Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Qupperneq 8
Þegar Erwin Rommel, yfirhershöfð- ingi, greiddi atlögu, kom hún venju- lega flestum að óvörum - bæði mót- herjum hans (sem höfðu talið þennan leik óh'klegan frá hernaðarlegu sjónar- miði) jg yfirmönnum hans í þýzku her- stjórninni (sem hefðu stöðvað hann ef þeir hefðu vitað um það.) Frú Rommel fékk iðulega betri upplýsingar en aðal- sOðvar foringjans. Til dæmis skrifaði Rommle konu sinni þannig, stuttu eftir komuna til _ Tripoli með Afriku-herdeildina í febr- úar 1941: “Aðstaðan er að þróast okkur í hag og ég hef margar ráðagerðir á prjónunum, sem ég þori ekki að minn- ast á einu orði hérna. Þeir mundu halda að ég væri brjálaður. En það er ég ekki: ég er aðeins dálítið fram- sýnni en þeir. En þú veizt hvernig ég er. Eg geri mínar áætlanir snemma á morgnana og hversu oft hefur þeim ekki, síðustu árin og í Frakklandi, verið hrundið í framkvæmd innan fárra klukkustunda? Þannig á það að vera og þannig verður það framvegis." Þetta bréf var undanfari að heilli röð af orustum, sem áttu eftir að færa Rommel svo nálægt Suez-skurðinum, að ekki munaði nema dagleið, áður en honum var að lokum hrundið aftur í orustunni við E1 Alamein, sem hófst 23. október 1942, fyrir réttum fjórð- ungi aldar. Hefði honum tekizt, myndi hann hafa skorið sundur líflínu banda- manna, náð á sitt vald olíusvæðunum í Mið-Asíu og, að öllum líkindum, gert Bretland óvígfært. Bretum í Norður-Afríku fannst koma „Þessa óþekkta hershöfðingja, sem nefndur er Rommel" snögg, óvænt og uggvænleg ”eins og skollinn hefði skroppið úr sauðarleggnum“ svo notuð séu orð Desmond Young, fylkishöfð- ingja. Bretar áttu þekkingu sína á ævi sögum þýzkra hershöfðingja undir Frökk um, og eftir júni 1940 höfðu þeir ekki lengur aðgang að þessum gögnum enda þótt þýzku hershöfðingjarnir hefðu að- stöðu til að lesa þau. Hermenn og foringjar undir stjórn Rommels urðu engu síður hissa. Áhrifa * þessa nýja hershöfðingja gætti sam- stundis. Lágvaxinn maður, fimmtugur, þéttur á velli. Beizluð orka og ein- beitni, ákveðinn höku- og munnsvipur en kímnidrættir kringum gráblá aug- un. Andlit, sem hefði átt betur heima á stjórnpalli skips en á orustuvellinum. Og málfarið. Breið bændamállýzka í stað hinnar skilmerkilegu háþýzku, er vænta mátti af þýzkum hershöfðingja. Þetta var maðurinn, sem átti eftir að birtast eins og hvirfilbylur í víg- línunni, húðskamma duglausan eða lat OSIGUR OG DAUOI ROMMELS Eftir Alexander McKee an undirmann, hrósa eða ráðleggja öðr um skynsömum, taka í sínar hendur stjórn á árás með flokk hermanna og einn eða tvo skriðdreka. Áhrifin, sem þetta hafði á hermennina, voru eins og hleypt hefði verið straumi í þá: liðs- foringjarnir voru ekki eins hrifnir. Yfirmenn á hverjum stað tóku því ekki með þökkum að hershöfðinginn væri að sletta sér fram í og breyta áformum þeirra á síðustu stundu, en Rommel var á þeirri skoðum, að bezti staðurinn til að stjórna væri í fylk- ingarbrjósti. Þar sem hraði var nauð- synlegur, varð að vekja þá tilfinningu, að mikið lægi við. Og það hefur áreið anlega flýtt för sjöundu brynsveitar í leiftursókn hennar gegnum Frakkland í maí og júní 1940, þegar hermennirnir litu deildarforingja sinn á kafi í Meuse- ánni, stritandi með þunga staura í brú, sem kom þeim af stað í fyrsta áfang- ann. Vafalaust hefur sagan af fram- göngu hershöfðingjans í skothríðinni flogið um herdeildina og átt sinn þátt í því einnig, að brúa bilið milli starfs- liðs aðalstöðvanna og víglínuhermann- anna, sem í öllum herjum er orsök óánægju, hálfvelgju og dugleysis. Rommel var ekkert ofurmenni Hann var maður dirfskunnar og hraðans, skynjaði og notfærði sér veikleika and stæðingsins á augabragði. En stundum skjátlaðist honum - stundum var veik- leikinn ekki fyrir hendi - og honum blæddu nasir fyrir vikið. Aðstoðarmað- ur hans, Heinz Werner Schmidt, minn- ist þess hvernig hann ”velti“ Bretum út úr vígstöðvum þeirra í Norður- Afríku með því að beita jöfnum hönd- um hraðtafli og blekkingaraðgerðum þar til vörnin í Tobruk girti leið hans. Enginn vissi hversu öflug hún var eða liðsterk. Eina ráðið til að kómast að því var að halda áfram og kanna hana. Þegar Rommel kom til sjá að- stöðuna með eigin augum, skildi hann skriðdrekana að baki og skreið áfram ásamt Schmidt eins og hver annar fót- lönguliði, þangað sem hann gat raun- verulega séð Bretana og Ástralíumenn ina á ferli. Af augnabliks hugdettu kallaði hann fram fjóra skriðdreka, sem einir voru tiltækir á þessu svæði og skipaði þeim að sækja að Bretunum eftir tveim giljum. Schmidt stakk í fljótfærni uppá annari árásaraðferð og Rommel hreytti út úr sér:”Herr Leut- nant, ég er ekki n.ærri eins heimsk- ur og þér haldið.“ Um leið og bryndrekarnir skröltu áleiðis varð ein staðreynd ljós - Bretar ætluðu sér að verja Tobruk. Háskaleg vélskothríð dundi, ekki aðeins á skrið- drekunum, sem nálguðust, heldur einn ig á staðnum þar sem Rommel og Schmidt lágu og ítölsku skotsveitinni sem varði þá. Önnur staðreynd - sú að Bretar voru fullfærir um að standa við þennan ásetning sinn - varð ljós þegar enginn hinna fjögurra skriðdreka sneri aftur. Sé litið á atburð þennan sem orustu var ósigurinn alger. Skoðaður sem njósnarferð var hún mjög vel heppnuð. Hann var sömuleiðis lykillinn að skiln ingi á velgengni Rommels og því, hversvegna hann átti einnig sína hat- ursmenn. Allt of oft sér hershöfðing- inn aldrei víglínuna og getur enga hug mynd gert sér um hina raunverulegu aðstöðu. En með mörgum smá-áhlaup- um eins og þessu aflaði Rommel sér þeirra staðreynda sem nauðsynlegar eru farsælli herstjórn - persónulegr- ar vitneskju frá fyrstu hendi um gagn- semi sinna eigin vopna og óvinanna, um styrkleika og veikleika beggja herja og þjálfum þeirra, svo og svæði það sem ráðast skal á eða verja. í vörn var aðferð Rommels við að kanna styrk lið- sveita sinna sú, að fara fram úr þeim og nálgast þær síðan úr sömu átt og óvinurinn, eins og hann sjálfur væri óvinurinn. Mj ög fáir liðsforingj ar komust snupru laust frá þesskonar liðskönnun, og ef einhverjir höfðu fengið sér dúr í hita og önn dagsins meðan liðsmenn þeirra héldu vörð, vöknuðu þeir við vondan draum. Þetta var ekki ávallt með öllu réttlátt, en það varð til þess að ger- vallur her Rommels var viðbúinn öllu og með hugann við efnið. Þýzki herinn var betur þjálfaður, betur skipulagður og betur vígbúinn en andstæðingar hans voru mestan hluta síðari heimstyrjaldar. Hann var her kunnáttumanna. En hann var, samt sem áður, samansettur með herkvaðn- ingu og liðsskráningu. Flestir liðsmenn irnir og margir liðsforingjarnir voru hermenn um stundarsakir. Her Romm- els var aldrei neitt einvalalið. Mest- allan tímann í Afríku var þýzki her- inn lítið annað en tvær ósköp venju- legar brynsveitir ásamt léttvopnuðum samtíningi úr herafla Mussolinis, sem gefizt hafði upp fyrir fámennu liði brezkra atvinnuhermanna. Með þrot- lausri þjálfum, með fordæmi, með sí felldri hvatningu og með einskærri einbeitingu skapaði Rommel úr þess- um liðsafla, ekki þann varnargarð sem þýzka yfirherstjórnin hafði haft í hgua heldur frábæran árásarher. Hersveitirnar, sem hann agaði og sigrar þeir er þær unnu, voru fram- lenging af manngildi Rommels sjálfs. Eftir að hann hóf hermannsferil sinn sem liðsforingjaefni árið 1912, hafði hann lítinn tíma aflögu til annars, nema sinna heimili sínu og eina tómstunda- málinu - veiðum. Hann gaf sér oftast tíma, jafnvel í hinum áköfustu orust- um, til að skrifa heim til konu sinnar í Herrlingen, sem er smábær í nánd við Ulm. En við kurteisisheimsókn í óperuna, eina þeirra kvaða, sem hann varð að taka sér á herðar fyrir gest- gjafa sína á Ítalíu, var hann með allan hugann við Afríku, við að leysa vanda mál næstu orustu. í raun var hann óbrotinn og blátt áfram maður, sem átti sér aðeins eitt aðaláhugamál - atvinnu sína. Sem undirforingi úr fótgönguliðinu í fyrri heimstyrjöldinni, gat hann sér fljótlega orðstír fyrir forustu útvarð- arflokka, sem fóru langt innfyrir víg- línur óvinanna. Þessi reynsla og sá lær- dómur sem fá mátti af henni um hreyfihernað voru ein uppistaðan í fyr irlestrum hans í Dresden síðar, þegar hann var þar kennarií skóla fótgöngu- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. febrúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.