Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1967, Blaðsíða 11
etja I YTri slnu alvieg eins o,g mann- íóikið, og ,að börn hafi gaman af þess- um bókium? Og svo steig hann út úr léttivagnin- um, og ég sá legghlífarnar. Þá þyrmdi yfir mig, og ég vai-ð að beita mig hörðu til þess að geta gengið nokkurn veg- inn leðlilega á móti honum og xétt hionutm höndina. — Þú ert hraiustlegur, strákur, sagði hann og hristi hönd mína. — Þessi hiejstamennska — eða hvað maður á að kalla það — virðiist eiga vel við þig Þegar hér var komið, var ég sann- færðuir ium, að þetta mundi enda með ósköpum. Eg hafði ekki verið annað en snúningastrákur, sem hjálpaði kokkn um við uppþvottinn og sótti í eldinn, en Jay hafði heitið mér því, að ég skyldi fá að taka þátt í hestasmölun- inni, þegar ég hefði lært að fara með kastvaðinn,. Ég hafði því gefið það fyllilega í skyn í síðasta bréfi til pabba, að ég væri orðinn fuilgildur vaðkast- ari en þá hafði mig ekki grunað, að pabbi kæmi hingað í heimsókn. — Heyrðu, pabbi, þetta er Jay Sudd- lUth, sagði ég. — Sæll, gleður mig að kynna.st yð- •ur, isagði pabbi og lyfti hatti. Jay hafði rétt hægri höndina fram, en nú kom fát á hann. Hann bar hana í óðagoti að hattinum og rétti síðan fram vinstri höndina alveg ráðvilltur. Og ienn versnaði ástandið, þegar Buck Yarbrough dró tvær istórar ferðatösk- ur út úr vagninum. Paibbi þurtfti ætíð að fá sér bað á hverjum degi og raka sig vandlega, og mér hafði aldnei dott- ið í hug, að hann gæti búið annars staðar en í borg eða bæ. Hvernig datt honum í hug, að hann gæti hafzt við í tjaldbúðum kúreka? Lítið tjald var neist handa okkur pabba hið næsta eldhústjaldinu, og ein- hvers staðar grófu þeir upp þægilega tjaldsæng handa pabba. Ver,st þótti mér, hve tjaldið var nærri eldhústjaldmu, því að strákarnir þar gátu heyrt hvert orð, sem við sögðum. — Ég hafði handritið að nýju bók- inni minni með mér, sagði pabbi fyrsta kvöldið. — Langar þig til þess að hieyra það? Þar kom það, sem ég hafði óttazt mest. Satt að segja þótti mér mjög gaman að hlusta á pabba lesa bækur sínar, og ég var hrieykinn af því að vera ætíð sá fyrsti, sem hann las fyr- ir. En nú gegndi öðru máli Pabbi las ekki aðeins — hann lék það líka, og mörgum árum siðar minnti Charles Laughton mig ætíð á hann. Ég gat rétt ímyndað mér svipinn á strák- unum í eldhústjaldinu, er þeir hieyrðu undarlega rödid úr næsta tjaldi flytja samtal Dagfinns dýralæknis við tfíl eða Ijón,. — Já, við gætum ef til vill byrjað á því, ef við höfum mjög lágt, sagði ég hikandi. Ég vonaði, að þessi orð særðu hann ■ekki. Mér var annar.s starsýnt á 'hann. Buck Yarbrough hafði lánað honum ullarnærtföt, og mér virtist skyrtan að því komin að rifna utan af hvielfdiu brjóstinu og gildum handleggjunum. Hann var rauður í andliti, en hárið mikið og grátt eins og á gömlum kvik- myndaleikara. Kvöldið leið. Þegar kallað var til kvöldverðar, gekk hann eins og hieima- maður inn í eldhústjaldið og settist á hækjur sínar eins og aðrir, át mat sinn og tíndi upp í sig brauðmolana með fingrunum eins og gamall verka- maður. Og á left'ir bauðst hann ekki til þess að lesa fyrir mig úr hand- ritinu. Naasti dagur leið án átfalla að slepptu einu smáatviki. Um morguninn hafði Jay stungið því að mér, að ég rnætti ríða með kúrekiunum í dag, eins og ég viæri einn af þeim, otg Buck bauð pabba að fara með sér. Pabbi var snjall neiðmaður og hestavinur, og hann lyfti sér í söðli á bnokkinu eins og lögregluma'ður. Allt gekk að óskum framan af degi En allt í einu kom pabbi auga á hest, sem hökti fatlaður einn sér. —• Hvað er að þessum hesti? .spurði hann. — Hann er taglheftur, svaraði Jay. — Éyrir kemur, að einhver flakkari á þessum slóðum finnur örþreyttan hest, sem ekki er brennknerktur, nær hon- um og dregur tagl hans fram á milli aftunfótanna og bindur það við ann- an framfót. Síðan getur maðurinn ef til vill náð hestinum síðar, þegar eng- inn er hér við gæzlu. —• Þetta er — þetta er andstyggilegt, safeði pabbi, og andlit hans varð enn rauðara en áður. — Er — er þetta venjuleg aðferð? — Nei, sagði Jay. — Þetta er frem- ur sjaldan gert, en okkur hefur ekki gefizt tóm til þe,ss að binda endi á þetta enn. Eftir kvöldverðinn sat ég hjá strák- unum í eldhústjaldinu, þegar fyrri hóp- urinn var riðinn út til næturvörzlu. Þá kom pabbi þangað inn. Mér brá í brún, því að hann var mieð lestr.argleraug- un sín á nefinu og handrit í hendi. Ég spratt á fætur og hugðist grípa lampa til þess að tfara með inn í okk- ar tjald. — Niei, sittu kyrr, sagði pabbi. — Ég heid, að við gerum ekkert ónæði hérna, þó að ég lesi svolítið. Að sjálfsögðu þögnuðu allir, og mér fannst þögnin leggjast yfir mig eins og mara Pabbi færði sig að stærsta lamipanum og settist á bekk. Síðan lagði hann blöðin á borðið og fór að lesa með rödd Charles Laug’htons. Nú var ég ekki ráðvilltur lengur — ég var lamaður af auðmýkingu. Ég veit ekki, hve margar mínútur liðu þangað til ég öðlaðist hugrekki til þess að líta upp, en þegar ég lét augu líða frá einum til annars, sá ég mér til undrunar, að sumir strákanna hreyfðu höfuðin í takt við lestur pabba. Aðrir ,störðu aðeins fram fyr- ir sig eins og þeir væru heillaðir. Síð- an kom fyrri vökuhópurinn inn frá gæzJlunni, og næsti hópur varð að fara til hjarðarinnar. Þá gekk Banjo John- son hægt til pabba, gægðist yfir öxl hans og sagði: — Láttu mig ekki trufla þig. Ég ætl- aði aðeins að sjá á hvaða blaðsíðu þú værir. Ég verð að fara núna, en mér datt í hug, að þú yrðir ef til vill svo gúður að lána mér söguna á morgun, svo að ég geti lesið það, sem ég missi úr henni núna. — Já, .sjálfsagt — meira en sjálf- sagt, sagði pabbi. — Ég er á þrítug- ustu og fimmtu síðu. En daginn eftir hélt pabbi svo skyndi lega brott, að Banjo fékk ekki ráðrúm itil þess .að lesa neitt í handritinu. Við vorum á hringreið um dalinn, og pabbi var svo sem hálfa míiu á undan okk- ur. Þá sagði Jay allt í einu við mig: — Hvert ier hann að fara? Ég sá þá að han,n stefndi þvert af þeirri leið, sem við vorum vanir að fara, og ég vissi, að þetta ,svæði var alsett sprungum og gjám. Síðan 'hvarf pabbi sjónum okkar bak við hæð í sama hili heyrðum við hátt blíst- ur. Það var Banjo, sem reið handan djúps gils, er var á milli okkar og hans. Hann benti þangað, sem pabbi hafði 'horfið. í sama bili tókum við eftir því, að blár reykjarstrókur leið upp nokkru fjær. — Þarna eru einhverjir flakkarar, líklega þeir, sem eru að reyna að kló- fesita ihestana, sagði Jay. — Pabbi þinn ætti ekki að reyna að hitta þá að máli. Okkur er líkliega ráðlegast að l’áta klárana spretta úr spori á eftir hon- um. Ég reyndi að halda í við þá Banjo og Jay á gamla og lata klárnum, sem ég hafði fengið til reiðar. En það tókst ekki. Þá bar á svipstundu undan. En þegar ég kom upp á næstu hæðarbrún, sá ég stauragarð, sem hróflað hafði verið upp. Hestur pabba stóð bundinn Mannfjöldi Framhald atf bls. 6. ara formi en keimlíkir atburðir fyrr á öldum. Allsstaðar, þar sem þeir tóku sér bólfestu hófust þeir handa um fram- kvæmdir, reistu borgir, byggðu hafnir og lögðu járnbrautir, gerðu skipaskurði, frjóvguðu eyðimerkur með áveitum, reistu verksmiðjur, spítala, trúboðs- skóla og háskóla. Og evrópskur lífern- ismáti og evrópsk tækni og menning er nú alls staðar upptekin. F lutningur fólks frá Evrópu á árunum 1846—90 nam á ári um 377 þúsundum, 911 þúsundum á árabilinu 1891—1920 og 366 þúsundum frá 1921—29. Frá 1846—1930 fluttu um 50 milljónir Evrópumanna frá heim- kynnum sínum til landnáms í öðrum álfum. Meginhluti þessara útflytjenda hélt til Norður-Ameríku. Og „hvítum rnönnum" hefur fjölgað hlutfallslega. Um 1800 er tala þessa stofns talin um 200 milljónir en um 1930 er talari 700 milljónir. Um 1800 er fólk af þessum stofni um 22% af íbúum jarðarinnar og 1930 er talan um 35%. Þessir víðtæku þjóðflutningar dreifðu áhrifum iðnbyltingarinnar um allar jarðir. Landnámið í norðvesturhéruð- um Bandaríkjanna, vefnaðarverksmiðj- urnar í Bombay, járnbrautarlagning í Kína og Argentínu voru allt verk manna frá V--Evrópu. Nú er þessi út- þenslutími liðinn. Fólksfjölgunin helzt í hendur við framleiðsluaukninguna og er nú lægri í Evrópu og Rússlandi en var á 19. öld, lífskjörin fara stöðugt batnandi á þessum landsvæðum og jafn- vægi er náð. Útþenslan og fólksfjölgunin verður næstu áratugina bundin Suður-Amer- íku, Asíu og Afríku. Aukningin þar er 1.5—2.5%. Ástandið á þessum svæð- um er víða mjög bágborið. Sé dæmi tekið frá Indlandi, þar var íbúatalan áætluð 1918 um 318 milljónir, þá var talið að 20 únsur af kornmeti kæmu á mann. 1945 var íbúafjöldinn orðinn um 400 milljónir og daglegur skammtur af kornmeti var þá um 15 únsur. Ástand- ið versnaði milli 1945 og 1952. Nú er reynt að hamla almennu hungri með stórmiklum ræktunarframkvæmdum, en þrátt fyrir það verður tæplega um neina birgðasöfnun að ræða, vegna þess að þrátt fyrir aukna framleiðslu, fjölgar fólkinu það mikið, að aukin framleiðsla nægir ekki til að auka kornskammtinn. Þessi fólksfjölgun kem ur til vegna áhrifa iðnbyltingarinnar, en aftur á móti skortir enn á að á- hrifa hennar gæti til framleiðsluaukn- ingar, þegar veruleg iðnvæðing hefst á Indlandi, má fyrst búast við batnandi hag landsmanna. En þetta verður að gerast á skömmum tíma, því að ástand- ið versnar stöðugt. Fjármagnsmyndun er engin, fjármagnið verður að koma annars staðar frá. Ef ekkert er gert eða hálfkák látið duga til bráðabirgða, verð ur eftirleikurinn erfiðari. Á þessum 12 þúsund árum, sem lið- in eru síðan maðurinn tók að ná valdi á umhverfi sínu og tók að móta það sér í hag og nota auðlindir þess sér til framdróttar hafa meginbreytingarnar orðið á síðustu 170—180 árum. Fyrir þann tíma nægði framleiðslan aðeins til þess að fæða þjóðirnar og klæða, og ef illa áraði vildi oft verða misbrestur á þessu. Hungur, sjúkdómar og styrjaldir voru meginplágur mannskepnunnar og jafnframt héldu þessar plágur réttu hlutfalli milli fólksfjöldans og fram- leiðslunnar. Með iðnbyltingunni og á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa jarð búar margfaldazt og mesta , hættan sem nú steðjar að „hömo sapiens“ er offjölgun, tæming þeirra orkugjafa sem nútíma menning byggist á og gjöreyð- ingarstyrjöld. Maðurinn hefur náð miklum tökum á umhverfi sínu en hann á ennþá eftir það sem erfiðast er, og það er að hafa hemil á og sigra sjálfan sig. Suðaustan fjórtán Framhald af bls. 2. ir okkur meðan við innbyrtum síðustu mennina. Hvarf hún síðan í suðurátt. Ég beindi nú Skaftfellingi aftur í þá átt sem förinni var heitið, tók striki'ð á Fleetwood þar sem frá var horfið. Þegar á leið færðist frjálsmannlegri bragur yfir mannskapinn um borð í Skaftfellingi enda var allur vígamóður af Þjóðverjum, ég gaf þeim leyfi til að hreyfa sig um dekkið, þó ekki aftur fyr- ir brúna. Enda gerðu þeir enga tilraun til uppreisnar, voru ljúfir sem lömb og margir þeirra of sjóveikir til að hafa uppi neinn dólgshátt. En setjum svo að kafbátsforinginn hefði gefið þeim skipun um að ráðast á brúna, fimmtíu manna liði sínu? Hefðirðu ekki dúndrað á þá úr vél- byssunni? Og áhöfnin á Skaftfellingi aðeins sjö menn! Páll ygglir sig dálítið í framan, klór- ar sér í hnakkann og tottar stúfinn af Havana-vindlinum þar sem hann situr í mjúkum hægindastólnum og bítlalög- in óma í útvarpinu úti í horni. Ef ég á að segja þér alveg eins og er, þá held ég bara ég hefði aldrei nennt að hafa fyrir því að slátra þessum greyjum. Enda kom ekki til þess að neinum þyrfti að slátra. Innan tíðar voru sjómennirnir farnir að blanda geði, stríðsmenn þjálfaðir í manndrápum og skemmdarverkum, fiskimenn hertir við að draga þorsk úr úfnum sjó. Eitt þót.ti Páli skrítið, flestir kafbáts- menn höfðu á sér auk koníaks úr Frakk- landi, litlar vasaorðabækur, þýsk-dansk- ar og þýsk-norskar. Og tveir þeirra töluðu lýtalausa ís- lensku reiprennandi. Og enn voru tveir að auki sem gátu gert sig skiljanlega á íslensku. Annar þeirra kvaðst hafa verið bátsmaður á þýskum togara og legið um hríð á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Annar hinna íslenskumælandi þekkti Reykjavík eins og vasa sinn, vissi öll götunöfn og kunni skil á flestum hlut- um þar. Hann bað Pál jafnvel fyrir hjartanlegar kveðjur til ýmissa kvenna í Reykjavík, nöfn þeirra og heimilis- fang skráði Páll samviskusamlega á blað hjá sér og afhenti síðar útlendinga- eftirlitinu þegar heim kom. Bað þá koma kveðjunni til skila og leita sér upplýsinga um leið. Hver veit nema ein- hver yngismeyjan luma'ði á mikilvægu hernaðarleyndarmáli í brjóstahaldinu. En spíónar útlendingaeftirlitsins höfðu ekki erindi sem erfiði, það var ekki nóg að þeir hefðu engin hernaðarleyndarmál upp úr krafsinu, heldur komust þeir að raun um að kvinnur þessar voru ekki til og höfðu aldrei verið til; þrátt fyrir fullt nafn og heimilisfang, lýsingu á háralit og líkamsvexti viðkomandi yngismeyja reyndust þær ekki annað en draumur kafbátsmanns. Páll hlær við. Og heldur áfram frá- sögninni: Kafbátsforinginn var síðastur frá borði eins og vera bar, þa'ð kom í ljós að maðurinn kunni ekki einu sinni sund tökin eins og raunar meiri hluti áhafn- arinnar. Hvað eftir annað fleygðum við til hans bjarghring sem lenti eins og meter frá honum, en hann hafði engin tök á að krafla sig þann spöl í sjónum; hélst þó á floti því allir voru þeir klæddir björgunarvestum. Einhvernveg- inn tókst okkur þó að krækja í kauða og draga hann inn fyrir borðstokkinn. 12. nóvember LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.