Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 6
FEDORENKO P * astafulltrúi Rússlands á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York hlýtur ætíð að draga að sér athygli heimsins. Þess er skammt að minn- ast, er Andrei Vishinsky gegndi embættinu og flutti litríkar skamm- arræður sínar í fundarsölum S. Þ., og síðar sýndi Valerian Zorin þar ósveigjanleik sinn á eftir- minnilegan hátt. Nú er það eftir- maður Zorins, sem athyglin beinist að. Hann heitir Nikolai Trofimo- vich Fedorenko fullu nafni og er sérfræðingur í kínverskum orðs- kviðum. Vopnaburður hans á þingi Sameinuðu þjóðanna einkennist af bitru háði, fyrirlitningu og hnýfil- yrðum. Þegar hann ásakar andstæð- „ inga sína um tvöfeldni, gerir hann þeim upp orðin á eftirfarandi hátt: „Þetta er ekki kameldýr, þetta er hestur — hestur með hnúð á bak- inu“. Hann reykir oft pípu með bognu munnstykki, og þegar hann tekur hana út úr sér er það til þess að leyfa brosi að brjótast fram. Einn af eftirlætisorðskviðum Fedorenkos er á þessa leið: „Þegar ljónið ber bráð sína, er óskynsamlegt að gera ráð fyrir að það sé að brosa,“ en þeir sem bezt þekkja til, segja að þetta eigi ekki við Fedorenko sjálf- an, því að hann sé líkari ref en ljóni. Hann er hár maður á velli, grannur, hárprúður nokkuð og hár- ið ögn farið að grána. Hann ber hornspangargleraugu við lestur og gengur oft í gráum fötum með þver- slaufu. Hégómaskapur verður ekki merktur í fari Fedorenkos, segir í nýlegri grein, sem um hann hefur verið rituð. Og bætt er við: Brosið á andliti hans kann að vera einbert háðsglott og það er ekki víst að hann sé að sýnast með því. Háðið virðist vera honum eðlislægt. ]N"ikolai Fedorenko er fæddur 9. nóvember ári'ð 1912 í borginni Pyati- gorsk í norðurhluta Kákasus. Þangað leggur hann enn leið sína öðru hverjú til að heimsækja móður sína, sem enn er á lífi. Umhverfi Pyatigorsk er byggt fleiri en einum þjóðflokki og enda þótt Fastafulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum nafn Fedorenko-fjölskyldunnar sé af úkraínskum uppruna, þá er fjölskyldan rússnesk að uppeldi og menningarerfð- um. Faðir Nikolais var smiður að at- vinnu og tók þátt í baráttu rauðliða í borgarastyrjöldinni, sem fylgdi á eftir byltingunni 1917. egar í barnaskóla varð Fedor- enko þátttakandi í samtökum kommún- ista, fyrst í barnasveitum, en síðar í unglingasveitum Kommúnistaflokksins rússneska. Hann tók á þeim árum þátt í almennri herferð gegn menntunarleysi, fer’ðaðist um sveitahéruðin og kenndi bændum að lesa og skrifa. Um upp- skerutímann gekk hann að því með öðr- Fedorenko ræðir hér við tvo háttsetta menn frá heimalandinu, Kosygin, forsætis- ráðherra, til vinstri, og Gromyko, utanríkisráðherra, á miðri mynd. Umræðuefnið kvað vera vandamál ríkjanna í Austurlöndum nær. um drengjum, sem þátt tóku í þessu fræðslustarfi, að bjarga uppskeru ná- lægra héraða í hús fyrir veturinn. Fe- dorenko hefur ánægju af því að rifja upp bernskuárin og hann minnist þess frá þessum árum, er hann tók þátt í því í mótmælaaðgerðum að brenna eftir- mynd af Chiang Kai-shek, eftir að hann sagði skilið við kommúnista á Kuomin- tang 1927. Fedorenko kveðst hafa rifjað þetta upp er hann hitti Chiang Kai- shek í Kína á dögum seinni heimsstyrj- aldarinnar, og þá ekki fundi'ð til neinn- ar iðrunar. Mr egar Fedorenko hafði lokið und- irbúningsnámi, fékk hann vinnu á við- gerðarverkstæði dráttarvéla í Pyati- gorsk sem aðstoðarmaður. Hann hefur sagt svo frá síðar, að helzta viðfangs- efnið þar hafi verið verksmiðjugalli á strokkhausum Fordsondráttarvélanna. Venjuleg málmsuða kom ekki að haldi vi'ð viðgerð strokkhausanna, svo að verkstæðisformaðurinn fann upp nýja aðferð, sem dugði og þessa aðferð kenndi hann Fedorenko. Mörgum ár- um síðar hitti Fedorenko Henry Ford II. að máli í Bandaríkjunum og þá ámælti hann honum fyrir þessa göll- uðu strokkhausa á Fordson-dráttarvél- unum. F edorenko virðist á þessum ár- um hafa verið efnilegur unglingur, er þeir, sem til þekktu, bundu vonir við. Því var það, að kommúnisku æskulýðs- samtökin og formaður vi'ðgerðarverk- stæðisins studdu hann til frekara náms. Fyrst komst hann að sem lærlingur í flugvélaiðnaði og þar sem hann sýndi mjög góðar stærðfræðigáfur, var honum gert kleift að halda áfram til enn frek- ara náms. En á þessu stigi námsins breytti Fedorenko til um viðfangsefni og tuttugu og fimm ára að aldri útskrif- aðist hann úr deild austrænna mála við Moskvuháskóla. Þetta var verulegur áfangi, en Fede,r,enko komst að raun um að stærðfræðikunnátta hans kom honum a'ð gagni við enn frekara nám í kín- versku og fimm árum síðar varði hann doktorsritgerð er fjallaði um rannsókn- ir í kínverskri málfræði. Arið 1938 hóf Fedorenko störf sin í utanríkisþjónustunni og næstu tólf ár- in var hann lengstaf í Kína. A þessum árum safnaði hann efni í um það bil hundrað greinar og bækur um kín- verskar bókmenntir. Kunnugir telja, að hann hafi á þessum árum einnig komið fleiru til leiðar. Þannig telur André Malraux, franski menntamálaráðherr- ann, sem um eitt skeið var félagsmað- ur í Kommúnistaflokki Kína og dvaldist þar samtímis Fedorenko, að sá síðar- nefndi hafi átt drýgstan þátt í því a'ð koma Mao Tse-tung til valda árið 1949. Framhald á bls. 14 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.