Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 14
HÚN GERÐI Fram!hald aif bls. 6. aðra með fósturdóttur sinni, Ólöfu, út á Mýrarbæi, til að hitta frænku sína og vinkonu, Þuríði Jónsdóttur í Efri—Holt um, hina austur að Berjanes- koti. Þar bjó vinafólk hennar, hjónin Andrés Pálsson og Kat- rín Magnúsdóttir og börn þeirra. í Berjaneskoti dvaldi hún oft um hálfan mánuð við tóvinnu og framar öllu skemmt un góðvina. Það var jafnan viðburður, þegar sást til Andrésar á Skjóna, með tvo til reiðar, til að sækja Laugu, og þó sýnu meir, þegar hyllti undir þau austur í Móa á útleið: baðstof- an var svo undarlega auð, þegar Lauga var ekki heima. Þó fór ekki mikið fyrir henni, þar sem hún sat á rúminu sínu, en hún var svo einstaklega lundgóð og glaðlynd, að öllum leið vel í návist hennar. Oft heyrði ég hana raula vísu, sem hún hafði lært í blaði eða bók: Láttu ekki leiðast þér, lífið til þess ofstutt er. Leitaðu uppi ljós og yl, svo lífið verði geislaspil. Þetta var alveg í samræmi við dagfar hinnar góðu, gömlu konu. Engan hef ég þekkt, sem gerði minni kröfur til lífsins en Lauga. Hún var neyzlu- grönn með ólíkindum, og skrúð klæði átti hún aldrei. Hvers- dagslega bar hún pils, dag- treyju og prjónaða hyrnu. Á fótunum bar hún ýmist sauð- svarta eða mórauða ullarsokka og innan undir þeim hvíta há- leista. Sauðskinnskó hafði hún á fótum, heima og Ihehnan. SkottJhúfuna með silfurskúf- hólkinu.m setti 'hún sjaldan upp, en vel skartaði hún á diökka, fagra ‘hárinu 'hennar, sem bar svip æsku fram um áttrætt. A helgum dögum bjöst Lauga betri fötum. Aldrei var þá lát- ið niður falla að lesa húslest- urinn í Péturspostillu. Einstaka sinnum labbaði Lauga til góð- vina sinna í Ormskoti, Holti og á Grundarbæjum, þegar bezt og blíðast var. Hún var alltaf sjálfrar sín, sem kallað var, og hafði alltaf nóg fyrir sig að leggja. Stundum minntist hún í gamni og alvöru draums, sem hana dreymdi, þegar for- eldrar hennar voru horfin úr vinahópnum. Hún sá þau búin til flugs heiman frá Vallnatúni og spurði, hvert för þeirra væri heitið. Út til Vest- mannaeyja svöruðu þau. Lauga sárbað um að fá að fylgjast með og minnti á, að hún hefði þolað með þeim blítt og strítt. Foreldrar hennar svöruðu ákveðið: „Nei, þú verð ur að bíða, þangað til þinn tími kemur, en við skulum sjá til þess, að þig vanti aldrei soðningu". Skildu svo leiðir, en fiskheitið var efnt, Laugu brast aldrei soðningu í sjálfs- mennsku sinni. Kaffi drakk Lauga í hófi en kunni vel að meta það. Vin- konur hennar, Elín Bárðar- dóttir í Steinum og fleiri, sáu því borgið, að hún átti jafn- an nægan forða kaffibauna. Hitaði hún margan aukasopa og renndi á gömlu eirkönnuna sína, sem Jón á Lambafelli hafði smíðað. Er mér hugstæður hýru svipurinn á Laugu, er hún deildi kaffinu og settist svo með bollann sinn með gullnu rósunum og saup hinn blessaða drykk. Á köldum vetrardögum var báðum höndum haldið utan um bóllann, svo allur ylur hans kæmi til skila. Framan af ævi hélt Lauga alltaf afmælisdaginn sinn að fornum hætti, eftir vikudegin- um, er afmæíið bar upp ó, en á seinni árum hélt hún afmæl- ið 15. ágúst. Var þá öllum heim- ilismönnum vís góður glaðning- UT. Bezta skemnitun Laugu, næzt bókarlestri, var að spó í spil. Undum við systkinin því oft vel að sitja með Laugu og spila kasínu, marías eða önnur spil, sem þá voru iðkuð. Lauga lagði öllu líkn með orðum og eftirdæmi. Ég veit með vissu, að hún gerði aldrei flugu mein, og þykir þá langt til jafnað. Aldrei hafði henni verið kennt að skrifa, en í góðveðursmóðuna á glugganum skrifaði hún oft fangamark sitt og gerði það vel. Lauga mundi langt aftur og kunni frá mörgu að segja. Lagði ég snemmaeyru við sögnum hennar, og hefur sú eftirtekja orðið mér meira en bókarefni. Fram um áttrætt átti Lauga að fagna góðri heilsu. Tvisvar á ævinni fékk hún náristil. í fyrra skiptið batnaði hann, er nágrannakona Laugu, Elín í Ormskoti, rispaði hörundið til blóðs, þrisvar sinnum, sitt við hvorn enda útbrotanna. í síð- ara skiptið lét Lauga mig skrifa Jesúnafn jafnoft við sömu staði. Finnst mér nú, að þá hafi mér hlotnazt heiður, og náristillinn batnaði einnig í þetta skipti, e.t.v. fyrir á- hrif trúar, sem hugsar í ein- lægni barns. Á útmánuðum 1944 varð Lauga fyrir áfalli og reis ekki eftir það úr rekkju. Kraftar hennar þverruðu smátt og smátt, en skýrri hugsun og jafn vægi hugans hélt hún til hinztu stundar að kalla. Nokkrum dög um, áður en hún dó, kom frú Sigríður Kjartansdóttir frá Holti í heimsókn. Þá sagði Lauga með sömu rósemi oghún væri að leggja af stað til næsta bæjar: „Nú er ég að berja nestið". Hún dó 12. júlí 1944, tæplega 84 ára að aldri. (Lauga hét fullu nafni Arn- laug Tómasdóttir, fædd á Mið— Skála 15. ágúst 1860) NÚTÍMALIST Framhald af bls. 5. og njóta þess, hvað söngurinn er fallegur“. En einmitt þetta hefur stað- ið abstrakt myndlist mest fyrir þrifum: menn eru sífellt að braska við að skilja í stað þess að njóta. Að vísu heyrist stund um það sjónarmið, að ekki sé hægt að njóta, ef skilninginn vantar, en þá vísa ég enn til fuglanna. Auðvitað eru þessar tvær megingreinar myndlistar- innar, sú hlutlæga og sú ab- strakta, jafngóðar og jafn rétt- háar. Að minni hyggju er mun erfiðara viðfangsefni að gera góða abstrakt mynd en fígúra- tífa, gagnstætt því sem almennt er haldið. Sannleikurinn er sá, að fígúratífur málari skýlirsér oft á bak við mótífið, en ab- strakt myndlist byggist í raun- inni á sjálfri sér og hefur ekk- ert slíkt skálkaskjól. Menn sem eitthvað að ráði umgangast myndlist, eru vel flestir komn- ir yfir það að taka aðra stefn- una fram yfir hina: munurinn á abstraktmálurunum er þar að auki ekki minni en á hinum. Hitt er svo annað mál, að ýms- ar orsakir hafa legið til þess, að fígúratíf myndlist hefur heldur verið að vinna á aftur uppá síðkastið, en um það og ýmislegt annað verður fjallað í næstu grein. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. febrúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.