Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 10
Björrt Daníelsson rœðir við Jón Norðmann, bánda á Selnesi á Skaga — 2. hluti ÞAÐ VAR ÞÁ SJÁLFUR GÚSTAV ADOLF Það líða bæði dagar og vikur, en einhvern veginn ferst það fyrir, að ég skreppi út á Selnes að hitta Jón. Og einn daginn er hann mættur, situr inni í eldhúsi hjá mér, þegar ég kem heim og er að drekka kaffisopa og rabba. Eftir að hafa spurzt almæltra tíðinda, tekur hann vel í það að halda áfram spjallinu þar, sem fyrr var frá horfið. — Hvernig var svo með ævistarfið. Þú hefur snúið þér að kennslunni? — Já, já. Veturinn 1929—30 kenndi ég í Miðbæjarskólanum. En það var ekki eins auðvelt að fá fasta kennara- stöðu þá sem nú. En mér féll starfið strax afar vel, og börnin voru prúð og góð. Ég hefi alltaf átt því láni að fagna, að börn hafa hænzt að mér og treyst mér, og ég hefi eignast trúnað þeirra. Meðan ég var í Kennaraskólanum höfðu stundum verið sameiginlegir fund ir með nemendum Kennaraskólans og Samvinnuskólans. Þá hafði ég kynnzt Jónasi frá Hriflu lítillega og nú skrif- ar hann mér og bendir mér á að sækja um stöðu við hinn nýja Austurbæjar- skóla, sem byrjaði haustið 1930. En það var ekki vel séð þá að vera í kunnings- ekap við Jónas. Meirihluti skólanefnd- ar mælti því ekki með mér, en Ólafur Friðriksson gerði það. Jónas setti mig svo kennara við Austurbæjarskólann haustið 1930 og þar starfaði ég síðan í 27 ár, eða til 1957. Við vorum fleiri, sem voru settir án meðmæla skólanefnd ar. En Jónas skipaði okkur svo allá, en við urðum að skrifa undir plagg, þar sem við hétum því að vera trúir stjórnarskrá landsins og ríkisstjórninni á hverjum tíma. Þetta var víst siður þá. — Geturðu ekki sagt mér eitthvað skemmtilegt frá þínu skólastarfi? — Gæti verið en ég held ég láti það samt kyrrt liggja, en ég skal segja þér frá því, þegar ég var í lögregl- unni. — Lögreglunni! — Já, það var á Þingvöllum 1930. Við gæzlu stórmenna. — Já, við vorum 100 löggæzlumenn á Þingvöllum, þegar Alþingishátíðin var. Bjarni á Laugavatni hafði haft með okkur einskonar námskeið, kennt okkur hvað gera skyldi, hvernig við ættum að haga okkur, og kennt okkur nöfn á sjáanl.egum fjöllum, svo við stæðum ekki á gati og gætum veitt umbeðnar upplýsingar fyrir þá sem voru fróð- leiksþyrstir og margt fleira. — Og hvert var aðallega starf ykk- ar, eða þitt? — Það var býsna margbrotið eins og þú færð bráðum að heyra. Ég kynntist þarna ýmsum merkum mönnum og hafði mikla ánægju af. Þar hitti ég sr. Jón Sveinsson (Nonna), það var mjög elsku legt að tala við hann. Hann fræddi mig m.a. á þvi, hver tildrögin urðu að Nonnabókunum. Hann kvaðst hafa ver- ið staddur í Vínarborg og orðið veikur. Lá hann á sjúkrahúsi og leiddist, svo hann byrjaði að pára af einhverri rælni á lausu borði, sem hann hafði ofan á sænginni — fyrst og fremst að gamni sínu. Þá fékk hann heimsókn af hátt settum vini sínum, sem var bókaútgef- andi í Berlín, og hann fór að glugga í plöggin, sem voru skrifuð á þýzku. Og er ekki að orðlengja það: Hann vildi fá ritsmíðina til útgáfu og varð það úr. Var hún fyrst gefin út í 20.000. eintökum og seldist um leið, — .síðar stærri upplög og allir þekkja framhald- ið, þá varð Nonni að halda áfram, les- endurnir heimtuðu það. Svona geta at- vikin verið undarleg, hrein hending. Það var ósköp gaman að tala við séra Jón, — þetta var svo hrein sál. — Ekki hefur það nú verið eitt af störfum þínum að kynnast Nonna. — Nei, nei. Það var bara aukageta. Ég átti m.a. að gæta farangurs þing- manna. Hann var geymdur í sérstöku tjaldi, þar voru kjólföt og fleira fínt. Halldór Stefánsson úr Múlasýslu kom einna síðastur á vettvang, en föggur hans höfðu gleymzt í Reykjavík. Ég benti Halldóri á að vera í kápu á Lög- bergi, það mundi rigna, aðeins að hann gæti fengið lánaða skyrtu og slaufu. Annað mundi bjargast er símasamband næðist við Reykjavík. Ég átti líka að vakta Tryggva Þór- hallsson, forsætisráðherra og krónprins inn sænska á Þingvallabæ. — Taldi ég mestar líkur til, 'að -Tryggvi mundi geta lánað skyrtu. Féllst Halldór á það, og biður mig að hefjast handa snarlega, hvað ég og gerði, en eins og ég sagði þér áður, þá átti ég að vera einskonar lífvörður boðsgesta, og var því nokkuð kunnugt um hvar hægt var að flnna hvern og einn. Fór ég nú að leita Tryggva í Þing- vallabæ, en vissi ekki fyrir víst í hvor- um enda bæjarins hann var, og hrædd- ur um að gera skyssu, ef ég bankaði á skakkar dyr. Þegar ég kem heim á hlaðið brýt ég fast heilann um hvar ég skuli nú reyna fyrir mér, því sízt vildi ég trufla prinsinn. Kemur þá á móti mér maður í rauðri silkitreyju, sem ég taldi vera einhvern af fylgdarmönnum prinsins. Spyr ég hann hvar Thorhallsson muni að finna, og sagði hann mér það. Ég banka. — Kom inn, er sagt fyrir innan. Þar er Tryggvi og fullklæddur. Sat hann með dreng á hné sínu, son sinn — held það hafi verið Agnar. Var ráðherrann að borða skyr og mjólk og mata strákinn, en frúin að snúast við undirbúning. Segi ég nú frá vanda þeim, sem Hall- dór Stefánsson sé staddur í. — Nóg aflögu, sagði frúin. Hún afhenti mér innpakkaða skyrtu og slaufu, og með það kvaddi ég og fór. Þegar ég kem aftur út er hann þar enn fyrir, þessi á rauðu skykkjunni, hár og gjörvilegur maður og bendir mér að koma og tala við sig, hvað ég og gerði. Bendir hann nú á fjöllin eitt af öðru og spyr mig um heiti þeirra, og gat ég leyst úr því, svo var Bjarna á Laugar- vatni fyrir að þakka. En skykkjumaður skrifaði alít niður á riss, sem hann var með. Sagði ég, að gaamn væri fyrir hann að eiga málverk af staðnum. — Það á ég, sagði hann, hafði haft málara þar fyrra sumar. því hann vissi sig koma þangað á hátíð þá sem nú var að hefjast. Vildi aðeíns kynnast staðn- um áður. Þá fyrst áttaði ég mig á samhenginu. Þetta var sjálfur krónprins Svía, Gust- av Adolf. — En hversvegna þekkturðu hann ekki strax, sjálfur lífvörðurinn? — Það var ekki mín sök, heldur yfirstjórnarinnar, svona hefði hvergi get að komið fyrir nema hér. Hér var eng- in hætta á illræðismönnum, sem vildu vinna hátignum mein, en samt var þetta ekki gott. Ég varð mjög miður mín og baðst afsökunar, en krónprinsinn vildi gera gott úr öllu og brosti, Ijúfmann- lega, þegar hann sá, hve mér brá. Ég kvaddi svo hæversklega sem ég kunni og hraðaði mér á vit Halldórs. Hann var orðin mjög leiður á bið- inni, en íagnaði þeim mun meir komu minnl, og röaðist, þegah ég skrÖkvaði því til, að Tryggvi ráðherra væri ekki nærri tilbúinn. Ég átti svo að fylgja þessum háu herrum til Lögbergs. Það hafði verið gerð sérstök trébrú yfir ána fyrir þenn an fríða hóp. Sendiherra Norðmanna gekk einna síðastur, var hann töluvert háleitur og gáði ekki vel hvar hann steig. Lenti hann í gjótu við brúar- sporðinn, sem hundar höfðu grafið um nóttina, — sendiherran var í úniformi. Vildi til haþps að þurrt var. Ég hjálp- aði honum að standa á fætur og dust- aði af honum rykið og var hann mér ósköp þakklátur. Hann meiddist ekkert. — Hátíðarhöldin hafa farið virðulega fram. — Já, já, en ég tel enga ástæðu til að fara að lýsa þeim, það hafa svo margir gert. En þegar gengið var frá Lögbergi mynduðu löggæzlumennirnir hundrað heiðursgöng. Fór Kristján kóng ur fyrstur gegnum þau, og tók í hend- ur okkar allra. Hann var brosmildur í augum og handtakið var þétt og hlýtt. Hann var í aðmírálsbúningi, en ekki konungsbúningi, — var það víst, hef ég heyrt, töluvert hitamál áður en há- tíðin var haldin, hvernig hann skyldi bú- ast. En kóngur hafði neitað að vera í konungsskrúða. Hann kom virðulega fram, en átti erfitt, ósköp erfitt, að bera fram íslenzkuna. Handan hafsins. — Þú hefur verið nokkuð erlendis Jón. — Komið hef ég þar, já já. Ég fór t.d. til Stokkhólms á norrænt kennara- þing 1935. Þetta var fyrsta utanförin, þær urðu tvær síðar, en þetta er ekki til að hafa orð á, nú sigla allir. — Eitthvað er nú samt frásagnar- vert? — Það var erfitt að fá gjaldeyri sem nokkru nam. Við fórum með Gullfossi, vorum 35 kennarar, þar á meðal séra Sigurður Einarsson. — Við vorum boðn- ir í Statshuset. Það er á hólma. Þar át og drakk hver í sínu horni. Þar var frjálslegt og skemmtilegt, — víst yfir 1000 manns. Þegar ég fór þaðan villtist ég. Það eru margar brýr af hólmanum og ég tók skakka. Ölið hafði verið sterkt svo ég fann dálítið á mér. Hitti lögreglu- þjón og spurði hann til vegar. Hann hélt víst að ég væri fullur, en sans- aðist fljótt og varð hinn bezti, — þetta var á öðrum degi mótsins — en ekki tók betra við, þegar ég skildi við hann, þá hálfvilltist ég aftur. Eftir töluvert ráp rakst ég þar á mann, sem sat þar á bekk, og ég ávarpaði hann. Mann- auminginn varð skíthræddur og skjálf- andi. En þegar ég spurði hann til vegar róaðist hann fljótt, — en það er fyrir- boðið að liggja á þessum bekkjum á nóttunni. Hann fylgdi mér síðan, en var seinn í förum. Hann var greinilega að reyna að sniðganga aðalgötur. — Var hann með svarta samvizku? — Veit ekki. Við röbbuðum saman. — Jag har inta kvarter, sagði hann: ég á hvergi heima. Spurði ég hann þá, hvort hann væri borgarbúi. — Nei, pabbi er bóndi í Dölum. Mér fannst það of erfitt, meira að sjá í borginni, langaði burt, fæ oft að liggja inni í kuldum fyrir ýmsa snúninga, sem ég fer fyrir fólk. — Þetta hefur sem sagt verið hálf- gerður utangarðsmaður. — Það má segja það, og hann var ekki sá eini. Þetta voru erfiðir tímar og kreppa. En samt sögðu sænskir bsqnd ur mér, að oft gengi erfiðlega að fá fólk til að bjarga korni af ökrum. Ég gaf honum krónu. Hann sagði að langt væri síðan hann hefði átt svo mikla fjármuni, kannske var það satt. — Þú hefur komið víðar en til Stokk- hólms. — Meðal annars fór ég til Uppsala. Við vorum þrír íslendingar saman. Þetta var boð, en við vorum fleiri sam- an, stór hópur alls, hinir fóru sumir 25. febrúar 1968 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.