Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Síða 11
frskt kaffi. Til þess að búa til ósviki'ð írskt kaffi þyrftum vio að hafa ósvik in írsk kaffiglös, sem eru há glös á fœti. En í staðinn getum við notað teglös eða háa kaffibolla. Hinsvegar þurfum við að hafa viský, helzt írskt viský, púður- sykur (það er allt í lagi þó að hafa hvítan strásyk- ur) og dttlítinn rjóma. Og þá byrjum við að búa til írskt kaffi. I hvert glas setjum við tvær fingurbjargir af viský og tvær teskeiðar af sykri. Þá er að hræra vel í þessu og hella sdðan í glasið heitu sterku kaffi, þar til eftir eru 2—3 cm að rönd- inni. Þá grípum við rjóm- ann og skeið og látum rjómann renna hægt eftir bakhlið skeiðarinnar ofan í kaffið. Á rjóminn þá ekki að blandast kaffinu. Og þá er drykkurinn tilbúinn. Kósakkablóð. Næst sjáum við hverrlig kósakkar bjuggu til kaffi í gamla daga, eftir því sem okkur er sagt. í uppskrift- inni okkar segir að mjög sé viðeigandi að leika hljómplötu með Don Kó- sakkakórnum me'ðan þessi tegund kaffis sé borin fram, það geri áhrifin enn- þá sannari og rómantísk- ari. En uppskriftin er þessi. Við hellum upp á sterkt og gott kaffi og bætum síðan í það jafn miklu magni af rauðvíni. Látum síðan suð- una rétt koma upp og hellum í teglös. Þá er loks bætt við einu staupi af vodka í hvert glas. Örv- andi drykkur, vissulega. Hollenzkt kaffi. Enn ein tegund af kaffi, blönduðu áfengi. Við tök- um stóra bolla fyllum að hálfu með sterku kaffi, bætum síðan í líkjör eftir smekk, sérstaklega er mælt með eggjalíkjör. Þá setjum við dálitla slettu af þeytt- um rjóma ofan á og skreyt um méð fínmöluðu kaffi- dufti og kakói. Mörgum þykir gott að blanda saman kaffi og kakói. Til er uppskrift, sem nefnist „Mokkakaffið hennar ömmu“ mjög ein- föld. Þar er blandað saman sterku kaffi og jafnmiklu af löguðu kakói og stund- um notaður þeyttur rjómi með. Frá Brazilíu er til önnur uppskrift þar sem súkkulaði er brætt í kaffi, bætt í miklum sykur (eftir smekk þó) og örlitlu salti. Þetta er látið sjóða upp og stöðugt hrært í, síðan bætt í jafnmikilli mjólk og kaffið var, og suðan látin koma upp á ný. Þess þarf að gæta að hræra í á méð- an. Sumir segja að gott sé að bregða rjómaþeytara í drykkinn smástund, svo að hann freyði dálítið, áður en honum er hellt í boll- ana. Við skulum ljúka þessu spjalli um kaffið með góðri uppskrift af Iskaffi, enda heppilegasti tíminn fyrir það núna. Þó er þetta alltaf skemmtilegur réttur að bera fram og hressandi drykkur jafnt vetur sem sumar. ískaffi: (Café frappé). 4—5 glös. 6 dl sterkt kalt kaffi, 1 1/2 dl rjómi, 3/4—1 dl sykur. Blandið þessu saman og hellið í form og stingið í frystihólf ið. Þar er blandan látin stífna en síðan er henni skipt í glösin, — há, kæld glös, og skreytt með þeytt- um rjóma. Má ætla að fari 1—1 1/2 dl af rjóma á þennan skammt. Borið fram strax og borðað með skeið eða, sem er ennþá skemmtilegra, sogröri. CROISET Framh. af bls. 7 Heimili Croisets. Við útidyrnar á heimili Croisets í Utrecht er nafnspjald, sem einungis stendur á: GERARD CROISET. En svo kunnur er hann í borginni, að ef ein- hver ætlar að heimsækja hann og gef- ur bifreiðastjóranum götunafn og núm- er, segir bílstjórinn venjulega Croisets hús? Þetta er þriggja hæða hús á rólegum stað nærri bugðóttum, gömlum skurði. Hann býr þarna með þremur sonum sín- um og dóttur, sem gift er tónlistar- manni. Húsið er með sjónvarpi og búið öllum þægindum og veggir þaktir af olíumálverkum eftir son hans, sem um stund dvaldi við prentlistarnám í Par- is. Croiset talar hollenzku, þýzku og of- urlítið í ensku. Hann reykir hvorki né drekkur nema einstöku sinnum létt vín, en mjólk. þykir honuim þó betri. Yfir- leitt gengur hann heldur hirðuleys- islega til fara, venjulega í ljósum föt- um og sportskyrtu. Enda þótt foreldr- ar hans ynnu bæði við leikhús og bróð- ir hans sé 1-eikari, kiemiuir hann þangað aðeins örsjaldan, gefur sér ekki tíma til þess. Hugurinn snýst einvörðungu um starf hans. Hann er nokkuð ákaflynd- ur og eirðarlaus, þykir gaman að ferð- ast, en dvelur þó hvergi lengi í senn. Einu sinni sem oftar var hann á ferðalagi með dr. Tenhaeff og komu þeir á stað, þar sem var undrafagurt landslag. Prófessorinn fór að dást að umhverfinu og vildi nema staðar og stakk upp á því að þeir tækju sér þar dálitla hvíld. En Croiset gaf því lítinn gaum og sagði: „Hérna sá ég í gær ýms- ar sýnir.“ Þannig er hann stöðugt upp- tekinn af sínu innra lífi, og gefur sér stundum varla tíma til að borða. Hann getur verið einþykkur með köflum og barnalegur í aðra röndina, en er þó jafn framt gæddur ýmsum aðlaðandi eigin- leikum barnsins. Hann er einlægur og vill gera þeim til geðs, sem honum þyk- ir vænt um og gengst upp við lofsyrði. Það er ekki hægt að vera honum reið- ur til lengdar, segir dr. Tenhaeff. Landar hans líta á hann sem eins konar Nostradamus Niðurlanda. Munu haefiileikar hans geta orðið lykill að leyndardómum manns- hugans og stuðlað að lausn alheimsgát- unnar? Hver sem dómur sögunnar verður, er það víst, að hann hefur leyst fleiri vandræði samtímamanna sinna en nokk- ur ofviti annar. Hann hefur vakið að nýju áhuga Evrópumanna fyrir hug- skynjunum. Frá því Brezka sálar- rannsóknarfélagið var stofnað upp úr 1880, hefur aldrei verið meiri vakandi áhugi fyrir rannsókn á undrahæfileik- um mannssiálarinnar en nú né skilnin.g- ur á því, hvaða gerbylting í heimsskoð- un sú rannsókn kann að valda. Verða nú tekin nokkur dæmi um hug- skynjanir hans. Prófessorsdóttirin, sem týndist í Kan- sas. Carol hét hún, hávaxin og aðlaðandi tuttugu og fjögurra ára gömul stúlka, dóttir háskólakennarans Walter E. Sandelius og konu hans, sem bjuggu að 1120 Missisippi stræti, Lawrence í Kan- sas. Hún hafði fengið taugaáfall og dvalizt um tíma í sjúkrahúsi í Topeka í Kansas. Hinn 18. október 1959, hvarf hún af sjúkrahúsinu og gat enginn gert sér í hugarlund, hvað af henni hefði orðið. Lögreglan í bænum leit- aði að henni árangurslaust. Faðir hennar, sem kennt hafði stjórn- lagafræði við háskólann í Kansas um fjörutíu ára bil og var í háskólaráðinu, var ekki líklegur til að rasa fyrir ráð fram. Hann hafði á sínum tíma fengið Rodes-níámsstyrk, tekið próf við Ox- ford háskóla á Englandi og við Brook- lin stofnunina í Washington og verið formaður nefndar, sem endurskoða átti stjórnskipun í Kansas-fylki. „Auðvitað vorum við hjónin ákaflega áhyggjufull, þegar lögreglunni tókst ekki að finna Carol,“ sagði dr. Sande- lius við rithöfundinn Jack Harrison Pollack, sem segir frá þessum atburði í bók sinni um Croiset. „Ljósmyndum af Carol hafði verið dreift um allt Kan- sas og nálæg fylki. Og eins og vant er að vera, fengum við flugufregnir hing- að og þangað að, frá fólki, sem þótt- ist hafa séð Carol í þessari borg eða annarri. Við ókum mörg hundruð mílur til að reyna að hafa upp á henni, en allt kom fyrir ekki. Hún var horfin, eins og jörðin hefði gleypt hana, og lét hvergi eftir sig nokkurt spor.“ „Þegar þannig var liðinn hálfur ann- ar mánuður, vorum við foreldrarnir reiðubúin að grípa til hvers konar ör- þrifaráða. Ég hafði einhvern tímann lesið eitthvað um prófessor Tenhaeff og tilraunir hans mieð Croiiset, og hvern- ig þeir hefðu stundum hjálpað lögregl- unni í Hollandi að hafa upp á týndu fólki. Mér þótti rétt að reyna þetta. engu var að tapa.“ Svo gerðist það seinni hluta dags hinn 11. desember, að dr. Sandelius sím- ar til dr. Tenhaeffs í Utrecht, um það bil 7800 km vegalengd, og spyr: „Hefur herra Croiset niokkru sinni reynt að ráða fram úr annarri eins gátu og þess- ari um hvarf dóttur okkar, þótt aðeins sé talað við hann í síma?“ „Komið hefur það fyrir," svaraði dr. Tenhaieff á reiprennandi ensku. „Get ur þú símað aftur á morgun kl. 3 síð- degis eftir y'kkar tíma, sam er kll. 10 ár- degis hjá okkur. Þá skal ég sjá um að Croiset verði hér viðstaddur í rann- • sóknarstof nuninni. “ Daginn eftir fór fram 20 mínútna sam- tal milli prófessorsins í Kansas og Croi- sets og var dr. Tenhaeff túlkur. Fyrsta spurning Croisets var þessi: „Er nokkur á í nánd við sjúkrahúsið, þar sem dóttir þín dvaldi?“ „Já,“ s varaði faðirinn. „Kansas-áin er þar rétt hjá.“ „Ég sé dóttur þína hlaupa yfir stóra grasflöt og síðan fara yfir brú. Nú er hún stödd þar sem eru verzlunarbúðir og í grennd við þær stórt vatn með bryggjum þar sem margir smábátar eru. Ég sé hana fara eitthvað í vöru- bíl og svo í stórum rauðum bíl.“ „Er hún enn á lífi?“ „Já, og berðu engar áhyggjur út af henni. Að liðnum sex dögum muntu heyra eitthvað meira um hana. En gerðu svo vel að senda mér í flugpósti mynd af henni og vegakort yfir Kan- sas og nærliggjandi fylki. Sex dögum seinna, hinn 17. desember, kl. 8 gekk dr. Sandelius að símanum í íbúð sinni til að tala við Tenhaeff pró- fessor og Croiset eins og ákveðið hafði verið. En þegar hann var að lyfta upp talfærinu varð honum litið inn í dag- stofuna og sá þá sér til undrunar, að Carol sat þar í sófanum. „Þetta var bezta jólagjöfin, sem við hjónin gátum fengið,“ sagði prófessor- inn er hann símaði til Utrecht til að skýra frá þessum gleðitíðindum." Ég vi'lidi að prófessor Teníhaefif og herra Croiset yrðu hinir fyrstu utan fjöl- skyldunnar að frétta um þetta“. Allt, sem Carol sagði foreldrum sín- um seinna um ferðalag sitt, kom alveg heim og saman við það, sem Croiset hafði séð. Hún hafði fengið þá hug- mynd, að sér mundi fyrr batna, ef hún færi af sjúkrahúsinu. Hún hafði hlaup- ið yfir grasflötina og farið á brúnni yfir ána. Eftir að hún kom út á Kansas- þjóðveginn, sem liggur rétt hjá Topeka, komst hún í stóran rauðan bíl með tveim ur hermönnum frá Topekaflugvellinum. En er hún sagði þeim, að hún hefði hlaupizt á brott að heiman, létu þeir hana út úr bílnum í Suður-Kansas. Skömmu seinna tóku roskin hjón hana upp af götu sinni, en þau voru á suð- urleið. Unnu þau við sýningar gaman- leikja í smábæjum og þorpum og ferð- aðist Carol með þeim. Þetta voru vin- gjarnleg hjón og hjálpaði hún þeim til við leiksýningarnar. Hafði hún að vísu safít beim, að hún væri farin að heim- an, en ekki gefið þeim upp rétt nafn sitt. Sama kvöldið, sem faðir hennar tal- aði við Croiset, var hún stödd í borg- inni Corpus Christi í suðaustur Texas rétí við Mexico flóann. Þar voru marg- ir hraðbátar bundnir við bryggjur, skammt frá verzlunarhverfinu. Sögðu bá hiónin við Carol: „Mundi nú ekki vera gaman að vera heima um jólin hjá pabba og mömmu?“ Carol játaði þvi, og pau gáfu henni peninga fyrir íarl meo langferðavagni. Kom hún til Lawrence snemma morguns þann 17. desember, hæfiilega snemma til þess að rætast mætti spásögn Croisets, að þau mundu „heyra eitthvað ákveðið frá henni eftir sex daga.“ „Herra Croiset kórónaði skyggnilýs- ingu sína með þessari nákvæmu forspá, sagði dr. Sandelius að lokiuim. Að vísu nefndi hann ekki Corpus Christi á nafn, en lýsing hans á staðnum, þar sem hún var stödd á þessu augnabliki kom alveg heim og saman. Ég hef það á tilfinn- ingunni, að ef hann hefði verið búinn að fá myndina af Carol, bréf frá okkur og vegakortin, mundi hann hafa getað gef- að ýmsar frékari upplýsingar. En nú var dóttir okkar komin heim, eftir þessa sex daga eins og hann hafði sagt, og var því ekki þörf á frekari upplýsing- um. „Ég hafði lengi haft grun um að eitt- hvað væri til í því, sem kallað er hug- skynjanir (ESP). Nú veit ég það.“ Beinið úr Mannætuhelli. Gerhard Croiset hefur ekki aðeins aðstoðað lögregluna í leit að týndu fólki og með því að upplýsa glæpamál, hann hefur líka aðstoðað lærdómsmenn með því að gera grein fyrir torráðnum steingervingum og ævagömlum handrit- um. Frá einu slíku atviku segir dr. Mar- ius Vailiklhoiff, kennari við Witwaters- rand háskólann í Johannesburg og for- seti Suður-Afi'íku sállarrannsóknarfé- lagsins. Dr. Valkhoff var staddur í sálarrann- sóknarstofnuninni í Utrecht 17. desem- ber árið 1953 hjá prófessor Tenhaeff. Á borðinu hjá þeim voru ofurlitlar öskjur með smásteinum, en inn á milli þeirra var dálítil beinarða, sem þó var erfitt að koma auga á, því að hún bar líkan lit og steinmolarnir í kring um hana. En þegar Croiset kom inn i stof- una, gekk hann strax að borðinu og var eins og beinið drægi hann að sér eins og segull. Croiset var í svo miklu uppnámi, að hann gleymdi að heilsa. Það var eins og hann væri í hálftranci, þegar hann kom inn. Hann tók beinörðuna undir eins úr öskjunum. Dr. Valkhoff hafði fundið þetta litla steinrunna bein í hinum fræga Mann- ætuhelli í grennd við Mamathes í Bas- utolandi. „Það var ekkert við beinið sem gæti bent til þess, hvaðan það væri upprunnið," segir þessi lærdómsmaður frá Suður-Afríku, „og við sögðum ekki orð um það. Beinið gæti hafa verið LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H 7. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.