Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1967, Blaðsíða 4
addir að utan vöktu hana. Ösjálfrátt og
án þess að opna augun, þreifaði hún fyrir
sér og fann áð svefnpokinn við hlið henn-
ar var krumpinn og mannlaus.
„Það voru meiri lætin hjá þeim í nótt,“
heyrði hún konurödd segja,
„Réttast væri að láta lögregluna hirða
þau,“ sagði önnur.
„6, þeir anza manni ekki,“ sagði hin,
„hyskið nýtur allra forréttinda." Hún lá
grafkyrr og við norðurgafl kofans voru
kettir að andskotast í spýtnahrúgu. Þeir
hvæstu og brýndu klærnar á þurrum
tj örupappanum.
„Eigum við að gægjast inn?“ var sagt.
„Heldurðu að sé enginn heima?“
„Nei, þau eru alltaf 'komin út og á rand fyrir allar aldir.“
Raddirnar náiguðuist og hún reyndi að gera eins lítið úr sér og unnt var. Það
var rjálað við dyrnar og hrjúfur ullarbolur, sem hún var í næst sér, læsti sig
um sveittan líkama hennar.
Verk lagði úr handarkrika og fram í geirvörtur.
„En sú lykt,“ sagði önnur konan.
„Og myrkrið."
„Þetta er eins og hjá dýrum,“ hélt hin áfram. Það marraði í gólfinu og þær
voru komnar alveg inn að fótagafli. Hún dró til sín fæturna, en um leið gall
Vvfð ámáttlegt öskur.
„Guð“, var æpt, „guð það liggur einhver þarna.“ Síðan var ruðzt og traðkað.
Dymar skullu í vegginn og kofinn nötraði og hún nötraði líka. Hún andaði
djúpt, en það var eins og skjálftann ætlaði aldrei að lægja. Líkami hennar var
þvældur og það var lykt af lampaspritti þarna inni og sömuieiðis lykt af blaut-
um tréspónum. Bölvaður svikarinn, hugsaði hún, bölvaðuir svikarinn hann
Kjartjm að iæðast svona í burtu frá mér. Hún leit í kringum sig og veitti nú
ýxnsu athyigií, sem hún hafði naumast séð áður. Uppi í glugga, á málmplötu
fyrir framan kolaofninn og hreint um allt voru lítil brún spíraglös. En frammi við
dyr, lá samankuðiuð þvæid pokadrusla. Það var eins og nærvera Kjartans
hefði skyggt á þetta allt saman. En nú var hún ein og hana langaði til þess
að sofa lengur, sofa að eilífu, en vínið var rokið úr henni og svo voru það ná-
grannar hennar og þessir kettir í spýtnabrakinu.
Smám saman minnkaði skjálftinn og hún seildist eftir litlu ferðaútvarpi ofan
á gólf. Þetta var fallegt tæki, glampaði á það jafnvel þarna í hálfrökkrinu. Hún
fór grönnum, óhreinum fingrum um það, lét vel að því eins og kornabarni. Síðan
skrúfaði hún takka og samstundis fylltist allt af tónlist. Samræmið í hljómun-
um var í hróplegri mótsögn við ringulreiðina þarna inni. Spennan í andliti
hennar minnkaði og svipurinn varð mildari. Hún lét tækið frá sér á tóman
appelsínukassa, en skreiddist svo fram úr. Hún var alklædd og fatadruslurnar
strauk hún flötum lófa og reyndi að slétta úr mestu krumpunum. Svo faldi hún
úfið hárið undir rósóttum skýluklút. Þegar hún ætlaði að reima að sér strigaskóna,
fann hún til svima. Ljósgeislar brutust í gegnum gisinn kofann og stóðu að
henni eins og spjót úr öllum áttum, en skítugt gólfið kom á móti henni. Hún
spennti greipar fyrir aftan hnakka. Og þegar hún hafði jafnað sig að mestu
staulaðist hún fram að dyrum, en mundi þá eftir útvarpstækinu og snéri við
eftir því.
Við dyrnar utanvert var forarvilpa og hún fikraði sig eftir plánka, sem lá
þar yfir. Það var ekki auðvelt eins og hún var á sig komin, en samt hafði hún
sig á þurrt að lokum. Þar staldraði hún við og andaði að sér fersku lofti. Fram-
undan niðri við sjó, blasti við Höfði Einars Benediktssonar, en að baki vissi hún
af illgjörnu augnaráði í skítugum, þreytulegum andlitum. Konur í þunnum lérefts-
kjólum og ljósbrúnum baðmullarsokkum að gægjast, gægjast fram hjá gardínu,
eða við húsgafi eða hjá þvottastagi.
„Hela að kjaftanöðrurnar megi snuðra," hugsaði hún og gekk niður Borgar-
túnið í áttina að sjónum. Þetta var silfurtær sunnudagsmorgunn og hún þrýsti
útvarpinu upp að ljótri, upplitaðri kápu sinni. Hún ætlaði að ganga í bæinn,
enda átti hún ekki aura fyrir strætisvagni og óvíst hún fengi þar aðgang, þó svo
hefði verið. Stöku sinnum leit hún til fjalla, en mest hafði hún augun við gang-
stéttina eða á fugli hnitandi yfir flæðarmálinu.
Það leyndi sér ekki, að það var sunnudagur. Fólk prúðbúið og bílar skínandi
fagrir í sólskininu spariásjóna á öllu, jafnvel fjöllin handan við sjóinn voru
ekki eins og þau áttu að sér og sömuleiðis grágrýtið í fjörunni. En hún sjálf,
hvað var hún annað en falskur tónn inni í miðju laigi? „Helvítis þrjóturinn,"
hugsaði hún, „lionum skal ekki takast að stinga mig af.“ Hún hélt áfram göngunni
og skóreimarnar siettust eins og dauðir ánamaðkar á gangstéttina og hana
verkjaði í fæturna Sársaukinn var næstum kærkominn. Hann fékk hana til
þess að gfleyma annarskonax vanliðan, vanlíðan, sem hún vissi naumast upphaf né
endi á. Vínið fékk hana líka stundum til þess að gleyma og sömuleiðis Kjartan,
þrátt fyrir allan hrottaskapinn. En nú var hann týndur og hún búin að sofa úr
sér vímuna og þá var sársaukinn betri en ekki neitt. Hugsun hennar var á
tvístringi, einbeiting ekki til. Það var einmitt á slíkuim augnabliikum, að for-
tíðin átti greiðastan aðgang að henni. Hún dróst saman í eina mynd og henni
fylgdi kökkur í hálsi. Umgerðin: Fallegt heimili. Úti fyrir snotur garður. Sumar-
kvöld. Börnin í angandi hreinum náttfötum. Ma'ður hennar að koma heim
frá vinnu. Hún stóð við ísskápinn og hann gekk yfir til hennar og kyssti hana
laust á kinnina. Þetta sá hún, en í gegnum þá mynd, þröngvaði sér önnur. Hún
var þeim mun áleitnari, sem hana langaði meira til þess að bægja henni frá
sér. Það var andlit á lögfræðingi. Miskunnarlaus skynsemi í bláum augum. Stórar
lúkur á gljáfægðu skrifborði. Óbifandi sjáifstraust. Á bak við hann þykkar
bækur í hillu og svo var það lykt af skjölum.
„Þér missið allt tilkall til barna yðar,“ hafði hann sagt, „það er einróma
úrskurður Barnaverndarráðs." Hann hafði lagt þess háttar áherzlu á orðið úr-
skurður, að það var augljóist, að hann var ekki eingöngu að gera skyldu sína,
heldur um leið að þjóna einhverri óskiljanlegri mannvonzku. Það var þegar
hún sá fyrir sér þennan mann, að hama langaði mest til þess að gleyma.
En hvernig hafði þetta allt saman byrjað, hvernig hafði hún sokkið svona
djúpt? Hún sem hafði ekkert drukkið, fyrr en komin hátt á þrítugs aidur og
fyrst í slað, hafði hún varla komið víni niður. Já hvers vegna? Aftur og aftur
bergmálaði þessi spurning. Hvers vegna? HVERS VEGNA? En það var eins og
að reka sig á steinvegg. Ekkert svar. Nú hafði hún aldrei orðið fyrir neinu,
alltaf verið við góða heilsu og eiginmaður hennar fyrrverandi ekkert nema
gæðin. Samt var svona komið, lífið ekki annað en tilgangslaust traðk. Það var
eins og hún væri stödd á myrkasta afkima tunglsins, en ekki sólríkri jörð.
Hún var nú komin ofan í Hafnarstræti og þar inn á Bryta. Verkakallar voru
að maula fiatbrauð og kleinur af bláum diiskum. Þykkir kaffifantar huldu grá-
skeggjuð andlit. En ekki nema stutta stund, svo komu þau aftur í ljós, starandi
augnaráð, þreytulegir drættir. Úti í horni sátu þrír menn. Rónaandrúmsloft var
í kringum þá, en Kjartan var ekki á meðal þeirra. Við annað borð sátu ungir,
galsafengnir strákar, þesslegir að hafa drukkið og slarkað heila nótt. Um leið
og hún gekk þar framhjá, var togað í pils hennar og hún rykktist til.
„Er þetta ekki Tóta trunta?" spurði emn strákanna.
„Nei /Indíána-Bogga,“ sagði annar og þeir skelltu upp úr og hláturinn stóð
kyrr í loftinu eins og fallöxi.
„Viltu ar.abba?" sagði einn og gaukaði að henni óbrjótandi glasi.
„Gefðu henni heldur dry“ sagði annar „við fáum ekki meira bland.“ Vodka-
flaska hófst á loft og hún fann hvernig málmbeltið skarst í munnvik hennar,
en flöskustúturinn nam við kokið. Hún var of máttfarin, til þess að veita
viðnám.
„Það blæðir úr henni,“ sagði einn strákurinn og hún fann eitthvað leka
niður hökuna og ofan í hálsmál. Aftur fyllti hláturinn loftið.
„Láttu hana ekki klára allt saman,“ var sagt og flaskan tekin af munni
hennar. Allt hringsnérisit fyrir augum bennar, stólarnir fóru upp á borð en,
gráyrjóttur öldugangur, þar sem steingólfið átti að vera. Verkamennirnir héldu
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
12. nóvember