Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Síða 6
Mle dreymdi Laugu fyrir skömmu, lágvaxna, gamla konu, með ellirúnir í andliti. Ég vissi, að hún átti heima bak við gröf og dauða, en hið gamla sat fast í hug mínum, og ég spurði: „Prjónarðu enn á nóttinni"? Hún svaraði: „Nei, nú er ég hætt að prjóna“. Um leið varð mér litið á hendur hennar, sem oft höfðu verið með djúpum skorum, já, sárum eftir ullar- bandið, sem rann um fingur dag og nætur, en nú voru það hend- ur ungrar stúlku, sem ég sá, og ég skildi, að allt hið gamla var horfið. Hvar man ég fyrst eftir Laugu? Kannski er það við hlóðasteinana í Vallnatúni, þar sem hún stóð við bökunarhell- una með langan, oddmjóan hníf og pikkaði flatkökurnar, um leið og þær bökuðust yfir hell- unni. Enginn matur var betri í þann tíð en heitar flatkökur með nýstrokkuðu smjöri. Aðrar minningar vakna. Ég sé Laugu á ferli út um engjar og haga við að tína aukatöð í svuntuna sína, stundum marg- ar pokafyllir á dag. Ég sé hana ganga eftir strandrekinu niður við Holtsós, um Halann, þar sem litlar öldur léku við steina og gaman var vaða berum fót- um eða láta steina fleyta kerl- ingar eftir glitrandi vatnsflet- inum. Sprekið, sem ósinn bar upp á ströndina, var vandlega tínt saman og borið heim í aug- að í hlóðunum. Þangklærnar urðu heldur ekki útundan, þeg ar gengið var á þann reka. Ferðirnar suður á Hala og með Holtsósi áttu drjúgan þátt í að opna augu mín fyrir feg- urð lífsins. Allt myndaði órofna heild: fjaran, ósinn, engið og fjöllin, blá og fögur, með skrið- um og grónum hlíðum. Enn í dag finnst mér ég elska þarna hvern stein og hvert strá. Kistill Laugu. Á hliðar hans hafa verið máluð nægtahorn. Og svo leiði ég hugann inn í baðstofuna heima. Fátt hafði meiri áhrif á mig á barnsaldri en rúmið hennar Laugu. Fljótt á litið lét það ekki mikið yfir sér, en það varðveitti dýrgripi, bókahlaðann undir koddanum og gamla, skrautmálaða kass- ann til fóta. Bækurnar komu alltaf í ljós, þegar búið var um rúmið, og þá fékk ég að fara um þær höndum, fyrst til að skoða í þeim myndir. Seinna fékk ég þær að láni til lestrar, eina af annarri, sumar marg- sinnis. Laugu var annt um bæk urnar sínar og rúmylurinn fór vel með þær. Tvær bækur held ég, að henni hafi þótt vænzt um: Hallgrímskver og Njálu. Hallgrímskverið var frá 18.öld, fallega innbundið af Sighvati Andréssyni í Syðri-Hól um 1865. Æskuvinkona Laugu, Ragnhildur á Mið-Skála, hafði áður átt það, og báðum varð það til hugsvölunar á bana- sænginni. Jón Lafranzson, son- ur Ragnhildar, gaf Laugu það og skrifaði áður á annað saur- blaðið þessa vísu sr. Þorláks Þórarinssonar: Dagana alla Drottinn minn dilli þér á örmum. Sútargalla sefi þinn sólarhalla kóngurinn. Kverið var milli nota vafið innan í forláta silkiklút, meira en aldargamlan. Ég held, að Lauga hafi lesið Njálu á hverju ári og ekki annars hugar, örlög sögunnar, sorg og gleði, voru henni jafn- sönn og dagur og nótt. Þá voru sögur ekki lesnar til einkanota, heldur til að tala um við aðra, og Gunnar og Héðinn og Njáll urðu manni ámóta veruleiki og nágrannarnir, Jósef i Ormskoti, Björn á Efstu—Grund og Jón á Mið—Grund. Skrautmfálaði kassinn í rúms- horni Laugu var fyrsta dæmið, sem ég sá um raunverulega list. Hann var smíðaður og skreyttur árið 1780 af Ámunda Jónssyni málara, tryggðapant- ur Sveins Jónssonar á Yzta— Skála til Þuríðar Sighvaísdótt- ur, en þau voru langafi og langamma Laugu. Fangamark Þuríðar, ÞSD, var loftskorið á lokið. Eg held, að þessi ágæti gripur hafi átt þátt í að vekja og glæða ást mína á gömlum minjum. Lauga ánafnaði mér Lauga í Vallnatúni t.h. Mynd- in er tekin á efri árum hennar. hann, er hún lá banaleguna vorið 1944. Hún átti annan gamlan hlut, útskorinn stokk frá 1840, með renniloki og leynihólfi, er hún gaf Guðrúnu systur minni. Hann var smíðað- ur af Sveini Árnasyni á Yzta— Skála, unnusta Þuríðar, móður Laugu. Sami maður hafði steypt snotru kjálkana, sem voru við reiðbeizli Laugu. rúmi Laugu, í bókum hennar og gripum, en hún dafnaði einn ig dag hvern í tóvinnu hennar. Rokkhljóð, urg í kömbum, glam ur í prjónum og snælduþytur var þá jafneðlilegt að heyra og veðurhljóðið á þekjunni og brimhljóðið fram við ströndina. Mig furðar á því, hverju gömlu, vinnulúnu hendurnar hennar Laugu komu í verk. Margar konur leituðu til Laugu með ullina sína, og hún vann fyrir þær sokka, sjóvetlinga og önn- ur plögg. Enn eru mér í minni efnismiklu prjónaklukkurnar, er hún vann á sig og aðra. Vinnan var henni áreiðanlega meira virði en fjármunirnir, sem hún færði henni. Hún var óvenju svefnlétt, vaknaði vart seinna en kl. 4 að nóttu og greip þá prjónana sína. Hún var áreiðanlega stundum búin að prjóna nokkrar mælur, er aðrir brugðu svefni. Prjónarn- ir unnu hiklaust verk sitt, þótt myrkrið væri svart. Þessi æskuvinkona mín var heimakær, aðeins einu sinni kom hún út fyrir Eyjafjöllin, út að Stórólfshvoli, og þá í lifsnauðsyn. Svo kyrrlátt líf verður aldrei að mikilli sögu. Fram eftir árum fór hún tvær smáferðir á hesti hvert vor, Framlhald á 'bls. 14. Teikning af gamla bænum í Vallnatúni. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. febrúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.