Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 12
Uppáha idóma tur eicj.imnannáiná Spurningunni svarar Bertha Snorradóttir, kona Vignis Guð- mundssonar blaðamanns. Þau búa á Reynimel 80 ásamt syni sínum, Snorra Vigni, kotrosknum snáða, sem langar mikið til að verða stór og segist „eiginlega“ vera í skóla, þó hann byrji reyndar ekki jyrr en nœsta haust. Auk húsmóður- starfsins vinnur Bertha sem sölu- maður og selur fatnað, yzt sem innst. Sem blaðamaður er hús- bóndinn mikið gefinn fyrir það, sem talizt getur blaðamatur, en þar fyrir utan er skata, vel kæst og sterk, með mörfloti, það bezta sem hann fœr. Hann er einnig hrifinn af allri nýbreytni í matartilbúningi og hefur þá ekki síður gaman af að taka að sér kokkamennskuna sjálfur — og með afbragðs árangri, segir Bertha. — Vegna starfs okkar hjónanna fáum við oft óvænta matargesti eða bjóðum í mat með litlum fyrir- vara, segir Bertha, — og þá er oft nauðsynlegt að geta lagað góðan rétt handa fjórum eða sex úr því, sem œtlað var handa þremur. En uppskrift, ja þá fer nú að vandast málið, því að hjá mér er hvorki tekin upp teskeið eða bollamál við matreiðslu, heldur mallað eftir því sem andinn innblæs. Hér verður sagt frá vinsœlum ofnbökuðum rétti, sem hœgt er að búa til, þótt við eigum ekki mikið í búrinu. Hann er búinn til úr hangi kjöti, grænum baunum, spaghetti, harðsoðnum eggjum og osti. Spag- hetti er soðið og bakaður er upp jafningur úr smjörlíki, hveiti og mjólk. Hangikjötið er brytjað smátt og sett út í jafninginn. Síð- an er spaghettið látið í botninn á smurðu, eldföstu fati, hangikjöts- jafningurinn með hliðunum eftir endilöngu fatinu og grœnu baun- irnar á milli. Harðsoðnum eggjum er raðað yfir og miklu af rifnum osti stráð ofan á. Bakað í ofni í um það bil 20 mín. Hrafnkötluútgáfan Framh. af bls. 9 eftir Þorvald Skúlason og Gunnlaug Scheving. Þá er Konungsskuggsjá vænt- anleg í útgáfu Jóns Helgasonar, einnig með nútímastafsetningu. — Hvað er þér nú minnisstæðast, Ragnar, þegar þú hugsar til þessara atburða? — Þetta eru skemmtilegustu dagar, sem ég hef upplifað. „Vorum ekki bara að stríða yfirvöldunum“ — Ég hafði verið á vakt frá kl. 8. um morguninn, en þegar síðdegisvakt- in hófst kl. 5 var mér afhent til setn- ingar handrit að Hrafnkelssögu, segir Stefán Ögmundseon. Þegar ég stóð upp kl. 7 morguninn eftir hafði ég lokið setningu á sögunni og fyrsta próförk var tilbúin. En þá var ég þreyttur. Að því er mig minnir hafði stafsetning ekki verið samræmd á öllu handritinu, sem ég setti eftir, og þurfti ég því að breyta henni jafnóðum. Varð ég fyr- ir þá sök að einbeita mér meira en ella og þess vegna varð setningin erf- iðari. — Hve langur timi leið svo þar til sagan kom út? — Verkinu var hraðað eftir föng- um og ég hygg að bókin hafi verið prentuð næstu nótt. Mun prentun ann- arna bóka ekki hafa verið hraðað meira, en á miklu gat oltið að bókin kæmist fljótt út. — Hafðir þú ekki áhyggjur af því að vera að brjóta lögin með þessu verki? — Nei, ég hafði engar áhyggjur af því. Ég held að okkur hafi þótt skemmtileg tilbreyting að standa í þess- um framkvæmdum. Svo vorum við ekki bara að stríða yfirvöldunum með þessu, helduir vorum við þess einnig fullvissir, að við værum að auðvelda fjölda manna að lesa íslendingasögum- ar. Ég held að það sé ekkert efamál, að með nútímastafsetningu verði sög- urnar aðgengilegri fyrir allan þorra manna. — Hvað kemur þér í hug, er þú minnist þessara atburða nú? — Mér finnst ánægjulegt að hafa átt biut að þessari útgáfu. Hvorki Ragnar í Smára eða Stefán Ögmundsson minntiat neins sérstaks í sambandi við málshöfðunina gegn út- gáfu Hrafnkötlu eða málareksturinn. En dómur var kveðinn upp, 9. júni 1943. En sagt frá honum í Morgunblað- inu 10. júní á þessa leið: „Hæstiréttur hefur nú kveðið upp dóm í Hrafnkötki-málinu, sem mikið hef ur verið rætt að undanförnu. Niðurstaða hæstaréttar varð sú, að lögin um útgáfu fornrita (1,127,1941), sem ákæran byggðist á, brjóti í bág við prentfrelsisgrein stjómarskrárinnar (67. gr.) Voru hinir ákærðu því allir sýknaðir, en þeir voru Halldór Kiljan Laxness rithöfundur, Ragnar Jónsson forstjóri Víkingsútgáfunnar og Stefán Ögmundsson prentari. Það eru tveir af dómurum hæsta- réttar, þeir Þórður Eyjólfsson og ís- leifur Árnason prófessor (í stað Einars Amórssonar), sem standa að þessum dómi. — Þriðji dómarinn, Gissur Berg- steinsson, hafði sérstöðu. Hann taldi hina ákærðu brotlega við fyrrnefnd lög og vildi dæma þá í 400 kr. sekt hvenn. prentfrelsisákvæði stjómarskrárinnar ætti ekki við hér. f forsendum dóms hinna tveggja dóm- ara segir svo m.a.: „Samkv. 67. gr. Btjóroarskrárinnar skal vera prent- frelsi hér á landi, en þó svo, að menn verða að bera ábyrgð á prentuðu máli fyrir dómstólum. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða. Akvæði greinairinnar takmark ast að vísu af því, að áskilja má mönn- um höfundarrétt að ritum og meina öðr- um útgáfu ritanna, meðan sá réttur helzt. En rök þau, sem að því hníga og byggja á nánum, peirsónulegum hags- munum höfundar, liggja ekki til grund- vallar fyrirmælum 2. gr. laga nr. 127 1941. Þau fyrirmæli eru sett til þess fyrirfram að girða fyrir það, að rit, sem greinin tekur til, verði birt breyti að efni eða orðfæri, eftir því sem nán- ar getur í lögunum. Með því að áiskilja ríkinu einkarétt til birtingar rita þess- ara og banna á þann hátt öðrum birt ingu þeirra, nema að femgnu leyfi stjórnarvalda, hefur verið lögð fyrir- farandi tálmun á útgáfu ritanna, sem óheimil veirður að teljast samkvæmt 67. grein stjórnarskrárinnar. Verður refsing því ekki dæmd fyrir brot á ákvæðum 2. gr. laga nr. 127 1941. Samkvæmt framamsögðu eiga hinir kærðu að vera sýknir af kæru vald- stjórnarinnar í máli þessu. Allan sakair- kostnað, bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti, ber að greiða úr ríkissjóði, þar með talin málsvamarlaun kærðu í hécr- aði, kr. 300.00, og laun skipaðs sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 500.00 til hvors“. Hér að framan hefur verið rakinn aðdragandi þeirrair lagasetningar, sem leiddi til málshöfðunar vegna Hrafn- kötluútgáfunnar, vikið hefur verið að útgáfunni sjálfri og dómsniðurstöður birtar. Að liðnum aldarfjórðungi ber mál þetta annan svip en það gerði í hita baráttunnar, og ýmislegt, sem þá þótti sjálÆsagit og mikils vert virðist nú fráleitt og hjákátlegt. En mér virt- ist það erfiðis vert að rifja þetta mál upp, það er sérstætt og lærdómsríkt í menningarsögunni. Sú mynd, sem hér er upp dregin, er að sjálfsögðu í brot- um. Ekki var unnt að taka nema lít- inn hluta úr ræðum þingmanna þar sem þeir rökstuddu mál sitt með og móti löggjöfinni um samræmda stafsetn- ingu foma. En ég ætla þó, að sum ræðu- brotin, sem vitnað hefur verið til, þoli vel að koma fyrir almenningssjónir. Alþingismönnum, sem samþykktu frv. gekk sjálfsagt gott eitt til með þessari iagasetningu og ugglaust hafa þeir haft þá trú, að með þessu væru þeir að vernda og varðveita helgan menning- ararf. Hitt er kaldhæðni örlaganna að Hrafnkatla Laxness fór þrátt fyrir allt sumsstaðar nær fornum texta en útgáfa Fornritafélagsins gerði síðar. En þetta gátu alíþingismenniroir ekki vitað og frá leitt hefur þá grunað, að fjórtán árum síðar bæri Halldór Laxness hróður lands síns um gjörvalla heimsbyggðina fyrir að hefja íslenzkar bókmenntir samtím- ans til öndvegis fslendingasagna. AÐDRAGANDI Framh. af bls. 4 ar og bar í sér sprengiafl, sem verkar enn þann dag í dag. L’art pour l’art og sýmbólisminn. Einangrun rómantísku skáldanna, fráhvarf þeirra frá þjóðfélagslegum af- skiptum og vanmat samtímans á boð- skap þeirra og verkum leiðir þá til „list ar vegna listar.” Þeir snúa algjörlega baki við raunveruleikanum og láta þjóð félagsleg átök lönd og leið. Þeir hætta að líta á sig sem spámenn og boðendur en leita sér huggunar og lifs í list sinni, skáldskapnum. Stefna L‘art pour l‘art skáldanna var barátta fyrir algjöru frelsi, lausn frá öllum hömlum, þjóð- félagslegum, siðferðilegum og andlegum, þeir lifðu aðeins fyrir list sína. Róman- tíkerarnir höfðu mikla þörf fyrir sjálfls tjáningu og hún var jafnframt boðskap ur, öðrum ætlaður. En hið nýja afsprengi rómantísku stefnunnar var lokað öðrum. Eftir byltinguna 1848 mátti greinilega sjá, að skáldin og verk þeirra höfðu tak mörkuð áhrif á framvindu þjóðfélags- ins. Listin og fegurðarsköpun verður þeim allt, þeir eru það alteknir af sjálfum sér og list sinni, að þeir hafa enga hvöt til þess að tjá tilfinningar sínar fyrir öðrum. Einstaklingshyggja þeirra var það meiri heldur en róman- tíkeranna. Þeir lögðu enn meiri áherzlu á mismuninn á þeim sjálfum og öðrum og þar sem þeir virtust ekki geta breytt umhverfinu eftir sínu höfði, þá gerðu þeir hugarheima og reistu sína fíla- beinsturna. „Orðið“ varð þeim heimur- inn og þar með hefst upphafning „orðs- ins“ til galdurs. Gautier krefst „tærra ljóða“, án tengsla við samtímann. „List- in er ekki leið heldur tilgangur í sjálfri sér, sá listamaður sem leitar ekki feg- urðarinnar eingöngu, er ekki listamað- ur“. Þannig mótaði Gautier skoðanir sínar. Parnsassianskólinn er tengiliður- inn milli Gautiers og symbólistanna frönsku og í ljóðum Hérédia vottar fyr- ir þeirri stefnu í Ijóðagerð, sem ætlaði Ijóðinu og skáldskapnum hlut trúár og galdurs. Leconte de Lise er oft talinn upphafsmaður Parnassianismans, Ljóð- in skyldu vtera myndræn og formföst og hjá ýmsum skáldum gætir áhrifa Búdd ismans, en um og eftir miðja 19. öld er tekið að kynna Búddisma í Frakklandi Frumstæð list og annarleg trúarbrögð og skoðanir fjarlægra þjóða höfðu allt- af vakið áhuga rómantíkeranna og sama var að segja um Parnassianismann. Þessi áhugi var af kyni flótta, hlið- stæða flóttans frá nálægum raunveru- leika. Þeir leita langt yfir skammt og hið framandi og annarlega verður þeim tilbreyting. Parnassianisminn hverfiur brátt í skugga symibólismans. Realisminn og naturalisminn voru and stæður rómantíkur og symbólisma, en síðastnefndar stefnur marka ljóðlistina í Frakklandi á 19. öld, og áhrifa þeirra gætir um alla Evrópu í ljóðlist. Fagur kerarnir ensku voru hliðstæða þeirra á Englandi. Rossetti, Pater og Wilde. Frönsku symbólistarnir voru mýstíkerar og kveikja þeirrar stefnu voru ásamt áhrifum frá þýzkri heimspeki, ljóð Baudelaiites. Hann hefur öllum skáld- um fremur verið skapari nútíma ljóða- gerðar, enginn hefur haft slikt áhrif og hann. Hann tengir saman estetík, mýst- isisma og listtrú. Listin fyrir listina verður allsráðandi, rómantíkerar leituðu sér fróunar í nátt- úrunni, estetíkerarnir líta á náttúruna sem formlaust hráefni, sem hægt sé að nota í listaverk. Baudelaire hataði sveit- ina. Borgin var heimili og heimur þess- ara skálda. Hin gamla rómantíska skáldakynslóð var að mestu úr efri lög- um þjóðfélagsins, en upp úr miðri öld- inni kemur bóheminn fram á sviðið, sem oft var sprottinn upp úr neðri lögun- um. Bóheminn er fyrirbrigði frá síðari hluta aldarinnar, hann velur sér félaga úr hópi utangarðsmanna þjóðfélagsins og slítur algjörlega öll tengsl við borg- arastéttina, hann er eða gerist próletar, algjör andstæða borgarans í hugsunar- hætti og lífernismáta, þótt sumir þess- ara bóhema væru úr borgarastétt. Helztu dvalarsstaðir bóhemans voru kaffihúsin, þeir þvælast milli kránna, hóruhúsanna og dansstaðanna. Stund- um leggjast þeir í flakk. Þeir vinna markvisst að því að slíta öll tengsl við ekki aðeins borgarastéttina heldur einn ig evrópska menningu. Þeir reyna að verða þjóðfélaginu að sem allra minnstu gagni og vinna gegn öllu því, sem skap ar öryggi og festu og loks eiru þeir fullir andstyggðar á sjálfum sér, vegna þeirra leifa, sem þeir finna enn sam- eiginlegar öðrum, í sjálfum sér. „Ég er að drepa sjálfan mig“, segir Baudelaire 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.