Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 11
Vetrar- ferðirnar taka á faugarnar F lestum er svo farið, að þeim finnst talsvert f ráðizt að aka í einum ófanga milli Akureyrar og Reykjavíkur. En mörgum finnst þetta full erfitt og skipta lei'ðinni í tvennt; tjalda einhvers- staðar eða kaupa sér gistingu á miðri leið norður. Þeim hinum sömu myndi sennilega bjóða í grun, að það væri erfið atvinna að annast flutnTnga milli Reykjavíkur og Akureyrar og aka hlöðnum vörubílum þessa leið án hvíld- ar. Ottó Laugdal ó Akureyri er einn þeirra manna, sem gert hefur flutninga Ottó Laugdal annast þungaflutninga milli Reykjavíkur og Akureyrar. að atvinnu sinni; honum vex ekki í aug- um að aka stórum vöruflutningabíl í einni lotu þessa 450 km milli Reykja- víkur og Akureyrar. Ottó hefur raunar góða þjálfun; hann var um þriggja ára skeið bílstjóri hjá Ólafi Ketilssyni, sér- leyfishafa á Laugarvatni, en nú er hann búinn að vera búsettur á Akureyri í rúm 4 ár. Ég hitti Ottó á förnum vegi og spuröi hann, hvort þetta væri ekki iýjandi starf. — Jú, þetta verður .víst að teljast fremur lýjandi starf. Þó finnst mér það ekki svo mikið yfir hósumarið, en vetr- arferðirnar eru oft erfiðar og fara illa með taugakerfið. Maður finnur það ef til vill ekki svo mikið meðan á átökun- um stendur, en þreytan segir il sín eftir á. — Og þú rekur sjálfur bílaútgerð? — Já, ég er með sænska bíla, bæði Scania Vabis og Volvo. En nú ætla ég að láta þá, því ég er áð kaupa þrjá ítalska vöruflutningabíla af OM-gerð og þeir eiga að leysa þá sænsku af hólmi. — Það mundi líklega vera allmikið fyrirtæki að kaupa þrjá slíka bíla í einu? — Já, því er ekki að neita. Þeir kosta um það bil eina milljón islenzkra króna, hver þeirra. En þetta eru mikil og góð verkfæri; þeir eru frambyggðir og burð- Framhald á bls. 15 Kristján frá Djúpalæk skýrir frönskum túristum frá leyndardómum minjasafnsins. Bœrinn er þungur en raungóður og stabíll eir sém haldnir eru þeim for- dómum og misskilningi, að Akureyring- ar séu ekki iéttlyndir menn og skemmti- legir ættu að tala við Kristján frá Djúpalæk. Hánn er vörður í Minjasafni Akureyrar, þegar það er opið, og það var reyndar ekki næðissamt að tala við hann þessa stund, sem ég hitti hann, því það var talsverður straumur af út- lendingum. Kristján hafði svör á reiðum höndum um alla hluti, sem þar voru innanstokks. Þarna eru margir einstak- lega skemmtilegir munir eins og nærri má geta, því margur góður gripur hef- ur án efa borizt til Akureyrar á öld- inni sem leið, og ætti nægilega mikið af þeim að vera varðveitt ennþá til þess áð safnið gæti orðið verulega eftirsóknarvert. Það er það núna þegar, og ekki sízt vegna þess að Kristján seg- ir skemmtilega frá öllum hlutum og ger- ir það með ánægju. Hann er maður fimmtugur að aldri; ég man það vegna þess, að úrval ljóða hans, „í víngarð- inum“, kofn út í fyrra á fimmtugs- afmæli hans. — En þú hefur ekki alltaf átt heima á Akureyri, Kristján? — Nei, síður en svo. Hingað kom ég fyrst 1937, og þá var nú ekki neitt smá- ræðis upplit á manni. Hugsaðu þér, ég bar eitt af þessum kasskeytum, sem nú eru ekki til lengur, en þú manst kannski eftir þeim, þau voru með gljá- andi skyggni, og mikið hefur þetta ver- ið tilkomumikið. — Fyrst þegar ég heyrði þín getið, áttirðu heima í Hveragerði. — Ég bjó í Hveragerði frá 1949— 1961; þá hélt ég norður aftur til að ritstýra Verkamanninum. Ég kunni vel við mig í Hveragerði á þessum árum og þar voru nokkrir menn, sem maður gleymir seint: menn eins og Höskuldur Björnsson, Kristinn Pétursson listmál- arar og skáldin Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson og Gunnar Benediktsson. Þetta var eina listamanna- nýlendan, sem hér hefur sprottið upp og stærri bæir hafa orðið að sætta sig við að eiga minna af listamönnum en Hveragerði átti á þessum árum. Við höfðum ógætt samband okkar í milli. Stríðið hafði haft áhrif á líf okkar og flestir vorum við í Hveragerði af efna- hagsástæðum. Það var ódýrara að lifa þar en í Reykjavík. Húsnæðið kostaði minna og hitinn var svo ódýr. Svo fóru menn að týnast í burtu, einn af öðrum og efnið sigraði andann: Garðyrkju- menn lög'ðu staðinn undir sig. — Mér hefur alltaf þótt Hveragerði leiðinlegur staður. Er ekki vont að yrkja þar? — Jæja, ekki sem verst, en þó hefur mér líklega gengið betur að yrkja hér á Akureyri. — Finnur þú af þínu skáldlega næmi einhvern mun á Hvergerðingum og Ak- ureyringum? — Jú, ég er ekki frá því. Sunnlend- ingar eru yfirleitt opnari í viðmóti og frjálslegri. Þar fyrir kann ég vel við mig hér á Akureyri. Bærinn er svolítið þungur en raungóður og stabill. Veðrátt- an er það líka, hún er eins og fólkið, eða þá fólkið er eins og veðráttan. — Nú er talsver'ður hópur ljóðskálda hér á Akureyri. — Jú, það er Heiðrekur frá Sandi, Bragi Sigurjónsson, Guðmundur Frí- mann, Rósberg G. Snædal og Einar Kristjánsson. — Að ógleymdum Kristjáni frá Djúpa- læk. Aftur á móti skilst mér að mynd- listin á Akureyri standi hér um bil á núlli. — Það er því miður rétt, að hér er ekki um naina myndsköpun að ræða sem því nafni gæti kallazt og það ber of sjaldan við, að góðir málarar komi að sunnan til að sýna verk sín hér. — Mér hefur skilizt á þeim, sem það hafa reynt, að það sé fremur þýðingar- lítið að efna til mvndlistarsýninga á Akureyri. Mér skilst, að aðsókn sé lít- il nema þegar Steingrímur á í hlut. — Það er rétt, að aðsókn hefur ekki verið mikil, en ég held áð augu Akur- eyringa séu að opnast. Það er draumur okkar í stjórn þessa minjasafns að byggja við það og hafa þar húsrými fyrir myndlistarsýningar. — Yrkir þú hér í safninu þegar ferða- mannaárstíðin er liðin hjá og ró tekin að færast yfir staðinn? — Ég er skáld í mánuð á ári hverju; yrki þá í skorpum. Þessi ljóðavertíð er venjulega í janúar; þá yrki ég allt upp í 7 kvæði á nóttu. — Eingöngu á nóttunni? — Já, ég hugsa aldrei heila hugsun fyrir hádegi, en nóttin er minn dagur. — En af hverju kemur andinn fremur yfir þig í janúar en aðra mánuði ársins? — Eg veit þáð ekki vel, en kannski er það fyrir vonina um hækkandi sólar- gang. — Þú ert maður endurfæddur hef ég heyrt og manst gerla eitthvert merki- legt atvik úr fyrri jarðvist. — Það eru allir endurfæddir utan þeir, sem eru glærir hálfvitar. En þetta atvik, sem ég man eftir úr fyrra lífi og hef stundum sagt frá, er kannski ekki svo merkilegt eða skemmtilegt að það taki því að vera að rifja það upp. Framhald á bls. 14 T<5> Ýmsir gamlir munir í minjasafninu á Akureyri. 10. september 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.