Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1967, Blaðsíða 10
Rússar og Bandaríkjamenn kvikmynda dr. Doliffie HH II \KKIS3>\ iHi 1300 LUFANDI DYR Rex Harrison í hlutverki dr. Dolittle. Nú á að fara að kvikmynda hina frægu sögu um Dagfinn dýralækni — „Doctor Dolittle", en höfundurinn Hugh Lofting, var merkur maður og segir hér lítillega frá honum. H inn 12. desember n.k. verður jrumsýnd í London kvikmynd sem án efa á eftir að draga að sér fjölmarga áhorfendur um allan heim, og ef að líkum lætur verða í áhorfendahópunum fulltrúar allra aldursflokka. Hér er um að ræða kvikmyndina „Doctor Dolittle“ sem gerð er eftir samnefndri sögu. Aðalhlut- verkið leikur Rex Harrison, en auk hans kemur fram fjöldi kunnra leikara að ótöldum allskonar dýrum sem gegna stórum hlutverkum í kvikmyndinni. Höfundur „Doctor Dolittle“ var Hugh Lofting sem álitinn er einn mesti frásagnarmeist- ari þessarar aldar á sviði barnabóka. Fyrsta Dolittle- bókin varð til i fyrri heims- styrjöldinni. Lofting var þá staðsettur í Frakklandi og tók að skrifa börnum sínum mynds1zreytt bréf til þess að dreifa huganum frá ömur- leika stríðsins og viðbjóði. Þess* bréf urðu síðar efni fyrstu bókar hans, sem kom út \920. Síðar fylgdu 11 aðrar bakur i kjölfarið og árið 1923 fékk hann Newbery-verð- launin þegar önnur bók hans um Doctor Dolittle kom á markað. Bækur Loftings hafa verið þýddar á nœstum öll heimsins tungumál og nú mun fyrsta bókin vera væntanleg hérlendis innan skamms. Og hvað er svo efni bók- anna? Þœr segja frá manni, Dolittle að nafni og sem hlotið hefur heitið Dagfinnur á íslenzkunni. Dagfinnur er læknir að menntun en hugur hans er allur bundinn við dýrin. Hann fyllir húsið sitt af dýrum og það veldur því að fœrri og fœrri menn sækja til hans lækningu. Tekjur hans minnka að sama skapi og sjúklingunum fækkar og því horfir illa fyrir Dagfinni fjárhagslega. Þá skeður það einn dag að páfagaukurinn hans, hún Pála, fer að tala við Dagfinn og býðst til að kenna honum dýramál. Er ekki að orðlengja það, að Dagfinnur lærir nær öll heimsins dýra- mál og tekur upp dýralækn- ingar, sem hann stundar jafn- vel í hinni svörtustu Afríku. Sagan af Dagfinni dýra- lækni eða Dolittle skal ekki rakin hér en þess má geta að frá upphafi hafa kvikmynda- framleiðendur boðið offjár fyrir réttinn til að kvikmynda sögurnar. Þeirra á meðal var hinn frægi Walt Disney, en öllum tilboðum var neitað. Árið 1964 féllst Lofting-fjöl- skyldan þó loks á að kvik- myndafélagið Twentieth Cen- tury Fox mætti gera kvik- mynd eftir sögunum, en það hafði þá tryggt sér Rex Harri- son í aðalhlutverkið, og fimm- tán hundruð lifandi dýr hon- um til aðstoðar. Áætlað er að kvikmyndin kosti milli 15 — 20 milljónir dollara í fram- leiðslu og kvikmyndunin hefir verið geysilegt þolin- mœðiverk. Rex Harrison komst t. d. fljótlega að því að ýmsir erfiðleikar eru því samfara að leika á móti páfa- gauki. „Það getur verið nógu erfitt — segir hann — að hafa konu fyrir mótleikara, en páfagauk, þar kemur margt nýtt í ljós“. Páfagaukurinn, sem leikur Pálu, var valinn sökum þess að hann hafði aldrei lœrt að tala, og voru því setningarnar talaðar fyrir hann. En eftir sex vikna vinnu við kvikmyndunina lærði hann að segja eitt orð, og dag einn þegar Harrison var i miðju sönglagi, hrópaði páfa- gaukurinn skyndilega: „Hlé“ og eyðilagði þar með langa upptöku. Páfagaukurinn var þó ekki eina dýrið sem vandræðum olli. Sippi, simpansinn, hans Dagfinns stríddi geit þangað til hún í geðshræringu át hluta af kvikmyndahandrit- mu, og selur sem kemur mikið við sögu fékk nýjan fisk í hvert skipti, sem hann kyssti Dagfinn dýralækni. Dag einn, þegar búið var að margendurtaka þetta atriði að skipan leikstjórans, sem áldrei var nógu ánœgður, var selurinn orðin svo saddur og þungur að hann féll í vœran svefn. Frekari kvikmyndun varð því að bíða þar til hon- um þóknaðist að vakna aftur. Það eru fleiri en Banda- rikjamenn sem eru að kvik- mynda söguna um Dagfinn dýralœkni; Rússar eru að kvikmynda söngleik um sama efni og tefla þar fram sínum fœrustu mönnum. Hvernig maður var svo Hugh Lofting? Eftirfarandi grein, sem birtist i tímaritinu Life og er eftir son hans Colin Lofting, bregður upp örlítilli mynd af því í hverju löfrar hans sem heillað hafa fólk á öllum áldri, voru og eru fólgnir. Colin sonur hans var ungur drengur meðál kúreka vestur á sléttum Bandaríkjanna, þegar faðir hans, rithöfundur- inn, kom þangað í heimsókn. Hér hefst frásögn Colins: Hugh Lofting, sérkennifegur ma&ur og dýraverndari E g held, að ég hefði getað fyrirgeíið pabba allt — nema það að vera í legg- hlifum — jafnvel enska málhreiminn, spumingarnar um álit mitt á ævintýr- um hans og tal um ýrnsa hluti, sem ég forðaðist að siegja kúrekunum. En leg.ghlífar — hamingjan góða. Hu.gsaðu þér slíkan mann koma í tjaldbúðir á Laramie-sléttunum á heitum og þurrum degi, þegar kúrekarnir bregða treflun- um fyrir vit sér, hugsaðu þér, að hann stígi út úr ferðavagni í lenskum klæð- isfötum, með perlugráan hatt og í legg- hlíf.um. í»etta gerðíst seint í ágúst 19-30, svo að é,g hef verið á fimmtánda árinu. Pabbi var fjörutíu og fjögurra. Ég hafði dvalizt um sumarið á bændabýli skammt frá Tiie Siding í Wyoming, og hann hafði símað þangað til mín og leyft mér að fara með Jay Sudduth í (Sléttulieiðangur, þar isem menn höfð- ust við í tjaldbúðum, og snöruðu villta hesta, sem seldir voru í hundafóður- verksmiðju í Illinois. Pabbi hafði farið vestur á strönd á einhverja bókavarða- samkomu, og nú var hann á aust- urleið aftur og ætlaði að koma við hjá okkur tii þess að hitta mig. — Þú virðist ekki hlakka sérlega mikið til komu hans, sagði Jay Sudd- uth við mig daginn, s-em ég fékk sím- skeytið. — O, jú, mig langar til að hitta hann, sagði ég. — En hann er svo ó- líkur ykkur hérna, og sumt í fari ykk- ar og starfi mun hann alls ekki skilja — til dæmis brennimierkinguna. Hann telur hana grimmdarverk. Ég vissi raumar ekki, hvern'ig ég átti að fara að því að skýna þetta fyrir Jay. Eftir lát mömmu h.afði pabbi ver- ið mér mjög góður og nærgætinn á ýmsa lund, en þegar drengsnáði er að baksa við að ver.a fullgil-dur kúreki, kærir hann isig -ekki ium, að f.aðir hans sé að kom-a í heim^ókn — allra sízt faðir minn. Þegar Jay eða hinir kú- rekarnir höfðu spurt mig um hamn, sagði ég þeim eitthvað um það, að nærri hefði legið að hann fengi Vikt- oríu-krossinn, að hann hiefði v-erið verk- fræðingur í Afríku og málmieitarmaður í Kanada, áður en hann kvæntist. E-n ég forðaðist að minnast á það; að hann væri rithöfundur. Hvernig í ósköpun- um á maður aö fara að því að segja kúrekum, að faðir manns skrifi bæk- ■ur um lækniskríli, sem tal'ar við dýr á máli þeirra sjálfra? Og hvernig á maður að s-egja k-úrekum frá því, að þassi dýr eigi við ým^an vanda að ]0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. nóvember

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.