Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 4
AÐDRACANDI og fræðslu Því kemur upp mikill mark- aður fyrir laklegar bókmenntir, eða mun meiri en áður hafði verið til stað- ar. Þessi markaður var mettaður með ým iskonar afþreyingarefni. Rómantísku skáldin voru lítt lesin af megninu af hinum nýju lesendum og kaupendur rita þeirra var takmarkaður með fáeinum undantekningum og var það eitt meðal annars, sem fjarlægði þá þjóðfélagi sam tímans. Aukin bókaútgáfa var reyndar eitt einkenni upplýsingatímanna, eink- um þó í Englandi, heftaútgáfur skáld- sagna og einnig fræðsluefnis hefjast fyr ir miðja 18. öld á Englandi, en þar var mest gróska í útgáfu bóka, sem ekki voru beint ætlaðar bókmienntalegum fag urkerum eða bókasöfnurum, þótt slíkar bækur væru einnig gjörðar þar í landi. Áhrif iðnbyltingarinnar komu fyrst í Ijós í Englandi, og þar gætti fyrst þeirrar andúðar á verksmiðjuverum og borgum, sem kemur fram í ýmsum rit- um rómantíkeranna viðar í löndum. Þjóð félagshættir taka að breytast í Eng- landi á síðari hluta 18. aldar í átt til hátta iðnaðarþjóðfélags. Gufuvélin vakti viðbjóð og andstyggð skáldanna vegna alls þess sem henni fylgdi, hávaða og sóts og lífskjara þeirra sem hrúguðust saman í verksmiðjuvférunum, en þótt þetta apparat væri andstyggilegt þá urðu afleiðingarnar af vélvæðingu vefn aðariðjunnar afdrifaríkarL Vélvæðing þeirrar iðju olli efnahagskreppu meðal bænda og íbúa sveitaþorpanna, sem höfðu drýgt tekjur sínar með tóvinnu eins og tíðkaðist víðar í löndum, og þetta hafði nægt íbúum sveita og þorpa ósamt landbúnaði til sæmilegrar af- komu þegar árferði var sæmilegt. Hug- myndir manna á þessum árum um af- komu sveitafólks fyrir iðnbyltingu kunna að vera eitthvað litaðar andúð á breytingunni, en allar heimildir benda þó til þess, að kjör almennings hafi versnað fyrst í stað við breytinguna. Wordsworth skrifar 1817: „Það má sjá mörg merki þess, að íengslin milli stétt- anna, sem voru hver annarri háðar og lifðu í lífrænu samræmi hver við aðra hafi rofnað á síðustu þrjátíu árum. Allt Shelley er nú boðið falt á markaðstorgum og selt hæstbjóðanda." Græn engin voru nú lögð undir reyk spúandi verksmiðjur og sóðalegar borg ir, sem samanstóðu mestmegnis af fá- tækrahverfum, þar sem allt orkaði til þess að gera líf íbúanna sem ömurleg- ast. Þessir íbúar voru fyrrverandi sveita menn og máttu muna sinn fífil fegri. Hófsamt verðmætamat og kyrrstæður atvinnurekstur vék nú fyrir gróða- hyggju og nýjum viðskiptaháttum. All ar þessar breytingar voru þyrnir í aug um viss hluta yfirstéttarinnar gömlu og rómantíkeranna. Áhrifanna frá iðnbyltingunni gætti mjög til þess að fjarlægja rómantík- erana samfélagi sínu og allar þessar breytingar gerðu myndina, sem þeir gerðu sér af þjóðfélaginu enn and- styggilegri. Hér áttu þeir víða sam- stöðu með íhaldsöflum þjóðfélagsins og aðli, sem harmaði horfna tíma og vald og báðir aðilar höfðu megnustu fyrirlitn ingu á þeim öflum, sem stóðu að þess- um breytingum, en það var borgarastétt in. Á sama tíma og rómantíkerar dá náttúruna sem hálfgildis guðdóm, vinna „framfarasinnuð öfl“ að því að sigrast á náttúruöflunum og gera sér náttúr- una undirgefna. Hvergi kom þessi andúð skáldanna eins greinilega fram og í Frakklandi, og í þessari andúð ar einnig falin sú skoðun skáldanna, að skáldið stæði ofar öðrum mönnum, þar eð dularfull tengsl þess við allífið eða náttúruna gerðu því fært að vera leiðtogi manna. „ókrýnd- ur löggjafi“ eins og Shelley sagði. Vict- or Hugo þreyttist aldrei á að hvetja þjóðirnar til þess að hlusta á skáldin og skáldin til þess að hefja upp raust sína: Peuples, écoutez le poéte! Écoutez le réveur sacre!.... Þrátt fyrir áminningar Hugo, var borgarastéttin of upptekin af því að sinna hugðarefnum sínum, til þess að gefa sér tíma til þess að hlusta á boð- skap hinna nýju spámanna. Hugarflug skáldanna varð öllum þorra millistétt anna óskiljanllegt og skilningsleysi ein- kennir héðan í frá viðskipti skálda og borgara. Þeir halda hvor sína leið og skáldin einangrast. „Snillingurinn er allt af misskilinn af samtíð sinni“ varð við- kvæðið. Heimur skáldanna upphófst hátt yfir hversdagslegt þras og umsvif og hugmyndin um sjeníið, snillinginn kvikn ar. Skáldunum virtist ekki ætlaður stað- ur í þjóðfélaginu, verk þeirra virtust engan tilgang hafa, nema í sjálfu sér og nú tekur að bóla á kenningunni um listina vegna listarinnar, L'art pour 1‘art. Misræmi milli þjóðfélags og listar kemur æ gleggra í ljós. Listamennirnir og skáldin lifa fjarri þjóðfélagslegum veruleika. Vísir að þessum einkenn- um hafði komið fram í Þýzkalandi á síðari hluta 18. aldar, og í Frakklandi og Englandi. Skáldin höfðu fyrrum ver ið virkt afl innan þjóðfélagsins, bundn- ir viðurkenndum og hefðbundnum sann indum um trú og sigðgæði. Þeir voru málpípa tríkjandi smekks, verk þeirra tjáning tímanna, sem þeir lifðu, þeir voru meira og minna í takt við eigin samtíð og bundnir henni með fáum und- antekningum, sem sanna regluna. Les- endur þeirra var fámenn yfirstétt, en patróninn stýrði ef til vill oftar penna skáldanna heldur en síðar var álitið. Þetta breytist þegar kiemur fram á síð- ari hluta 18. aldar. Réttur tilfinning- anna og stjálfstæði og réttur einstakl- ingsins gagnvart ríkisvaldi og kirkju leysa skáldin úr viðjum fornra hefða og alhyggju. Allt býr í manninum sjálf- um, einstaklingurinn verður mælikvarði allra hluta. Á renesancetímanum var það „maðurinn" sem var mælikvarðinn, nú verður það hver og einn. Þjóðfélags legar viðjar skáldsins bresta og hann leitar sannleikans og listarinnar í sjálf- um sér. Hann guðgerir sjálfan sig og tjáning hans verður boðskapur hins æðsta og sannasta. Rökræna afleiðing þessa nær svo hámarki hjá Nietzsche í „Jenseits von Gut und Böse“. Sá höfundur, sem bar hæst meðal rómantikeranna á Frakklandi var Vict- or Hugo. í síðustu verkum hans kem- ur þetta gleggst í ljós. Hann var einn þeirra, sem sprengdi hinar hefðbundnu viðjar fransks skáldamáls, sem hafði steingervzt í klassík 17. og 18. aldar. Hugo þenur málið til hins ítrasta, hann notar nýjar myndir í skáld- skap sínum, nýja bragarhætti og tekst það, sem löngum hefur verið talið erfitt á frönsku, að slæva skýra merk- ingu orðanna til þess að ná kvikum hug sýnum í ljóði, tjáningin spnengir ákveðna og takmarkaða merkingu orð- anna og orð ljóðsins leysast upp í lif- andi tóna. Goðsagan, mýtan og táknin fylla síðari Ijóð hans og orðsnilld hans flæðir og fossar. Heimsmynd hans á eitt hvað skylt við kenningar Swedenborgs og Kabbalista, hann sveimar um himin- víddir og heljargljúfur og guð hans er ginnungagap, tóm, stundum persónuleg- ur eða algyði. Hann áleit skáldskapinn guðlegs uppruna og skáldin spámenn, rödd þeirra var rödd guðs. Rómantíkerarnir luku upp nýjum heimi með nýstárlegri notkun málsins. Þeir auðguðu málið og með því tókst þeim að tjá tilfinningar, hugmyndir og ímyndanir sem þeir sóttu til sviða, sem til þess tíma höfðu verið lokuð undir skel forma og hefða klassíkurinnar. Þessi við voru í þeim sjálfum og þaðan kom þeim upprunalegri og ferskari skynjun á tilverunni. Þeir hækkuðu og dýpkuðu tilverusviðið opnuðu endalaus ar víddir og ferleg djúp. Stefnan er hliðstæða frönsku stjórnarbyltingarinn- Framh. á bls. 12 Síra Björn Jónsson var prestur í Hrepphólum í Árne3sýslu í rúma tvo áratugi (1786-1808). Hann var harla einkennilegur náungi og verður sagt nokkuð frá honum hér. Haiui var sonur Jóns bónda í Höll í Þverárhlíð, Óskar Clausen: Síra Hallar-Björn Halldórssonar á Hóli í Norðurárdal, Jónssonar frá Geitaskarði, Egilssonar, — Móðir Jóns í Höll var Margrét Grímsdófctir, Tómassonar frá Borgarholti, Bjarnasonar smiðs, Egilssonar, en móðir Tómasar var Guð.-ún, dóttir Moldar-Brands í Hítárnesi, sem var bróðir Marteins biskups Einarssonar. Kona Jóns í Höll og móðir síra Björns var Valgerð- ur, dóttir 'Björns bónda í Höll. Hún lifði 39 ár eftir lát Jóns fyrri manns síns og giftist aftur og varþriðja og síðasta kona Guðmundar eldra Þorvarðarsonar lögréttumanns í Krossholti, Sigurðssonar á Jörva, Þorgilssonar. Þeirra son var Snæbjörn á Ölverskrossi og víðar, en launsonur Guðmundar Þorvarðarsonar var Bjarni á Ölvaldsstöðum í Borgarhrepp, faðir Ei- ríks á Þursstöðum, sem svo margar kátlegar sögur eru af. Björn prestur var fæddur í Höll 1736, og af því að hann var ættaður þaðan var hann kallaður Hallar- Björn þegar hann var í skóla. Hann var orðlagður raddmaður og var því þetta kveðið um hann: Björn frá Höll með hljóð og sköll, hæst af mönnum syngur, uipp um fjöll með óp og köll, - ærist hann og springur. Hann útskrifaðist úr Skálholtsskóla 1755 eftir 5 ára dvöl þar, og var þá 19 ára gamall — Var síðan djákni í Hítárdal í 5 ár, en síðanvigður 1761 til Meðallandsþinga, þar var hann prestur í 23 ár og bjó í Hólmaseli, en varð að flýja þaðan undan Skaftár- eldum 1783, þegar eldgosið mikla dundi yfir. — Kona síra Björns var Elín dóttir síra Jóns Jónssonar á Þykkvabæjarklaustri, en systir síra Jóns í Holti föð- ur Steingríms biskups. Síra Björn var stórríkur maður meðan hann bjó í Hólmaseli. Honum er lýst þannig: „Hann var ákaflega stór vexti, mikilúðlegur og rammur að afli og frígeðja, — og ókurteis í mörgum háttum sínum. Sagður af sumum allvel gáfaður, þótt lítt gætti þess. Dramb- samur var hann, og stundum ör á góðgerðir við heima fólk og aðkomandi. Elín kona hans var mjög naum til útláta,“ og má sem eitt dæmi um nízku hennar geta þess, að þegar menn voru önnum kafnir við að bjarga fé prestsins undan jarðeldinum í Hólmaseli, og prest- ur fyrirskipaði henni, að veita fólkinu vel, þá hafi hún rennt nýmjólkinni, en gefið síðan fólkinu undan- rennuna og hellti rjómanum ofan á skyrkerin og sagt, að hún mundi vitja aftur skyrkera sinna, en daginn eftir sást aðeins á húsburstirnar upp úr glóandi hrauninu, svo að maddama Elín sá aldrei skyrkerin sín aftur. — Síra Björn rak stórbú í Hólmaseli og var jörðin set- in með mikilli prýði. Þar var stórt tún, girt snyrtileg- um grjótgörðum, og fagurt land umhverfis. Bærinn var ásjálegur, með 8-10 þilhúsum. Þaðan var flutt 20. júní 1783 búslóð og vistir á 30 hestum klifjuðum, og 12 kýr reknar. — 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.