Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Síða 8
Svo að ég minnist lítillega aft
ur á þessa örlagaríku ræðu
Adolfs Hitlers, fann ég, að
margir fundu, að hann var
ekki að fara með sannleikann,
þegar hann kenndi Pólverjum
um að hafa byrjað stríðið, að
þeir hefðu ráðist með skothríð
yfir landamærin af fyrra
bragði. Held, að fæstir hafi
trúáð því, að Pólverjar leggðu
í slíkt.
Erfitt er ekki rétta orðið.
„Voru ekki styrjaldarárin í
Þýzkalandi afar erfið?“
„Það er alls ekki rétta orðið.
Erfið voru þau sannarlega, en
það er alltof vægt orð. Þetta
voru hörmungartímar, svo ólýs
anlegir hörmungartímar, að ég
veit að fólk trúir því tæpast,
þótt því sé frá því sagt, hversu
hræðilegt þetta tímabil var.
Margar dagsetningar hafa gróp
ast svo inn í huga mér, að ég
man þessa skelfingardaga, eins
og þeir hefðu gerzt í gær. —
4. desember 1943, 20. febrúar
1944, 7. júlí 1944. Allt eru
þetta dagsetningar, sem fela í
sér ólýsanlega ógn. Maður
vissi aldrei að kvöldi, hvort
maður yrði lifandi að morgni.
Sífelld óvissa og kvíði. Eftir 4.
des. 1943, fórum við eiginlega
aldrei úr fötum, a.m.k. gátum
við alltaf í skyndi gengið að
ytri fatnaði okkar, þótt kol-
niðamyrkur væri á“ Öll borg-
in myrkvuð, engin ljósglæta
mátti sjást út um glugga.
4. desember 1943.
Flugvélar Bandamanna voru
vanar að koma kl. 8.30 að
kvöldi, en löngu áður höfðu
borizt fregnir af þeim, ogbyrj-
aði þá í útvarpinu gaukur að
gala, en stuttu síðar gullu svo
við skerandi væl sírennanna,
og þá varð engum vært nema
í loftvarnabyrgjum.
í nánd við Leipzig var gríð-
arstór veðhlaupabraut, og
héldu margir, að Bandamenn
álitu hana vera flugbraut, og
þess vegna mundu loftárásirn-
ar hafa verið svo harðar á borg
ina.
4. desember var tvímæla-
laust mesti skelfingardagurinn
Eins og ég sagði áður, voru
sprengiflugvélarnar vanar að
koma kl. hálf níu að kvöldi, en
í þetta skipti gullu sérennur-
nnar við kl. hálf tvö um nótt-
ina. í fyrstu héldu menn, að
þetta væru flugvélar á heim-
leið frá árás á Berlín, og hlytu
að vera tómar, en það var nú
eitthvað annað. Þær höfðu að-
eins tekið á sig sveig til Berl-
ínar til að villa um fyrir loft-
vörnum. Aldrei hafði verið
gerð önnur eins árás. Þetta
varð hræðileg nótt, sú hræði-
legasta, sem ég hefi lifað. Eft-
ir hana var húsið, sem við
bjuggum í, ekkert nema kol-
svört rúst. Allt, sem við áttum
hafði grafist undir þúsundum
múrsteina. Þar, sem húsið áður
hafði staðið, var nú ekkert
nema rúst.
Að vísu gátum við flúið til
hinna húsanna, sem skólinn
hafði til umráða, en það sama
var ekki hægt að segja um
fjölmarga aðra borgarbúa, sem
eftir þessa nótt áttu hvergi
húsaskjól. Borgin fagra var
Friðrik Sigurbjörnsson:
Fyrsti dagur
stríðsins
í Evrópu
Síðari hluti
eitt flakandi sár eftir þessa
gífurlegu árás.
„Kem og sæki dótið á mánu-
dag“.
Þá var árásin 20. febrúar
heldur enginn barnaleikur. Ég
má til með að segja söguna
um málarann okkar í sambandi
við hana. Þótt þessar stórárás-
ir munist máski mest, er hinu
ekki að leyna, að oft á milli
stóru höggvanna, voru gerðar
smærri árásir á borgina, og þá
urðu oft minniháttar skemmd-
ir á húsum okkar. Eitt sinn
sem oftar skemmdist eitt skóla-
húsanna allmikið, hurðir
skekktust, gluggar brotnuðu,
hrundi úr veggjum, og maður-
inn minn fékk strax viðgerðar
menn til að gera við þetta, þar
á meðal málara, til að ganga
frá þessu að síðustu.
Laugardaginn 19. febrúar
kemur málarinn til okkar og
segir: „Jæja, þá er þessu lok-
ið. Ég ætla að skilja dótið mitt
eftir. Ég kem á mánudaginn að
sækja það.“
En það voru ekki spádóms-
orð, því að sunnudagsnóttina
20. febrúar gerðu sprengjuflug-
vélarnar eina stórárásina til á
Leipzig, og eftir hana var ekk
ert eftir af þessu húsi okkar,
ekkert málaradót til að sækja.
Eftir stórárásina 7. júlí fórum
við að hugsa okkur til hreyf-
ings me’ð að flytja skólann upp
í Sveit, og af því varð, að við
fluttum starfsemina til Thúring
en, og á ég fáeinar myndir
frá þeim tíma. Ég á engar
myndir af rústum, því að strang
lega var banriað að taka mynd-
ir af rústum.
Ýmis önnur bönn voru einn-
ig. Til dæmis lá líflátsrefsing
við því að hlusta á erlendar
útvarpsstöðvar.“
„Sáuð þér nokkurntímann
höfuðpaurinn, Adolf Hitler?"
„Já, eitt sinn í Berlín. Það
var daginn, sem hann kom sig-
urglaður heim frá Austurríki,
eftir að hafa innlimað það í
Stórþýzkaland. Ég stóð við
gluggann ásamt vinum mínum,
þegar foringinn ók framhjá í
bíl sínum. Það voru óskapleg
fagnaðarlæti.
Annars mátti maður varast
að segja of mikið, ef margir
voru viðstaddir, þá kom upp
orðtakið um „þýzku hreyfing-
una“. Maður leit fyrst um öxl
til beggja hliða, og þá fyrst
gat maður talað, ef enginn
grunsamlegur var nærri. Þetta
var kallað „þýzka hreyfingin“
Stundum voru loftvarnarmerki
gefin snemma um morguninn,
og ekki kölluð aftur fyrr en
seint um kvöldið, og allan þann
tíma mátti maður dúsa í loft-
varnarbyrg j um. “
„Er það ekki ægileg lífs-
reynsla að lenda í svona
spengjuregni?“
„Jú, það er víst áreiðanlegt.
Maður lærir að starblína ekki
á jarðneskar eignir. Þær reyn-
ast svo oft fánýtar á svona
tímum. Þær geta orðið að ösku
og steinahrúgu á örfáum augna
blikum um dimma nótt og mað-
ur á ekkert eftir að morgni.
Það kennir okkur líka, hvað
hægt er að komast af með lít-
ið til að lifa á. Maður þarf
ekki alltaf að vera að kaupa.
Þrengingartímar, eins og þess-
ir, eru þrátt fyrir allt mikill
skóli fyrir mennina. Ég man
t.d. eftir því, þegar Lúðvík sál-
ugi Guðmundsson skólastjóri
kom hingað eftir stríðið til að
huga að líðan íslendinga og
aðstoða þá við að komast heim.
Hann kom hingað tvisvar. Ég
sagði honum, að ég vildi ekki
yfirgefa manninn minn, og til
heimferðar hugsaði ég ekki
fyrr en hann var dáinn í ágúst
1948. En því minnist ég á
þessa ferð Lúðvíks, að vetur-
inn áður en hann kom i seinna
skiptið höfðum við ekki smakk
að kartöflur allan veturinn, og
þannig var það víst um lang-
flesta. Lúðvík hafði pata af
þessu, ók í bifreið sinni til Dan
merkur, fyllti bílinn af 75
punda kartöflupokum og
deildi þessu magni út meðal
fslendinga. Ég held ég gleymi
aldrei þeirri gleði, þegar Lúð-
vík ók í hlað með kartöflur-
nar. Svona getur neyðin gert
mann nægjusama
Ég fór heim 1948 um Dan-
Nemendurnir hafa komið sér
inni til Thúringen.
mörku, og hér hef ég svo búið
síðan, ánægð yfir mínu góða
landi, sem svo blessunarlega
hefur sloppið við hörmungar
styrjalda yzt á Ránarslóðum."
Spjallað við Hinrik
„Það var ekki vígreif þjóð,
sem hóf styrjöldina 1. septem-
ber 1939. Það var hnípin þjóð
í vanda. Þeir voru allir slegn-
ir. Bjuggust ekki við, að þetta
myndi ganga svona langt.
Treystu því, að Adolf Hitler
myndi varðveita friðinn.“
Hér er það Hinrik Guðmunds
son verkfræðingur, sem licfur
orðið, þegar við sitjum gegnt
honum í stofunni að Heiðar-
gerði 13 hér í borg fyrir
skömmu. Ætlun okkar er að
frétta hjá honum, hvernig þessi
fyrsti stríðsdagur leit út í aug-
fyrir aftan á vörubíl á leið-
um hans, en þá vann hann í
ölgerð í Suður-Þýzkalandi, en
það var hluti af verkfræði-
námi hans síðar í Múnchen.
Hinrik hefur fengist við ölgerð
eftir heimkomuna, en er nú
framkvæmdastjóri Verkfræð-
ingafélags íslands.
„Ég átti eiginlega heima úti
í sveit, þegar þetta byrjáði, í
smáþorpi, sem taldi 400 manns,
og hét Kleinkötz í Schwaben,
rétt hjá Ulm. Þar vann ég við
ölgerð. Víst var fólk slegið. En
mér fannst eiginlega ekki vera
um mikla spennu að ræða hjá
þessu fólki dagana á undan.
Máski hefur það verið vegna
þess, að þetta voru bændur,
sem ræktuðu sína jörð og
voru ekki sérlega uppnæmir
fyrir því, þótt eitthvað gengi
úrskeiðis hjá þeim úti í hin-
Flutningur skólabarna úr London 1939.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
7. júlí 1968