Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Qupperneq 3
Jökull Jakobsson: Metúsalem! Slafraðu ekki svona í þig grautn'um! Manni verður bumb- ult! Svei mér þá! Metúsalem! Metúsalem hélt áfram að slafra í sig grautnum, það slettist upp á nef á honum og rann ofan á hökuna. Metúsalem! Metúsalem hélt áfram að slafra og ráðskonan gekk að honum snúðugt, tók af honum skeiðina og bankaði léttilega á handarbakið á honum eins og gert er við ódæla krakka, svo hristi hún úr skeiðinni ofan í diskinn og skóf síðan grautarslett- urnar framan úr Metúsalem. >að var 'heldur vonleysislegt verk, því graut- urinn sat fastur í skeggbroddunum. Metúsalem þó! Hún fór í grautinn með skeiðina, bar hann síðan að munninum á Metúsalem, hann opnaði munninn svo að hakan næstuim því nam við brjóst ið. Ekki svona mikið Metúsalem. Þá lekur þetta úr þér aftur. Hún lyfti aðeins undir hökuna á Metúsalem. Svona, nú ertu góða barnið. Akkú- rat svona, já. Ég vissi þú getur ver- ið svo penn. Hún maltaði hann á nokkrum skeiðum og þurrkaði svo fra-man úr honum með pentudúk. Reyndu nú sjálfur. Og þú rétt ræð- ur því hvort þú setur graut ofan í Fötin! Hann Guðjón sem á von á dóttur sinni og tengdasyni rétt á efitir! Hún sagði Fötin með stóru etffi. Metúsalem hélt áfram að slafra í sig grautnum, ráðskonan gekk í kringum borðið og fylgdist með hinu fólkinu. Hvað er þetta Fía mín, ætlarðu virkilega ekkert að láta ofan í þig? Þetta gengur ekki . Ekki ertu hrædd um línurnar manneskja! Þær geta ekki betri verið- Nei Metúsalem þó! Ég skil ekk- ert í þér! Hún hljóp til og tók utan um úln- liðinn á honum, stýrðj hendinni aftur ofan i diskinn og losaði skeiðina úr greipinni. Ég vissi það hlaut að enda með því að þú settir ofan í Fötin! Hún tók hníf af borðinu og skóf með ýtrustu varfærni ofurlitla slettu sem ihafði sest á jakkaiboðunginn. Metúsalem þú sem varst svo mik- ill séntílmaður! Hún brá sér í skápinn í horninu og kom aftur með sitóran smekk úr plasti og hnýtti honum rækilega ut- an um hálsinn á Metúsalem. Smekk- urinn náði alveg niður á læri. Svona slafraðu nú! Hún gekk enn einn hring um borð- ið. Fia mín, mér líst ekkert á þig. Þú snertir ekki á matnum. Svo settist hún út í horni þar sem hún átti kaffibolla og sígarettu og hélt áfram að fletta Tímanum: Jæja, þá á að krýna Íranskeisara í dag! Haldiði það verði fjör ha? Þú ættir að vera komin þangað Sigga. Það held ég þú gætjr tekið sporið! Það eru 27000 demanývr í há- sætinu hans, rúbínar og srrwragðar segja þeir hér. Haldiði bara það sé! Og kórónan keisaradrottningarinnar, hún er með þrjá stóra og 36 litla smaragða, 499 demanta, 36 rúlbína og 105 perlur, ég skal segja ykkur! Ja, Sigga þetta væri nú eitfchvað fyrir þig. Sjálfsagt hafa þeir gömlu dans- ana í kvöld, heldurðu manneskja. Svo eru komnir sérfræðingar frá Frakk- landi til að stjórna flugeldasýningu. Metúsalem! Skeiðin hafði dottið úr höndun- um á Metúsalem og hann horfði fram fyrir sig, 'hann riðaði í sætinu og horfði einkennilegu augnaráði fram fyrir sig. Ráðskon- an sprafct á fætur og stikaði til Métú- salems, þreif sfeeiðina úr bjöltu hans og setti hana í diskimn, M'etúsalem hreyfði hvorki legg né lið. Metúsalem! Ég skil ekki í þér! Nú munaði litlu þú setitir ofan í Fötin! Hún þurrkaði úr plastsmekknum með pentudúknum. Ég skil ekki í þér MetÚ9alem. Þú 9em ert búinn að fiá heimsókn mað- ur. Svei mér, ég held að hefði átt að láta klæða þig úr Fötunum fyrir matinn. Hún maJtaði Metúsalem á nokkr- um skeiðum í viðbót. Þurrkaði svo framan úr 'honum. Guðjón! Þú átt ekki að sleikja hnífinn. Hvað er ég oft búin að segja þér! Svona já maður, láttu bnífinn á borðið! Hún gekk enn einn hring í kring- um borðið, settist síðan í skotið sitt og hélt áfram að drekba kaffið og fletta Tímanum: Og svo á að dubba keisarasoninn upp í krónprins, haldiði bara! Hann er bara sjö ára skinnið. Ja mikið er á barnið lagt, segi ég nú bara. Nú heyrðist langur ropi frá Metú- salem. Metúsalem! Ráðskonan skellti kaffibollanum harkalega á undirskálina. Þú færð enga 'heimsókn ef þú hegðar þér svona. Metúsalem ropaði á ný. Svo rang- hvolfdi hann augunum, riðaði í stóln- um, skeiðin féli úr höndum hans á ný. Loks féll hann fram fyrir sig með andlitið ofan í diskinn. Hún hringdi bjöllunni og eftir fá- einar mínútur kom gangastúlkan og rétt á eftir eldabuskan og þær gátu lagt Metúsalem á bekk í hliðarstof- unni. Læknirinn kom líka von bráð- ar, þá höfðu þær losað um háls- málið á skyrtunni og læknirinn hlustaði hann dálitla stund. hristi síðan 'höfuðið. Ráðskonan gekk aft- ur fram í matstofuna. Jæja, ef allir eru orðnir saddir þá skuliði ganga ósköp pent fram í setustofu. Það er útvarpsmessa á eftir. Fía mín, þú kannt að opna útvarpið. Hún hjálpaði Guðjóni á fætur og studdi hann fram ganginn, eftir það var hann sjálfbjarga, hann gat ’hald- ið sér í handriðið sem fest var við veggina. Einn tveir þrír . . . svona já. Bráð- um kemur fólkið þitt Guðjón minn. Svo gekk hún aftur í hliðarstof- uina. Hjúkrunarkonan var komin. Læknirinn var að láta niður. Það var búið að veita Metúsalem ná bjargirnar. Ráðskonan þurrkaði framain úr honum ímyndaða grautar- slettu með pentudúknum. Svo skuliði klæða hann strax úr, stúlkur mínar, svo Guðjón geti feng- ið fötim. Hann á von á fólkinu sínu rétt á eftir. 26. nóvember LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.