Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 2
*
•y
Að lifa í sátt...
útgerð nú orðið ærnar fjárfúlgur. Sem
sagt, brun og svig eru ágætar íþróttir
og ekki skal ég lasta það, þótt þeir sem
efni hafa á, klæði sig skrautlega og
punti upp á skíðabrekkurnar. Skíða-
lyfturnar gera mikið gagn með því að
laða fólk að skíðaíþróttinni. Aðalatriðið
er að koma sem flestum á skíði, en
ég fer ekki í launkofa með það að ég
tel að skíðagöngur ætti að stunda meir
en nú er gert, og nauðsyn sé að efla
áhuga á þeim og skapa þeim betri skil-
yrði, m.a. með byggingu svefnskála með
hæfilegri gönguleið á milli, hér í ná-
grenni höfuðstaðarins.
Mér hefur orðið tíðrætt um veturna,
enda eru þeir lengstir árstíða á Is-
landi ef miðað er við veðráttu. En við
eigum þó einnig vor, sumur og haust,
og land sem er svo fagurt á þessum
árstíðum, að flestir geta öfundað okk-
ur af. Náttúra íslands er furðulega fjöl-
breytt af ekki stærra landi að vera.
Fræg ferðamannalönd, svo sem Noreg-
ur og Sviss, komast þar langt í frá til
jafns. Hér má heita að nær hver byggð
sé öðrum ólík. Og svo eru það hin
miklu öræfi, heillandi undraheimur, og
víðerni jökla, sem alltof fáum hefur
enn gefizt kostur á að kynnast. Því nær
engan veit ég hafa iðrað þeirrar kynn-
ingar. Sízt skal þvi neitað, að margt hef-
ur gerzt á síðustu áratugum, sem auð-
veldar fólki ferðalög um byggðir lands-
ins og öræfi, og á Ferðafélag íslands
þar drjúgan þátt í með skálabygging-
um sínum og skipulagningu ferða. Um
margt er þó enn að bæta í þessum efn-
um. T. d. er enn alltof litið úrval út-
búnaðar til ferðaliaga. Tjöld og ýmis
annar útilegubúnaður, sem hér er á
boðstólum, hefur þó batnað stórlega síð-
ustu árin, en erfiðara er hér enn að
útvega sér hentug ferðaföt en fínan
samkvæmisklæðnað, og almennilegir
bakpokar eru hér sjaldgæf sjón. Kem-
ur hér að því sama sem ég var að klifa
á í sambandi við vetraríþróttir, að allt-
of lítið er lagt upp úr gönguferðum,
einnig á sumrin. Hér þarf að beygja
krókinn strax í bernsku. Fara með
skólabörn í langar gönguferðir í
nágrenni bæja og borga bæði vor og
haust. Og til þess að auðvelda langar
gönguferðir um landið þarf að kofna
upp svefnskálum á merkilegum öræfa-
leiðum það þétt, að ekki sé nema sæmi-
leg dagleið gangandi bakpokafóiki milli
þeirra. Margir þeir, sem nú tala með
fyrirlitningu um bakpokalýð, munu
finna það síðar á lífsleiðinni að þeim
hefði verið hollara að tilheyra ein-
hverntíma slíkum félagsskap.
Hingað til hefur það mikið bjargað
uppeldi íslenzkra barna hve mörg þeirra
hafa komizt til dvalar á íslenzkum
sveitaheimilum á sumrum og þar með í
snertingu við íslenzka náttúru og holla
lifnaðarháttu, en við verður að horfast
í augu við þann veruleika, að sveita-
býlum fækkar en kaupstaðarbörnum
fjölgar ört og því komast hlutfalls-
lega æ færri á sveitaheimili á sumrum.
Hér þarf að grípa til annarra úrræða.
Og þar þarf athafnir fremur én orð.
Ekki veit ég hvað margar nefndir hafa
á undanförnum árum setið á rökstól-
um um uppeldismál og hversu margir
sérfræðingar hafa kannað spillingu
æskulýðsins, en ekki var það þó fyrir
tilstilli neinna slíkra nefnda eða sér-
fræðinga að komið var upp skíðaskála
í Kerlingarfjöllum, en það er eitt hið
ágætasta framtak í uppeldismálum ungl
inga, sem gert hefur verið hér síðustu
áratugina. Skal þó ekki vanmetin sér-
fræðileg könnun á vandamálum nútíma-
æsku.
íslenzk sumur eru ekki löng. Þó þarf
ekki endilega að æða út yfir pollinn
til að afla sér sumarauka með ferða-
lögum. Hér mætti lengja ferðatímann
að mun og það í báða enda. Hér byrja
ferðalög um landið ekki að neinu ráði
fyrr en um það bil er dag fer að
stytta og mætti hefja sumarferðir til ým
issa staða á landinu miklu fyrr en nú
er gert. Síðari hluti maí og fyrri hluti
júní eru bezti tíminn til jöklaferða. Og
sá, sem ekki hefur séð vorsól vaka á
bárum úti fyrir Norðurlandi, eða upp
lifað vornótt á Breiðafirði, á dýrleg-
ar stundir óupplifaðar. Hinn nýi þjóð-
garður íslendinga, Skaftafell í öræf-
um, hefur m a. þann kost, að þar vorar
fyrr en annars staðr á Islandi og er
vonandi, að margir neyti þess, er fram
líða stundir. Hér detta ferðalög niður
að mestu í lok ágústmánaðar, sumarhót-
elunum til hrellingar. En „ekkert fegra
á fold ég leit en fagurt kvöld á haust-
in“, kvað skáldið, enda eru nær allir,
er reynt hafa, sammála um, að ekki sé
í annan tíma unaðslegra að ferðast
um landið en á tærum, kyrrum haust-
kvöldum, og slíkir gefast að jafnaði
næsta margir. Hafið þið séð víðivaxn-
ar þingeyskar heiðar lngandi í litum
haustsins eða gengið um Gjábakkaland
í september?
Það eykur mjög ánægju af ferðalög-
um að kunna einhver skil á því, sem
fyrir augun ber, ekki aðeins því, er
varðar sögu þjóðarinnar og menningu,
heldur einnig og engu síður því, sem
fyrir augun ber úti í náttúrunni, hvort
sem það er fjallstindur í fjarska eða
kristall, sem glitrar í holufyllingu, fugl,
sem flýgur upp úr runna eða blátt lítið
blóm við vegarkant. í landi jafn merki
legu frá náttúrufræðisjónarmiði og ís-
land er, er nokkur þekking í ýmsum
greinum náttúrufræðinnar, svo sem
grasafræði, fuglafræði og jarðfræði, ein
af forsendum þess að njóta til fulls
ferðalaga um landið. En því miður er
það svo, að einmitt náttúrufræðikennsla
er vanrækt hér meir en góðu hófi gegn
ir, og gagnstætt því, sem gerzt hefur
í öðrum löndum, skipar hún nú hlut-
fallslega lægri sess en fyrir nokkrum
áratugum.
Hér er hróplegur skortur á náttúru-
fræðikennurum og á aðstöðu til lif-
andi náttúrufræðikennslu í skó'lum lands
ins. Sú kennsla er alltof víða dauð og
bókstafsbundin, en náttúrufræði verður
ekki lærð nema að litlu leyti af bók.
Því í ósköpunum er til dæmis ekki hægt
í höfuðborg hinnar heimsfrægu hita-
veitu, að starfrækja gróðurhús, sem sæi
skólum borgarinnar fyrir lifandi grös-
um og blómum til kennslu allan vetur-
inn í gegn og væri sjálft safn lifandi
plantna, sem skólabekkir gætu heim-
sótt sér til fróðleiks. Hér fljúga börn
í gegn um landspróf án þess að hafa
séð með eigin augum muninn á geldinga
hnapp og umfeðmingi.
Nú skal ei nöldrað meir að sinni. Ég
hef raunar aðallega rætt ýmislegt, sem
tiltölulega auðvelt er úr að bæta og
gefur því ekki tilefni til neinnar ör-
væntingar um þjóðahhag. Ýmislegt mætti
og nefna, sem breytzt hefur til batn-
aðar á síðustu árum. t.d. stóraukinn
áhuga á ferðalögum á hestbaki, bygg-
ingu íþróttahallarinnar í Laugardalnum,
skíðahótelið í Glerárdal. Að endingu
þetta: Ekki dreg ég í efa, að hægt sé
að lifa lífinu á ýmsan máta þægilegar
og með eitthvað minni fyrirhöfn í ýms-
um öðrum löndum en á okkar kalda
landi. En ég leyfi mér einnig að stað-
hæfa, að hér sé hægt að lifa jafn ham-
ingjusömu jákvæðu og þroskandi lífi
og hvar annarsstaðar sem er. Ég hvet
ekki til ofmats á landinu eða róman-
tískrar ofurástar á því, aðeins til skiln-
ings og þekkingar á því. Það er fjarri
mér að vilja einhverja átthagafjötra,
en ég hygg að mörgum landanum myndi
verða meira úr ferðalögum til útlanda
ef hann kynni betur að umgangast sitt
eigið land. Að aðlaga sig þessu landi,
læra að lifa í sátt við það og njóta
þess, sem það hefur upp á að bjóða,
á að vera snar þáttur í uppeldi hvers
Islendings, honum til hamingjuauka og
þjóð hans til heilla. Ferðafélag íslands
hefur í fjóra áratugi reynt að leggja
sitt að mörkum til slíks uppeldis þjóðar
innar. Ég á ekki aðra betri ósk því
til handa á þessum degi, en að það
haldi áfram ótrautt og með vaxandi ár-
angri á þeirri braut.
í’ramkv.stj.S Sigfús Jónsson.
Kitstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Kitstj. fltr.: Gísli Sigurðsson.
Auglýsingar: Árnl Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 22480.
Útgefandl: H.f. Árvakur, Reykjavlk
„Skáldið er ókrýndur löggjafi þjóð-
anna“- Svo mælti það skáld, sem sam-
samaði sig guðdómnum framar öðrum
rómantískum skáldum, Shel'ley. -Sam-
sömun hann við alheiminn stafaði af
þörfinni fyrir að stjórna og móta heim-
inn í það form, sem hann taldi hentaat
þeim, sem námu kraftbirtingarhljóm al-
gyðisins, en það voru skáldin. Og kraft
birtingarhljómurinn sameinaðist hug-
myndaflugi skáldsins. Keats áleit að hug
myndaflugið væri frum- og undirstöðu-
gáfa skáldsins. Hann vitnaði í Shake-
speare þessu til staðfestingar:
. . . And as imagination bodies forth
The form of things unknown, the
poets pen
Turn them to shapes, and gives
to airy nothing
A local habitation and a name.
Innblásturinn, hugmyndafllugið getur
skapað heima úr engu, mótað eigin
reynslu til sköpunar lifrænnar heildar,
sem ljóðið verður. Orðið var þessum
skáldum innblásið, orðið varð hold.
Shelley taldi að heiminum yrði breytt
með krafti hugsunarinnar og að heim
urinn væri alltaf mynd mótuð í með-
vitund sérhvers tímabits, saga mann-
kynsins forn og ný væri jafnframt mynd
þeirra tíma, sem skynjuðu hana. Inn-
blásturinn var uppspretta skáldskapar
ins, málið var heilagt og magískt í
munni skáldanna og innblásturinn átti
upptök sín í yfirskilvitlegum heimsanda,
en þaðan var sköpunarmáttur og lífs-
máttur tungunnar runninn. Þau skáld
náðu meiri snilli, sem voru algjörlega
haldin af þessum anda. Innblásturinn
er eldri en rómantíkin og birtist eink-
um, þegar skáldin litu sig gegna hlut-
verki boðandans. Innblásturinn var
guðlegs uppruna, en með rómantíkinni
er hann talinn búa í brjósti skáldanna
og þau voru sjálf hluti „þess mikla og
eilífa anda“. Með slíkum skoðunum
verða skáldin eigin guðir. Þeir samsam-
ast guðdómnum og er Shelley skýrt
dæmi þessa. Nú var ekki um það að
ræða, að hverfa til guðdómsins með þvi
að glata eigin persónuleika, nú samein-
ast skálöið alheiminum og verður rödd
hans. Skáldið lifir á æðra sviði. Skoð-
anir Shelleys voru samhljóma kenning-
um Schlegels og kenningum annarra
þýzkra rómantíkera og voru reistar á
„goðsögum“, fantasíum skáldanna
sjálfra, sem þeir trúðu ekki á en not-
uðu óspart sem líkingar í verkum sín-
um og gera síðan þessar líkingar að
„goðsögu". Þessar fantasíur eru notað-
ar til flótta frá þeim sálarlausa raun-
veruleika, sem skáldunum þótti ein-
kenna þjóðfélagið. Draumórarnir auka
á spennuna milli skáldsins og umhverf-
isins og hinsta vígi þeirra verður drauim-
urinn, goðsagan, sem er sprottinn upp
með þeim sjálfum. Fornar goðsögur
voru fyrri tíðar mönnum kveikja og þá
var ekkert misræmi milli goðsögu og
raunveruleika, hvorttveggja var af sama
toga, opinn heimur, þar sem klassísk
heiðríkja ríkti. Tilbúin goðsaga róman-
tíkeranna varð þeim raunverulaiki:
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
1. júní 1968