Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Page 15
SMÁSAGAN Framh. af bls. 3 2. Viku seinna en þetta bar til tíðinda, ók vörubifreið með stórum krana heim að tóftinni, eftir að farþegi hennar hafði klippt sundur túngirðinguna. Bifreiðar- stjórinn lagði farartækinu þanng, að pallurnn og krannn voru beint niður undan kúlunni þar sem þeir félagar höfðu gengið frá tunnunni í heyinu. Bíl- stjórinn lagði farartækinu þannig, að pallurinn og kraninn voru beint niður næturleytið og svört þoka hvíldi yfir dalnum. Þeir komu tveir út úr bifreiðinni, sá sem ók og einn farþegi. — Hér mun það hafa verið, sagði bílstjórinn. — Já, og nú er eftir að vita hvað karlar hafa verið að gera, sagði farþeginn. Fleiri orð voru ekki notuð í bili. Mennirnir tveir tóku til starfa og fóru sem hljóðlegast að öllu. Farþeginn greip plastdúk, snærishönk og kaðal af pallinum og hafði með sér upp í heyið. Hann lenti í miðju þess, þar sem kúlan var og byrjaði að róta þar til. Hann þurfti ekki að leita lengi, áður en hann fann fyrir tunnunni. Hann gróf frá henni niður fyrir miðju, tók af henni helminginn, batt plastið vandlega yfir opið með snærishönkinni. Því næst festi hann kaðlinum utanum hana neðan við víddina og lét endana mynda lykkju yfir opinu, sem hann hengdi í krókinn á krananum, er bílstjórinn hafði til reiðu yfir tunnunni. Þá var allt tilbúið og farþeginn benti honum að lyfta. Tunnan kom hægt og hallalaust upp úr heyinu þangað til hann sveigði kranann frá því og lét hana síga hægt niður með heyhliðinni. Hún kom hávaðalaust niður á pallinn. Bílstjórinn sótti tveggja lítra plastbrúsa inn í stýris- húsið, rétti farþeganum, sem tók feginshendi við honum og hafði innan lítillar stundar fyllt hann af innihaldi tunnunnar og bundið trúlega yfir hana aftur, skorðaða í einu horni pallsins. Síðan fóru þeir inn í bílinn og óku af stað, sömu leið og þeir höfðu komið. Þeir voru búnir að súpa nokkrum sinnum á innihaldi plastbrúsans áður en bílstjórinn tók til máls: — Hvar eigum við að geyma tunnuna? •— Það er nú það, sagði farþeginn. — Þetta yrði líklega uppgangssamt, ef þeir finndu af því lyktina í staðnum, sagði bílstjórinn. — Þar kemur aldrei heill dagur þur, anzaði farþeginn. Þeir fengu sér aftur úr brúsanum og þeim var farið að líða vel. Þeir óku hægt út dalinn, mættu engum bíl og sáu hvergi til bæjar fyrir nóttinni, þokunni og myrkrinu og þeim lá ekkert á. — Nú veit ég það, sagði farþeginn. — Ha, veiztu hvað, drafaði í bílstjóranum upp úr vímu sinni? — Hvar við látum tunnunna. — Við drekkum bara úr henni. Hvað ætli við förum að láta hana einhversstaðar, sagði bílstjórinn eins og það kæmi ekki lengur málinu við. — Við geymum hana í fúlgunni hjá sýslumanninum. 3 Sýslumaðurinn lokaði bókinni „Hver er maðurinn," eftir að hafa gengið úr skugga um, að nafn hans og embætti hefðu ekki fallið þar niður. Dagurinn hafði verið rólegur, eins og þeir voru oftast á þessari skrifstofu. Stundum ekki nema nokkur símtöl, ann- að afgreiddu þeir frammi hjá fulltrú- anum. Hann hallaði sér aftur á bak í stól- num. Það færðist syfja yfir breitt og feitiagið andlitið hans og augun sigu aftur. Hann var að umsegja, hvort hann ætti að taka til á borðinu hjá sér og fara, þrátt fyrir þessar mínútur sem vantaði upp á tíman, þegar bankað var á hurðina. Hann kannaðist við þetta gætilega klapp fulltrúa síns, fimm högg, örlétt og hröð, með þumalfingri hægri handar. Þau minntu hann alltaf á eigin aðferð, þegar hann var að láta konu sína vita af sér framan við svefnher- bergis dyrnar, þegar hún var í vondu skapi og hafði læst að sér. — Kom inn, sagði sýslumaðurinn og hristi af sér svefninn. Andlit fulltrúans birtist í dyrunum. — Hvað er það, svaraði sýslumaður. — Það er kona frammi. — Getur þú ekki afgreitt hana? — Hún vill tala við þig. — Hvaða kona er þetta? — Það er einhver kona. Ég þekki hana ekki. — Láttu hana þá koma. Konan kom inn. Sýslumaður setti upp „svipinn" og leit á úrið. Konan bauð góðan dag í hægverskum tón. — Því miður, þá hefi ég ekki tíma til að tala við þig núna. Klukkan er að verða . . . — Hana vantar nokkrar mínútur enn og mér liggur á, greip konan fram í fyrir honum. — Það er sama, þú verður að koma seinna. — Mér finnst það anzi hart, að ástæðu lausu. — Þetta er kanske ekki skilið enn. — Nei. Ég er kanske ekki nógu rík? — Hvað áttu við, sagði sýslumaður og missti svip sinn niður á borðið. — Það sem ég sagði. — Hefur þú hugsað út í, hvað það felur í sér? — Já, og þú skalt melta það innan í þér, þangað til ég kem næst. Þá væri kanski betra fyrir þig, að vera búinn að krafla embættissvipinn upp af borð- inu, því það er ekki víst ég verði þá ein. Og vertu nú sæll. Konan fór og lokaði á eftir sér. Nokkur augnablik sat yfirvaldið agn- dofa. Aftur heyrðist fínlegt bank fulltrúans á hurðinni. — Kom inn, öskraði sýslumaðurinn. Fýlulegt andlit fulltrúans birtist í annað sinn á þessum degi í dyragátt- inni. — Hvur djöfullinn gengur nú á. — Það er maður frammi. — Maður. Hvur er það. — Ég kem honum ekki almennilega fyrir mig, sagði fulltrúinn. — Láttu hann þá fara. Tíminn er kominn. Fulltrúinn hélt áfram að standa á milli stafs og hurðar. Það var eins og hann væri að tosa einhverju upp í höfði sínu, hægt og seinlega, sem hann vildi muna. Hann sagði: — Það er þessi, sem lagði níuhundruð fimtíu og þrjá dilka inn í Kaupfélagið í haust. — Hann Guðmundur. Það er líka meir en nóg. Láttu manninn koma strax hingað inn, sagði sýslumaður og birti yfir svip hans. — En hrossin hans fóru víst norður, sagði fulltrúinn og snéri sér við í dyr- unum. Guðmundur kom inn. Sýslumaður reis á fætur til að taka í hönd hans og bjóða honum sæti. — Ég kom ekki til að sitja, sagði komumaður. Hann var í stærra lagi og framkoma hans einkenndist af einhverjum flaum- ósa slætti, sem aldrei getur stöðvast við neitt. — Má ekki bjóða þér í glas? — Enga fyrirhöfn mín vegna. — Ég er með það hérna í skrifborð- inu. — Það er sama. Tími minn leyfir ekki dosk. Það var yxna belja hjá mér og ég er að sækja tarf. Eitt stórt og kjánalegt Ha: myndaðist á andliti sýslumannsins. Svo kom þögn, eins og þær, sem stundum verða á und- an hávaðaveðrum. Guðmundur sagði: — Hvað er það nú aftur, Sem ég ætlaði, að vilja hingað. Aftur varð smá þögn. — Já, nú man ég það. Ég ætlaði að fá drossíuna mína tekna af skrá yfir veturinn. Fleira var það ekki. Og vertu nú sæll. Dyrnar lokuðust á eftir honum. Sýslumaðurinn gekk að stólnum og studdi sig nokkra stund við borðrönd- ina, en seig svo niður í setuna mjúka og þægilega. Hann heyrði þá frammi ganga frá, loka og fara. Annars engin hugsun, bara starað og tíminn látinn bera sig áfram, eins og á að ósi. Hann varð oft svona máttvana, þegar eitthvað gekk á móti. Svo mundi hann eftir kind unum og fór að líða betur. Hann hirti fé sitt sjálfur. Hann gaf morgungjöfina áður en hann fór á skrifstofuna, en bætti svo við það og brynnti því eftir skrifstofutíma á kvöldin. Hann stóð upp af stólnum, lokaði skrifstofunni, gekk í gegnum íbúðina, klæddi sig í hlífðar- fötin og opnaði útidyrnar. Það var snjó- laust, svellrunnin jörð, stjörnubjartur himinn og logn. Hann fann hið góða, hreina loft fylla lungu sín og herti gönguna þennan spöl að húsunum. í fjárhúsunum átti hann hægast með að finna sjálfan sig. Menn sögðu að svip- urinn af þeim daufdumba kvikfénaði træði sér stundum fram fyrir embættis- svipinn á skrifstofunni á daginn. Hann opnaði dyrnar á fjárhúsunum og fann hina stæku og heitu lykt koma á móti sér, sem verður í löngum inni stöðum af taði og ull, þar sem fé bleytir undir sér. Honum fannst lyktin góð og andaði henni djúpt að sér á meðan hann skrúfaði frá vatnskrananum og lét renna í brynningarstokkinn. Síðan sópaði hann garðann og kastaði moðinu út á hlaðið handa fuglum og vindum. Hann hafði tekið fé sitt snemma þennan vetur: það var búið að gefa geil eftir endilangri fúlgunni. Hann fann nálina í stæðunni vinstra megin við tóftardyrnar, greip hana með sér og byrjaði að leysa upp fyrir sig þar sem heyið var hæst. Hann hafði ekki mun- að eftir atburðum dagsins fyrr en nú, að þeir komu fram í huga hans, ferskir og Ijóslifandi, þar sem hann stóð með nálina reidda í höndunum. Hann rak því nálina af alefli upp í geilarloftið og fann að hún kom í eitthvað hart. Aftur lagði hann til þessa ósýnilega hlutar. Hann var búinn að taka á sig mynd alls þess, er hann taldi sér óvin- veitt og andstætt. Hann hamaðist lengi enn, þangað til eitthvað þungt féll í höfuð hans og steyptist fram fyrir fæt- ur hans. Tunna. Einhverjar dreggjar úr henni vættu annan fót hans. Kunnugleg lykt, sætbeisk angan bland aðist ilmi heysins fyrir vitum hans. Hann lagðist á hnén framan við opið á tunnunni, rak fingurinn inn í hana þangað til hann fann fyrir þessu vota, lyktaði af honum, rak tunguna í hann og fann að þetta var soðið og harla gott. Hann leit í kringum sig en mundi ekki eftir neinu íláti. Jæja, hugsaði hann, sáttur við himin og jörð. Það verður þá að hafa það og tróð sér inn í tunnuna og sötraði stórum þennan poll, sem lá í hveli hennar. Honum varð flökurt á meðan hann var að gefa á garðann en harkaði af sér á meðan hann var að ljúka því. Það leyfði ekki af hann kæmist óstudd- ur heim og inn á klósett, þar sem hann byrjaði að selja upp. Það var lengi á eftir, eins og hann ætlaði að æla lifur og lungum. 1. jan. 196S. RABB Framlhald a£ bls. 16. veröri byggðarsögu. Það hlyti að orka á gestinn að ganga inn í rökkvaðan skála, þar sem langeld- ur logaði á gólfi en skapker stæði skammt innan við dyr og veggir vœru skaraðir skjöldum. Jón Hnefill Aðálsteinsson. A erlendum bókamarkaði The Prize. Irving Wallace. Four Square 1967. 9/6. Þetta er ein hinna mjög löngu bandarísku skáldsagna, sem virðast lesnar þótt langar séu. Sagan er um rithöfund, sem hlýtur Nobelsverðlaun- in, baráttu hans og vonbrigði. Höfund- ur segist háfa unnið að þessari bók í fimmtán ár, og maður hlýtur að freist- ast til þess að álíta, að hann hefði getað varið þeim svolítið betur. Journals 1889—1949. André Gide. Translated, selected and edited by Justin O’Brien. Penguin 1967. Dagbækur Gides eru ein merkasta heimildin um hann sjálfan og þann heim, sam hann byggði. Hann var í hópi þeirra manna, sem mest áhrif höfðu á andlegt líf samtíðar sinnar. í þessum dagbókum má fylgjast með ferli hans sem rithöfundar og tilorðningu verka hans. Hann hafði alltaf náin afskipti af deilumálum samtíðarinnar, „fann til í stormum sinna tíða“ og því vaknar lið- inn tími á þessum síðum. Afstaða hans til eigin verka, heiðar- leilki hans og harðýðgi við sjálfan sig kemur glöggt í ljós í þessum dagbókar- skrifum. Dagbækur Gides komu fyrst út á ensku á árunum 1947—1951 í fjór- um bindum. Útgefandi þessarar útgáfu hefur valið úr þeim, það efni sem Gide sjálfur hefði ekki nefnt blaða- mennsku. En samkvæmt kenningu hans sjálfs er blaðamennska „allt það, sem verður síður eftirtektarvert á morgun en það er í dag.“ Storia di Roma. Indro Montanelli. Rizzoli — Milano 1965. Lire 1600. Montanelli er blaðamaður og rithöf- undur, hann hefur ferðazt vítt um álf- ur og hefur stundað hinar margvísleg- ustu atvinnugreinar. Merkustu bækur hans utan þessarar eru rit um Gari- valdi og Dante og Grikkjasaga. í þess- ari bók rekur höfundur sögu Rómar frá því um 2000 f. Krist og fram til 476 e. Krist. Saga Rómar er saga heimsins og höf. rekur þessa sögu með slíkum ágæt- um að bók hans hefur verið endur- prentuð tíu sinnum síðan hún kom út í fyrstu í ágúst 1959. Bókin er mjög smekklega prentuð, enda standa ítalir mjög framarlega í allri bókagerð. 25. febrúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.