Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 6
2. GREIN Kaffisopinn indæll er... „Eigum vi'ð ekki að fá okkur svolítinn kaffisopa .. ? segjum við hvert við annað, karlar sem konur um víða veröld og miklu líður okkur nú betur þeg- ar við höfum dreypt á þessum dökka drykk. Kaffið er ein af þeim lífsnauðsynjum sem okkur finnst næstum eins sjálf- sagðar og að draga and- ann og hætt er við að okkur fyndist tilveran heldur ömurleg og kulda- leg kaffilaus. En hvaðan kom þessi undursamlegi lífselixir og hver er saga hans? Það eru víst Arabar sem eiga heiðurinn að því a'ð hafa fyrstir uppgötvað gildi kaffisins. Kaffi óx lengi villt í Afríku en sagan segir að notkun þess hafi hafizt með þessum hætti sem nú greinir: Arabískur geitahirðir, nefndur Kaldi á sögunnar blöðum, sem uppi var á 9. öld tók eitt sinn eftir því að hjörð hans hagaði sér í meira lagi undarlega. Við nán- ari aðgæzlu tók hann eftir því að geiturnar höfðu etið ber af sígrænum runn um, er hann hafði ekki fyrr veitt athygli. Hann fór a'ð dæmi þeirra og át nokkur ber og við það komst hann í slíkt sælu- ástand að hann hlaut að dansa um og syngja. Svo rauk hann til fólks síns að segja frá þessum undrum. Arabarnir voru fljótir að komast upp á bragðið — kaffið var þeim þegar til kom dýrmætur staðgengill áfengisins, sem þeir ekki máttu neyta samkvæmt fyrirmælum Kóransins, hinnar helgu bókar Mo- hameðs. Vissulega reyndu margir eldri trúarleiðtog- ar að kveða niður þennan ógjð, sem greip svo fljótt tun sig. Þeir fær'ðu rök að skoðunum sínum, að á- hrifin af kaffibaununum væru svo lík áhrifum á- fengins og Koraninn mundi aldrei hafa leyft neyzlu þeirra. En allt kom fyrir ekki, kaffið varð öll- um predikunum yfirsterk- ara. Karlar, konur, yngri sem eldri og líka börn og unglingar drukku kaffið og útbreiðsla kaffidrykkj- unnar varð geysiör í allar áttir. Svo mikilvægur varð þessi drykkur er fram liðu stundir að sumsstaðar með al Tyrkja var það álitinn hæfileg skilnaðarorsök, atf eiginmaður neitáði konu sinni um kaffisopa. Árið 1554 var opnað í Konstantinópel fyrsta kaffihúsið, sem sögur fara af. Það gerðu tveir kaup- menn, Hakim og Dschems að nafni og kölluðu þeir stofnuna „Mekteb-i-irian“. Þangað flykktust allskon- ar kyndugir náungar, skák og spilamenn, hugsuðir og kappræðumenn og fleiri. Umluktir ljúfri angan kaff isins og þykkum pípureyk ræddu þeir allt milli him- ins og jarðar og reyndu að leysa lífsgáturnar, svo sem menn hafa gert á kaffi- húsum alla tíð síðan. Kaff ið sem þeir Hakim og Dschem báru á borð fyrir gesti sína var ekki mikið öðru vísi en það tyrk- neska kaffi sem enn þekk- ist — og nú skulum við sjá uppskrift af því. Mokka Turque. í ósvikið Mokkakaffi, eins og það er notað í heimi Araba og Tyrkja not um við sterkbrennt kaffi, mjög fínt malað. Eigi að laga kaffið eftir kúnstar- innar reglum þurfum við að hafa IBRIK — það er sérstök gerð af litlum boll- um úr messing eða kopar ig me'ð löngu skafti í hanka stað. í hvern skammt af Mokkakaffi fer 1 teskeið af kaffidufti og 1 teskeið sykurs. Á móti kemur einn bolli eða IBRIK af vatni. Ætli maður að laga fleiri en einn bolla er þann ig mælt í kaffikönnu eða kaffipott, svo margir skammtar sem laga á. Síð- an er ketillinn settur á eld og nú er að bíða rólegur þangað til kaffið sýður upp í fyrsta sinn. Þegar ilmandi, frey'ðandi kaffið stígur, er ketillinn sam- stundis tekinn af eldinum og honum slegið snöggt í einhvern harðan hlut. Þá fellur kaffikorgurinn til botns og það hættir að sjóða. Svo er ketillinn sett ur á eldinn og leikurinn endurtekinn. í þriðja sinn er ketillinn settur á eld- inn en næst þegar sýður er honum ekki slegið við því að kaffikorgurinn á að dreifast jafnt í alla boll- ana. Hin kremkennda froða tyrkneska kaffisins, sem þeir í Tyrklandi nefna Kaimak, er afar mikils- verð enda kölluð „sál kaff isins“. Hún er tekin var- lega með skeið úr katlin- um og skipt jafnt í boll- ana á’ður en kaffinu sjálfu er hellt í þá. Þá er að því komið að húsráðandi eða veitandi kaffisins mæli fram „dairne" — sérstaka kaffi- ósk til handa gestum sín- um. Vilja eflaust allir taka undir hana, því eð efni hennar er lauslega þetta: „Megir þú alltaf eiga kaffi í þínum fórum“. Ekki leið á löngu áður en evrópskir ferðalangar kynntust kaffidrykkjunni og Feneyjakaupmenn fluttu fyrstir kaffi til Evrópuþjóða. Fljótlega upp úr því risu upp kaffi- hús í London og París og einnig þar voru það helzt grínkarlar, heimspekingar, skáld og samræðusnilling- ar, sem gerðust þar tíðir gestir og opnuðu hug og hjarta hver fyrir öðrum yfir rjúkandi og ilmandi kaffibollum. Til Ameríku mun kaffi’ð hafa borizt laust upp úr aldamótunum 1600 en ekki var farið að gefa út leyfi til kaffisölu þar fyrr en árið 1870. Framan af notuðu Ev- rópumenn þær kaffiupp- skriftir, sem þeir höfðu lænt af Tyrkjum og Aröb- um, en svo kom að því að þeir fóru að búa til eigin uppskriftir. Ein sú fyrsta og helzta varð til í Vínarborg og var höfund ur hennar pólskur maður að nafni Georg Kolchitz- ky. Kolchitzky þessi inn- leiddi raunar kaffidrykkj- una í Vínarborg. Hann var staddur í borginni þegar Tyrkir sátu um hana og átti ekki svo lítinn þátt í því að þeir voru hraktir þaðan. Ástandið var býsna alvarlegt og Vinarbúar að því komnir að gefast upp. Tjaldbú'ðir tyrknesku her- mannanna umhverfis borg ina urðu æ stærri og engin hjálp barst utanfrá. Þá bauðst Kolschitzky til þess að freista þess að komast gegnum raðir Tyrkjanna og sækja hjálp. Hann rral- bjó sig, klæddist tyrknesk- um búningi og tókst það sem hann ætlaði sér, komst til hertogans af Lothringen og sótti hjálp. Tyrkirnir voru von bráð- ar hraktir frá Vínarborg en Kolchitzky hlaut að launum 1000 gyllini, bygg- ingarlóð, borgararéttindi og leyfi til að stunda þá atvinnu eða viðskipti sem hann óskaði. Þar við bætt- ist nokkuð, sem enginn kær>ði sig um nema Kolc- hitzky, — 500 stórir sekkir af dökkum kornum úr forðabúri Tyrkjanna. Nokkru seinna opnaði Kolchitzky kaffihús í Vín arborg og hugsaði sér held ur en ekki gott til glóðar- innar, sannfærður um að Vínarbúar yrðu fljótir að komast upp á bragðið. En það fór á annan veg. Þessir glaðværu Dónár- menn, sem vanir voru sæt um og mildum vínum, grettu sig aðeins og fuss- uðu og sveiuðu yfir svo beizkum og römmum drykk. Nú voru góð rá’ð dýr og Kolchitzky var ekkert á því að gefast upp. Hann sá, að eina ráðið væri að gleyma hvernig „ætti“ að drekka kaffi og búa til kaffi, sem félli í smekk Vínarbúa. Þannig varð til það sem hann kallaði Wiener Melange, og hér höfum við uppskriftina: Weiner Melange. Notað er sterkbrennt kaffi eins og áður og það Framh. á bls. 9 OFVITINN Þýzkur gagnrýnandi hefur kallað Croiset „mesta svikahrapp aldarinnar," en alveg er sá dómur á vanþekkingu byggður eins og hleypidómar eru van- ir að vera. Enginn, sem kynnt hefur sér hugskynjanir hans úr fortíð, nútið og framtíð getur látið sér til hugar koma, að nokkrum blekkingum hefði verið unnt að koma við, enda eru vott- festar skýrslur um afrek hans á þessu sviði eitt hið bezta, sem unnið hefur verið í sálvísindum. Á íslandi mundi Croiset hafa verið nefndur Gerard úkyggni, en dr. Tenha- eff, prófessor við sálarrannsóknar- stofnunina í Utrecht-háskóla, hefur bú- ið til sérstakt vísindaheiti fyrir hann og aðra, sem gæddir eru líkum hæfileik- um á sviði fjarvísi og dulargáfna og kallar hann „paragnost“, sem myndað er af grísku orðunum para, sem merkir: meðfram, og gnosis, sem merkir: þekk- ing. Menn þessa mætti kalla ofvita á íslenzku. Frá því 1926 hefur dr. Tenhaeff rann- sakað um það bil 50 ofvita, bæði kon- ur og karla, og telur hann Gerard Croi- set skara langt fram úr þeim öllum. Ekki hafa heldur skyggnihæfileikar nokkurs manns verið rannsakaðir og reyndir til jafns við hæfileika Croisets. Allt frá því að hann kynntist fyrst dr. Tenhaeff árið 1946, hefur hann geng- izt undir þýzk, svissnesk og amerísk próf við sálarrannsóknarstofnunina við háskólann í Utrecht með undraverðum árangri, jafnframt því sem honum hef- ur tekizt með mikilli snilld að leysa af höndum margs konar erfið viðfangsefni, sem lögreglan og fleiri aðilar hafa beð- ið hann að greiða úr bæði á Niður- löndum og með öðrum þjóðum. Til Ut- recht hafa komið í hópum sálfræð- ingar frá öllum álfum heims til að rannsaka gáfur þessa ofvita, og allir hafa þeir farið þaðan slegnir undrun og furðu yfir hæfileikum hans. Einn- ig hefur dr. Teníhaeff ferðazt með hann víða um Evrópu til að leyfa vísinda- mönnum að prófa hugskyggni hans í sínum eigin rannsóknarstofum og með sínum eigin aðferðum, og hefur árang- urinn hvarvetna orðið hinn sami. Það er sérstaklega eftirtektarvert um Croiset, og svo mun vera um fleiri hugskynjunamenn, að þá skeikar hon- um helzt, ef hann reynir að skyggnast eftir einhverju, sem honum gæti komið betur að vita varðandi sinn eigin hag, enda forðast hann að nota gáfur sínar til eigin ávinnings. Margir efunarmenn hafa spurt: Ef maðurinn getur séð hvað sem er, hví fer hann þá ekki á verð- bréfamarkaðinn eða á veðreiðar og græð ir á því of fjár? Ekikert væri Croiset fjær skapi, en að reyna að græða á þessari gáfu sinni. Hann tekur aldrei peninga fyrir skyggnilýsingar sínar, og er ófáanlegur til að gefa upplýsingar um verðbréfasveiflur eða veðreiðar. Einu sinni var hann þó af tilviljun staddur við veðreiðar skammt frá París. Dró hann þá af rælni fjóra vinninga. En hann hraðaði sér strax á brott og sagði: „Þetta andrúmsloft fyllir mig við- bjóði.“ Einnig hefur hann sagt: „Ég hefi þeg- ið þessa hæfileika mína, sem ég sjálfur hef engan skilning á, frá Guði. Ég get ekki notað þá til að græða peninga á þeim, enda óttast ég þá, að þeir verði frá mér teknir. Ég vil nota þá til að hjálpa öðrum og til gagns almennum vís- indum.“ Einkum kveður mikið að því, að Ger- ard Croiset hafi hjálpað lögreglu Hol- lands og margra annarra landa, jafnvel í fjarlægum heimsálfum, til að upplýsa flókin glæpamál, og liggja fyrir um þetta órækir vitnisburðir í hrönnum við rannsóknarstöðina í Utrecht. Fjölda- mör.gtum foreldruim hiefuT hann hjáípað til 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.