Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 1
Sigurður Þórarinsson, Það er kunnara en svo, að rekja þurfi í löngu máli, að dvergþjóð sú, er kallar sig íslenzka, býr í næsta sér- stæðu landi, landi mikilla andstæðna, írosts og funa, landi langra vetra og nóttlausra vora, landi sem er mjög bert og blásið og næsta kaldranalegt, en á þó marga unaðsreiti og fáa sína líka á jarðkringlunni um stórbrotna, ferska og f jölbreytilega náttúrufegurð. Þetta land er eitt hinna örfáu byggi- legu landa, sem ekki hefur verið um- hverfi mannvistar nema í 1100 ár. Mann skepnan á það sammierkt öðrum skepn- um, að það tekur hana nokkurn tíma að aðlaga sig nýju umhverfi. Og sú blanda Norðurlandabúa og Kelta, sem hér settist að fyrir um 1100 árum, virð- ist hafa haft fremur litla hæfileika til að aðlagast svo framandi umhverfi. Víst er um það, að sama þjóðarblanda dó algjörlega út í næsta landi, Grænlandi, vegn þess að hún lærði ekki að lifa lífinu á þann hátt sem lifa þurfti við þarlendar kringumstæður, og hafði hún þó þar til fyrirmyndar þann þjóðflokk, eskimóana, sem flestum betur hefur að- lagazt sínu umihverfi. Hér á landi var engin slík fyrirmynd um aðlögun þeg- ar hið eiginlega landnám hófst. Fáeinir munkar, sem hírðust í einsetukofum, voru þær einu mannverur, sem hér voru fyrir. Enda fór svo að lokum, að nærri lá að hin íslenzka þjóð liði undir lok. Til þess lágu margar orsakir, sem hér er óþarft að rekja, en ein af þeim, sem ekki skal vanmeta, var skortur á eðlilegri aðhæfni. Við lærðum hvorki að klæða okkur né fæða svo að fuilnýttir væru þeir möguleikar til slíks, sem fyrir hendi voru hverju sinni. Það er auðvelt að kenna Heklu og Kötlu, haf- ísnum og herjans Danskinum um alla okkar eymd, en ef satt skal segja var sökin einnig að nokkru leyti okkar sjálfra. Það er eitt af frumskilyrðum þjóð- arheillar og hamingju einstaklinga, að þjóðin sé í sátt við sitt umhverfi, ef svo mætti að orði komast, að þjóðin nýti þá möguleika til að njóta lífsins í landi sínu, sem landið hefur upp á að bjóða. Svo að ég vitni í ummæli, sem ég hef einhverntíma áður viðhaft, þá er það „oft þrumað yfir okkur fs- lendingum, og líklega ekki að ástæðu- lausu, að efnalegt sjálfstæði þjóðarinn- ar verði aðeins tryggt með betri nýt- ingu auðlinda landsins, orku vatnsfalla og hvera, gæða gróðurmoldarinnar og frjósemi fiskimiðanna. En þess virðist einnig þörf, ef við viljum halda and- legu sjálfstæði og tryggð við það land, sem hefur fóstrað okkur, að við nýtum betur en við nú gerum andlegar auð- lindir íslenzkrar náttúru. Vellíðan fólks í þessu landi, andleg sem líkamleg, fer að verulegu leyti eftir því, hvernig því lærist að njóta lífs, sem er í eðlilegu samræmi við umhverfi sitt". En mér virðist skorta ærið á, að fólki sé kennt þetta. Tökum dæmi. Af er sú tíð, að litið sé á jarðhitann á fslandi sem sönn- un þess, að þar þrumi sjálft helvíti undir. Við höfum lært það á síðasta aldarþriðjungi að nýta, okkur til mikils þægindaauka, það vatn, sem yljast' í landsins vörmu iðrum. Þetta er ánægju- legt dæmi um aðlögun að landsháttum. Við höfum komið okkur upp hitaveitu, hitum sundlaugar um allt land með hveravatni og ræktum í gróðurhúsum, hituðum hveravatni og gufu, blóm og grænmeti okkur til fegurðar- og fjör- efnaauka. En skammt er öfganna á milli og meðalhóf vandratað. Börn eða barna börn þeirrar kynslóðar, er ólst upp í torfbæjum, þar sem botnfraus í nætur- gögnunum á köldum vetrarnóttum, eru nú alin upp í svo óhóflega hituðum húsum, að þar hafast ekki aðrir við en íslendingar. „Hraustir menn" er að vísu eitt vinsælasta óskalagið í útvarp- inu okkar, en íslenzkar „hetjur af kon- unga kyni" reka upp vein og fer um þær hrollur ef þær dýfa fæti í sund- laug, sem kæld er niður í það hita- stig sem þykir hæfilegt í sundlaugum frændþjóða okkar. Þar sækja menn sundlaugar til að synda í þeim en ekki til þess að lóna í nýmjólkurvolgu vatni, svo ekki sé notað ljótara orð. Það sam- rýmist illa þeirri staðreynd, að við bú- um í nyrztu höfuðborg veraldar, að ala hér upp kulvísar kveifar. Heilbrigð sál kvað þrífast bezt í hraust um líkama, en ég fæ ekki betur séð en að líkamsrækt fari hér heldur hrak- andi. Sakir skorts á leikfimihúsum ger- ist leikfimin æ minni þáttur í kennsl- unni í skólum höfuðborgarinnar. Þessi íþrótt, ein hin fegursta og hollasta í- þrótt, virðist eiga hér formælendur fá um þessar mundir og vera í auðsærri afturför. Ættum við þó ekki að þurfa að hafa verri aðstöðu til iðkunar þess- arar ílþróttar en aðrar þjóðir, þar sem hún er að mestu óháð veðráttu. Það er mjög rætt um heilsubótar- göngur og hollustu útivistar á þessari öld hjartakvilla. En því aðeins fást menn til útivistar sér til sálar- og líkams bótar, að þeim líði þolanlega utandyra. fsland er óvéfengjanlega þannig staðsett á kringlu jarðarinnar, að það jaðrar við að vera heimskautaland. Vet- ur eru hér langir og sumur ekki ýkja heit, og þótt ætla mætti af íslenzkum kvikmyndum, að hér dragi vart ský fyrir sólu, talar reynslan öðru máli. Þetta land er ekki vænlegt til mikillar útivistar fólki, sem ekki getur notið náttúrunnar nema á lognkyrrum sól- skinsdögum. Eitt af frumskilyrðum þess að geta notið útivistar í íslenzku lofts- lagi, er að kunna að klæða sig svo sem hæfir þessu loftslagi. En berum saman klæðaburð skólafólks hér og í nágranna löndunum. Þar er ullarfatnaðurinn enn einkennandi fyrir vetrarklæðnað og skórnir aðrir á vetrum en sumrum. Hér er nælonið að útrýma ullinni á mann- kindinni, en hinsvegar ganga sauðkind- urnar nú iðu'lega í tveimur reyfum í ís- lenzkum högum. Vetur eru hér ærið langir og landið víða snævi þakið meir en hálft árið. Væri því ærin ástæða til að leggja meiri rækt við skíðaíþróttina en gert er. Það skal vissulega játað, að hér í umhverfi höfuðborgarinnar háir það mjög þessari íþrótt hversu umhleypingasöm tíðin er, en þó koma flesta vetur alllangir kafl- ar með góð skilyrði til skíðaíþróttar. En það þarf að kenna fólki það eins og annað að njóta þess að vera á skíð- um. í skólunum mun vera gefið skíða- frí dag og dag, en sjaldan eða aldrei nema einn dag í senn. Slík skíðafrí eru næsta gagnslítil. Krakkarnir eða ungl- ingarnir líta á þau meira sem frí frá lexíum en skyldu til skíðaferðar og reyna oft að snúa sig út úr því með ýmsu móti að nota fríið svo sem til var ætlazt. Úti í Skandínavíu tíðkast það, einkum í páskaleyfum — en þá er einn- ig hérlendis oft beztur snjór og veður- far til skíðaiðkana — að fara með skóla æskuna í vikutúr á skíðum. Þá fyrst komast börnin í þá æfingu, sem gerir skíðaíþróttina að þeirri nautn, sem marg ir vilja síðan ekki án vera. Og þar er lögð áherzla ekki hvað sízt á skíðagöng- ur. Hér færist skíðaiþróttin æ meira í það horf, að láta hala sig á spotta upp á brekkubrún og renna sér svo niður á jafnsléttuna. Óneitanlega eru svig og brun fallegar íþróttagreinar og hollar að auki. Þó hygg ég að ekki sé siður holl sú hreyfing að klífa upp brekku en að bruna niður hana og horft hef ég hér á keppnir í þessum greinum, sem báru helzti mikinn keim af tízkusýn- ingum þar sem stælgæjar kepptu um það, hver bæri skrautlegustu peysuna, stífpressuðustu buxurnar og dýrustu skíðin og skóhnallana, enda kostar þessi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.