Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 1
0 Bzta verzlunarlóð í Reykýavik og ágrip af sögu hennar Grein eftir Árna Óla egar reynt skal að rekja sögu elztu verzlunarlóðarinnar í Reykjavík, verður ekki hjá því komizt að átta sig ofurlítið á því hvernig hér var umhorfs um þær mundir, er Reykjavík breyttist úr bóndabæ í verk- smiðjuþorp. Og þá verður heldur ekki hjá því komizt að inn í þá frásögn komi nokkrar endurtekningar á því, sem fjallað hefir verið um í öðrum greinum um Reykjavík. En flestar þær endurtekningar verða þó meðfram til þess að árétta það, sem áður hefir ver- ið sagt og þær ályktanir, sem þar af hafa verið dregnar. Bærinn Vík stóð syðst undir Grjóta- brekkunni á því svæði, sem nú er milli Túngötu og Grjótagötu, og sneru stafn- ar mót austri. Syðsta bæjarhúsið mun hafa verið það er kallaðist seinna Ull- arstofa, en þar stendur nú húsið Upp- salir. Nyrzta bæjarhúsið var hinn svo- nefndi Skáli. Þetta hefir verið sérstakt hús, laust við bæinn, og stóð um það bil sem nú er Grjótagata 4. Fyrir fram- an bæinn var stórt hlað, en austan við það kirkjugarðurinn og kirkjan. Þar fyrir austan var svo Austurvöllur, nefndur svo til aðgreiningar frá Hóla- velli, sem var annar hluti Víkurtúns og var suður frá bænum, vestan við tjörn- ina. Austurvöllur var sjálfgirtur á tvo vegu, að sunnan var tjörnin, en að aust- an lækurinn. Að norðanverðu var hár grjótgarður rétt ofan við malarkamb- inn og náði hann frá læknum vestur undir Grófina. Fyrir ofan Grófina stóð allmikið hús, hlaðið úr torfi og grjóti og með torfþaki. Þetta var naust þeirra Víkurmanna og hét Ingólfsnaust. Margar hjáleigur lágu þá undir Vík, en hér þarf ekki að geta annarra en þeirra, sem voru fyrir vestan þetta svæði. Syðst var Melshús og stóð þar sem nú er norðurhlutinn af kirkjugarð- inum á Melunum. Þá kom Hólakot og stóð hér um bil þar sem nú er Garða- stræti 41. Landakot stóð þar sem nú er prestsetur og skóli kaþólskra, en norð- austur af því stóðu Götuhús. Þar aust- ur af og fram á brekkunni stóð Grjóti. Þessi brekka var öll ein stórgrýtisurð þar fyrir norðan niður af Grófihni. En neðan v:ð urðina lá sjávargatan frá Vík niður í Grófina. Og vegna þess, að hjá- leigumennirnir reru allir upphaflega á útgerð Víkurbóndans, þá lágu einnig þangað sjávargötur þeirra. Það er at- hyglisvert að þessir stígar urðu síðan að götum, þegar þorp fór að myndast. Þeir í Melshúsum og á Hólavelli gengu fyrir neðan Hólavallartún niður að Vík, og úr þeim götuslóða varð seinna Suð- urgata. Frá Landakoti lá stígur niður með Götuhúsatúninu til Vikur og þar á sjávargötu Víkur, en úr þessum stíg varð Túngata. Frá Grjóta var gengið þvert niður brekkuna norðan Víkurbæj- arins, og úr þeim stíg varð svo seinna Grjótagata. Frá Götuhúsum lá stígur skáhallt meðfram Hlíðarhúsatúni niður undir Grófina, en snarbeygði þá niður brekkuna og niður á sjávargötu Víkur. Úr þessum stíg, er kallaður var Götu- húsastígur, varð seinna norðurendinn á Mjóstræti og Fischersund. Frá Hlíðar- húsum, er þá var sjálfstæð jörð, lá stíg- ur yfir túnið niður í Grófina og var kallaður Hlíðarhúsastígur. Úr honum varð síðar Vesturgata. Á þessu má sjá, að allar sjávargöturnar frá þessum býl- um hafa stefnt í Grófina og seinna orð- ið að umferðargötum í kaupstaðnum. Þær geta því enn um nokkurt skeið sýnt, hvar menn lögðu upphaflega leið- ir sínar á milli býlanna. Merkilegast er þetta þó um Götuhúsastíginn, sem lá nær í vinkil, er hann nálgaðist Gróf- ina. Hvernig stóð á því? Það hefir auð- vitað verið vegna þess, að þeir hafa krækt niður me'ð naustinu sunnan við það. Engar heimildir mun að finna fyrir aldri hjáleiganna í Reykjavík, en gaml- ar gætu sumar þeirra hafa verið. Þó er talið, að hjáleigur fari ekki að byggjast hér á landi fyrr en eftir 1300. Sam- kvæmt Jarðabókinni 1703 sýnast Götu- hús vera gott býli og gæti því verið með elztu hjáleigunum. En sjávargatan þaðan sýnir, vegna þess hve einkenni- lega hún liggur, að naustið í Grófinni hafi verið eldra heldur en býlið.*) Ingólfsnaust hét það og var kennt við Ingólf Arnarson hinn fyrsta land- námsmann og bónda í Reykjavík. Fylgdi sú sögn nafni, að Ingólfur hefði í öndverðu sett naust sitt þarna, og þarf varla að draga í efa, að sú sögn sé rétt. Grófin var bezti lendingarstað- ur í víkinni frá landnámstíð og allt fram til þess tíma að þar voru gerð hafnarmannvirki. Landnámsmaðurinn hefir orðið að treysta mjög á fiskveið- ar, enda hefir hann verið vanur því frá Noregi. Og þar var venja að reisa naust hjá lendingarstöðum. Sögnin um uppruna nafnsins fylgdi naustinu meðan það stóð þarna og þó mikið lengur, því að 85 árum eftir að naustið var rifið, vissu fræðimenn um sögnina og treystu því að hún væri rétt. Þá var til félag menntamanna í Reykja- vík og nefndist Kvöldfélagið. Árið 1864 kaus það sérstaka nefnd til þess að at- huga og gera tillögur um hvað nauð- synlega þyrfti að gera í sambandi við Þjóðhátíðina, er halda skyldi 1874. Ein af tiliögum nefndarinnar var sú, að gera skyldi „uppdrátt af Reykjavik og setja þar á hin fornu örnefni, t.d. Ing- ólfsnaust". í þessari nefnd áttu sæti þeir Sigurður Guðmundsson málari. Sveinn Skúlason alþingismaður, Gísli Magnússon latínuskólakenari og Jón Þorkelsson rektor. Þessir menn mundu ekki hafa minnzt sérstaklega á Ingólfs- *) Naust mun sennilega hafa verið fleirtöluorð í fornu máli, sbr. örnefnið Naustabrekka í Viðey. En hér er notuð eintölumyndin. naust sem fornt örnefni nema vegna þess að þeir hafi verið sannfærðir um, að sögnin sem fylgdi nafninu væri rétt. Annað naust var utan Örfiriseyjar- granda og hét Ánanaust og við það var seinna kennd hjáleiga frá Hlíðarhúsum. Naustið hefir verið kennt við einhvern mann, sem Áni hefir heitið. Það nafn var fornt og er horfið um 1400. Ólafur prófessor Lárusson segir svo um þetta (Byggð og saga): „Nafnið Ánanaust sýnir, að þar hefir í fyrstu verið naust og skipsuppsátur. Sjálfsagt hafa þau naust verið frá Vík, og staðhættirnir skýra það, hvers vegna þau naust voru þar vestur frá. Auk heimanaustanna, sem hafa verið í Grófinni, hefir verið heppilegt að hafa önnur naust fyrir vestan grandann, sem nota mætti, er þannig stóð á sjó, að ekki var skip- gegnt yfir grandann". Má á þessu sjá að hann hefir talið naustið í Grófinni fornt. Á uppdrætti Hoffgaards af Reykjavík 1715 verður ekki betur séð, en að þrjú hús hafi þá verið í Grófinni. Þarna stóð þá Ingólfsnaust og ef til vill hafa Hlíð- arhús átt þar naust iíka, og ekki er óhugsandi að Landakot hafi haft þar sjóbúð (og seinna er með vissu talað um sjóbúð þarna og var hún þá eign Grjótamanna). Um Landakot segir í Jarðabókinni 1703: „Skipaútgerð má ábúandinn hafa svo mikla sem hann megnar, frí af bóndanum í Vík“. ----0---- Þegar innréttingarnar hófust upp úr miðri 18. öld, var sýnilegt að hér yrði að rísa upp verksmiðjuþorp. Var eigi aðeins að verksmiðjurnar þyrftu sjálfar á miklu húsnæði að halda, held- ur varð einnig að reisa hús handa starfsfólki þeirra. Var því nauðsynlegt að hafa til ákveðið skipulag þessa þorps, á’ður en hafnar væru framkvæmdir. Mun Skúli Magnússon sjálfur hafa ráð- ið öllu um það. Hann mun hafa ákveð- ið hve mörg hús skyldi reist að upp- hafi og hann hefir valið staðinn fyrir verksmiðjuhverfið. Landrými var nóg og þess vegna var um nokkra staði að velja, og í fljótu bragði virðist það ein- kennilegt, að verksmiðjuhúsunum skyldi ekki vera valinn staður sem næst uppsátrinu, vegna þess að fyrir- tækið hlaut að treysta nokkuð á sam- göngur á sjó, er stundir liðu. Þá hefði og verið heppilegt að láta Víkurbæinn standa og hafa þar húsakost fyrir starfs- fólk. Þegar Skúli reisti Viðeyjarstofu, lét hann ekki rífa bæinn, sem þar var, til þess að nýa húsið gæti staðið á grunni hans. Hann valdi nýja húsinu stað nokkru austar og lét gamla bæinn standa, þar til hægt var að flytja í nýja húsið. En hér byrjar hann á því að láta rífa mikinn hluta af gamla Víkurbæn- um og reisa á tóftum hans tvö helztu Aðalstræti 2, elzta verzlunarlóð í Reyk javíls. Verzlunin Geysir stendur þarna núna. Myndin er tekin um 1930.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.