadútli. Mig hefur langað mjög mikið til að fara utan og leita að þessum sta'ð. — Það voru einhverjir villimenn sem drápu ykkur? — Já, þeir voru svartir og litlir og mjög óvinveittir. Þeir drápu okkur alla; hengdu okkur upp á löppunum og stungu okkur í bakið. Ég man það mjög greinilega. — En þú manst ekkert fleira úr þess- ari fyrri jarðvist? — Ekki sem heitið getur, en mér hefur frá unga aldri fundizt ég vera gestur hér og finnst það enn. Ég er eins og illa gerður hlutur á þessu landi, þoli illa kulda og finnst allt framandi. Það er í mér ferðahugur. Ég var skelfileg krækla sem unglingur; fékk slæma lungnabólgu á unga aldri og hef aldrei beðið þess bætur. Næstu árin á eftir var ég afskaplega hræddur við alla skapaða hluti og kjarklaus, en einn hlut- ur var mér ljós frá upphafi, og það var a'ð ég átti að verða skáld. HINN OKUNNI Framhald af bls. 3 í gömlu bretögnsku grafhýsi, og aðal- persónan í „Koiranheisipuu", sem reynt hefur vonbrigði í ástarmálum, finnur marmaratening á gólfinu hjá Afródíte af Eryx, sem vekur „endurminningar" eins og hjá aðalpersónunni í „Turms". En í smásögunni er því slegið fram, að: ..... flótti í tímanum er auðvita'ð eintóm ímyndun ... Aðeins vegna þín, hef ég viljað trúa á endurkomu og ódauðleika ... Til þess að elska þig í öðru lífi úr því að þetta líf breytti því í stuld." Þrátt fyrir allt er upplifun minnanna og endurkoman" ógnvekjandi töfrar", draumrænt eða ófreskt ástand, sem sálfræðin telur að geti átt sér stað — og sem hefur í för með sér sterka inn- lifun, — einsog sjá má í mörgum verk- um Waltaris. JL istamaðurinn, sem þannig er í miðju síns afmarkaða heims og er eini borgari hans, finnur til vaxandi ein- manakenndar, samskonar þeirri, sem Jung fann sjálfur í hlutskipti vísinda- brautryðjandans, þegar hann getur ekki búizt vi'ð því að öðlast viðurkenningu eða skilning annarra. Þeir eru varla margir lærisveinar Waltaris, að maður nú tali ekki um þá „óinnvígðu", sem skilja dýptina og þá miklu þýðingu, 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.