Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 14
Já, okki lítúr það fallega út.á prenti. en sannleikurinn er sá, að það er jafn- ljótt í munni. Þetta er linmæli, sem við ættum að venja okkur af. Vitur maður íslenzkur hefur sagt, að réttmæli væri undirstaða réttritunar. Þess vegna eru þessar ritvillur algengar hjá unglingum á linmælissvæðum. Og gamlir menn, sem engrar eða mjög lítillar tilsagnar hafa notið í æsku skrifa þannig, ef þeir eru fæddir á linmælissvæði. Hér ættum við að taka norðlenzka framburðinn okkur til fyrirmyndar, þótt það kosti okkur nokkurt átak. Hinn fagri harði framburð ur er á undanhaldi í landinu. Ef ekk- ert verður að hafzt til þess að varð- veita hann, er því aðeins tímaspursmál hvenær hann er horfinn með öllu. Greinilega má til dæmis sjá þetta und- anhaid með því að bera saman fram- burð Siglfirðinga og Akureyringa. Hin ir síðarnefndu halda enn hreinum hörð- um framburði, en hann er tekinn mjög eð blandast linum á Siglufirði. Geri ég ráð fyrir, að þetta stafi að miklu leyti af því, að Siglufjörður var árum sam- an hin mikla löndunarstöð síldaraflans og þangað safnaðist fólk á sumrum í þúsundatali frá linmælissvæðunum og hafði óholl áhrif á hinn harða framburð bæjarbúa. Ef við föllumst á framangreindar framburðarreglur, þurfum við því að tileinka okkur hinn norðlenzka harða framburð. En geta Morðlendingar þá ekkert af okkur lært? Jú, hv-framburð- inn. Kjarna hans er að finna í Vestur- Skaftafellssýslu. Og eins og segir í framangreindum framburðarreglum er hv-framburður æskilegri en kv í upp- hafi orða eða orðliða, þar sem svo á að vera samkvæmt venjum og uppruna málsins. Norðlendingar hafa yfirleitt ekki hv. heldur kv-framburð, sem akki er í sam- ræmi við rétt ritað mál, og mættu því þar um bæta, öldungis eins og við í sambandi við harða framburðinn. Segja því: Hver, Hvað, Hveiti, Hvönn Hval- ur, en ekki kver, kvað, kveiti, kvönn kvalur. Getur jafnvel verið um merk- ingarmun að ræða eftir því hvor fram- burðurinn er hafður, sbr. fleirtala af orðinu hvalur (með kv-framburði: kvai ir). Þótt lengi megi að sjálfsögðu deila um fegurðarsjónarmið, þá er líklegt, að flestir ísilendingar kjósi rétmæli, hv- framburð og harðmæli heldur en flá- mæli, kv-framburð og linmæli. Um það hvernig fari eigi að kenna nýjan framburð er að finna nákvæim- ar skýringar í riti dr. Björns Guðfinns- sonar Breytingar á framburði og staf- setningu. Það er athygli vert, að þulir hljóð- varpsins hafa tileinkað sér harðan fram burð og hv-framburð, þótt flestir þeirra hafi ekki alizt upp við hann. Hjá þulum sjónvarpsins, sem eru yfirleitt yngri í starfi, er framburður enn all-blandað- ur og á reiki. Annars má iðulega heyra bæði í hljóð varpi og sjónvarpi næsta brosleg lat- mæli. Ef taka ætti bókstaflega kynn- ingu vinsæls útvarpsþáttar, þá er hann gerður af fóli eða fyrir fól. Hanm er nefnilega jafnan kynntur sem „Lög unga fólsins“. Þegar sjónvarpið hóf göngu sína töluðu þulir þess mikið um „starsemi" þess. Ekki mun þó orð þetta eiga neitt skylt við sögnina að stara, eins og ætla mætti. Og enn er þessi „starsemi“ í fullum gangi. Þá missa þeir og jafnan niður p-ið af orðinu sjón- varp, þegar það stendur í eignarfalli. Þannig að „starsemi sjónvarsins geng- ur vel.“ Þá skulum við athuga lítið eitt aðra hlið mælts máls, þar sem mikilla og skjótra úrbóta er þörf. En það er í sam- bandi við lestur, 'sem ætlaður er öðrum til áheyrnar. Það er raun að hlusta á lestur flestra íslendinga. Hann er yfirleitt ákaflega blæbrigðalaus og svæfandi. Virðast menn hafa tekið hver upp eftir öðrum einhvern þrautleiðinlegan, tilbreytingar lausan tón, sem almennt gengur undir nafninu „lestrartónm“: og það sem verst er af öllu, áherzlur ýmist engar eða vit- lausar. Fæstir heyra sjálfan sig og hyggja því ef til vill að hér sé farið með ýkjur einar.En það þarf ekki ann- að en að biðja tólf ára gamalt barn ('sem skólarnir telja orðið læst) að lesa eitthvað fyrir sig, og þá mun framan- greind lýsing á lestrinum ekki reynast fjarri sanni. Og fæstum fer nokkuð fram í þessum efnum með aldrinum. Skal nú reynt að grafast fyrir ræt- urnar á þessu hvimleiða fyrirbrigði og benda á a.m.k. einhverjar þeirra or- saka, sem þessu kunna að valda. Er þá fyrst eðlilegast að átta sig á því, hvað lestur er. Leistur er vitan- lega flutningur hugsunar. Þegar lesið er fyrir aðra er maður að flytja þeim hugsanir höfundar þess sem lesið er. Það sama á sér vitanlega stað, þegar maður er að tala við annan mann eða segja honum frá einhverju. að er því sameiginlegt venjulegu mæltu máli og lestri, að hvorttveggja er flutningur hugsunar. Á þessu tvennu á því ekki að vera neinn munur. En hver er reyndin? Menn þurfa ekki annað en hugsa sig um andartak til þess að minnast þess, hve fslending- ar lesa allt öðru vísi en þeir tala. Það er engu líkara en hið lifandi, blæ- brigðaríka talmál deyi í munni manna, þegar þeir lesa. Það breytist í hinn steindauða „lestrartón“. Ef það er rétt, að lestur öðrum til áheyrnar og mælt mál sé eitt og hið sama, n.l. flutningur hugsunar, þá er næst að athuga, hvers vegna menn lesa allt öðru vísi en þeir tala. Það er meðal annars sjónin, sem veld- ur því. Menn hafa tilhneigingu til þess að bera fram alla stafi, sem þeir sjá fyrir framan sig, og ekki þá sízt þegar þeir ætla að vanda sig, En með því að gera það brjóta þeir með ýmsum hætti hefð mælts máls og málfarið tekur að fjarlægjast það meira og meira. í öðr- um tilfellum átta menn sig ekki á því, að í mæltu máld eru vissir stafir bornir fram með mismunandi hætti, t.d. ýmist mjúkt eða hart, og fer það eftir ákveðn- um reglum, eins og sýnt skal fram á hér á eftir. Tökum til dæmis einfalda setningu: „Ég sagði henni að koma.“ Með því að bera alla stafina skýrt fram í þessari stuttu setningu höfum við þegar vikið talsvert frá venjulegu mæltu máli, því þannig talar enginn íslendingur og ætti því vitanlega ekki heldur að lesa. Auk þess hefur þessi lestrarmáti í för með sér vitlausa áherzlu, n.l. á orðinu „henni“, sem samkvæmt eðli málsins er áherzlulaust, en hlýtur að fá áherzlu ef h-ið er borið fram. Ef við erum sam- mála um, að lesa beri eins og talað er, þurfu'm við því að átta okkiur á því, hvernig við myndum segja þessa setn- ingu. Við myndum segja hana svona: „Ég sagð‘ enni að koma.“ Ef lestur- inn á að vera eðlilegt mál á því að lesa setninguna þannig. Eins og við sjá- um hefur gerzt hér tvennt, h-ið hefur falið niður í framiburðiniuim og i-ið aft- an af sögninni vegna samruna. Lesar- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.