Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 13
í bréfi 1845, „af þvl að ég er ðllum þarflaus og hættulegur sjálfum mér“. Hann fann fyrir eigin óhamingju svo mjög, vegna þess hve hann var sannur og heiðarlegur gagnvart stjálfum sér, þótt íhugun hans beindist einkum að neikvæðari hliðum sjálfsins. Þegarhann sér þann hrylling, sem hann álitur sig vera, þá er eðlilegt og skiljanlegt, þeg ar hann skrifar, „þér eruð hamingju- samur, mér þykir það leitt, að þér getið svo auðveldlega verið hamingjusamur. Maður 'hlýtur að hafa sokkið djúpt til þess að geta álitið sig hamingj usaman'*. Óhamingja Baudelaires stafaði af íhug- un hans og sjálfsrannsókn, hann kaf- aði til djúpa í sjálfum sér, þar sem hann fann hrylling, sem áður var, venju lega ómeðvitað, yfirfærður á kvalastaði trúarbragðanna. Hann þekkti einnigönn ur svið, sem voru algjör andstæða hinna dekkri. Þessi reynsla hans birtist í kvæðum hans, en tjáning hans olli þátta- dkilum í ljóðagerð, hann varð fyrstur til þess að tjá tiLfinningar nútíma manns ins, ásamt Rimbaud. Les Fleurs du mal kom út 1857. Hann er allur í ljóðinu, skynjanir hans koma fram í kvæðinu, ímyndanir hans taka á sig myndir tákna og undirvitund hans birtist á táknmáli. Hugblær og tákn, hugsjón hans um hina upphöfnu fegurð, sem var svo mikil andstæða lífernis hans og varð honum hvötin til ljóða, leitin að „bláa blóminu“, sem var hon- um tákn sannleikans bak við heiminn, vissa hans um eigin spillingu, allt þetta var yfirfærsla á guði og djöfli. Hann virðist velta sér í syndinni, að syndga verður honum „helgiathöfn", djöfullinn var honum jafnmikil nauðsyn eins og guð. Ljóð Baudelaires og líf gætu ver- ið sálfræðilegur inngangur að verkum Freuds og Jungs. SMÁSAGAN Framh. af bls. 5 notalega, um leið og bíllinn vaggast mjúk lega á veginum. En stundum er lífið miskunnarlaust því að einni mínútu áður er hamingjusam- ur maður deyðir lítið barn, er hann enn hamingjusamur, og einni mínútu áður en stúlkan hrópar upp í örvæntingu, get- ur hún blundað vært, og látið sig dreyma um sjóinn og fiskana, og enn- fremur, að á síðustu mínútu í lífi barns- ins, sitja foreldrar þess heima, og bíða eftir því, að það komi með sykurinn. Þau tala saman um, hversu barnið þeirra hafi fallegar tennur, og um skemmtiferðina í bátnum. En á sama tíma lokar barnið þeirra garðhliðinu, og stekkur út á götuna með nokkra syk urmola í hægri hendi vafða innan í hvít an pappír og barnið hefur ekki hugs- að um annað þessa síðustu mínútu, en glampandi ána, stóru fiskana og bátinn með árunum. Eftir að þessi múnúta er liðin, er hver og ein hugsun og ætlun mann- anna um seinan. Á eftir stendur blái bíllinn þvert á götunni, og stúlkan, sem æpir upp í örvæntingu, tekur höndina frá andliti sínu, og höndin er alblóðug. Á eftir opnar maðurinn bílburðina, og reynir að bera sig vel, þótt hann sé svo mikilli skelfingu lostinn, að hann riði á fótunum. Á eftir liggja nokkrir sykurmolar hér og hvar á götunni, sumir ataðir auri, aðrir blóði, en barnið liggur hreyfingar- laust á grúfu á götunni, með andlitið grafið niður í mölina. Á eftir koma foreldrar barnsins, sem ekki hafa enn drukkið kaffið sitt, hlaup andi gegnum garðshliðið, og sjá þá sjón sem þau aldrei munu gleyma. Því að það er ekki rétt, að tíminn lækni sérhvert mein. Tíminn læknar ekki sár látins barns, og hann læknar heldur ekki þjáningar móður, sem gleymdi að kaupa nokkra mola, og að lokum læknar tíminn ekki kvöl þess manns, sem varð fyrir því óláni, að deyða barnið. Og maðurinn í bláa bílnum, ekur nú ekki niður að ströndinni, eins og hann hafði ætlað, heldur ekur hann hægt heim til sín, og við hlið hans situr þögul stúlka, sem er með reifaða hönd og þó að þau aki langan veg, sjá þau enga manneskju, sem lítur út fyrir að vera hamingjuisöm. Sólin skín eins og fyrr um daginn, en þeim sýnist umhverf- ið skuggalegt, og er þau skilja, er það í þögn, og átakanleg kvöl lýsir sér úr beggja augum. Maðurinn sem olli þessu hræðilega slysi, veit, að þessi þögn verður óvinur hans, og að það muni taka hann mörg ár að sigrast á henni, með því að segja að það hafi ekki verið hans sök. En hann veit með sjálfum sér, að það er ekki satt, og á nóttunni mun hann þrá og biðja, að þessi eina mínúta í lífi hans verði gefin sér aftur, svo að hann geti lifað hana á annan og betri veg. Því að svo mis'kunnarlaust er lífið, fyrir þann, sem hefur deytt lítið barn, að kvöl þess atburðar, mun vara svo lengi, sem hann lifir. Jóhanna GuSmundsdóttir þýddi. RABB Framih. af bls. 16 um um Víetnamstríðið að Hollend- ingum og Norðmönnum. Hitt var þó enn ömurlegra, að sjá rithöf- unda og fleiri listamenn gangx fram fyrir skjöldu til 'fjandskapar gegn Atlanzhafsbandalaginu, sem bezt hefur verndað tjáningarfrelsi talaðs orðs hér um vestanverða Evrópu og víðar. Það var eins og þessi skáld og rithöfundar vœru að biðja um að þessu tjáningarfrelsi vœri aflétt og hér legðist yfir myrk einræðishönd Sovétmanna, sem sendir í þrœlabúðir hvern þann rithöfund, sem œmtir gegn ríkjandi stjórnvöldum. Sem betur fer er sá hugsunarháttur, sem í þessum mót- mælum birtist, öllum þorra manna hér á landi fjarri. Við viljum vera frjálsir að því að tala og hugsa í eigin landi án þess að þurfa sífellt að hafa í huga hverjum líkar bet- ur eða ver. Jón Hnefill Aðálsteinsson. VATNAJÖKULL Framh. af bls. 15 son og Sigurður Gunnarsson, síðar prest ur að Desjamýri og Hallarmsstað í Von- arskarð. Sáu þeir að þet/ta var margna kílómetra breitt jökull'aust hlið milli Vatnajökulis og Tungnafellsjökuls, sams konar sem milli Miðlandsjöklamna hinna en ekki jökulhaft í skarði milli hájökla Klofajökulis. Þar með hefði tiigáta Sveins Pálssonar af augljósum ástæðum átt að vera fallin úr gildi. Alinennf hefur hún samt verið tekin gild, og leiðin suður um Vonarskarð verið nefnd Bárðargata. Ferðafélag íslands hefur látið skrifa eina af Árbókum sínum um þetta í- myndaða Vonarskarð Landnámssögunn- ar- Ekki hefði þurft sleða til að draga fóður og farangur yfir auða jörð, né hefði það getað gagnað á nokkum háff. Bárðarbunga — vestust af hájöklum Vatnajökulis er suður af Bárðardal — og eflaust við Bárð kennd. Frá henni hefur fal'lið skriðjökull, sem nefndur er Rj úpnabrekku j öikull. (Einh vemtíma hafa verið þair lyngvaxnar brekkur). Undan honum kemur ein af meginhvísl- um Skjálfandaflljóts. Hún hetfur fallið um „klof“ það, sem legið hefur til Von- arskarðs Landnámssögunnar, milli Bárð arbungu og næsta hájökuls fyrir aust- an hama. Hvort tveggja, skarðið og klof- ið, er nú jökli hulið — Vonarskarð landnámssögunimar ei- ekki lengur til. Finnsk nútímahúsgögn Á síðustu árum hafa Finnar á ýms- an hátt skarað framúr í listiðnaði og nú láta þeir mjög að sér kveða. Á nýrri sýningu skandinavisku landanna (Scandinavian Furniture Fair; nafnið á sýningunni haft á ensku til vonar og vara, því fínt skal það vera) skáru Finnar sig nokkuð úr og voru langtum nýtízkulegri en Svíar, Danir og Norð- menn. Líkt og í finnskum arkitektúr, nota Finnar mikið saman hvítt og svart. Á meðfylgjamdi mynd sést sófasett frá Finnlandi. Grindin er úr mjög ljósum viði, geirnegld saman á hornum en sess- ur og bök eru yfirdekkt með svörtu skinni. Bretar eru í óða önn að umskapa sína hefðbundnu veröld og einkum er það unga fólkið, sem á þátt í því. Brezkir formsmiðir eru mjög djarfir og fara ekki troðnar slóðir. Hér eru te- borð, sem Michael Tyler hefur teiknað. Það er gert úr fimm lausum plötum, sem grópast hver inn í aðra, en undir eru venjuleg teborðshjól. Plöturnar eru lakk málaðar. Margir hafa glímt við að finna upp húsgögn, sem séu einföld og ódýr í framleiðslu, en líti samt þokkalega út. Hér er einn slíkur sófi og sófaborð. Undirstöðugrind og gaflar sófans eru unnin á einfaldasta hátt og hjól undir. Brezkur telknari hefur teiknað fyrir framleiðanda í London. Á grindina eru strengd „nosak“ fjaðrabönd, en sessur eru úr yfirdekktu svampgúmmíi. Sófa- borðið er úr svipuðum einingum en plat an er úr gleri. 1. júní 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.