Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Side 5
Gamalt og nýtt í mótun: Mál- verk eftir Juan Gris frá 1914. aðinum. Sumt í myndlist Vík- inganna er abstrakt og annað hreinn expressionismi, til dæm- is myndin af rúnasteininum ut- an á bókinni. í arkaískri list ýmissa menningarskeiða rek- umst við á fallega stílfærðar myndir af mönnum og dýrum og annað, sem hreinlega er ab- strakt. Það er eftirtektarvert, að hvert menningarskeið sög- unnar byrjar með abstrakt eða mjög stílfærðri list, sem síðan verður klassisk. Lögmál ofhlæð isins segir næst til sín með barok útfærslu, en að lokum hafnar þetta allt í sjálfheldu natúralismans. Samkvæmt þessu Iögmáli vitn ar nútímalistin um ungt og ný- lega upp runnið menningar- skeið, óbeizlað í tilraunum sín- um og djarfri leit. Það er menningarskeið tæknialdarinn ar eða atómaldar, ef menn vilja heldur kalla það svo. Við lif- um í nýrri veröld og það er veröld hinna gífurlegu árekstra og mótunar. Spilin hafa verið stokkuð upp: gömul sannindi og lífsviðhorf hafa verið lögð til hliðar eins og ónýtar flík- ur. Hvað er eðlilegra en öll þessi ósköp eigi sér mótsvörun í myndlistinni? Þó er hún miklu fremur aldarspegill en boðandi einlivers fagnaðarerindis, ann- ars en þess, sem felst í henni sjálfri. Það eru núna sextíu ár lið- in síðan málarinn Kandinsky byrjaði að gera alvarlegar til- raunir með óhlutlægar myndir. Kandinsky var fæddur í Rúss- landi, en fluttist vestur í Ev- rópu og var uppúr aldamótun- um í Munchen. Hann hefur sagt frá því, að eitt sinn er hann kom á vinnustofu sína, hafi ein mynda hans legið á hliðinni á myndstólnum. I einu vetfangi skynjaði hann myndina á al- gerlega nýjan hátt, óhlutlægt, og það rann upp fyrir honum, að litir og form mundu geta haft sjálfstætt gildi án þess að standa fyrir ákveðna fyrir- mynd. Honum var samt ljós „sú hætta, að með þessu gæti listin orðið einungis geometr- isk flatarskreyting, eitthvað svipað og hálsbindi eða gólf- teppi“. Margir ágætir málarar komu þegar á hæla Kandinskys og gerðu tilraunir með alger- lega óhlutlæga túlkun: menn eins og Piet Mondrian og Paul Klee. Það væri freistandi að minnast á fleiri, en þessiu stutta yfirliti er ein- ungis ætlað að skýra ýmis- legt og verða sem undirstaða næstu greinar, þar sem einung- is verður fjallað um myndlist- Dauði og eldur, 1940. Málverk eftir Paul Klee. arstrauma samtímans. Meðal frumherjanna í abstraktlistinni var alveg ný hugsun á ferð- inni: ekki bara ný aðferð, held- ur fyrst og fremst munur á viðhorfi. Menn hafa stundum líkt óhlutlægum myndum við tónlist: hver tónn er auðvitað abstrakt og stendur ekki fyrir neitt annað en sjálfan sig og sama átti að gilda um liti og form. Það kom líka í ljós, að það var hægt að ná sömu um kröfum er fullnægt. Hins- vegar er óhlutlæga stefnan með nýja hugsun, sem kveður svo á um, að blár litur geti haft listrænt gildi þó hann standi ekki fyrir himin og sjálfstæð lína geti verið þrungin spennu þó hún marki ekki útlínu þekkj anlegs lilutar. Lengi framan af litu leikmenn þessa listgrein hornauga og kváðust „ekki sjá neitt út lir myndunum“. Svo inngróin var orðin þessi afstaða Engill vetrarins. Málverk eftir Englendinginn John Hultberg, 1962. Myndin, sem í rauninni er abstrakt gefur hugmynd um hlutlægan veruleika líkt og oft sést hjá nútíma málurum. hughrifum, þegar bezt lét og jafnvel ennþá sterkari hughrif- um en fígúratív myndlist gat nokkru sinni náð. Samt er hin abstrakta myndlist líklega að öllu samanlögðu einhver stór- kostlegasta lirúga af rusli, sem menn hafa framleitt í nafni list- arinnar. Þar voru margir kall- aðir, en fáir útvaldir. Kand insky átti kollgátuna: spá lians kom vissulega fram í rikum mæli, abstrakt myndlist varð oft og tiðum ekki annað en skreyting og stundum ekki einu sinni það. Áhrif óhlutlægrar myndlistar urðu fljótlega mikil og merki- leg. Við sjáum þau áhrif hvar- vetna í umhverfinu, í arkitekt- úr nútímans, í húsgögnum, skreytingum á bókaskápum, í formsmíði þeirra hluta, sem við höfum daglega handa á milli. Jafnframt því sem frumherjarn ir könnuðu ómælisvíddir hinn ar óhlutlægu myndlistar, form- aði Walther Grophius í Bau- haus í Þýzkalandi ýmis grund- vallaratriði í formsmiði nútím- ans allt frá húsum til hnifapara, unz hann varð að flýja undan ofriki nazista laust fyrir upp- haf siðari heimstyrjaldarinnar. Með tilkomu og þróun ab- strakt myndlistar má segja, að málaralistin hafi greinzt í tvo meginstrauma: Annarsvegar eru þeir, s;m halcla tryggð við gamla hefð og mála einhver sýnileg fyrirbrigði, stundum mjög stílfærð og fjærri nátt- úrustælingu, heldur er mótíf- inu hagrætt eins og hlutum í kyrralífsmynd, unz myndræn- að skoða mynd einungis í Ijósi þess, sem hún átti að endur- spegla í náttúrunni. Allskon- ar fanatík og trúarlegt ofstæki mótaði afstöðu manna á báða bóga. Apar í dýragörðum voru látnir maka litum á léreft og útkoman átti vitaskuld að sanna, að svona ómerkileg væri öll óhlutlæg list. Postular ab- straktstefnunnar sögðu skilið við grundvallarviðhorf braut- ryðjandans KandiMtikys og héldu því nú fram í hita leiks- ins, að málverk mætti helzt ekki segja neitt, hvað þá sýna eitt- hvað ákveðið. Formúlusmiðirn- ir komu saman yfirlýsingum og ein var á þá Iund, að málverk, sem segði einhverja sögu, væri þar með komið inná svið bók- menntanna og skyldi rithöfund um einum látið það eftir að segja sögur. Með öðrum orð- um: málverkið skyldi einungis vekja hughrif vegna eigin lífs og lita og þá voru vitaskuld sáralitlar líkur til þess, að hug- hrif listamannsins kæmust til skila. Áhorfandinn mundi að öllum likindum skynja eitthvað allt annað, en það var í prýðis lagi, sögðu menn. Með þessu var málið lagt uppí hendur fúskaranna, sem sáu sína sæng út breidda og óðu fram á þennan nýja mynd- listarvöll, þar sem mörgum veit ist erfitt að greina hismið frá kjarnanum. Það var raunar bú- ið að búa til eitt allsherjar- patent fyrir fúskara: væri myndin illa kompóneruð eða eitthvað annað að henni, þá var svarið: Þetta á að vera svona. Málarinn hafði i öllum atriðum náð því sem hann vildi, eða svo var sagt. Abstrakt listin var lengi vel hreint, geómetrískt flat armálverk. Það mátti segja, að myndlistin væri búin að rífa niður yfirbygginguna og komin á sjálfan grundvöllinn. Vinnu- brögðin nálguðust vísindalega leit og rannsókn á leyndardóm um formsins. En þessi Iiststefna var steingeld og afskaplega leiðigjörn og þróunin varð sú, Reglustikan hefur verið lögð á hilluna: Ljóðrænt abstrakt- málverk eftir Lev. 1957. Málverk eftir Fritz Glarner, 1948. Geómetríska flatarmál- verkið náði hámarki um 1950. að upp spratt við hliðina á henni lýrisk abstraktlist, þar sem reglustikan var lögð á hilluna. I staðinn fyrir stífni hins dauðmálaða flatar var leit að eftir Ijóðrænni túlkun og uppúr þeirri stefnu spratt ab- strakt expressionisminn, sem náði sér mjög á strik í Banda- rikjunum eftir síðari heimstyrj- öldina. Ef hægt er að nefna ein- hvern einn málara, sem mest áhrif hafi haft á þessari öld, þá er það líklega Picasso. Á- hrif hans voru gífurleg á ára- tugnum fyrir miðja öldina, og bergmál af stíl hans mátti með- al annars sjá hjá sumum ís- lenzkum málurum á þessum tíma. En miklu minna gætir þeirra áhrifa lijá ungum mál- urum nú orðið. Það er athyglis vert, að maðurinn eða fígúran hefur alltaf verið í fyrirrúmi hjá Picasso: hann hefur að ég held, aldrei málað alveg óhlut- lægt. Ilann er liinn mikli meist- ari teikningarinnar og sleppir henni aldrei í verkum sínum, þar gegnir línan ævinlega miklu hlutverki. Þar fyrir virð ist hann skilja fullkomlega, hvað er mergurinn málsins í abstrakt list. Hann sagði eitt sinn, þegar menn kvörtuðu und an því, að ekki væri hægt að skilja abstrakt myndir: „Hlust ið þið bara á fuglana syngja. Þið eruð ekkert að reyna að skilja um hvað þeir eru að syngja. Það er nóg að hlusta Framhald á bls. 14. Ný hugsun í myndlist segir skilið við gamla hefð: Málverk eftir Kandinsky frá árinu 1924. Súrrealismi. Viðvörun um borg arastyrjöld 1936 eftir Salvador Dali. Síðari tíma stíll Picassos: Máltiðin, 1953. 25. febrúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.