Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1967, Blaðsíða 1
Jr að var í mars 1942 sem Skaftfellingur lagði úr höfn í Vestmannaeyjum áleiðis til Englands fullfermdur fiski. Atlantshafið morandi í herskipum, sjó- orustur háðar, sprengjuflugvélar hnituðu hringi í loftinu, kafbátar á sveimi í haf- djúpinu, tundurdufl marandi um allan sjó. Þá var tvísýnt um úrslit stríðsins, Hitler sigurviss og geggja'ður, Churchill tottaði vindla, sötraði viskí og mælti öðruhvoru spakmæli af munni fram til bresku þjóðarinnar. Þannig var ástand- ið þegar lítill fiskibátur úr Eyjum lagði á djúpið til að færa Englendingum í soðið. Þá mátti ekki á milli sjá hvort meira mætti sín, vítisvélar Þjó'ðverja og geðveiki Hitlers ellegar seigla Bretans og spakmæli Churchills. Þrátt um það dólaði Skaftfellingur litli sína leið og Páll Þorbjörnsson, skipstjóri, stóð útkíkk í brúarglugganum með kaffikrúsina í hendinni og vindilinn í munn- inum milli þess sem hann fékk sér væran blund í bestiikkinu. Þér finnst það kannski ekki í frásögur færandi að kafteinninn hafi fengi'ð sér væran blund stöku sinnum á siglingu yfir Atlantshafið. En þeir voru margir sem ekki kom dúr á auga alla leiðina, aðrir fengu sér flösku; oft voru það rnenn sem voru stakir reglumenn í landi. Einn háseti sem sigldi öll stríðsórin fór aldrei af fötum og hélt sig ofanþilja nætur og daga. Þó skánaði það þegar þeir fengu landsýn, hvort sem það var ísland eða England sem birtist yfir hafflötinn. Þó voru tund- urduflasvæðin þéttust við strendurnar, hættan ef til vill mest. En svona er það að sjá land rísa úr hafi. Land fyrir stafni. Land . . . Og Skaftfellingur heldur sinu striki. Páll var búinn að fara á honum tvo túra sem stýrimaður. Þetta var fyrsti túr- inn hans sem skipstjóri, förinni er heiti'ð til Fleetwood. Öldur Atlantshafsins rísa og hníga, enn hafa þeir fugl af iandi og veröldin virðist eins og hún á að sér að vera; kokkurinn brasar ofan í þá, hásetarnir sitja kannski fram í lúkar og spila manna, ég veit það ekki; maskínistinn passar upp á rokkinn, lúgurnar vel skálkaðar og sól skín í heiði. Þeir höfðu siglt lengi þegar þeir mættu línuveiðaranum Fróða. Fróði sigldi ekki nema hálfa ferð, brúin var sundurskotin, björgunarbáturinn allt að því sagaður sundur af vélbyssuskothríð. Þá var orðið slæmt í sjó og engin leið a'ð koma manni milli skipanna. Og enginn um borð í Fróða frásagnar- fær nema kokkurinn. Stýrimaðurinn skotinn til bana. Skipstjórinn helsærður og stóð þó í brúnni. Vélstjóranum tókst að haida vélinni gangandi. Skaftfellingur sneri við og fylgdi Fróða áleiðis, Páll tók nú ákvörðun um að rjúfa innsiglin á loftskeytatækjum skipsins. En þá voru öll loftskeytatæki ræki- lega innsigluð og lagt blátt bann við að nota þau nema í ýtrustu neyð. Páll setti saman skeyti til loftskeytastöðvarinnar í Vestmannaeyjum, og seinna varð töluverður úlfaþytur af or'ðalaginu og Páll hlaut ámæli fyrir. En Páli var ljóst að hér dugði ekkert rósamál: „Mættum línuveiðaranum Fróða: Hefur orðið fyrir árás: Menn dauðir og hel- særðir: Þarfnast hjálpar strax: Staðarákvörðun...“ Og þó urðu leiðinleg mistök, segir Páll mér, því fyrir einhvern misskilning var norskt skip sent á móti Fróða og enginn læknir um borð. Skaftfellingur Suðaustan fjórtán Jökull Jakobsson rithöfundur og Baltasar teiknari hafa sett saman glæsilega bók um Vestmannaeyjar og Vestmannaeyinga. Hér birtist kafli úr bókinni, sem nýlega er komin út hjá Iíelgafelli. Við liöfnina. Að oían: Götumynd úr Vestmannaeyjaikaupstað. sigldi samsíða Fróða nokkia stund, þeir gengu úr skugga um að kompásinn á Fróða hafði ekki orðið fyrir hnjaski og skipið hélt réttri stefnu. Og frekar varð ekki að gert, Fróði hélt áfram með kúrsinn á Vestmannaeyjar. Skaftfell- ingur sneri við og tók upp þráðinn þar sem frá var horfið, þeir voru a'ð færa Englendingum í soðið, svo stríðið gæti haldið áfram sinn gang. Það er af linuveiðaranum Fróða að segja að hann komst hjálparlaust upp á víkina við Vestmannaeyjar, Gunnar skipstjóri vék ekki úr brúnni alia leið, mjöðmin sundurskotin og innyflin úti. Hann stóð í brúnni þar til þeir voru komnir upp á víkina við Vestmanna- eýjar og bátur sást koma á móti þeim úr landi þar sem þeir höfðu lagst. Síð- an dó Gunnar. Páll sagði mér að seinna hefðu þeir frétt að Reykjaborgin hefði verið skotin niður af Þjóðverjum á svipuðum slóð- um og þeir mættu Fróða. Þrír af áhöfn- inni komust lífs af á fleka, einn þeirra dó þó eftir nokkra daga á flekanum. Annar þeirra sem komst af sagði frá því að einn daginn sem þeir voru að velkjast á flekanum hafi þeir séð skip >

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.