Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1967, Blaðsíða 14
ernistana“ í dönskum skláldskap, en
módernisminn náði endanlegri fót-
festu í Danmörku á fimmta tug ald-
arinnar. Fiestir þessara rithöfunda
eru það ungir að árum, að þeir hófu
ekki rithöfundaferil sinn fyrr en á
þessu tímabili, undanteking er
Albert Dam. Snar þáttur þessara
viðtala er því greinargerð höfund-
anna sjálfra fyrir afstöðu sinni til
módernismans, hvern þátt hans þeir
tileinki sér og hvers vegna. Hjá
sumum gætir að nokkru leyti upp-
gjörs við Heretica-hreyfinguna svo-
nefndu. Bjþrnvig var einn af stofn-
endum Heretica-tímaritsins, mái-
gagns þessarar hreyfingar og fyrsti
ritstjóri þess (ásamt Bjþrn Poulsen).
Hann gerir tilraun til að skipa Here-
tica-hreyfingunni í rétt sögulegt
samhengi í danskri ljóðagerð, en
hann á það sameiginlegt með Erik
Knudsen og Jþrgen Sonne að taka
afstöðu gegn ýmsu sem einkenndi
Heretica-hreyfinguna, svo sem af-
skiptaleysi hennar gagnvart stjórn-
málum og þjóðfélagsvandamálum,
áherzlu hennar á trú og dulúð.
Tilgangur þessara viðtala, segir í
formála, er að reyna að varpa ljósi
á aðferðir módernismans og þær
leiðir er honum standa til boða, í
þeirri von, að þau mættu auka skiln-
ing lesandans á listrænum vanda-
málum hans. í formála segir einnig,
að þótt bókmenntir þær sem teknar
Rifbjerg. Malinovski. Sprensen.
eru til meðferðar í viðtölunum, telj-
ist orðið til bókmenntalegrar hefðar
í landinu, standi þær enn nokkuð ut-
an við það sem almennt sé viður-
kennt. Og það sé von útgefenda, að
fróðleikur sá sem bókin miðli og
niðurstöður hennar geti aukið al-
mennan skilning á dönskum nú-
tímabókmenntum.
Þetta er ekki „alþýðleg“ bók í
hefðbundnum skilningi; hún krefst
þess að lesandinn þekki verk höf-
undanna sem rætt er við, gengur
raunar út frá því. En umræðuefni
viðtalanna er ekki fagurfræðileg
vandamál eingöngu; persónusaga
skáldsins kemur einnig við sögu,
kjör hans sem rithöfundar eru rædd,
sjálf sköpunarþróunin eins og hann
sjálfur skilur hana og reynir er
skilgreind. Auk þess fylgir hverju
viðtali skrá um verk höfundar og
rithöfundarferil og situtt æviágrip.
sv. j.
Nýjar
erlendar
bœkur
The History of the Gestapo. Jacques
Delarue. Translated by Mervyn Savill.
Corgi Books 1966. 7/6.
Höfundurinn sá um skjalasafn það,
sem féll í hlut Bandamanna eftir styrj-
öldina og varðaði sögu Gestapo. Hann
hefur unnið þessa bók úr þeim gögnum.
Bókin kom fyrst út hjá Fayard í París
1962. Gestapo 'var bezt skipulagða
stofnun Þriðja ríkisins og ein sú valda-
mesta og óhugnanlegasta. Höfundur seg-
Eftir Jökul Pétursson
Berast enn um Bragatún
bragnar tveir með reiddan hjör.
Er það Siggi á Eíri-Brún
og hann Jón úr Neðri-Vör.
ir hér sögu þessarar stofnunar og þeirra
manna, sem mótuðu hana og stjórnuðu.
Þetta er óhugnanleg saga.
The Lives of Gallant Ladies. Pierre de
Bourdeille. (Seigneur de Branlome).
Translated by Alec Brown — Intro-
duced by Martin Turnell. Panther Books
1965. 8/6.
Abbé de Brantome lifði á árunum
1540—1614, hann var hirðmaður og
herramaður, en varð fyrir slysi, svo að
hann varð að hýrast á jörðum sínum
þáð sem eftir var ævinnar. Þar dundaði
hann við að setja saman þessa bók, frá-
sagnir um ýmsar léttúðardrósir og kát-
lega atburði varðandi þær. Hér koma
margar persónur við sögu. Bókin er jafn-
framt ágæt þjóðfélagsheimild, hún er
liðlega rituð og skemmtileg aflestrar.
Lagebesprechung'en im Fiihrerhaupt-
quartier. Protokollfragmente aus Hitlers
militarischen Konferenzen 1942—45.
Herausgegeben von Helmut Heiber.
Deutsche Taschenbuch Verlag 1964. DM
4.80.
Þessi bók er úrdráttur úr riti, sem kom
út 1962, en í því riti voru birt viðtöl
Hitlers og annarra, sem áttu sér stað í
aðalstöðvum Hitlers á stríðsárunum.
Þessi samtöl gefa góða lýsingu á ástand-
inu og þeim hugsunarhætti, sem ríkti
með nánustu starfsmönnum Hitlers um
það leyti, sem Þriðja ríkið riðaði til falls.
Síðasta bókun viðtala er í þessari bók 23.
marz 1945, en þá var tekið að knappast
um „lebensraum11 kjallarabúa. Bókin er
smekklega gefin út og fylgja bókaskrár,
tímatalsskrá og registur.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
RitstJ. fltr.: Gísli Sigurðsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Útgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
12. nóvember