Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 13
tiann var p'eas umKomlnn að stBðva klukk'u skáldsins Steina Steinarrs, svæfa rödd ihans djúpa og hreina: Út í verölcL heimskunnar, út í veröld ofbeldisins, út í veröld dauöans sendi ég hugsun mína íklædda dúlarfullum, óskiljanlegum orðum. Gegnum myrkur blekkingarinnar, meðal hrævarloga lyginnar, í blóðregni morðsins gengur sorg mín gengur von mín gengur trú mín óséð af öllum. Djúp, sár og brennandi. Óséð af öllum. Svo að Ijóðið megi lifa, svo að andinn megi lifa, svo að guð megi lifa. (Formáli á jörðu) Xmyndum okkur, að iþetta hafi verið formáli nýrrar bókar, sem Steinn var ef til vill staðráðinn í að semja. í þesau Ijóði rennur saman í eitt: „ljóðið“, „andinn“, og „guð“. Svo að þetta megi Hfi halda eru orð skáldsins send út í veröld „heimskunnar", „ofbeldisins", og „dauðans". Og þótt skáldið tali um „dularfull, óskiljanleg orð“, hefur rödd þess sjaldan verið skýrari. í Don Qui- jote ávarpar vindmyllurnar, kallar hann sig „hinn aumkunarverða riddara réttlætisins“, en segir jafnframt: Sjá! Hér mun nú barizt verða. Og hvað er það, sem hvetur skáldið til að berjast: Minn Herra gaf mér hatrið til lyginnar, minn Herra kenndi mér að þekkja lygina, hvaða dularbúningi sem hún býst. Minn Herra léði mér fulltingi sannleikans, hins hreina, djúpa, eilífa sannleika, sem ég þó aðeins skynja til hálfs. Með hálfum sannleika berst ég gegn algerri lygi. í Kremlarljóðinu, snýr skáldið vopni sínu gegn Sovét-Rússlandi, þeim komm- únisma, sem „lieiddi smán og áþján yf- ir þjóðirnar“, eins og hann kemst að oirði í blaðagrein um atburðina í Ung- verjalandi 1956. Sjálfur dauðinn, sjálfur djöfullinn hefur byggt þessa bergmálslausu múra. Dimmir, kaldir og órœðir umlykja þeir eld hatursins, upphaf lyginnar, ímynd glœpsins. Dimmir, kaldir og óræðir eins og Graal — Graal hins illa. Það skáld, sem áður kvaddi sér hljóðs „með öreigans heróp á tungu“, er í þessu ljóði haldið heilagri bræði. „Hann var skilyrðislaus hatunsmaður alls valds, stjórnlteysingi“, segir Jóhannesúr Kötlum í minningargrein um þennan fyrrverandi nemanda sinn. „Hann hafði Richard Beck: Týndu Ijóðin Á fegurstu ljóðum festi ég ekki hendur, þau flugu í bláinn með léttum vængjaslögum, en undirtónn mér ómar af þeirra lögum sem öldur, er hjala blítt við draumastrendur. í áttina þangað ég hef upp tómar hendur. Dr. Richard Beck hefir verið sá sómi sýndur, að kvæði hams „They Never Die“ (Ort í minningu um John F. Kennedy Bandaríkjaforseta), er meðal 100 valinna kvæða eftir ameríska háskólakennara, sem prent- uð eru í marzhefti tímaritsins Poet (An Intemational Monthly), og gefið er út í Madras í Indlandi. Ritstjóri og útgefandi er Krishna Strini- vas, víðkunnugt indverskt skáld, en meðritstjóri þessa heftis er dr. Orville Crowther Miller, skáld og háskólakennari í Urbana, Illinois. Þetta hefti ritsins er sérstaMega helgað núlifandi skáldum í hópi amerískra háskólakennara (American University Poets Number) og inniheldur kvæði eftir slík skáld úr öllum ríkjum Bandaríkjanna, bæði eftir háskólakennara, sem enn eru starfandi, og aðra, sem látið hafa af háskólastörfum. Er dr. Beck eini háskólakennari í Norður-Dakota, sem kvæði á í ritiruu, en hann var, eins og kunnugt er, þangað til í fyrravor, prófessor í norrænum fræðum við Ríkisháskólann í N. Dakota. Umrætt kvæði hans var á sínum tíma prentað í Lögb.-Hskr., og í blöðum og tímaritum í Bandaríkjunum, meðal annars í Þingtíðindum Bandaríkjaþings (Congressional Record). Það er einnig í kvæðabók hans A Sheaf of Verses (Winnipeg, 1966). það af að verða á móti öllum heims- veldunum“, segir Halldór Laxness af sama tilefni. Og Matthías Johannessen, sem skrifar hefur um Stein af meiri inn- sýn og dýpri virðingu en flestir aðrir, seg ir í hugleiðingu um skáldið: „Steinn Steinarr dó frjáls maður, öllum óháð- ur“. Það skiptir ekki svo miklu málihvað menn hafa sagt um Stein, eða eiga- eftir að segja um hann. Orð hans sjálfs: „hvert eitt skáld til sigurs líf sitt leið- ir“ munu um aldur og ævi halda gildi sínu, að minnsta kosti meðan menn leggja iekM mjöig fjarstæðukennda merkingu í orðið skáld. Þrátt fyrir allt var það ekki svo óviðeigandi hjá Steini að enda Ferð án fyrirheits á þessari undirskrift: Mitt nafn er Steinn Steinarr, skáld. Ég kvaðst á við fjandann. CERFIHJARTA Framh. af bls. 1 regla, sem dælan er smíðuð eftir, er kunn sem force-vortex reglan. 6. Hugsið yður strá, sem stendur upp á endann í glasi. Stráið er neðantil alsett litlum götum. Blásið dálitlu af sóda- vatni gegn um stráið. Vökvinn mun hitta hliðar glassins með nokkrum þunga, en það eru í þessu sambandi óæskileg áhrif. Takið nú glasið, snúið því og stráinum með nokkrum hraða, og þá mun nokkuð merkilegt gerast. Sá þungi, sem fylgir vökvanum, mun minnka veru lega um leið og þrýstingur eykst. Hver einstök vökvaögn tekur að bæta við hraða sinn út frá því afli, er hún fær frá glasinu, sem snýst. Sérhver ný ögn af vökva, sem við bætist, rennur saman við þær, sem á hreyfingu eru, og mjak- ast áfram unz hún hefir fengið sinn eigin hraða. Þrýstiöflin ná jafnvægi. Það sem gerist, er að þér fáið kerfi, þar sem vökvinn er hinn fyrsti hreyf- ill, en þrýstiaflgjafinn kemur í anniarri röð. Með því að láta agnirnar vinna þannig saman, má fá vökva til að streyma mjög mjúklega. Þessa kenningu þurfti að staðfesta með tilraunum. Teikningar og vélfræði legar atþuganir voru gerðar í Syracuse. 7. Dr. Kletschka fluttist til spítala aldr aðra hermanna í Houston í Texas, og Rafferty kom til hans í júní 1967. Ekkert fé var tiltækt til að handa tilraunium áfram, og þeir urðu að leggja fram eig- ið fé til þeirra. Ofangreindur spítali lagði þó til nokkurt efni og aðstoð. ÖIl vélin var felld inn í plexiglass umbúðir þó þannig að leiðslur lágu að henni og frá. Hraða snúninganna mátti breyta frá 425 til 820 á minútu, og gegn um efnið var auðið að sjá hvfeirsu fór um þá vökva, sem tilraunir voru gerðar með. Með því að auka hraðann mátti tvö- falda og ailt að því ferfalda vökva- streymið. Blóð til tilraiunanna höfðu þeiir ekki á þeim tíma, utan úr veikum hundum, og það notuðu þeir. Á undan tilraun- inni voru blóðkorn talin, bæði rauð og hvít, storknunartími blóðsins o.fl. var einnig mælt. Þá var blóði dælt með vél- inni í þrjár og hálfa klst. Munurinn á meðferð vélarinnar á vatni, saltupp- lausn og blóði, var sára lítill. Að lok- inni tilrauninni með blóðið, fannst eng- inn munur á fyrra og síðara ástandi þess, og var þetta í fyrsta sinn, sem dæh hafði verið blóði svo lengi, án þess að valda skemrtidum á því. Þ?ssu frumigerð vélarinnar telst þeg- ar svo fullkcnmin að ávinningur sé að þvi að tengja hana við þær hjarta- og lurgnavélar sem fyrir eru. 8. Mörg véifræðileg vandamál eru þó óieyst, m.a. að finna út hvaða gerð mönduls muni vera heppilegust. Hftir stendur einnig að smiða hæfilega litla stærð. Þegar Iþeir Dr. Kletschka og hr Raff erty kynntu bráðabirgðar niðurstöður sínar á fundi I E E E þann 16. jan þ. á. var þeim afar vel tekið og þeim bættust nýir liðsmenn. Þá er eftir að finna hinn bezta hugs- anlega orkugjafa af hætfilegri stærð. Áætiar.ir að framtíðarþróim gerfihjart- ans nefir að vísu verið gerð, en margt er enn 5 óvissu. Aðra „kynslóð“ vélarinnar, litla í snið- um. gera menn ráð fyrir að setja megi í hund, en vel má vera að mlklu fleiri prófanir verði áður gerðar. Enn er ósvarað þeirri spurningu hvort líkamir opendýra þoli púlslausan blóðstraum. Þurfl ukaminn á siögum hjartans að halda, er ekki talið að erfitt sé að breyta force-vortex dælunni svo að þessi slög fáist. 9. Hvers vegna á að gera tilraunir með gerfihjarta, þegar vonir um hjartaí- græðslu virðast í þann veginn að ræt- ást? Þessu gvaraði Dr. Kletschka fyrir aUmörgum árum. Að því er tekur til hjartagjafanis, rfsa upp ýmsar spurningar, siðferðileg- ar og heimspekilegar. Hvenær er mann- eskja dáin? Hvenær er klíniskur dauði? Hvenær lagalegur dauði? Hvenær sann ur dauði? Hvenær yfirgetfur lifskraftur inn — sálin — líkamatin? Ein spum- :ng Knýr ávalt á hjá hjartaiskurðlœkni, pegar hann ætlar að græða hjarta í manneskju: Hvenœr ætti hann að taka hjarta þess, sem hjarta getfur? Hjartagjafar þeir, sem til mála kemur að spvrja, eru mjög fáir. Annars vegar hafa menn einkum í huiga þá, sem í umferðarslysum farast, sem líklegasta hjartagjafa. Hins vegar er nú í gangi mjög víðtæk krossferð til að draga úr umferðaslysum. Skurðlæknar þeir, sem gera við líkami slasaðra manna, eru vissulega ekki að óska þess að bílslys- um fjölgi. Vér verðum bæði að vera sjálfum oss samkvæmir og mannúðlega þenkjandi. Verði það gerlegt að smíða gerfi- hjörtu nothæf handa manneskjunni, þá geta hjartaskurðlæknar sett þau í menn meðan þeir búa enn yfir nokkru þrekL Þá verður komist hjá tiltölulega dapur legum biðtíma meðan beðið er eftir því að hjartagjafi andist og þiggjandanum varsnar dag frá degi. Að líkaminn hafni annarlegum hjarta vef, kemur ekki til greina í sambandi það plastefni, sem menn hafa helzt í huga til gerfihjartasmíða. Læknar hafa þegar notað það efni í nokkur ár við venjulegar aðgerðir, og ekki er vitað til þess að neinn líkami hafni því. Gerfihjarta má smíða í samræmi við líkamsstærð manna, en það er augljós ávinningur. Gerfihjarta af venjulegri stærð mun verða um fjórir þumlungar að þvermáli, og um þumlungur að þykkt nema frekari véltækni takist að gera það minna. Þrátt fyrir þessa stærð er nægilegt rými í brjóstholinu handa því og orkugjafanum. Ef nauðsyn til bæri, væri hugsanlegt að nota kviðarholið að nokkru. Þörf verður á tveim hjörtum, öðru til að dæla blóði til lungnanna, hinu til að sjá líkamanum fyrir blóði að öðru leyti. Dælumar verður að stilla þannig fyrirfram að þær verði jafnan færar um að skila hámarksafköstum. Þegar þörf líkamans er þar fyrir neðan, munu dælurnar sjálfar sá um að stilla blóð- streymið hæfilega. Gerfihjartað mun verða sjálfvirkt, og þannig stillt að jafnvægi sé á milli blóð streymis í lungum og í öðrum hlutum líkamans. Meginmunurinn á því og eðli- legu hjarta mun verða sá að sjálft þarf það ekki á neinu blóði að halda, en afbur á móti orkulind til að geta starfað. Orkugjafar, sem ástæða er til að binda miklar vonir við, hafa þegar verið smíð aðir. Enn er mikið verk óunnið, og enn þarf margt að rannsaka. En það sem þeir Dr. Kletchka og hr. Rafferty hafa þegar afrekað, gefur fjölda hjartasjúkl ingum verulegar vonir. Enn er þó að- ems um vonir að ræða, ekki raunveru- leika. Tilraunir verður að gera á dýrum. Hvenær heimilt verður áð setja gerfi- hjörtu í manneskjur, það veit enginn. Fyrsta skrefið hefur verið stigið: Til er vél, sem getur dælt blóði, án þess að valda skemmdum. Hún getur unnið jafn mjúklega og mannshjartað og með þre- falt meiri orku. Endursagt af Jóhanni Hannessyni. 22. sept. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.