Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Qupperneq 7
Áríðandi að mæta fyrstur m morgnana og fara síðastur á kvöldin — segir Birgir Þorvaldsson framkvœmdastjóri og eigandi Runtal-cfna Eins og ýmsum mun kunnugt ,hefur ný tegund upphitunarofna, svonefndir ,.RuntaIofnar“, rutt sér allmikið til rúms hér á landi allra síðustu árin. Eigandi og framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar, sem framleiðir ofna þessa, er Birgir Þorvaldsson, v.élfræðingur, ungur maður og dugmikill, sem hefur kynnt sér rækilega notkun þessara ofna erlendis og varð fyrstur til að hefja framleiðslu þeirra hér á landi. — Fyrirtækið er staðsett að Síðumúla 17 hér í borg, og þangað sný ég mér einn daginn, til að fá upplýsingar um þessa nýju framleiðslugrein, svo og manninn, sem að baki henni stendur hér á landi,- ■ Birgir tekur mér vel, þrátt fyrir mik- ið annríki. Og kemur í ljós, að hann er ekki einn á báti með rekstur fyrir- tækisins. Kona hans, frú Guðrún Ein- arsdóttir, er skrifstofustjóri þess, og bjóða þau hjón mér af ljúfmennsku inn á aðalkontórinn á annarri hæð byggingarinnar. Sjálf er verksmiðjan staðsett á fyrstu hæð. Runtalofnar hafa verið á dagskrá í fréttum að undan- förnu vegna þess að þeir eru taldir hafa ýmsa kosti og ég spyr Birgi hver sé meginkostur Runtalofna fram yfir venjulega miðstöðvarofna. „Ofnar þessir hafa marga kosti fram yfir venjulega stálofna. Til dæmis eru þeir úr stáli, sem er miklu þykkra og endingarbetra en það stál, sem notað er í venjulega miðstöðvarofna. Runtal- ofnarnir eru úr kaldvölsuðu stáli, sem kallað er. Þá eru þeir nær einvörð- ungu rafsoðnir saman í framleiðslunni, þar sem aðrir ofnar eru hins vegar „punktsoðnir", sem nefnt er á tækni- máli, en slík framleiðsluaðferð gerir þá mun veikari. Ofnum, sem gerðir eru úr þunnu stáli, hættir til að tærast tiltölulega fijótt sundur af heita vatn- inu, sem um þá leikur. Runtalofnar eru þannig miklu endingarbetri en venju- legir stálofnar. Annar kostur Runtalofna er sá, hve mikið þeir eru hólfaðir í sundur, en það gerir það að verkum, að þeir hitna miklu jafnar og betur en aðrir ofnar. Venjulegir miðstöðvarofnar hitna oft ekki nema allra efst og gefa því að sjálfsögðu minni hita. Þá eru Runtal- ofnar svo útbúnir að aldrei kemur loft á þá, eins og svo algengt er með eldri gerðir stálofna. Enn héfi ég ekki talið þann kost við notkun Runtalofna, sem margir telja mikilvægastan, en það er, hve hentugt er að koma þeim fyrir. Varla er til svo lítill flötur eða rúm, að þar sé ekki hægt að koma fyrir litlum Runtalofni. Ofnarnir eru nefnilega gerð ir úr flötum stáipípum og fást í öllum hæðum, með 7 cm hæðarmun og í lengd- um frá 50- 600 cm, með 10 cm lengdar- mun. Þeir henta því jafnt rúmgóðum sem þröngum salarkynnum. Liggur í augum uppi, hvílíkt hagræði er að því.“ 25. febrúar 1968 ----------------------- Birgir Þorvaldsson á skrifstofu sinni „Og hvaðan fáið þið efnið í þessa ofna?“ Efnið fáum við frá Danmörku og Þýzkalandi en einkaleyfi til fram- leiðslu ofnanna hér á landi fengum við frá Sviss, en gerð ofnanna er svissn- esk uppfinning. Það var svissneskur hugvitsmaður, Runte að nafni, sem fann þá upp, og við hann eru þeir kenndir" „Hvað er langt síðan þú hófst fram- leiðslu á þessum ofnum hér?“ „Það eru nú ekki nema um tvö ár. Það var í marz 1966, sem þetta komst í ganginn svo nokkru næmi“ „Og var það af einhverjum sérstök- um orsökum, að þú hófst handa um þessa framleiðslu, fremur en einhverja aðra?“ „Ætli mætti ekki helzt segja, að það hafi stafað af einhvers konar tilviljun. Árið 1963 sá ég þessa gerð ofna hjá kunningja mínum Guðna Sigurjóns- syni, vélstjóra. Hann hafði keypt þá frá Danmörku og var að setja þá í húsið sitt. Ég sá fljótt þá mörgu kosti, sem þessir ofnar hafa fram fyrir þá, sem við áttum að venjast, svo ég skrif- aði til Danmerkur til að afla mér frek- ari upplýsinga um þá, með væntanlega framleiðslu hér á landi fyrir augum. Ég fékk svar um hæl, þar sem ég vár beðinn áð koma út, til að ræða málið, þar eð það væri á flesían hátt hentugara en fjalla um það með bréfa- skriftum. Ég fór út, og svo fór að lok- um, að ég aflaði mér einkaleyfis til framleiðslunnar frá Sviss, eins og ég gat um áðan. En þetta kostaði allt tals- verðan undirbúningstíma. „Þetta er ekki fyrsta fyrirtækið, sem þú rekur Birgir?“ „O, nei. Árið 1958 stofnaði ég Vél- Úr vinnusal. Runtal-ofnar í framleið slu. Ýmsar gerffir Runtal-ofna á sýningu, sem nýlega var haldin. smiðjuna Járn h.f., ásamt tveimur öðr- um mönnum. 1961 keypti ég hluti fél- aga minna og rak hana síðan einn til 1965. Fyrirtækið dafnaði prýðilega, og ég eignaðist eigið hús yfir það að Síðu- múla 15, en við höfðum nú bara byrj- að í bílskúr vestur á Tómasarhaga. En þá gerði ég það glappaskot að fara að gera út til sjós, og tapaði ég rúmlega tveimur milljónum á útgerð. Ég hafði fengið bankalán til útgerð- arinnar, og nú var mér nauðugur einn kostur að selja fyrirtækið og eignir þess, til að geta staðið í skilum við bankann. Heð því móti heppnaðist mér að standa við skuldbindingar mínar. Það skyldi enginn maður gera að fara út í útgerð. bætir Birgir brosandi við.“ En mér flýgur í hug, að kannski hafi þetta útgerðartap flýtt fyrir því, að við fengum innlenda framleiðslu á Runtal- ofnum, en kann ekki við að hafa orð á því. „Þú ert Reykvíkingur, Birgir?“ „Já, ég er fæddur í gamal, góða Vest- urbænum, nánar tiltekið að Vesturgötu 51 B. 2. nóvember 1925. Ég hefi alltaf átt lögheimili í Vesturbænum og kunn- að bezt við mig þar þótt fyrirtæki mitt sé í Austurbænum. Foreldrar mínir eru Súsanna Elíasdóttir, ættuð að Snæfells- nesi og Þorvaldur Helgason skósmíða- meistari. Maður lék sér ungur í fjör- unni og í Orfirisey. Þá voru ekki sjoppurnar, til að draga unglingana til sín. — Já oft stóð maður þá í ströngu að reka stráka úr Austurbænum af höndum sér, er þeir gerðu herhlaup vestur í bæ. Við elduðum oft grátt silfur saman. Ein helzta skemmtun manns á þessum árum var knattspyrna, og vitaskuld var ég og er enn í K.R. En ég keppti aldrei á mótum, þetta var svona unglingssport hjá mér. — En ég hefi ávallt ódrepandi áhuga á knattspyrnu og hefi tekið mikinn þátt í felagslífi K.R. Hefi verið þar í aðalstjórn síð- ustu árin“ „Mér er sagt, að þú hafir stundað hnefaleika um skeið“ „Já, ég keppti annað slagið í hnefa- leikum frá 1944- 1953. Varð þrisvar fslandsmeistari í mínum þyngdarflokki, en ég var í millivigt. Ég tapaði nú ekki nema einum leik, meðan ég stund hnefaleika og má svo sem vil við það una“ Var það „knock out“,? Nei ég tapaði leiknum á stigum. Og alla hina leiki mína vann ég á stigum" „Ég var mjög mótfallinn því, er hnefa leikaíþróttin var bönnuð hér á landi. Ég held, að þingið hafi samþykkt þau bannlög af vanþekkingu. Þeir hafa ekki greint sem skyldi á milli atvinnu- mennsku og áhugamennsku í hnefa- leikum. Ég er þess fullviss, að það yrði íþróttafélögunum mikil lyftistöng, ef hnefaleikar yrðu leyfðir á ný. Það var ekki lengi að fyllast íþróttahúsið á Há- logalandi í gamla daga, þegar hnefa- leikakeppnir voru haldnar þar.“ ,En getur þetta ekki verið stórhættu leg íþróttagrein?" „Nei, það á hún ekki að vera, ef hún er þreytt af drengskap og sönnum í- þróttaanda. Auðvitað má misnota hana eins og svo margt annað Og einstakir menn hafa því miður komið óorði á hana, með því að nisnota þekkingu sína, til dæmis með því að berja á mönn um á dansleikjum og öðrum skemmt- unum.“ „Stundaðir þú þitt vélfræðimán hér heima eða erlendis, Birgir?“ „Hvorutveggja. Ég lauk prófi úr Iðnskólanum hér 1945 og Vélskólanum 1954. En á þessu árabili nam ég einnig erlendis, einkum í Kaupmannahöfn, þeirri dásamlegu borg, og starfaði þar einnig jafnhliða námi. Ég stundaði til dæmis nám í Det Teknologiske Institut um hríð og vann hjá Títan og Burmeist er & Wein um tiíma. Ég sérhæfði mig úti á þessum árum í rafsuðu á kopar, áli, zinki og fleiri málmum. Þá lærði ég þar og verkstjórn og skipulagningu. Já maður lagði stund á margt jafnhliða námi. Ég var til dæm is aðstoðarvélstjóri hjá Eimskip um 6- 7 ára skéið, auk þess vélstjóri á er- lendum skipum. „Hvar kynntist þú svo þinni ágætu konu og starfsfélaga?“ Framhald á bls. 13 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.