Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 3
ISLENSK NUTIMALJOÐLIST EFTIR JÓHANN HJÁLMARSSON _ 9. HLUTI SVO AÐ UOÐIÐ ME6I im 2. hluti greinar um Stein Steinarr Steinn Steinarr II Spor í sandi, sem kom út 1940, hefst táknrænt á ljóði, sem nefnist Bló'ð. Síð- an kemur Haf, ljóð um ferðir: „brim- gný ókunmra hafa". Hvaða ávinning hefur skáldið hlotið: Og á botni hins órœða djúps hef ég vitund og vilja minn grafið, og ég veit ekki lengur, hvort hafið er ég eða ég er hafið. Er svarið að finna í ljóðinu Form? Ég sit og bíð. Mitt blóð er þungt og mótt. Og allir hlutir eiga markað form, annarlegt form, sem engan tilgang . hefur. Ég sit og bíð. Mitt blóð er þungt og mótt. Og myndlaus veröld handan dags og draums mun stíga fram úr fylgsnum hjarta míns og drekkja hverju formi í djúpi sínu. I Orð, talar skáldið um „vængjað orð" sitt, lýsir því hvernig það öðlast merkingu: Mitt vœTigjaða orð, sem þú uildir ei heyra, er vaxið utan um líf þitt og sleppir þér ekki. Hér talar stolt skáld, sem veit að það hefur unnið sigur. ,,Skáld er ég ei, og innblæstrunum fækkar", getur hftnn þess vegna leyft sér að segja í anda Jónasar Hallgrímssonar í kvæ'ðinu Í öxnadal. „Mun ég þó yrkja, meðan krónan lækkar", lofar hann, eins og hann viti að um gengisfellingu geti ekki verið að ræða í skáldskapnum. f þessu ávarpi til skáldsins góða, er að finna tvær línur einkennandi fyrir Spor í sandi: Hve fljótt vér allir fundum harma nóga, þótt flest vor kvœði stœðu hljóðstaf í. Það er nóg um har.ma og vonbrigði í þessari bók. „Svo lítils virði er þetta allt, sem ann ég", segir Steinn í Post- lude. „Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst", stendur í Ljóði. Þann veg, sem ligigur heim, er ekki hægt að finna, því hann er ekki til; skipið býst á brott áður en leyndarmálið um það vopn, sem dugar, verður sagt. Ljóðin í Sporum í sandi eru mun hefðbundnari í afstöðu sinni og byggingu en þau, sem miesta athygli vöktu i Ljóðum. Hér eru meira að segja gaman og skopkvæði „í gömlum stíl" svo sem hinn kátlegi samsetningur Brúð kaupskvæði. í sama flokki eru ljóSið um Jón Kristófer, kadett í Hernum, sem Steini hefur tvívegis orðið að yrkis- efni; Happdxættisvísur; Til minningar um misheppnaðan tónsnilling; Chaplins vísan, model 1939; Hugleiðingar um nýja heimsstyrjöld; og Vísur að veltan. Göm- ul vísa um vorið, er líka í ætt við þessi kvæði og einnig eftirmælin um Komm- únistaflokk íslands. Öll Iþessi ljóð hafa átt þátt í að stuðla að vinsældum Steins, sætta þjóðina við þetta torræða og uppreisnargjarna skáld. Vissulega eru þau ekki ómerki- legur áfangi á skáldferli hans, en þau eins og mörg önnur ljóð í Sporum í sandi, ssgja þá sögu, að hókin er sú bók Steins, sem helst mætti kalla hvíldar- bók. „Hve gott er að hvíla sig rótt, eins og lokið sé leið, þótt langur og eilífur gangur bíði manns enn", segir í Hvíld. En um leið og gamankvæðin sýna okk- ur skemmtináttúru Steins, vitna þau um nýja tækni, íþrótt hins þroskaða manns, sem leyfir sér að horfa ógrát- andi á heiminn og tilveruna, þótt „baði jörð í blóði". Dæmi um nýsköpun þá, sem Ljóð gáfu svo góð fyrirheit um, eru Etude, og Mazurka eftir Chopin. í Etude líkir skáldið hjarta sínu við brunn „bak við skíðgarð ókunns húss í skjóli hárra trjáa". Síðan kemur að þeim, sem verð- ur reikað löngu seinna „í rökkurmóðu einhvers liðins dags að þessum stað". Etude endar á þessu erindi: Og þú munt sjá þig sjálfan sem lítið, saklawst barn á botni djúpsins. Hvað segir Etude lesandanum? Nægir honum hin leinfalda og sterka mynd þess? Vill hann fá ráðningu hennar? Fjallar skáldiS hér um ljóS sitt, verSur sá að barni, sem skilur dýpstu tilfinn- ingar þess? Svarar Mazurka eftir Cho- pin þessum spurningum? Ef til vill. Skáldið segir um þjáningu sína: Mín þjáning er svo dimm og dauðahljóð, sem draumlaus svefn að baki alls er lifir. Eða fjallar það ljóð um konu, sem. skáldið fær ekki notið: Þú, sem ég elska, aldrei skalt þú vita, hve þung min þjáning er. Draumlaus svefn getur ekki haft þjáningu í för með sér, en hann er „dimmur og dauðahljóður". Ljóðið hlýt- ur að vera ávöxtur mikillar ástar: Mín þjáning er svo dimm og dauðahljóð, og djúpt á botni hennar sefur þú. Sú ást hlotnast lekki skáldinu, en það lítur hana „seinna í hjarta annars manns", eins og stendur í Stökum. Það er þrátt fyrir allt nokkur huggun; hið glataða „lifði samt". Ivar Orgland, sem þýtt hefur ljóð Steins á norsku, og gert sér far um að lýsa skilmerkilega ævi hans og skáld- skap, bendir á í langri ritgerð, að þeir eigi margt sameiginlegt Steinn og Tor Jonsson. Skáldið norska orti: Var eg ein Gud, ville eg skapa kjœrleik og ded, • berre kjœrleik og dod, Ástin og dauðinn eru síendurtekin yrkisefni Steins. Steinn hefði því get- að tekið undir með Tor Jonsson, að væri honum fengið guðlegt vald, myndi hann láta þá ósk rætast að skapa að- eins ást og dauða. Hinu ber ekki að leyna, að skilningurinn á skáldskap Steins má aldrei verða of einhliða, því Sfceinn tileinkar sér ekki síður en Tóm- as Guðmundsson tækni mótsagnarinnar þegar fram líða stundir, notkun hans á paradox er sjaldan augljósari en einmitt í ástaljóðum hans. Ferð án fyrirheits, sem kom út tveimur árum seinna en Spor í sandi, leiðir lesandann í allan sannleika um þetta atriði. Mönnum er tamt að líta á þessa ljóðabók sem full- liomnasta verk Steins Steinars. „Ég var aðeins til í mínu ljóði", segir Steinn í Ferð án fyrirheits. Og í Vor- vísu hefur hann þetta að segja: Hœgur andvari húmblárrar nœtur um hug minn fer. Ast mína og hamingju enginn þekkir og enginn sér. Og Ijóð mitt ber -samskonar svip og það, sem ekki er. Hér gælir skáldið við þá mótsögn, að heimur sinn sé óraunverulegur: ást sína þekki enginn né sjái, ljóð sitt beri svip þess, sem ekki ier til. „Mín ást er eins og dauðinn, sem augum þínum lokar", stendur í Mansöng. Sumar við sjó oig mörg önnur ljóð í Ferð án fyrirheits, sýna svipaða formbyggingu og líkan þankagang og Etude og Mazurka eftir Chopin í Sporum í sandi, og einnig þau ljóð í Ljóðum, sem áður hefur verið 'vikið að sem undanfara þess, sem gerir Stein svo einstæðan í íslenzkri ljóðlist. Ljóð þessi mætti kalla „æfingar", eða stef úr stærra verki, sem skáldinu tókst raunverulega aldrei að fullgera. Straum urinn liggur frá þessum uppsprettum í Ljóðum og sameinast að lokum hafinu í minnisstæðustu hljómkviðu Steins: Tím- anum og vatninu. Ef við virðum til dæmis fyrir okkur Sumar við sjó, er auðvelt að gera sér grein fyrir þassum hálfkveðna, mynd- ræna hætti Steins: Hið sólhvíta Ijós og hinn suðandi kliður eru systkini mín. Ég hef setið og hlustað, og hafið kom til mín í líki Ijóshœrðrar konu. Framh. á bls. 12 22. sept. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.