Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Blaðsíða 1
 Uöfundur þessara lína minnist þess að eitt sinn voru hann og nokkrir aðrir stúdentar við nám í enskum há- skóla spurðir að þvii í prófi hvort þeir álitu uppfinningu prentlistarinnar eða púðursins hafa haft meira sögulegt giidi. Hverju hinir húmanistþenkjandi féiagar hans svöruðu þessu, sem öllum fannst næsta bjánaleg spurning, er úr m.nni dottið, en svarið sem brezku prófessorarnir fengu frá hinurn íslenzka stúdentsgrænjaxli, var eitthvað á þá le.ð, að Shakespeare hinn brezki hefðt s^grað heiminn með bók og prentsvertu að vopni, en þjóð hans lagt undir sig veröldina með byssu í hönd; nú væri heimsríki leikritaskáldsins víðlendara en nokkru sinni, en veldi þjóðar hans sem vofa frá liðinni öld: ergo — prent- sverlan vær: miklu mikilvægari upp- finning og sigrar hennar varanlegri én hm sótuga li,st púðurgerðarinnar. Það þótti víst stráksleg ósvífni að spá Eietum því um miðja öldina, rétt eftir heimsstyrjaldarsigur nr. 2, sem þeir tö.'du sig hafa átt mestan þátt í, að heimsveldi þeirra talaði feigum munni, enda fékk piltur í eyra þá athugasemd frá lærimeistaranum, að það væri ein- um of mikið í fang færzt fyrir hann að ætla sér „single handed“ að jarða The British Empire. Gaman væri að sjá fsaman í þennan krangalega kennara- borðs-'heim'sveldissinna í dag. En hvað um það þótt næsta erfitt sé að bera sam,an historískt gildi púðurs og skot- vopna við ómælanleik áhrifa þeirra sem fjölmiðlari Gutenbergs, prentlistin, heí- ur haft á menningu mannkynsins, er h:tt eigi að síður satt að fáar uppgötv- anir hafa átt gildari þátt í sögu og sigr- um vestrænnar menningar eða ómenn- Ingar allt frá miðöldum, en púður og skotvopn. Án þessa vær. saga hvíta mannsins öil önnur, ekki eins blóðug, — kr.nnski, né eins litrík né efnismikil. í skálkaskjóli þessa nýja vopns sigldu Evrópuménn endurreisnaraldar ótrauð- .r um öll heimsins höf i landaleit. Með örfáum hermönnum búnuim eldvopnum brutu konkvistadorar Nýja heimsins undir sig fjölmennar þjóðir, eydtdru þjóð- ílokkum og eyðilögðu menningarverð- mæti um leið og þeir fengu kynbræðrum sínum í hendur heilla heknshluta. Með byssu í hönd ruddist landnemi Norðuæ- Ameríku þvert yfir meginlandið, eyddi vísundaihjörðunum og háði bardaga við harðsnúna Indí'ána, sem sökum lakari vopna voru dæmdir til þess að glata Ándi sínu í hendur ræningjanna. Veiði-' menn og landkönnuðir síðustu alda lögðu le ð sína inn í myrkvið Afriku, um auðnir ísihafanna og þurftu hvorki að óttas‘ óargadýr, skort á veiðifangi nié viilimenn meðan þeir áttu nægilegt púð- ur og blý. Saga skotvopnanna er saga sorgar og sigra, saga hetjuskapar og ódáða; byssan er afsprengi vestrænnar tæknimenningar, árangur mannlegrar sniWi, uppgötvun, sem maðurinn blýtur að búa við og hver kynsióð gera upp við sálu sina hvort hún notar hana til ills eða góðs. A'S leika herbrest Enginn veit nú með vissu um uppruna púðursinis, hvenær það var uppgötvað né af hverjum. Sagnir hafa gengið um að þ'ð haíi uppgötvazt í Kína löngu áður en það varð kunnugt á Vesturlöndum; þessar sagnir hefur þó aldrei verið hægt Saxneskur aftanhlaðningur, tinnulásriffill frá byrjun 18. aldar. Til hægri: Bjórkönnufallbyssur frá þvi á 14. öld. BYSSAN og þróun skotvopna Egill J. Sfardal tók saman — Fyrri hluti Einhver elzta mynd af byssu sem til er. Úr handriti de Milmete frá árinu 1326. að staðfesta. Sumir halda að púðrið sé eitthvert afbrigði af hinum griska eldi, sem notaður var af ýmsum austrænum þjóðum snemma á miðöldum, en efna- samsetning þessa dularfu'lla fyrirbrigðis er ekki að öllu leyti kunn. Þetta efni á, samkvæmt fornum heknildum, að brenna, væri kveikt í því, með óslökkv- andi eldi, sem eyddi nær öllu sem í nánd vœri. Arabar eru sú þjóð sem líklegast væri að hafi uppgötvað fyrst hina einföldu blöndu af brennisteini, viðarkolum og sallpétri sem púðrið, svartapúðrið, einis og það er nú nefnt, er búið till úr. Þeir voiu mesta vísindaþjóð heims á mið- öldum, höfðu af mikilli námfýsi lært flest markvert af forngrískum bókum, sem af indverskum vísindamönnum, og aukið þessa þekkingu drjúgum með eig- in snilli, einkum í eðlis- og efnafræði. Vesturlandaíbúar lærðu margt af þeim á krossferðatíimunum. Upp frá því hófu fjöimargir vestrænir fjöl'f ræðingar að stunda efnafræðitilraunir, einkum að spreyta sig á guMgerðarlist því hinn rauða málm skiorti mjög í Evrópu í mið- aidalok. Ilins vegar er alveig víst að sá marg- fróðj enski muinkur, bróðir Roger Bacon, samtimamaður þeirra tengdafeðga Snorra Sturlus'onar og Gissurar jarls, þekkti efnasamsetningu púðursins og kunni að gera hvellsprengjur, líkt og strúkar búa til kinverja á okkar dögum. Hann fóx í fyrstu með þá þekkingu eins og mannsmorð, vafði formúluna alls konar rósamálli í dagbókum s'ínum, en sá svo sér til skelfingar á gamals aldri, að hann var ekki einn um þessa- þekk- ingiu á Emglandi, voðaefnið var jafnvel í höndum unglinga ,sem léku sér að púð- urkerlingum eins og þeir gera enn í dag. Ýmsir vilja telja Bacon uppfinning- armann púðursins, enda var þessum furðufuigli, sem spáði vélknúnum skip- uim og sagði fyrir um kiomu loftfara á mið"i Sturllungaöld, vel til þess trúandi. En hafi hann uþpgötvað púðurhlönduna á eigin spýtur, var hún þekkt annars staðar jafnsnem-ma eða fyrr því fundizt haía í Madrid fallbyssur, sennilega ætt- aðar frá Márum og jarðlögin, sem þær lágu í, 'benda til ca. miðrar 13. aldar. Liklega má, þegar öllu ei á 'botninn hvolft, telja að púðrið hafi verið upp- götvað um sv pað leyti víðsvegar um Ve.-turlönd og Austurlönd nær, því hin einfal'i sam?etn:ng þessa efnis gat vart dulizt lengi eftir að efna- íræðitilraunir voru hafna: á annað borð, > fr;;m;.æSar og f'.’I srafhindur- viinakenningum. Fregnir af púður- sp.engjuim höfðu jafnvel borizt til ís- lands urn 1300. í sögu af Lárentío Kálfs- syni, Hólabiskupi (d. 1331), segir frá biskupi er 'hann var ungur að árum við hirð Eiríks prestahatara Noregskonungs o: að þá hifi þsr ..Innlg dvalizt flæmsk- ur maður. Þrán ' r fí;ibe-. er kunni að gera herbrest er verði svo skjallur, að konur er heyri. 'á ' fóstur en karlmenn hnigi úr sætum sínum. Lék Þrándur þessa kúnst á jó'lum og sýndi þá Lárem- tio hvaða hluti þurfti til hennar, en það -% * »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.