Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Síða 5
margra sérfræðinga, tugir verka, sem vafalítið eru eftirlíkingar. Það var heldur óskemmtilegt fyrir Metropolitan safnið í New York að þurfa að skýra frá því árið 1961, að þrír hinna róm- uðu etrúsku stríðsmanna í eigu safns- ins voru steyptir kunnáttusamlega af ítölskum mánni í Róm kringum 1920. Falsarinn, Alfredo Fioravanti, viðgerð- armaður fornmuna, setti stoltur þumal- fingur, sem vantaði á aðra hönd einn- ar styttunnar á sinn stað til sönnun- ar því, að þetta væru handarverk sín. „Að því er ég bezt veit“, segir yfir- maður Metropohtan safnsins Thomas Hoving, „eru engar eftirlíkingar í safn- inu núna“ Hálærðir fræðimenn, sem höfðu ritað langar greinar um etrúska Díönumynd, sem St. Louis listasafnið keypti fyrir 56.000$, fengu heldur bet- ur á baukinn, þegar það kom upp úr kafinu, að styttan var eftirlíking, gerð á tuttugustu öld af steinsmið nokkr- um í Róm, Alceo Dossena að nafni. Eitthvert hlálegasta listfölsunarmál síð- ari ára var þó, þegar freskóskreyting frá miðöldum var „endurfundin" eftir öllum listarinnar reglum í kór kirkju einnar í Sviss 1951. Aukning „En það er samt meira um listfals nú en áður“, segir Klaus Perls, lista- verkasali í New York, sem verzlar að- allega með verk síð-impressjónista. „Falsanirnar fylgja þróun verðlagsins á listmarkaðnum. Verðlag er nú hærra en nokkru sinni fyrr. Auraráð fólks hafa Matisse-fölsun, sem auffkýfingurinn W. P. Chrysler hafffi keypt í safn sitt sem góffa o; gilda vöru. Áriff 1961 varff Metro- politan safniff í New York aff láta uppskátt, aff hinir frægu Etrúskaher- menn í eigu safnsins væru fölsun ítala nokkurs og ekki eldri en frá 1920. rýmkað, verðgildi listaverka hefur vax- ið. Fólk hefur meiri áhuga fyrir list- um.“ Þessi áhugi byggist að verulegu leyti á löngun fólks til að upphefja sig í þjóðfélagslegu tilliti. Chagalleftirlíking- um hefur fjölgað ískyggilega síðan lista maðurinn skreytti lofthvelfingu París- aróperunnar 1964. „Chagall málar tíu málverk á ári,“ segir Maeght, „það er markaður fyrir þrjátíu. Sumir vilja kaupa málverk eftir hann, hvað sem það kostar. Auðvitað koma listfalsar- arnir til skjalanna." Margir kaupendur eru gróðabralls- menn, sem ætla sér að ávaxta fé sitt vel, en láta jafnoft snúa á sig. „Mað- ur nokkur, sem hafði orðið illilega fyr- ir barðinu á stórsvindlurum,“ segir Alex Maguy, listsali í París, „kom eitt sinn til mín og vildi kaupa sjö mál- verk. En hann vildi ekki greiða það verð, sem upp var sett. Hann reyndi að prútta. Hneykslanlegt. Hann fer þá til einhvers náunga, sem hefur vafa- samt orð á sér, og biður um tíu Fauv- es málverk fyrir lítinn pening. Eina ráðið til þess að útvega tíu ,góð mál- verk eftir Fauves er að ræna safn.“ Það er í sjálfu sér list að falsa lista- verk og selja. Falsarinn verður ekki aðeins að mála eins og meistarinn, held ur verður einnig að nota sams konar efnivið og viðfangsefni. Hollendingur- inn Han van Meegeren varð að byrja á því að verða sér úti um málverka- striga frá 17. öld, ramma og litafor- múlur, áður en hann gat farið að mála hinar kunnu Vermeer eða de Hoochs eftirlíkingar sínar. Italskur myndhöggv ari, sem hefur selt fölsuð verk fyrir meira en sex milljónir dollara, hjó verkin fyrst í stein og braut síðan eða flísaði úr þeim, til þess að svo liti út, sem tímans tönn hefði markað þau. En tímarnir hafa breytzt. „Falsar- inn kærir sig ekki lengur um að láta slíkt tímasetningardútl tefja fyrir sér“, segir ameríski safnarinn Bernard Reis. „Van Meegeren var sá síðasti úr þeim hópi. Falsarinn veit, að það er alltaf tryggara fyrir hann að fást við að líkja eftir verkum samtímamanns síns. Þar að auki eru gerðar eftir- prentanir nýrri málverka, sem auð- velda eftirlíkingar þeirra. Falsarinn Jean-Pierre Schecroun gat gert blek- pensilteikningu eftir Picasso á þrem minútum. Madame Claude LaTour hrós aði sér af því, að hún gæti líkt eftir stíl allra nútímamálara og gæti mál- að Utrillomynd betur en Utrillo sjálf- ur.“ Viffurkenning. Flestir falsarar gera að sjálfsögðu eftirlíkingar í gróðaskyni. En sumir gera það vegna ánægjunnar af að villa um fyrir listfræðingunum. Þegar nokkrir listfræðingar í Hollandi vildu ekki trúa því, að „Vermeer“-mynd- irnar væru eftir van Meegeren, málaði hann af miklu yfirlæti eitt eintak af „Vermeer" fyrir réttinum. Aðrir eru Cuðmundur Böðvarsson Loksins kom skammdegissólin aftur í augsýn, leit andartaksstund yfir brún hinna fannbörðu hálsa, í gildruholtinu glitraði snöggvast s og börnin þyrptust að borðinu frammi við gluggann, blésu sér vakir í klakann, æddu síðan fram göngin fáklædd í frostið úti: sólin sólin er komin. Úr rökkvuðu horni af rúminu úti við dyrnar reis úr seti hinn blindi og þreifaði fyrir sér þangað sem glugginn var, starði í gaddfreðinn gluggann steinblindum augum og glugginn starði á móti með bláu glotti. Þögn var og tóm og hvorki staður né stund. í þögninni engdist hróp mitt, sem aldrei var hrópað — og hundrað ár voru liðin er vék hann af hólmi tregum skrefum, tók sér hið gamla sæti og trú hans og von höfðu hörfað til fyrri stöðva. — Ég vaknaði um nóttina miðja, myrkt var í húsum, sá manninn sem bar við gluggann og spurði: hvað ertu að gera? hann hreyfði sig hvorki né svaraði mér, en sagði: er sólin að koma upp? svell, misheppnaðir listamenn, sem ekki hef- ur tekizt að afla sér frægðar. Þegar sjálfur Michelangelo fékk ekki þá við- urkenningu, sem hann þóttist verð- skulda, falsaði hann „fom“ leirker og gróf þau í jörðu. Þegar þau höfðu ver- ið grafin upp og lofsungin sem mikil listaverk, viðurkenndi hann að hafa gert þau. Stundum setja frægir lista- menn nafn sitt á eftirlíkingar. Sagt er, að Vlaminck hafi ritað nafn sitt á verk, sem hann hafði ekki gert sjálfur og fullyrt er, að de Pisis hafi merkt sér verk annarra, bara til að rugla menn í ríminu. En flestum listamönnum er þó meinilla við eftirlíkingar. Joan Miró, sem kom til New York nýlega til þess að bera vitni í falsanamáli, sagði: „Ef ég rækist á falskan Miró í Frakklandi, mundi ég nota hnífinn á hann. f Banda- ríkjunum leyfist mér ekki að gera slíkt.“ Mikill hluti málverkaeftirlíkinga í Bandaríkjunum kemur frá Frakklandi. Oft er einhver úr fjölskyldu lista- mannsins fenginn til þess að staðfesta, að málverk eftir hann sé ósvikið, og síð- an er skjalið látið fylgja eftirlíkingu verksins. Ákveðinn milligöngumaður kemur verkinu á markað og selur það ákveðnum manni. Slík kaup eru skráð á staðfestingarskjölin og stuðla að því að gera málverkið einkar trúverðugt. Algur Meadows hefur e.t.v. verið beitt- ur svona brögðum. Það er erfitt að komast til botns í málum af þessu tagi. „Falsað málverk er kannski málað í Frakklandi," segir starfsmaður frönsku lögreglunnar, „selt á uppboði í Tokya og að lokum keypt af Bandaríkja- rnanni." Glæsileg framhliff. Oft kaupir safnarinn listaverkið beint frá milligöngumanni. „Þá er venjulega um að ræða náungann, sem hefur orð- ið safnari á einni nóttu og heldur að hann sé einhver Guggenheim eða Mell- on,“ segir starfsmaður frönsku lögregl- unnar. „Hann hefur grætt í viðskiptum og heldur að hvaðeina, sem hann taki Fraimhiald á bls. 13. 26. nóvember LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.