Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1967, Blaðsíða 12
HVASST UNDAN
EYJAFJÖLLUM
Framhald af bls. 9.
byrða, stór kassi á fótnm, sem
ugglaust hafa átt að koma í veg
fyrir raka frá gólfi. Öllu minni
glæsibragur er yfir fjósgiugga
■frá koti einu í Landeyjum; sá
er gerður úr hvalbeini, rúm-
lega lófastór. í þessum glugga
var gler en ekki skjár, en þetta
sýnlr hvað kröfurnar um birtu
í húsum voru litlar.
að væri langt mál að telja
upp allt, sem þarna er og ég
stikla aðeins á stóru. Augað
nemur það stóra fyrst og smá-
hlutirnlr verwa unair t sam-
keppninni, en oft eru þeir
engu síður merkilegir. Við sem
ferðumist á negldum snjódeikkj-
um, mættum gjarnan huga að
mannibroddum, sem þarna eru;
frumstæð smíð til að auðvelda
manni ferðina í hálku, tvenns-
konar að gerð. Annars vegar
eru mannibroddar, fjórskefling-
ar, sem notaðir voru í fjöll, en
Ihinsvegar töltur með tveimur
■broddum til notkunar milli
húsa. Það er útaf fyrir sig gott,
að sáluhliðið frá Teigi í Fljóts-
hlíð skuli varðveitt innan þess-
ara veggja, en ranna þykir
mér um þingboðsöxi sýslu-
mannsins, sem notuð var til að
flytja boð, þegar boðað var til
manntal^þinga. Þá var sjálfu
þingboðinu vafið utan um
skaftið, en þvengur festuT úr
þvl vlð axarblaðið með inn-
sigli hans hátignar, kóngsins í
Kaupmannahöfn. Allt var þetta
síðan sett í poka eða skjóðu
úr eltiskinni, og borið rétta
■boðleið, bæ frá bæ. Þing'boðið
átti að lesa úti fyrir dyrum
og yrði bið með flutning íil
næsta bæjar, var því stungið
í veggjarholu í bæjardyrum. í
Árnessýslu lifði lengi sú trú,
að ólánsmerki væri að bera
þingboð til baðstofu; átti pá
ibóndinn að missa hundraðs-
virði úr búi sínu. Létu menn
ógjarnan henda sig þá yfirsjón,
að ganga beint til baðstofu og
draga þar upp þingboðið. Heyrt
hef ég sögu um stúlku úr Laug-
ardal, sem fór á bæ með þing-
boð, en átti auk þess öðru er-
indi að gegna. Þegar stúlkan
kom á bæinn, mundi hún að-
eirig eftir öðru erindinu, en
þingboðinu gleymdi hún inná
sér. Hafði hún gengið til bað-
stofu, en mundi þegar út kom
eftir þingboðinu. Staikk hún
því þá í veggjarholu, fór inn og
sagðist hafa gleymt því áðan,
að hún hefði skilið eftir þing-
boð við dyr. Bóndinn varð glað
ur við og gaf henni eina spesíu
fyrir hugulsemina.
ó verkfærin séu ekki
alltaf upp á það fínasta er list-
ræn hvöt til skreytinga merki-
lega oft fyrir hendi og stund-
um er skotið inní heilræðUm:
„Hvað þú gjör, þá gjör það
■forsjáliga". Þetta stendur skor-
ið á lok af trafaöskju, frá Guð-
ríði, ömmu Steingríms Thor-
steinssonar. í trafaöskjum
eða treflöskjum voru geymd
faldtröf og silkiklútar; sem
sagt ómissandi hlutir fyr-
ir vel búnar konur þeirxar
tíðar. Öskjur af þessu tagi
þóttu svo fínar geymslur, að
sagt var um fólk, sem lifði
þægilegu lífi, eða þá sem nutu
eftirlætis, að þeir væru geymd-
ix í treflöskjum. En hvað ger-
ir maður til að vernda sig gegn
hættum á sjó og landi, gegn
ágangi drauga og illra vætta?
Til þess er vísast að himna-
bréf dugi; venjulegur bréfmiði,
með fagurlegum áheitum á
engla. Þesskonar himnabréf
bar fó*lk sér við brjóst og gafst.
vel. Margir forvitni'legir gripir,
sem koma við þjóðtrú og hjá-
trú, eru þarna í safninu og
verður nánar um þá getið síð-
ar.
Eins og ég sagði áðan hafði ég skipað
þeim áð fleygja öllum vopnum og mín-
ir menn leituðu á þeim til vonar og
vara, það kom í ljós að skipuninni hafði
verið hlýtt. Foringi Þjóðverjanna skip-
aði þeim jafnvel að taka allt af sér sem
þeir höfðu í fórum sínum, leðurveski
hvað þá annað. Eins og áður segir urð-
um við varir við breska flugvél þegar
við vorum rétt að ljúka björguninni,
hún flaug marga hringi yfir okkur og
morsaði í sífellu, við höfðum í öðru að
snúast en lesa úr því svo ég spurði Þjóð-
verjana hvort þeir vildu ekki lesa úr
merkjunum. Þeir hristu höfuðið.
Um leið og flugvélin sveigði til suð-
urs vissi ég að við mundum ekki einir
um þennan óvænta afla. Enda leið ekki
á löngu áður en við sáum langt í fjarska
gráar járnsúðir, breskir tundurspillar
stefndu til okkar á fullri ferð.
Ekki hafði ég nein samskipti við kaf-
bátsmenn svo talist geti, enda hafði ég
í nógu að snúast í stýrishúsinu. Eg
leyfði þeiin þó að ganga um dekkið og
ýmsir strákanna gáfu sig á tal við þá.
Kafbátsmennirnir voru flestir unglings-
piltar og margir sjóveikir, virtust ekki
til stórræða.
Þarna voru í hópnum þrír sem skáru
sig úr. Þeir voru klæddir annars konar
einkennisbúningi en kafbátsmenn, silfur
gráum leðurfötum. tveimur björgunar-
beltum, súrefnisdunki og nefklemmum.
Þessir þrír voru í flugmannaibúningum
og einn þeirra greinilega fyrirliði. Þeg-
ar ég hafði leyft mönnum frjálsan um-
gang um skipið kom þessi máður á fund
minn, kynnti sig, kvaðst heita Werner
flugstjóri. Hafði flugvél hans orðið fyr-
ir skoti er hún réðst á bresku flugvél-
ina sem grandaði kafbátnum, flugmenn-
irnir bjargast um borð í sökkvandi kaf-
bátinn, breska flugvélin hefði sennilega
farist en óvíst um afdrif áhafnarinnar.
Löngu seinna fundust þeir helfrosnir á
fleka.
Áður en Bretar fluttu þá frá borði
kom flugliðsforinginn enn á minn fund
og þakkaði björgunina á sér og sínum
mönnum, bað mig þess lengstra orða að
hafa samband við sig þegar strfðinu
lyki hvernig sem það færi.
(Honum kom ekki á óvart að Skaft-
fellingur var vopnaður hríðskotabyssu
og riffli, sagði að þeir í þýsku leyni-
þjónustunni vissu öll deili á vopnabún-
aði íslenskra fiskiskipa. Þá dró ég
skammbyssu úr pússi mínu og sýndi
honum, hann rak upp stór augu og sagði
að þarna mundi leyniþjónustunni hafa
yfirsést, hvergi væri minnst á það í
skýrslum að íslendingum hefði verið séð
fyrir skammbyssum. Ég brosti í kamp-
inn en svaraði engu, skammbyssuna átti
ég raunar sjálfur).
Werner þessi heilsaði mér mjög vin-
gjarnlega og þakkáði mér mörgum fögr-
um orðum fyrir björgunina; þetta var
ósköp elskulegur maður á fimmtugs-
aldri. Hann bar gullkross í keðju sem
hann tók og afhenti mér, sagði þetta
væri happagripur sem tengdafaðir hans
hafði borið í heimsstyrjöldinni fyrri og
hann sjálfur í þessari. Þrisvar hefði
flugvél verið skotin undan honum, í
eitt skiptið yfir Frakklandi og bjargað-
ist þá naumlega með brotinn fingur,
krossinn var orðinn allmjög slitinn en
sýnilega þótti honum vænt um þennan
grip. Hann hneigði sig og afhenti mér
krossinn að gjöf, bað mig hafa hann
fyrir lífgjöfina; sjálfur þyrfti hann ekki
lengur á verndargrip að halda. Bretar
mundu nú á næstu grösum.
Enn vedður þögn í stofunni, Páll Þor-
björnsson kveikir í nýjum vindli.
Krossinn á ég enn og geymi eins og
sjáaldur auga míns, keðjunni hefur aft-
ur á móti verið stolið frá mér. Og svo
undarlega vildi til að fundum okkar
Werners flugstjóra bar saman fimmtán
árum eftir þennan atburð.
Fimmtán árum seinna sigldi ég með
íslenskan togara í söluferð til Cuxhaven.
Þá datt mér í hug að efna loforðið sem
ég hafði gefið Wemer forðum, að hafa
samband við hann ef ég kæmi til Þýska-
lands. Ég hringdi í hann þar sem hann
bjó nálægt landamærum Austur-Þýska-
lands. Sagðist því miður ekki hafa tíma
til áð heimsækja hann. En viti menn —
í morgunsárið er ég vakinn á hótelinu
— þar var kominn Werner flugkappi Og
hafði ferðast alla þá nótt til að heim-
sækja mig. Okkur gafst tími til að
rabba saman nokkra klukkutíma og
borða saman hádegisverð áður en ég
hélt úr höfn. Werner hafði lagt flug-
listina á hilluna í stríðslok — og rækt-
aði nú blóm og hafði hænsni.
Býraverndari
Framhald af bls. 11.
við garðinn, en hann sást hvergi.
— Bíddiu. hér og gættu hestanna, kall-
aði Jay um öxl sér.
Af hæðinni, sem ég hafði numið stað-
ar á, sá ég hvað var handan staura-
garðsins. Garðurinn hafði verið gerð-
ur framan við klettagil, og myndaðist
þá held rétt. Innan garðsins sá ég um
tuttugu hesta, og var um belmingiur
þeirra taglheftur. Þarna stóðu þrír
menn umhverfis viðareld. Næst sá ég
paibba koma í ljós innan garðsins og
stefna hröð.um sknefum til mannanna
við eldinn. Ég sá það á hreyfingum
hans, að hann var mjög reiður.
— Flýtið ykkur, kallaði ég tiQ. Jays
og Banjos, því að ég sá frá sjónar-
hóli mínum betur en þeir, hvað var
að gerast handan stauragarðsins.
Einn mannanna við eldinn gekk nú
á móti pabba, og ég sá eitthvað blika
í hendi hans, Mér duldist ekki, að það
var hnífur
Nú sá ég, að pabbi nálgaðist mann-
inn með varúð. Hann tók stutt og snögg
skref til hliðanna, rétti höndina fram
og sneri lófa niður eins og hann væri
í jafnvægisæfingum. Síðan stökk hann
allt í einu á manninn og náði föstu
taki með báðum höndum um úlnlið
þeirrar handar hans, sem á hnífnum
hélt. Hann hélt handlegg mannsins
eins og reiddri knattkylfu. Síðan
kraup hann á annað hnéð og lagði
handlegg mannsins á öxl sér. Ég heyrði
sársaukaóp hans greinilega.
Við ópið og átökin kom ókyrrð að
hestunum í þessari gilk'ló, og rykið
þyrlaðist upp. Ég sá því ógierla, hvað
gerðist í næstu andrá. Ég sá þó mann
hlaiupa frá eldinum að hnakk sínum,
en áður en hann kæmist alla lieið, hefti'
Jay för hans. Hann hafði riffil manns-
ips í hendi. Pabbi hafði snúið sér að
þriðja manninum og átti við hann
stuttan leik, áður en hann kæmi höggi
á hann. Ég var eins og festur upp á
þráð.
Jay og Banjo skánu taglhöftin af hest-
unum í snatri. Næst sá ég pabba koma
í áttina til mín. Hann hafði riffil í
hendi. Er hann kom nær, sá ég að
að hár hans var allt moldugt og úfið,
og blóð rann úr sári við annað munn-
vik hans niður hökuna.
Jay og Banjo sviptu sundur staura-
girðingunni og hleyptu trylltum hest-
unum út. Pabbi tók skothylkin úr riffl-
inum og fleygði þeim í gjá. Við rið-
um áleiði,s heim til tjalda.
— Ég vona, að ég hafi ekki bakað
yður og mönnum yðar óþægindi mieð'
þessu, sagði pabbí út um annað munn-
vikið. Hann þrýsti vasaklút að hinu.
— Nei, það er engin hætta á þvi
sagði Jay. — Og þetta er svo sem
ekki í fyrsta skipti, sem þtessir fuglar
sýna hníf. Ef þeir væru að þessum
hros.sastuldi til þess að draga fram líf-
ið eða metita fjölskyldur sínar, mætti
líta mildari augum á atferli þeirra. En
þeir gera þetta aðeins til þess að afla
sér fjár til brennivínska.upa.
Þegar við komum til tjaldanna, gekk
ég á eftir pabba inn í tjald okkar.
Meðan hann þvoði sér og gerði að
sári sínu, lá ég í hvílu minni.
— Ég held, að ég biðji Yarbrough
að skjóta mér á brautarstöðina í kvöld,
sagði hann allt í einu,
— Þarftu endilega að fara strax?
spurði ég. — Þú hefur ekki lokið við
að lesa fyrir mig handritið.
— Við getum ef til vill lokið því
áður en ég fer, .sagði hann.
Meðan hádiegisverðurinn var snædd-
ur sá ég, að strákarnir gáfu pabba
hornauga, og þegar við vorum komn-
ir inn í tjald okkar og hann fór að
lesa fyrir mig, læddust þeir að tjald-
irnu og settust framan við opnar tjald-
dyrnar til Þess að hlusta, og sumir
komu inn. Ég sofnaði meðan pabbi
var að lesa, og þegar ég vaknaði, var
,hann ferðbúinn. Hann hafði rakað sig
og sett plástur á sárið við m.unnvik-
ið.
Jay var þarna inni líka, og ég heyrði
hann segja: — Herra Lofting, mig
langar til þess að biðja yður að gera
mér greiða.
— Það vil ég gjarnan, ef ég get,
sagði pabbi.
— Ef satt skal segja hefur mig æ-
tíð langað til þess að skrifa, sagði Jay.
Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. —
Ég hef verið að reyna það, aett á blað
•smálegar frásagnir af því, sem hér hef-
ur gerzt. Og ég er hérna með nokk-
ur blöð. Þér vilduð nú ekki vera svo
góður að líta á það fyrir mig og segja
mér, hvort það er til nokkurn nýtt?
— Það er sjálfsagt, sagði pabbi.
Jay bar tösku pabba út, og ég furð-
aði mig á því hverjir gættu hjarðar
á þessari stundu, því að ég gat ekki
betur séð, en hver einasti kúreki væri
þarna nærstaddur til þess að kveðja
pabba.
— Má ég fara með ykkur til stöðv-
arinnar? spurði ég.
—• Nei, ég held, að þú ættir ekki
að vera að því, góði minn, sagði pabbi.
Hann tók um herðar mér, og þannig
gengum við saman að léttivagninum.
Mér þykir leitt, að ég skyldi setja
allt úr skorðum hér, sagði pabbi. —
Sendu mér nú línu, þegar þú ert
kominn í skólann aftur.
Þannig var pabbi.
HRINCJUR
Framhald af bls. 7.
— Ha? spyr Jón. Þú ert með lín-
una mína og fiskinn minn á önglinum
þínum.
— O, hver sjálfur ... verður mér að
orði. En við þá athöfn að ná öngli mín-
um af línu Jóns, hrekkur spólan mín
upp af standinum. Og slík firna flækja
af línu greiðist ekki greitt. En þegar
neyðin er stærst, er Knútur næst. Lán-
ar mér sína stöng, en fer sjálfur í
flækjuna.
Og sem við manninn mælt: Fiskur á.
Og guði sé lof, að Jón er farinn. Sé
hann rogast heim að tjaldi með sinn
afla og sína stöng. Sjálfur dreg ég ann-
an. Og þriðja og fer líka að glotta hring-
inn í kringum vatnið.
Stöngin Knúts er comme-il-’faut,
kasta ég og dreg hann nóg.
Um mig spáði enginn þó,
að ég gerðist veiðikló.
Garðarshólma-viponinn okkar bilar í
dýpstu jökulkvíslinni miðri. Talsam-
band næst við góðan dreng niðri á
Sprengisandi.
Hann ekur um langan veg og veg-
leysu til liðs við okkur.
Og gerir það ekki endasleppt.
Dregur hinn bilaða bíl alla leið til
Akureyrar daginn eftir.
Veðurguðirnir gera það heldur ekki
endasleppt.
Ætíð sól, en engin ský.
Allir prísa þetta frí,
þótt við séum aftan í
öðrum bíl að ljúka því.
Og Hringfarar ná háttum heima hjá
sér, áður en haustar í veri. En hálend-
ið íslenzka heillar á ný.
]2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
12. nóvember