Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 11
2. Hvítur mátar I þrlðja lelK: h 3. Hvítur rnátar í 3. leik: 4. Frumrit 1968. Hvítur mátar í 3. leik: ■ bedtfgh « b c d e t g h Skákdiaemi eftir Sigur'björn Sveins- son. Hvíutr mátar í 5. ieik: • bedefgh « b t d r. f g b Lausnir skákdæma á bls. 14. Olympíuleikur í Mexikó í huust Gífurlegur fjöldi ferðamanna vœntanlegur þangað Það hefur að vísu verið gerð innrás í Mexíkó áður, segja menn þar, en í sumar og haust er búizt við 1.3 millj- ónum manna frá Bandaríkjunum einum og ef til vill álíka fjölda annarsstaðar að. Og flestir verða á ferðinni á sama tíma, þegar Olympíuleikarnir fara þar fram í október. Svo þetta verður aug- ljóslega mikil fiesta fyrir Mexikani og þeir ætla sér líka að græða um leið og þeir auglýsa landið og þjóðina fyrir allri veröldinni. Eins og nærri má geta verður ýmis- legt fleira að sjá í Mexíkó en Olympíu- leikana. Veðrið verður unaðslegt um þetta leyti og laufin verða ekki farin að falla af trjánum meðfram áttföldum akbrautunum á Paeso de la Reforma: hinni glæsilegu aðalgötu höfuðborgar- innar. Margt hefur verið gert til að koma túrismanum í alþjóðlegt nútímahorf. Við tollvörzlu og vegabréfaeftirlit verður enskumælandi fólk, flugsamgöngur verða stórauknar til ýmissa staða innan lands, sem gestirnir munu ef til viU vilja sjá fyrst þeir eru komnir til lands- ins. Þar á meðal eru merktar fornminjar á Júkatanskaga, hinir frægu pýramídar svo og rústirnar af hofunum við Chich- én Itzá. Enda þótt Mexíkóborg telji 7 millj. íbúa, er hún talin merkilega róleg borg: að minnsta kosti er hún það á móti sumum öðrum borgum þar sem hrað- inn á öllum hlutum er augljósari. Svip- að og í öðrum spönskumælandi löndum er hádegisverður varla snæddur fyrr en kl. 2 og menn taka sér góðan tima til að borða, meðan heitast er. Oft er því ekki lokið fyrr en kl 4. og kvöldmat er engan að fá fyrr en kl 9 að kvöldi eða síðar.Sumir Evrópumenn og einkum þó Bandarikjamenn kunna þessu ekki sem bezt og þeirra vegna verða settir upp hamborgarasölustáðir og ýmiskonar afgreiðslustaðir, þar sem fólk fær skjóta afgreiðslu. Það er reyndar varla við því að búast, að langt að komið fólk, sem aldrei hefur Mexíkó augum litið, nenni I i Mexikó verður hinn mikli ferðamanna segull í ár, enda verður þar margt að sjá fyrir utan Olympýuleikana. Hvarvetna blasir þjóðlífið við; gömul kona situr úti á gangstétt og neytir morgunverðar. f Mexikó er mlkill mun un á efnahag manna og aðstöðu. að hanga í tvo tíma við það eitt að tína í sig hádegismatinn. Um þessar mundir er unnið dag og nótt við að ljúka stórkostlegum íþrótta- mannvirkjum að ekki sé talað um velt- ingastaði og hótel. Samtals verður bætt við fjórum stórum hótelum og tugum smærri gististaða. Yfirvöldin búast við einskonar flóðöldu fólks, sem skella muni á Mexikóborg og þessvegna verð- ur reynt að lokka eitthvað af gestun- um til Acapulco, eða á aðra fræga bað- og sportstaði til að létta af höfuðborg- inni. Það er sagt að fortíðin sé Mexíkönum einkar hugleikin og eitt bezta forn- minjasafn heimsins mun vera í Mexíkó- borg, en fleiri Olympíugestir munu þó liafa áhuga á nútimanum í Mexíkó, sjálfri borginni og mannlifinu. Iþróttaleikvangurinn í Mexíkóborg. íþróttahöllin fyrir innanhússiþróttir. 1. júní 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \\

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.