Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 5
Vissulega kemur okkur Hjalta Geir
Kristjánssyni, framkvæmdastjóra, sam-
an um, að fyrirtæki föður hans Krist-
jáns Siggeirssonar, þurfi vart að kynna
gamalgrónum Reykvíkingum, svo Lengi
hefur vierzLunin við Laugaveg verið snar
'þáttur í umhverfi og átthögum bæjar-
búa. En alltaf er að vaxa upp nýtt fólk
og raunar hefur fyrirtæki Kristjáns
Siggeirssonar tekið allmiklum stakka-
skiptum frá stofnun þess fyrir tæpum
fimm áratugum — það er eitt þeirra fyr
irtækja, sem staðið hafa af sér mikla
umbrotatíma og vaxið og eflzt með ár-
unum. Og það eru ekki aðeins húsgögn-
in, sem vekja athygli okkar, þegar geng
ið er inn í verzlunina — þar er líka
Listlðnaður hvers konar á boðsttófliufm, fag
urlega unnir trémunir, finnskur krist-
all auk íslenzkra leirmuna. En þótt
margt hér gleðji augað, þá var erindi
blaðamanns fyrst og fremst að inna
framkvæmdastjórann sagna um sögu
fyrirtækisins og starfsemi þá, er 'þar
fer fram.
— Faðir minn stofnaði fyTÍrtækið ár-
ið 1919, segir Hjalti Geir, og byrjaði að
vísu smátt. í upphafi verzlaði hann miest
með innflut't húsgögn frá Danmörku,
Svíþjóð og Þýzkalandi, en hann hóf
framleiðslu á húsgögnum sjálfur, þegar
fór að gæta gjaldeyrisvandræða
og innflutningshafta. Fyrirtæki hans
varð brátt leiðandi á þessu
sviði, starfsemi jókst smám saman, það
var byggt við verkstæðið gamla og
ný verkstæði byggð. Upphaflega unnu
5-10 manns við fyrirtækið, en nú starfa
hér um 40, og af þeim vinna 30 við
sjálfa framleiðsluna. Fyrir um það bil
þrem árum ffliuátuim við í nýtt húsnæði
mieð framteiðsluna, sem er 2100 fermetr-
ar að sbærð og fengum Sænsku
hagræðingastöfnunina til að endiurskiipu-
leggja framleiðslufyrirkomulagið sam-
tímis sem við fluttum í hið nýja hús-
næði, í því skyni að fá meiri afköst
út úr hverjuim manni með þeim árangri
að nú, eftir að við fluttum á nýja verk-
stæðið, skilar hver maður þriðjungi
meiri afköstum en áður, og í mörgum
tilfellum mun meiri. Framleiðsluhættir
gerbrieyttuist við þetta nýja fynirkomiu-
lag. Það var að vísu skýrt frá þessari
breytingu á sínum tíma í blöðum, en
aðalbreytingin var fólgin í því að sér-
hæfing jókst. Áður smíðaði sami smið-
urinn hlutinn allan, fylgdi honum eft-
ir þar til hann stóð fullgerður. Núna
er þessu öllu skipt niður, hver maður
vinnur vissan hluta úr stykkinu. Undir
búningsvinna verður því að vera miklu
nákvæmari en áður, því að allt verður
þetta að passa saman og þessu fylgir
auðvitað aukin vélvæðing líka.
— Kostuðu þessar umbætur ekki
geysilegt fé?
— Jú, það gerðu þær auðvitað, en
við höfum með þessu móti getað haldið
verði á húsgögnum stöðugu, úr því ár-
angur af þessum úrbótum var svona já-
kvæður.
— Veistu dæmi þess, að önnur fyrir-
tæki hafi keypt aðstoð sérfræðinga í
vinnuhagræðingu?
— Ég held, að það fari vaxandi, að
fyrirtæki hérlendis notfæri sér sérfræð
inga í vinnuhagræðingu. Hins vegar
gerði það okkur breýtinguna mun hag-
stæðari, að við fluttum samtímis í alveg
nýtt húsnæði. En erlendis er slík að-
stoð sérfræðinga talin alveg sjálfsagð-
ur hlutur.
— Er nokkur sérstök gerð húsgagna
sem þið teggið aðalláherzlu á að fram-
leiða?
— Framleiðslan hjá okkur er ákaf-
lega blönduð og 'það er vissulega að
sumu leyti til óhagræðis í sambandi við
Framnlhald ábls. 13
TILHJVEKam/ AÐ ItL t XItt
GtímLM OG NYíJlM STÍL
Segir Hjalti Ceir Kristjánsson, húsgagnaarkitekt
Hjalti Geir skoðar teikningar og hluta af nýjum stól. ásamt Erlendi Jóhannssyni, einum eizta starfsmanni fyrirtækisins, og
Hafsteini Ágústssyni, sem hefur nýlokið húsgagnasmíðanámi.
Nýar hillu og skápasamstæður, sem
Hjalti Geir hefur teiknað og fyrirtækið
framleiðir.
Hluti af hillu- og skápasamstæðu.
7. júlí 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5