Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Blaðsíða 6
¥ eigamikill þáttur í fari forfeðra okkar var þjóðtrú þeirra og hjátrú. Ég hef áður getið um huldufólkstrúna, sem blómstraði undir Eyjafjöllum, en er víst eitthvað farin að blifkna núna. Margt annað í þjóðtrú og hjátrú hefur gufað upp fyrir áþreifanlegri þekk- ingu og vísindaleguim sönnun- um. Samt er gaman að kynnast þessu og ómaksinis vert að gægjast undir glerborðið í byggðasafninu í Skógum. Þar er safnað saman ýmsum smá- hlutum, sem flestir segja okkur nútímafólki ekki nokkurn sfcap aðan hlut, ef ekki fylgir sagan með. Læknisfræðin hefur kom- ið í staðinn fyrir suimt af því, sem þarna er eins og sigur- lykkjuna, sem gam'lar konur hnýttu til beilsubótar kúm og kindum, ævinlega með sokka- böndum sínum. Nú ala flestar konur börn sín á fæðingardeildum sjúkrahús- an,na, en það er ekki ýkja langt síðan menn lögðu á tvo í skyndi, þegar barnsvon var. Og þá var ekki farið bláfetið, þegar yfirsetukonan var sótt. En hvað tók yfrnsetukonan með sér? Jú, meðal anmars lausnarsteina, en það eru frœ af því tré, sem Miimosa heitir og rekur þessi fræ é fjörur hér með straumum allar gðtur frá Suður-Ameríku. Þó mun hafa verið fremur sjald- gæft að þau fyndust. Ljósimóð- irin setti steininin undir kodda sængurkonunnar eða á brjóst henni og víst var að þá mundi allt ganga betur. Algengt var að gefa kúm lausnairsteinsvatn, ef þeim gekk illa að hildgast eða verða heilar eftir burð. Porsjálir menn nú á dögum hafa heimavið lítið kolsýru- tæki til eldvarna; reyna að slökkva eldinn efíir að hanm er byrjaður að loga, For- feður okkar höfðu betri aðferð. Þek komu í veg fyrir að eldurinn kvikm- aði. Það var bæði einfalt og ódýrt, galdurinn fólst í því að hafa skógarnýra á bænum; það er æxli af birkitré. Þetta var víða til á bæjum og gjarnan geymt í eldJhúsimi. Skógarnýr- að þarna í byggðasafninu er úr Næfurholtsskógi, en þangað hafa Rangæingar trúlega leitað að þessum þarfa og dularfulla hlut. Hrafntinina gegndi sum- staðar svipuðu hlutverki og skógarnýrað, hún átti að vernda bæinn gegn eldi En hrafntkman átti sér aðra ágæta náttúru, sem sé að vernda kvíaær gegn undir- flogi. Til þess að svo mætti verða og fullt gagn yrði að hrafntinnumolanum, var hann grafinn niður í kvíadyrum. Ef svo ólíklega vildi til, að kvíaær létu sér ekki segjast við hrafntinnu og fengju þrátt fyrir allt illt í júgur, var hin endanlega lausn að mjólka þær gegnum kross á lykilskeggi. P ípa úr álftarvæng, ekki sýnist hún í fljótu bragði merkilegur gripur, en gömlu konurnar vissu, að barnspípa var nauðsynlegur hlutur á heimilinu, og enginn skyidi halda því fram, að það væri öldungis saana úr hvaða fugli fjöðrin væri tekin. Súluvæng mátti tíl daeimis ekki nota til slíks: allir vita, að súlan er — EfHr Císla SiQUrðsSOn mállaus, en þá mundi barnið Um ýmsa muni er snerta þjóðtrú. Bitafjalir, stóil Helgu trá Hofi o.fl. — Síðasta grein í greinaflokki undan Eyjafjöllum Pétursey, áttæringur frá öldinni sem leið. Honum var róið frá söndunum undir Eyjafjöllum. verða það líka. Það tíðkaðist við sjávarsíðuna, að nýfæddir drengir væru Mtnir flá fyrsta sopann gegnum eyruggabein úr fiski. Mátti síðar þekkja úr þá menn, sem þannig höfðu feng- ið fyrsta sopann, því þeir voru öðrum mönnum sjó'hraustari. Nú hafa pillur tekið við, þar sem ýmis eimföld husmáð dugðu áður. Menn taka jafnvel pillur við sjóveiki og eyruggabein eru iátin ónotuð. Páir eru þeir víst nú orðið, sem bera himna- bréf á brrjóstinu, og hvorki er hvalkvörn skafin niður til lækninga, né heldur, að nokk- ur leggi það á sig að tína upp kerlingarelda til bóta é mein- um sínum. Það er ljóst, að byggðasafnið í Skógum á mikinn kjörgrip, þar sem er veglega útskorinn íslenzkur hægindastóll, stóll Helgu frá Hofi. Þórður Tómas- son segir svo um þennan stól, sögu hans og höfund: „Sumarið 1959 heyrði ég fyrst getið um stól maddömu Helgu fná Hofi. Gestur, sem kom í byggðasafnið sagði við mig: „Það var til útskorinn stóil eftir séra Jón í Miðmörk hjá Sigurði á Sámsstöðum. Þú ættir að athuga hvað af honum hefur orðið." Ég var hljóð- næmur eins og venjulega, þegar gamla hluti ber á góma. Tók því brátt að spyrjast fyrir wn stóiinn, en menn þeir, sem gerst gátu uim hann vitað voru nokkuð fjarri. Um hauistið kom ég að Háamúla í Fljótshlíð. Sigurþór Úlfarsson bóndi þar, vissi um spurnir mínar, og að óvörum dró hann fornfáiegan, útsikorinn stól fram úr geymslu og sagði; „Hérna er nú kominn stóllinn, sem þú varst að spyrja um." Ekki lét hann mik- ið yfir sér, kominn af 100 ára hrakningi, en þó sýndi hann mér á augabragði „fæðingar- stað" sinn, Meðalland í Vestur- Skaftafellssýslu. Austur í Skógum varðveitti ég þrjá hluti með sama handbragði í útskurði, stólbak frá Hnausum í Meðallandi, stokk fré Segl- búðum í Landbroti og prjóna- stokk fná Gulanási í Landeyj- uim. Stóllinn var í eigu Sam- úels Ingvarsisonar á Efri-Sáms- stöðum, er hér var komið sögu, uppboðsgripur úr búi Sigurðar Sigurðsisonar á Sámsstöðum. Ætlunin var að Einar Runóílfs- son, trésmíðaimieistari á Háa- múla léti hann fiá nokkra bún- ingsbót. Ég brá mér snarlega út að Sámsstöðum og snéri heim með stólinn. Smátt og smátt söfnuðust sögubrot hans tii íVríð 1862 batt séra Jón Bjarnason í Efri-Ey í Meðal- landi föggur eínair í bagga Og bjóst til að flytja að Miðmörk undir Eyiafjöllum. Þar var meðal annarra hluta nýr, skor- inn stóll og bar þessa áletrun á baki: HADÁ 1861, er minna skyldi á það, að hann var sér- eign prestskonunnar, maddömu Helgu Árnadóttur frá Hofi í Öræfum. Árið 1863 bar það tifl tíðinda í Miðmörk að Helga, kona séra Jóns lagðist á sæng og eignað- ist son er skírður var Bjarni, og síðar kemndi sig við Vog á Fellsströnd. Vinnufcona í Stóru Mörk, Auðbjörg Sigurðardóttir frá Sfcipagerði í Landeyjum hugsaði um heimili Helgu á meðan hún lá á sæng. Að laun- um þáði hún stóilinn góða og lét sér vel lynda. Auðbjörg átti síðan lengi heima á Sáms- stöðum hjá syni sínum, Sigurði Einarssyni. Flutti hún stólinn með sér þangað. Ég hof leit að hinum skurS- haga Skaftfellingi og gekk hún illa unz ég hitti Guðrúnu Marfcúsdóttur frá Bakíkakoti í Meðallandi á heimili hennar í Hveragerði .Hún lét mig lýsa stólnum og sagði síðan: „Þetta er verk Runólfs Sveinssonar í Klauf". Ýmsir hafa orðið tdl þess að sanna orð Guðrúnar. Runólifur í Klauf er fæddur um 6 LESBÓK MORGUNBLABSINS 26. nóvember

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.