Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Page 6
ágæta náttúru, sem sé að
vemda kvíaær gegn undir-
flogi. Til þess að svo mætti
verða og fullt gagn yrði að
hrafntinnumolanuim, var hann
grafiinn. niður í kvíadyruim.
Ef svo ólíklega vildi til, að
kvíaær létu sér ekki segjast
við hrafntinnu og fengju þrátt
fyrir allt illt í júgur, var hin
endanlega lausn að mjólka þær
gegnum kross á lykilskeggi.
P ípa úr álftarvæng, ekki
sýnist hún í fljótu bragði
merkilegur gripur, en gömlu
konurnar vissu, að barnspípa
var nauðsynlegur hlutur á
heimilinu, og enginn sikyidi
halda því fram, að það væri
öldungis sama úr hvaða fugli
fjöðrin væri tekin. Súluvæng
mátti til dæmis ekki nota til
slíks: allir vita, að súlan er
mállaus, en þá mundi barnið
Um ýmsa muni er snerta þjóðtrú. Bitafjalir, stóll Helgu trá
Hofi o.fl. — Síðasta grein í greinaflokki undan Eyjafjöllum
— Eftir Gísla Sigurðsson
\ eigamikill þáttur í fari
forfeðra okkar var þjóðtrú
þeirra og hjátrú. Ég hef áður
getið um huldufólkstrúna, sem
blómstraði undir Eyjafjöllum,
en er víst eitt'hvað farin að
bliíkna núna. Margt annað í
þjóðtrú og hjátrú hefur gufað
upp fyrir áþreifanlegri þekk-
ingu og vísindalegum sönnun-
um. Samt er gaman að kynnast
þessu og ómaksins vert að
gægjast undir glerborðið í
byggðasafninu í Skógum. Þar
er safnað saman ýmsum smá-
hlutum, sem flestir segja okkur
nútímafólki ekki nokkurn skap
aðan hlut, ef ekki fylgir sagan
með. Læknisfræðin hefur kom-
ið í staðinn fyrir sumt af því,
sem þarna er eins og sigur-
lykkjuna, sem gamlar konur
hnýttu til heilsubótar kúm og
kindum, ævinlega með sokka-
böndum sínum.
Nú ala flestar konur böm sín
á fæðingardeildum sjúkrahús-
anna, en það er ekki ýkja langt
síðan menn lögðu á tvo í
skyndi, þegar barnsvon var. Og
þá var ekki farið bláfetið,
þegar yfirsetukonan var sótt.
En hvað tók yfirsetukonan
með sér? Jú, meðal annars
lausnarsteina, en það eru fnæ
af því tré, sem Mimosa heitir
og rekur þessi fræ á
fjörur hér með straumum allar
götur frá Suður-Ameríku. Þó
mun hafa verið fremur sjald-
gæft að þau fyndust. Ljósmóð-
irin setti steininn undir kodda
sængurkonunnar eða á brjóst
henni og víst var að þá mundi
allt ganga betur. Allgengt var
að gefa kúm lauisnarsteinsvatn,
ef þeim gekk illa að hildgast
eða verða heilar eftir burð.
Porsjálir menn nú á dögum
hafa heimavið lítið kolsýru-
tæki til eldvarna; reyna að
slökkva eldinn eftir að hann
er byrjaður að loga. For-
feður okkar höfðu betri
aðferð. Þeir komu í veg
fyrir að eldurinn kvikn-
aði. Það var bæði einfalt og
ódýrt, galdurinn fóist í því að
hafa skógamýra á bænum; það
er æxli af birkitré. Þetta var
víða til á bæjum og gjarnan
geymt í eldihúsinu. Skógarnýr-
að þarna í byggðasafninu er
úr Næfurhoitsskógi, en þangað
hafa Rangæingar trúlega leitað
að þessum þaTfa og dularfulla
hlut. Hrafntinna gegndi sum-
staðar svipuðu hiutverki og
skógarnýrað, hún átti að
vernda bæinn gegn eldi En
hrafntinnan átti sér aðra
Pétursey, áttæringur frá öldinni sem leið. Honum var róið frá söndunum undir Eyjafjöllum.
verða það líka. Það tíðkaðist
vi_ð sjávarsíðuna, að nýfæddir
drengir væru látnir fiá fyrsta
sopann gegnum eyruggabein úr
fiski. Mátti síðar þekkja úr þá
menn, sem þannig höfðu feng-
ið fyrsta sopann, því þeir voru
öðrum mönnum sjó'hraustari.
Nú hafa pillur tekið við, þar
sem ýmis einföld húsmáð dugðu
áður. Menn taka jafnvel pillur
við sjóveiki og eyruggabein
eru látin ónotuð. Fáir eru þeir
víst nú orðið, sem bera himna-
bréf á brjóstinu, og hvorki er
hvalkvörn skafin niður til
lækninga, né helduT, að nokk-
ur leggi það á sig að tína upp
kerlingarelda til bóta é mein-
um sínum.
Það er ljóst, að byggðasafnið
í Skógum á mikinn kjörgrip,
þar sem er veglega útskorinn
íslenzkur hægindastóll, stóll
Helgu frá Hofi. Þórður Tómas-
son segir svo um þennan stól,
sögu hans og höfund:
„Sumarið 1959 heyrði ég
fyrst getið um stól maddömu
Helgu frá Hofi. Gestur, sem
kom í byggðasafnið sagði við
mig: „Það var til útskorinn
stóll eftir séra Jón í Miðmörk
hjá Sigurði á Sámsistöðum. Þú
ættir að athuga hvað af honum
hefur orðið.“ Ég var hljóð-
næmur eins og venjulega,
þegar gamla hluti ber á góma.
Tók því brátt að spyrjast fyrir
um stólinn, en menn þeir, sem
gerst gátu um hann vitað voru
nokkuð fjarri. Um hauistið kom
ég að Háamúla í Fljótshlíð.
Sigurþór Úlfarsson bóndi þar,
vissi um spurnir mínar, og að
óvörum dró hann fornfáLegan,
útskorinn stól fram úr geymslu
og sagði; „Hérna er nú kominn
stóllinn, sem þú varst að
spyrja um.“ Ekki lét hann mik-
ið yfir sér, kominn af 100 ára
hrakningi, en þó sýndi hann
mér á augabragði „fæðingar-
stað“ sinn, Meðalland í Vestur-
Sk af t af ell ssýs 1 u. Austur í
Skógum varðveitti ég þrjá
hluti með sama handbragði í
útskurði, stólbak frá Hnausum
í Meðallandi, stokk frá Segl-
búðum í Landbroti og prjóna-
stokk fná Gulanási í Landeyj-
um. Stóllinn var í eigu Sam-
úels Ingvarssonar á Efri-Sáms-
stöðum, er hér var komið sögu,
uppboðsgripur úr búi Sigurðar
Sigurðssonar á Sámsstöðum.
Ætlunin var að Einar Runóifs-
son, trésmíðameistari á Háa-
múla léti hann fó nokkra bún-
ingsbót. Ég bná mér snarlega út
að Sámsstöðum og snéri heim
með stólinn. Smátt og smátt
söfnuðust sögubrot hans til
mín.
A-rið 1862 batt séra Jón
Bjarnason í Efri-Ey í Meðal-
landi föggur sínar í bagga og
bjóst til að filytja að Miðmörk
undir Eyjafjöllum. Þar var
meðal annarra hluta nýr, skor-
inn stóll og bar þessa áletrun
á baki: HÁDÁ 1861, er minna
skyldi á það, að hann var sér-
eign prestskonunnar, maddömu
Helgu Árnadóttur frá Hofi í
öræfum.
Árið 1863 bar það till tíðinda
í Miðmörk að Helga, kona séra
Jóns lagðist á sæng og eignað-
ist son er skírður var Bjarni,
og síðar kenmdi sig við Vog á
Fellsströnd. Vinnukona í Stóru
Mörk, Auðbjörg Sigurðardóttir
frá Skipagerði í Landeyjum
hugsaði um heimili Helgu á
meðan hún Lá á sæng. Að laun-
um þáði hún stólinn góða og
lét sér vel lynda. Auðbjörg
átti síðan lengi heima á Sáms-
stöðum hjá syni sínum, Sigurði
Einarssyni. Flutti hún stólinn
með sér þangað.
Ég hóf leit að hinuim skurð-
haga Skaftfellingi og gekk hún
illa unz ég hitti Guðrúnu
Mankúsdóttur frá Bakkakoti í
Meðallandi á heimili hennar í
Hveragerði .Hún lét mig lýsa
stólnum og sagði síðan: „Þetta
er verk Runólfs Sveinssonar í
Klauf“. Ýmsir hafa orðið til
þess að sanna orð Guðrúnar.
RunóLfur í Klauf er fæddur um
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
26. nóvember