Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Blaðsíða 13
Uppáhalds-
matur eigin-
mannsins
Oddný Björgvinsdóttir
segir frá
Spurning þáttarins var í þetta sinn lögð fyrir Oddnýju Björg-
vinsdóttur, eiginkonu Hallgríms Jónassonar flugmanns. Þau hjón-
in og litli sonur þeirra, Björgvin Pétur, búa sem stendur hjá
foreldrum Oddnýjar að Goðheimum 19. Oddný segir, að sér þyki
gaman að búa til mat, en ekki kveðst hún hafa verið á neinum
húsmæðraskóla. Hins vegar skipta þær með sér matseldinni,
mæðgurnar, og það er sennilega ekki verri skóli en hver annar
fyrir unga húsmóður að geta bæði lært af eigin reynslu og reynslu
eldri kynslóðarinnar.
Eitt af því allra bezta, sem Hallgrímur fær að borða hjá
konunni sinni, er ítalskur kjötréttur.
Uppskriftin er handa 4 til 6 manns.
250 g nautahakk
300 g saltkjötshakk
75 g smjörliki
150—200 g hveiti
1 lítri vatn
1—2 laukar
salt, pipar, sósulitur, tómatsósa
Nautahakki og saltkjöti er blanda'ð saman. Hveitinu sáldrað
saman við ásamt pipar og salti. Helmingurinn af smjörlíkinu er
settur á pönnuna og helmingurinn af lauknum er brúnaður.
Síðan er bætt við því sem eftir er af smjörlíkinu og hakkið
látið út í. Þetta er látið aðeins brúnast og vatninu því næst bætt
út í, smátt og smátt, ásamt sósulit og tómatsósu, eða tómatmauki,
eftir smekk. Þegar þetta hefur kraumað nokkra stund, er það sem
eftir er af lauknum skorið í sneiðar og stráð yfir kjötið á pönn-
unni. Þegar þetta hefur verið látið dampast smástund er rétt-
urinn tilbúinn og má bera hann fram á pönnunni. Méð er borið
soðið spaghetti eða hrísgrjón.
Á eftir þessu eru hjónin sammála um að bezt sé að fá léttan
ávaxtaábæti.
3—4 epli
2 bananar
50 g súkkulaði
1 dl. rjómi
Áxextirnir og súkkulaðið er skorið niður í bita og síðan hrært
saman við þeyttan rjómann.
veiða í skógunum þar sem færið var
venjulega sárstutt.
Ein þjóð tók þó fegins hendi við hinum
nákvæmu rifflum en það voru frum-
byggjar Norður-Ameríku í Bandaríkjun-
um og Kanada. Þeir áttu allt sitt und-
ir því að byssan væri nákvæm og brygð-
ist ekki í Indiánabardögum og þar sem
veiðar voru snar þáttur í lífsafkomunni
varð riffillinn jafn sjálfsagt tæki í hönd-
um hvers manns sem skóflan og skóg-
aröxin. Byssusmiðir í austurfylkjunum,
einkum í Pennsylvania og Kentucky,
sem laert höfðu iðn sína í Evrópu hófu
að smíða riffla sem hentuðu hinum sér-
stöku kringumstæðum vestra. Árang-
urinn var Kentuckyriffillinn, léttbyggð-
ur, hlauplangur og hlaupmjór því
frumbyggjarnir þurftu oft að spara
bæði púður og blý með afbrigðum.
Þessi riffill hafði náð fulkomnun um
1750 og það var ekki langt þar til að
amerískar skyttur fengu færi á að sýna
hæfni sína. Árið 1775 skall frelsisstríð
Bandaríkjanna á og nýlendubúar komu
sér upp 'hersyeitum rifflaskyttna. Þess-
ar sveitir gátu ekki staðið hinum or-
ustuvönu atvinnuhermönnum Englend-
inga snúning á opnum orustuvelli en
hinir langdrægu rifflar þeirra og ó-
venjuleg markhæfni skyttanna sem
Bretar furðuðu sig mjög á gerðu þá
ærið skeinuhætta. Hinir lýðræðissinn-
uðu nýlendubúar þekktu lítið til
evrópskra stríðsreglna og sóttust eftir
að skjóta niður liðsforingjana, sem var
algert brot á siðareglum þeirrar tíð-
ar!!.
NORRÆNT
Framhald af bls. 4
auðga þá þjóðerniskenndu listsköpun,
sem okkur er svo eiginleg.
Án efa eru ýmsar leiðir til þess að
skipuleggja þessi mót, þannig að sem
beztur árangur náist. Þarna á ekki að-
eins að ræða um gagnrýni skáldverka,
heldur einnig gagnrýni á gagnrýnina.
Þarna á og að ræða almennt um nor-
ræn leikhús, þjóðfélagsskáldsögur
o.s.frv. Til þess að hægt verði að hafa
umræðugrundvöllinn þetta víðan, verð-
ur að stofna til fastrar skrifstofu, sem
starfi ár hvert í nálægð næsta fundar-
staðar.
Til þessa hafa mótin farið fram í
Oslo einu sinni og tvisvar sinnum í
Gautaborg. Slík lyftistöng og uppskeru-
akur nýrra hugmynda ætti heldur að
færast frá míðju menningarsviðsins, —
það yrði ekki lítill gróði fyrir menn-
ingarlíf dreiflbýlisins, einkum ef upp
yrðj tekin einsikonar þátttaka áheyrn-
arfuiltrúa.
hókmenntir
Framhald af bls. 5
sér fyrir hendur, verði honum að pen-
ingum. Hann hittir mann, sem ekki
stendur í neinu sambandi við hinar
viðurkenndu málverkasölur. Maðurinn
læzt vera listaverkasali í stórum stíl.
Hann hittir viðskiptavin sinn í bar
glæsilegs hótels, þar sem hann hefur
ekki einu sinni herbergi, og segir hon-
um, að hann eigi góða mynd eftir
Gauguin eða Utrillo, sem hann vilji
selja á vægu verði, af því að hann þarfn
ist peninganna strax. Hann bendir á, að
með því að kaupa af honum, sé hægt
að sleppa við skatta. Hann sýnir fölsuð
staðfestingarskjöl. Því miður er auð-
veldara að falsa slík skjöl en málverk.“
En sé málverk keypt á viðurkenndri
franskri málverkasölu, sem gefur með
því lögmætt staðfestingarskjal, ber eig-
andi málverkasölunnar þrjátíu ára á-
byrgð á því, að um ósvikið verk sé að
ræða.
Herschel T. Elkins í Los Angeles seg-
ir, að oftast sé um að ræða „svefnher-
bergisviðskipti", þegar menn kaupa
fölsuð listaverk. „Þessir seljendur, eða
safnarar, hengja upp málverk, sem
eiga að vera eftir Rembrandt, í stofum,
svefnherbergjum og jafnvel í bílskúrn-
um,“ segir Elkins. Venjulega segist selj-
andinn hafa fengið málverkin í Evrópu
eða í einhverju járntjaldslandanna.
Eða hann segist í rauninni ekki geta
hugsað sér að láta mynd, af því að þetta
hafi verið svo lengi í eigu fjöl-
skyldunnar, en vegna knýjandi fjár-
hagsvandræða væri hann til með að
láta eina mynd fyrir nokkur þúsund
dollara. Annað bragð, sem þessir „list“-
salar nota, er að segja: „Þú skalt ekki
taka þessa, þetta er eftirlíking," um
nokkrar myndir til þess að sannfæra
viðskiptavininn um heiðarleik sinn,
þegar sannleikurinn er sá, að allt
myndasafnið er falsað.
„Listfalsarar í Kaliforníu eru eins og
amöbur," segir Charles O’Brien. „Þeir
hafa skipti og kaupa hver af öðrum.
Þeir eiga það jafnvel til að bjóða fólki,
sem þeir vita að hefur verið blekkt í
listaverkakaupum, að hjálpa því til að
ná aftur einhverju af fé sínu, ef það sé
fúst til samstarfs og kynna það síðan
fyrir náungum af sama sauðahúsi og
þeir eru sjálfir. Náungi nokkur í San
Fransiskó hafði þetta að aðalviðfangs-
efni. Hann aflaði sér upplýsinga um,
hver væri nógu ríkur og heimskur til
þess að vera líklegur til að kaupa varn-
ing hans, og þegar það var upplýst,
hófst hann handa við að rýja hann að
skyrtunni."
Prang.
Því miður bera safnarar ekki síður
sök á þessu svindilbraski en falsararnir
og listaverkasalarnir. „Fólk skammast
sín fyrir að bera fram kvartanir,“ segir
O’Brien. „Það vill heldur bíta á jaxl-
inn og bera 100.000 dollara tap óbætt en
fara lagaleiðina." Ósjaldan reyna safn-
arar að pranga verðlausum málverkum
inn á einhvern annan til þess að fá fé
sitt aftur. Þessi verk eru oft notuð sem
veð til tryggingar lánum. „Við höfum
grun um, að ýmsir bankar hafi lánað
peninga gegn tryggingu í málverkum,
sem eru einskis virði,“ segir Elkins.
„Við vitum með vissu, að' ákveðnir
Suður-Kaliforníumenn hafa reynt að fá
peninga að láni gegn veðum í málverk-
um. “
Hvernig getur marghrelldur kaup-
andinn komizt hjá því að vera blekkt-
ur? Hann les um það, að Meadows hafi
farið illa út úr viðskiptum við Fern-
and Legros, listsala í París (frönsk yf-
irvöld hafa rannsakað málið, en ekki
lagt fram neina kæru á hendur Legros).
En Legros segir: „Það er bandarískra
listsala að sanna að málverkin séu föls-
uð. Þetta er ekki nein raunveruleg
ákæra á mig, heldur er tilgangurinn
með þessu að ná betri samkeppnisað-
stöðu við franska listamarkaðinn. Ég
hef aldrei átt sýningarsal — ég naut
engrar verndar, hafði engin völd, eng-
an orðstír. Perls heldur, að hann geti
hrætt bandaríska safnara með því að
gera svona mikið veður út af þessu. Ég
geri mig ánægðan með tíu eða fimm-
tán prósent gróða af sölu málverks.
Perls vill þrefalda það. Perls stagast á
því, að hann hafi lofað pabba gamla því
í Berlín að selja aðeins úrvals góð mál-
verk. Hann vill gera sjálfan sig að
krossfara, en ég hef rekizt á heílmikið
af rusli í sýningarsal hans. „Þessi mál-
verk, sem ég seldi Meadow, voru ekki
sérlega góð,“ bætir Legros við. „Þess
vegna var verðið á þeim ekki hærra.
En þau voru ófölsuð."
Nú og hvað er þá helzt til ráða fyr-
ir tilvonandi listaverkakaupanda?
„Kaupa af þekktum og traustum list-
sölum eða á uppboðum eða af ættingj-
um málarans,“ segir franskur embættis-
maður.
Louis Lefkowitz lögfræðingur í New
York hefur gert það að baráttumáli
sínu að vernda almenning gegn listföls-
un. Hann vill stofna ráð sérfróðra
manna frá söfnum og háskólastofnunum
og e.t.v. úr hópi listsala, sem kvæði upp
fræðilega úrskurði um listaverk. Sér-
fræðingar þessir skyldu lögverndaðir
við álitsgerðir sínar á listgildi lista-
verka. Hann hefur þegar fengið sam-
þykkt lög, sem gera listsalann ábyrgan
fyrir gildi verks, sem hann lýsir yfir í
sölusamningi, að sé ósvikið. Lögfræðing
urinn og safnarinn Alvin S. Lane hef-
ur samið drög að frumvarpi, þess efn-
is, að gerð verði sameiginleg listaverka-
skrá fyrir öll ríki Bandaríkjanna.
Myrkviði.
Everett Ellin, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Guggenheimsafnsins í New York,
er andvígur lagaboðum. „List er ekki
nauðsynj avara,“ segir hann. „Hún er
tómstundagaman. Hví skyldu stjórnar-
völdin leiða áhrifagjarna tómhöfða við
hönd sér gegnum myrkviðið? Langi
þig til að eignast góð listaverk, verð-
urðu að beita dómgreind þinni. Laga-
boð spilla þeirra ánægju.“ Ellin hall-
ast fremur að hugmyndinni um aukna
listfræðslu, t.d. á umræðufundum,
eins og þeim, sem Hoving hefur stofn-
að til í Metropolitan. En Lefkowitz seg-
ir: „Hinn almenni borgari og listaverka
kaupandi hefur æskt hjálpar, og ég er
lögfræðingur hins almenna borgara."
Þungamiðja þessa vandamáls er safn-
arinn. Sumir safnarar kæra sig kollótta
um hvort verkið er ósvikið, eftir því
sem Lane segir. Þeir sækjast eftir lista-
verkum vegna frægðarljómans, sem um
þau leikur. Ef einhver segir við sjálf-
an sig: — Hugsa sér, hann er bara með
Picasso í stofunni, — þá er tilgangin-
um náð. Einlægur safnari veltir fyrir
sér gildi vafasamrar myndar og hefur
ekki eirð í sínum beinum fyrr en örugg
vissa er fengin. Þegar til lengdar læt-
ur, verður það atferli og sjálfsvirðing
safnarans, sem úrslitum ræður um mór-
alinn í listaheiminum.
26. nóvember
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13