Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 1
I 33./tbl. 22. september 1968 — 43. árg. j rrn Frá náttúrunnar hendi er mannshjart að holur vöðvi, sem hvilist meir en hann vinnur. Vér undrumst mjög afköst þessa undursamlega vöðva. Þó vitum vér að margt ungt fólk kemst ekki hjá því að deyja af hjartabilun, eða það verður að lifa lífi sínu viðkvæmt og veikt á hjarta, sökum þess að eitthvað hefir komið fyirir það. Vér verðum reyndar að viðurkenna að hjartasjúkdómar eru að öliu saman- lögðu sá flokkur sjúkdóma, sem flestum verður að aldurtila. Samt höfum vér talið að við þessu væri ekkert hægt að gera, unz þau miklu tíðindi flugu um jörðina að auðið væri að taka heil- brigt hjarta frá hjartagjafa og græða það í aðra manneskju, í stað hjarta, sem úr sér var gengið. Þegar þetta er skrifað, þá hafa átt sér stað fjöl- margair árangurslausar hjartaígræðslur og nokkrar sem vakið hafa bjartsýni. Margir hjartasérfræðingar hafna al- gjörlega hugmyndinni um hjartaígræðslu og meðal þeirra er Dr. Harold D. Klet schka. Þeim virðist rétta leiðin vera sú að framleiða gerfihjarta eins konar blóð dæluvél. Tilraunir allmargar hafa verið gerðar síðasta áratuginn til að finná upp slíka vél. Flestar hafa reynst ófull nægjandi. Vélarnar gátu ekki séð fyrir þörfum líkamans. Sumir reyndu að eft irlíkja blöðkuverkan mannshjartans, að framleiða stöðuga röð af hjartaslögum. Þær dælur, sem ekki framleiða hjarta- slög, hafa þá kosti að vera mjög kröft- wgar, enda eru engar blöðkur í þeim. Þær dælur, sem ekki framleiða hjartaslög, hafa þá kosti að vera mjög kröftugar enda eru engar blöðkur í þeim. Þær framleiddu hins vegar háan þrýsting og truflanir í blóðstrauminum. Þessi óreglu leiki nefndist „Waring Blender effect". Allar dæluvélarnar eyðilögðu þýðing armestu þætti blóðvefsins, og voru því gagnslausar til frambúðar. Þegar Dr. Kletschka hóf rannsóknir sínar, hafði hann gert margt, sem sann aði hæfni hans. Læknispróf sitt tók hann árið 1947, við læknadeild Minne- sotaháskóla, en skurðlækningar á hjarta eru þar meðal hinna fremstu í heimi. Meðal kennara hans var Dr. Owen Wangensteen, sem hefir kennt flestum fremstu hjartaskurðlæknum nútímans. Síðar starfaði Dr. Klétschka fyrir flug her Bandaríkjanna og gegndi þar for- ystuhlutverkum í skurðlækningum brjóst hols. Meðan hann starfaði að opnum skurðaðgerðum á hjarta, gerðist hann óánægður með þær blóðdælur, sem not aðar voru, þar eð þær skemmdu blóð- frumurnar, bæði þær rauðu og hvítu, og eyddu hæfni blóðsins til að storkna. Af þeim ástæðum varð stöðugt að gefa nýtt blóð og við þetta situr enn, og forði af heilbrigðu blóði er takmarkað- ur. Þá fór hann að hugsa um blóðdælu, sem færi betur með blóðvefina, verkaði álíka mjúklega og mannshjartað sjálft. 3. Dag nokkurn, þegar hann kom nin á veitingahús á leið sinni, sá hann eitt af þeim sýningartækj'um, sem sprauta BMSffi mm LíU Jóhann Hannesson, prófessor þýddi og endursagði appelsínusafa upp í loftið innan í gler- hjálmi. Hann dáðist að mýkt þessa púls lausa rennslis. Þetta rennsli stjórnaði sér sjálft, þannig að ef rennslið minnk- aði öðru megin, þá bætti miðflóttadæl- an úr því og jafnaði það. Honum kom í hug að þess konar dæla kynni að vera góð í gerfihjarta. Hins vegar voru hvirf hreyfingar mjög óæskilegur þátt- ur, ekki þegar dælt var appelsínusafa, en ef dæla ætti blóði. Þær kynnu óhjá- kvæmilega að valda skemmdum á við- kvæmri byggirngai blóðkornanna. En með því að athuga þessa sjálf- virku púlslausu dælu hafði Dr. Klet- schka fundið eins konar lykil að lausn inni. Sú meginhindrun, sem eftir var að sigrast á, var í því fólgin að hann var lítt kunnugur vélfræði, þótt hugmyndir hans stefndu í þá átt. Og fleiri spurn- ingar komu til sögunnar. Þarf líkaminn á að halda „púlsi", þ.e. hjartslættinium, eða nægir honum dælu starfsemi hjartans? Þær litlu rannsókn ir, sem gerðar höfðu verið á þessu, benda til þess að líkaminn þurfi hans ekki við. Samt er nauðsynlegt að rann- saka það mál betur, og framtíðarrann- sóknir munu hér skera úr. Meginviðfangsefnið var dæla, mjúk- lega verkandi og vel vinnandi dæla. Tveir rannsóknarmenn, þeir Saxton og Andrews, birtu ritgerð áirið 1960, þar sem lýst var púlslausri miðflóttadælu, sem stjórnaði sér sjálf. Þegar hún var látin dæla saltupplausn, vann hún all- vel, hins vegar kom ennþá fram„War- ing Blender", og þar með skemmdust veigamestu þættir blóðvefsins, þegar hún var látin dæla blóði. Menn tóku eft- ir því sérkennilega fyrirbæri, að þegar blóð var sá vökvi, sem dælt var, þá missti dælan allmikið í afkastagetu sinni. Eins og stendur gera menn ráð fyrir því að þetta stafi af eins konar „tómum", sem orsakast af lofttegundum í blóðinu, einkum köfnunarefni, súrefni og kolsýru. Þessar tómmyndanir verka sem nokkuæs konar „tappar" í leiðslum, þar sem mjúkur vökvi ætti að renna jafnt. Hliðstæður eru „lofttappar", sem myndast geta í bensínleiðslu eða dælu bíls, og loka fyrir straum eldsneytis til vélar og stöðva þannig bílinn, einkum í heitu veðri. Þegar dr. Kletschka starfaði við spít ala aldraðra hermanna í Sýracuse í New York, hitti hann ungan lífeðlis- vélfræðing, Edson H. Rafferty, og lauk á hann miklu lofsorði. Hann sagði þess- um unga manni tíu áxa gamlan draum sinn um dælu, sem átti að vinna nógu mjúklega, og gat um þau vandkvæði, sem á því væru að smíða hana. Rafferty tók nú að hugsa málið. Þá kom að þeim þætti, þar sem ímyndunaraflið kemur til sögunnar, en sálfræðin kann þó skýr inga á. Nótt eina meðan Rafferty var í svefni, dreymdi hann nákvæmlega þá dælu, sem uppfyllti allar þessar kröfur, og með þeim mikla kosti til viðbótar að í henni var aðeins einn hreyfanlegur hluti. Þessi draumur var eins konar svar við tíu ára leit Dr. Kletschka. Sú Framh. á bls. 13 Kannski verða hjarta ígræðsl- ur úreltar áður en aðferffin er fullkomnuð. Hér sjást myndir af dælunni og á myiid inni til vinstri sést, hvernig hún er byggð. Erfiðast hefur verið að búa (i| dælu, sem ekki skemmir blóðkornin. 1/^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.