Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Síða 11
til SigtíÉia eða Gripsholm. — Sástu þarna margt merkilegt? — Við skoðuðum gömlu Uppsali, hof og hanga, Ynglingahanga. Þar er Óðins- hús, gamalt timburhús. Þar er seldur Uppsalamjöðurinn frægi. Hann er sterk ur. Ufltpskriftin fannst skráð á skinn í hofrústum. Ég drakk þrjár flöskur. — Hann er munntamur, hann fæst hvergi í heiminum utan Óðinshúss, og enginn fær að fara með dreggjar út. Trúlega er þetta mungáttð gamla, Óð- insmjöð kalla þeir það, og hafa mikla leynd yfir brugginu. — Þú hefur komið þarna í söfn? — Já, þar sá ég hluti, sem mér varð starsýnt á: Codex Argentum, silfurhand ritið. Það kom frá Prag í 30 ára stríð- inu, fyrsta þýðing biblíunnar utanRóm aveldis, er á gotnesku, talið ómetan- legt að verðgildi, ritað á skinn, sem strengt er á tréspjöld. Svo var það Uppsalabók af Sæmundar-Eddu. Hún er komin héðan, kannske frá Jóni Egg- ertssyni úr Möðruvallaklaustri, hann fór með svo mörg handrit, — mér þykir það líklegast. Ég kom í Uppsalaháskóla. Yfir dyr- unum þar standa þessi spöku orð: Att tanka fritt ar stort — att tanka ratt ar störra. — Við sátum þarna veizlu. Þar sem íslendingarnir skyldu sitja, var enginn íslenzkur fáni, en ég sá fána annarra þjóða á borðunum. Þó komupp í mér þjóðarmetnaðurinn, og ég neit- aði að setjast niður, nema úr þessu væri bætt. Gekk í einhverju þrefi og loks var forstjóri staðarins sóttur. Bað hann afsökunar og sagði, að ekki væru til nema tveir íslenzkir fánar, en þeir væru á neðri hæðinni og þangað fórum við. Eftir það var allt í lagi. — Ég kynntist þarna finnskum kenn- ara, sem sagði mér margt um árásar- hugmyndir Rússa. Og eftir heimkom- una skrifaði ég grein í Vísi, langa grein sem birtist í tveimur blöðum. Þau seld- ust bæði upp, — en ég var stimplaður nasisti fyrir vikið. Þegar svo af innrásinni varð, 1939 — var séra Sigurður einn ræðumanna. Hann hafði ásakað mig áður fyrir heila- spunann í blaðinu, en nú afsakaði hann sig gagnvart mér. Allt þetta hafði ég vegna finnska kennarans, sem ég kynnt ist fyrir að mögla yfir fánanum. — En hún var lesin greinin mín. Ég var víst nokkuð harðorður, — en hann hafði sagt mér þetta allt. En ólgan var mikil í Reykjavík, þegar Rússar réðust á Finna. Og útaf þessu öllu var ráðizt á mig í Bankastræti og átti að berja mig, það var manntötur, sem var víst keypt til þess. Hann var atvinnulaus. Ég talaði við hann seinna, og ég gat útvegað honum vinnu og varð allt mein laust milli okkar eftir það. Og nú stendur Jón upp, segist ekki mega tefja lengur að sinni. Hann er nokkuð stirðlegur í hreyfingum og á erfitt með fyrstu skrefin. — Þetta er gigtin, nú er hún að segja til sín. Þegar ég var strákur vann ég mikið á blautum engjum, það var ó- hollt að standa í forinni. Við vorum þar oft einir, faðir minn og ég. Hann of gamall, en ég of ungur. Nú er það að segja til sín. Þá fræddi hann mig um marga hluti. Hann var slæmur þessi tjarnarheyskapur, og nú er vosbúðin að koma fram í fótunum. — Já, enginn flýr elli, segi ég um leið og Jón er kominn út í dyrnar, en endaðu nú spjallið að þessu sinni með því að segja mér eitthvað yfir- skilvitlegt. Jón hlær. — Ég var búinn að segja þér frá því, þegar ég var nærri búinn að drepa mig í Hvítá. Það var eitthvað fimm mínútum fyrr, — þá var eins og hvíslað að mér: Farðu og náðu í sjó- hattinn. Ég átti gulan sjóhatt og hljóp inn og sótti hann og lét á hausinn, þótt engin rök mæltu með því, enda þurrt veður. Og ég var með hann, þegar ég fékk höggið í hausinn, annars hefði ég drepist. — Og hattinn geymi ég enn. ROMMEL Framhald af bls. 9 svo til óhindraður fyrst framan af en lenti síðan í æðislegum bardögum. Þegar Rommel sá að ósigurinn nálg- aðist en að stjórn óvinahersins virtist eitthvað laus í reipunum, greip hann að vanda til djarflegra aðgerða. Hann tefldi fram flestöllum bryndrekum sín- um í stórfelldri atlögu við baksveitir Breta til þess að reyna að knýja þá til undanhalds. Þegar skriðdrekar hans birtust með miklum gný í röðum ó- vopnaðra brezkra birgðaflutningavagna varð uppi fótur og fit meðal óttasleg- inna ökumanna hinna ”hörundsárari“ farartækja og flýði hver sem betur gat yfir eyðimörkina. Áttunda ' herdeildin gæti vel hafa gefizt upp í viðureigninni hefði ekki brezki yfirhershöfðinginn, Auchinleck, flogið þangað og tekið við stjórninni Hann neitaði að láta skjóta sér skelk í bringu og hélt uppi álaginu á Þjóð- verja og ftali. Þrátt fyrir lélegra skipulag og her- búnað varð lokaútkoman greinilegur sigur Breta: Þeir misstu 18.000 menn í valinn en felldu, særðu eða tóku til fanga 60.000 úr liði óvinanna, þar af 21.000 Þjóðverja Það er nokkuð kaldhæðnisleg stað- reynd, að í árás Rommels á baksveitir Breta voru skriðdrekar hans aðeins í mílu fjarlægð frá tveimur aðal birgða stöðvum þeirra. Eyðilegging birgðastöv anna hefði verið mikilvægur sigur fyr ir öxulveldin en Þjóðverjar vissu ekki af þeim þarna, svo vel voru þær fald ar. í janúar 1942 hörfaði Rommel til E1 Agheila og voru þá tveir þriðju hlutar hers hans eyddir. Af skriðdrek unum 412 voru aðeins 26 eftir, af 1000 flugvélum höfðu 800 týnzt. Sjálfur hafði hann nærri jþví verið tekinn til fanga og hafði undirforingi í aðalstöðv- unum bjargað við málum fyrir hann. Tíu dögum síðar, þann 21. janúar gerði hann árás. Skriðdreksveit hans hafði verið styrkt og var tala þeirra nú hundrað en varnarlið hafði hann ekkert. Þetta var enn eitt hættuspil. “Takið með ykkur þriggja daga matar skammt og fylgið mér,” var skipun hans. í þetta skipti vann hann leikinn. Tækni, undrun og heppni áttu sinn þátt í því en Rommel freistaði gæf- unnar eins lengi og hann gat og óð gegnum brezka brynsveit áfram til E1 Gazala og Bir Hacheim. Hann var aftur kominn þangað sem hann var áður en áttunda herdeildin hóf árásir sínar. Enn hafði hann heppnina með sér. Á sama tíma og Þjóðverjar endurnýj- uðu liðssveitir sínar var brezka liðs- aukanum dreift til Austurlanda fjær, þar sem Japanir gengu berserksgang. Þann 27. maí lagði Rommel enn til at lögu. Enn byggði hann á dirfskuaðgerð um, svo djarflegum að um eitt skeið var Afríkuherdeildin umkringd og nærri lömuð vegna eldsneytisskorts. En dirfskan borgaði sig enn og bryn- sveit Breta var eyðilögð. Brezka fót- gönguliðið hafði engin vopn sem dugðu gegn skriðdrekunum og leiðin til Egypt alands lá opin. Tobruk féll 21. júní - og stjórn Churchills var nærri fallin með henni. Nærri vistalaus og með tylft skrið dreka sem enn voru gangfærir, kom Rommel að síðustu varnarlínu Breta, um dagleið frá Alexandríu. Línan lá frá hafinu nærri E1 Alamein um 35 mílur til suðurs að hinni miklu Qattara lægð þar sem mjúkur sandur- inn var ófær yfirferðar. Hliðaratlög- um varð ekki beitt og Þjóðverjarnir urðu að gera árásina beint af augum. Þeim mistókst. Um miðjan júlí höfðu báðir aðilar sezt að meðfram nokkurn- veginn fastri víglínu. Rommel byggði upp, fékk liðstyrk og reyndi aftur. f þetta sinn brauzt hann gegnum jarðsprengjusvæði við suðurenda víglínunnar, beygði síðan til norðurs og ætlaði að króa Breta inni. f stað þess rakst hann á niður- grafna brezka skriðdreka, bakverði við miðbik varnarlínunnar hjá Alem el Halfa hryggnum. Þar var Rommel aftur hrundið þann 1. september. í þetta sinn var mótherji hans Bernard L. Montgomery undirherforingi (síðar Montgomery markgreifi af Alamein) sem nýverið hafði tekið við stjórn átt- undu herdeildarinnar. Rommel var nú sjúkur maður - sennilega ekki síður af sálarlegri en líkamlegri þreytu. Hann fór heim til Þýzkalands í sjúkraleyfi og sá þá for- ingjann í nýju ljósi. Hitler var einnig að niðurlotum kominn. Styrjöldin var nú að byrja að breyta um stefnu og honum hefur án efa verið það ljóst. Hið fyrra öryggi foringjans hafði vik- ið fyrir sefasýki, hann gaf út óráðs- kenndar fyrirskipanir, sem aðeins gátu orðið Þýzkalandi og herjum þess til falls. Það var augljóst hverjum þeim sem augu hafði, að maðurinn hafði ekki hugsun á öðru en sinni eig- in dýrðlegu ”forlagabraut“. Hitler fann ekki til neinnar hollustu gagnvart fólk Framhald á bls. 12 Móttekið drottningarbragð Hvítt: Polugafevsky (Sóvétríkin) Svart: Szabo (Ungverjaland) Budapest 1965 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 a6 5. e4 b5 6. e5 Rd5 7. a4 Bb7 8. e6 Á þennan hátt reynir hvítur að hindra eðlilega þróun svörtu mann- anna. 8. — fxe6 9. Rg5! Rxc3 10. bxc3 Dd5 . Be2 Hvítur fórnar þriðja peðinu. 11. -— Dxg2 12. Hfl Bd5 13. Bf4 b4 14. Bg4 Svartur virðist standa illa. Ef nú t.d. 14. - Bb7 15. Bh3 Dc6 16. Bxe6 og hvítur hefur margvíslegar hót- anir. En Szabo finnur hugvitsamleggt framhald. 14. — h6!! 15. Bh3 Dxg5! 16. Bxg5 hxg5 17. Bg4 Rc6 18. cxb4 Rxb4 Svartur hefur tvo menn og þrjú peð að auki fyrir drottninguna og menn hans standa allir mjög virkir. 19. Be2 Hh4! Hótar 20,- Hxd4 20. Hcl He4 21. Hc3 Rd3t 22. Hxd3 cxd3 23. Dxd3 e5 Hvítur bauð jafntefli sem svartur þáði. Skemmtilega skák! Einhver glæsilegasti skákmeistari sem komið hefur fram hin síðustu ár er Bandaríkjamaðurinn Robert Fischer. Hver stórsigurinn hefur rekið annan bæði í heimalandi hans og alþjóðlegum mótum og hann hefur orðið geysi - vin- sæll, ekki sízt fyrir það hvernig hann vinnur skákirnar. Taflmennska hans er hnitmiðuð og hvöss og honum tekst oft að ljúka skákum sínum fljótlega með snjöllum leikfléttum. En hann hefur einnig yfir að ráða frábærri tækni í endatafli, sem oft hefur riðið bagga- muninn í keppni við sterka andstæð- inga. En skapgerð hans virðist ekki vera að sama skapi heilsteypt, því hon- um hefur ekki tekizt að beizla svo geð sitt að vel hafi farið á milli hans og þeirra er haft hafa samvinnu við hann á skákmótum. Til að bæta gráu ofan á svart hefur hann, líkt og landi hans Reshevsky, blandað trúmálum inn í skákmál sín. Reshevsky er ortodoks Gyðingur, en Fischer telur sig Aðvent- ista. Þessvegna telja þeir sig ekki geta teflt á föstudögum og ekki fyrr en klukkan 7 á laugardagskvöldum. Af þessu hefur að sjálfsögðu leitt hin mestu vandræði fyrir stjórnendur skák móta, þar sem þeir eru á meðal kepp- enda, eins og frægt var er Fischer varð að hætta þátttöku í síðasta milli- svæðamóti í Túniz í Afríku vegna deilu við skákstjórnina. En nóg um það, nú skulum við kynnast ofurlítið handbragði þessa snillings við skákborðið. Sikileyjarvörn Hvítt: Fischer Svart: Dhely (Ungverjalandi) Tefld í Krusevo í Júgóslavíu 1967. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 laust og bjó sér ákveðið kerfi í h um hann. 6. — e6 7. Bb3 Að hörfa þannig strax var e Fischers hugmynd. 7. — a6 8. f4 Da5 9. o-o Rxd4 10. Dxd4 d5 Þessi leikur í þessari stöðu hefur oft verið nefndur Fischers - leikur, því hann beitir honum undantekningar- Svartur átti kost á drottningarskipt- um 10. — Dc5, en Ficher hefur ekki óttazt það með talsvert rýmri og betri stöðu eftir 11. Dxc5. 11. Be3 Rxe4 12. Rxe4 dxe4 13. f5! Þessi leikur hefur komið Dhely á ó- vart. Ef 13. — exf5 14. Ba4f b5 15. Dd5! Hb8 16. De5f og öllu er lokið. 13. - Db4 Svartur hefur nú skipt um skoðun og býður nú drottninarkaup, en — 14. fxe6 Bxe6 15. Bxe6 fxe6 16. Hxf8 !! Fischer er á öðru máli. Hann hefur komið auga á snjalla leikfléttu. 16. — Dxf8 17. Da4f! Gefið Ef kóngurinn fer nú til 17. — Kd8 leiðir 18. Bb4f! til máts. Ef 17. - bð 18. Dxe4 Hd8 19. Dc6f 20. Hdl De7 21. Bg5! 25. febrúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.