Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 14
A erlendum bókamarkaði Lauguage and Silence. Essays 1958 -66. Georga Steiner. Faber and Faber 1967. 50,- Greinarnar, sem hér birtast eru með því beza sem birzt hefur þeirrar tegundar undanfarin ár. Greinarnar fjalla einkum um lunguna, um tunguna og stjórnmálin, málið og framtíð bókmenntanna og ánauð þá sen þjakar málið, þar sem lágkúrulegir og hflimskulegir stjórnarhættir ráða, niður koðmm málsins og spillingu fyrir áhrif póliti jkra lyga. Höfundur ritaði þessar greinar í tilefni vissra atburða: útkomu bókar, uppfærzlu leikrits eða stjórnmála- legs viðburðar. Kveikjan hefur verið hrifn- ing eða hneykslan. Höfundur telur að þeir tímar, sem við lifum séu einstakir og at- burðir þeirra sumir eigi sér enga hliðstæðu í sögunni. Gasklefamorðin brjóti blað í sögu mannsins og uppkoma vélmennisins sé rökrétt afleiðing af afsiðun þjóða, sem hafa verið taldar með þeim menntuðustu. Höfundur skrifar af vandlætingu, sem á meir en fullan rétt á sér og hann býr yfir þekkingu og gáfum, sem rísa hátt yfirlogn- mollulegan hversdaginn. Hann minnir sums staðar á kraft þeirra fornu spámanna, sem húðstrýktu lygina, svikin og lágkúruna og kváðu ofurmannlegt þrek í þjóð sína fyrr- um. Það er ákaflega gott að heyra þrótt- mikla og sanna rödd, sem nefnir hlutina sínum réttu nöfnum, kallar lygina lygi og svikin svik. Það heyrist nóg og nóg er skrifað af innihaldslausu blaðri og lágkúru legum hálfsannleika. Þetta er ein þeirra bóka sem er alltaf þörf hugvekja og ættu sem flestir að lesa hana. The Social Contract. Jean-Jacpues Rouss eau. Translated and introduced by Maurice Cranston. Penguin Books 1968. 4,6 „Maðurinn er fæddur frjáls og hann er alls staðar í hlekkjum. Þeir sem telja sig herra annarra eru í raun þeim meiri þræl- ar. Hvernig verður þetta réttlætt og löglegt? Þeirri spurningu álít ég mig færan um að svara . . .“ Þannig hefst þetta fræga skrif Rousseaus, sem ýmsir telja kveikjuna að frönsku stjórnarbyltingunni og rómantík- inni með öllu því sem þar á eftir fylgdi. Útgefandi skrifar ágætan formála og at- hugagreinar eru neðanmáls. Þetta er ágæt útgáfa. Fridrich Nietzsche: Werke in zwei Band- en I - II. Auf Grund der dreibandigen Aus- gabe von Karl Schlechta herausgegeben von Ivo Frenzel. Carl Hanser Verlag 1967. DM. 30 - Það er ekki langt umliðið að það vitnað- ist fullkomlega hvernig verk Nietzsches höfðu verið bjöguð og skæld í fyrri útgáf- um. Þessi útgáfa er byggð á útgáfu Schlec- hta frá 1954 -56 og í þeirri útgáfu kemiur fram að systir Nietzsches hafði átt hlut að miklum fölsunum á ritum hans og hafi skekkt og bjagað önnur, með því að sleppa úr og bæta inn í klausum. Ýmsir „fræði- menn“ höfðu stutt þessa hvimleiðu kven- persónu við þessi verk og aukið við fals- anirnar. Hugsunarháttur Þjóðverja um og eftir aldamótin var ekki dáður af Nietzsche og verk hans oft algjör fordæming á Þjóðverj um, því var ekki að undra að bæði þessi systurnefna og ýmsir þýzkir ættjarðarvinir vildu fela hina sönnu skoðun heimspekings ins á ýmsu, sem honum féll ekki alls kostar í fari þjóðar sinnar. Með valdatöku nazista var þörfin enn brýnni fyrir nazistískan spá mann og þar kom þessi kvenpersóna, systir Nietzsches í góðar þarfir. Hún réð yfir handritum hans og leikurinn var henni og samstarfsmönnum hennar auðveldur. Þessi útgáfa á að vera eins rétt og hægt er, sumt var ekki hægt að bæta, eða það sem brennt hafði verið og það var mikið nákvæmnis- verk að hreinsa ritin af „viðbætum" Nietz- sche-unnenda. Enginn heimspekingur á 19. öld hefur haft slík áhrif og Nietzsche og því er meira en full þörf á heiðarlegri út- gáfu 'helztu verka hans, sem hér liggur fyrir. Doppelinterpretationen. Das Zeitgenöss- ische deutsche Gedichtzwischen Autor und Leser - Herausgegeben und eingeleitet von Hilde Domin. 3. Auflage. Athenaum Verlag 1967. D.M. 19.80 Bókin er tilraun til þess að fullmeta og skilja ljóð. Höfundur og lesandi skýra ljóð- ið hvor um sig. Ljóðin eru valin, svo að þau gefi sem bezt dæmi um hinar ýmsu stefnur í þýzkum bókmenntum allt frá Benn og Brecht. Bókinni er ætlað að verða mönnum hvatning til ljóðalesturs. í for- mála ræðir útgefandi afstöðu lesandans til ljóðsins og hvað fellst í því „að skilja ljóð“. Bókin er forvitnileg bæði skáldunum og skýrendunum og auk þess öllum þeim fjölda sem ljóð lesa, enda hefur hún verið gefin út þrisvar á tveimur árum. Horace. Eduard Fraenkel. Oxford Uni- versity Press 1966. 13,6. Bókin er rúmlega 450 þéttprentaðar blað- síður, kom fyrst út 1957 og er þetta fjórða prentun. Höfundur skýrir og rekur ástæð- urnar til helztu kvæða og kvæðabálka Horatiusar og glöggvar lesendann á gildi þeirra og list. Höfundur ræðir einnig fyrirmyndir skáldsins, áhrif fyrri skáldaog samtíðarskálda og skoðanir hans á stjóm- málum, þjóðfélagi og skáldskap. Bók þessi hefur fengið mjög góða dóma fyrir víðtæka þekkingu höfundar, smekk og skilning, auk þess sem hún er mjög skemmtilega skrifuð. A Selection from Scrutiny. Compiled by F.R. Leavis in two volumes. I - II. Cam- bridge 1968. 30,— Á árunum 1932-1953 gaf F. R. Leavis út Scrutiny. Ymsar greinar tímaritsins urðu síðar uppistaða í bækur og nú er úrval gef- ið út í tveimur bindum. Það er mikill feng- ur í þessu úrvali, því að tímaritið er löngu uppselt og mjög erfitt að ná því heilu eða einstökum heftum. í úrvalinu er að finna ýmsar beztu greinarnar. Úrvalið fæst bæði bundið og óbundið og er það bundna litlu dýrara, kostar 42,—. Þetta var á sínum tíma talið eitt merkasta bókmenntatímarit á Englandi og það heldur gildi sínu. Lunar Caustic. Malcolm Lowry. Cape Editions 13. Jonathan Cape 1968. 7,6. „Cape Editions" eru úrval bókmennta. Lowry tók að skrifa þessa sögu 1934 og hún er ásamt Ultramarine og Under the Volcano meðal þess eftirtektarverðasta, sem sett var saman fyrir og eftir síðustu styrjöld. Ýmsir telja að Lowry myndi hafa náð enn meiri snilli hefði honum auðnast lengra líf, en því varð ekki að heilsa.Þessi saga er ein þeirra, sem sýna hve óskapa djúp er á milli þess sem er gott og hins, sem er laklegt. Language. Selected Readings. Edited by R.C.Oldfield and J.C.Marshall. - Thinking and Reasoning Selected Readings. Edited by P. C. Wason and P. N. Johnson-Laird. Penguin Modern Psychology 10-11. Peng- uin Books 1968. 8,6 — 8,6. Málið er lært, notað og skilið. Því verður það efniviður ýmsra fræði og vísindagreina. í tíunda riti þessa bókaflokks Penguiin útgáfunnar eru prentaðar ýmsar greinar um málið, hvernig það lærist, hvernig það er notað og um starf þeirra svæða heilans, sem stjórna máltækninni og margt fleira. í ellefta bindinu fjalla greinarnar um hugsunina, hvernig hugsun fer fram og hvernig við drögum ályktanir. Þessum efnum eru gerð skil frá mörgum hliðum. 1 báðum þessum ritum er fjallað um efnin af færustu fræðimönnum og reynt er að koma til skila allri nýrri þekkingu á þessum sviðum. The Frontiers of the Sea. Peter Ustinov. Ustinov er með snjöllustu og fyndnustu leikritahöfundum, sem nú eru uppi. Hann hefur auk þess sett saman nokkrar smá- sögur og aðaleinkenni þeirra er samúð með villuráfandi mannkyni, fáfengileika þessog einfeldni. Höfundur er einkar laginn að lýsa eðli og einkennum ýmissa þjóða í persónum sínum. Smásögugerð agar ekki síður en leikritagerð og þessvegna virðist Ustinov hafa náð valdi á þessu formi fyrr en búast mætti við, vegna reynslu hans af leikritagerð. Sögur þessar eru smellnar og að baki eru oft dapurlegar hugsanir og sárindi. Chaos in the Night. Henry de Monther- lant. Penguin Modern Classics 1966. 6.— Höfundurinn er af spænskum ættum, fædd ur í París 1896, hann hlaut kaþólska mennt- un, tók þátt í fyrra stríði og ferðaðist víða milll styrjaida. Fyrsta bók hans kom út 1934 og síðan hefur hann gefið út nokkrar bækur og auk þess leikrit. Þessi saga er saga útlaga, sem heldur óbreyttum skoðun- um sínum og þegar hann finnur dauðann nálgast hættir hann sér inn í ljónagryfjuna og finnur þar breyttan heim, aðra við- miðun og eldmóður hams tendrar enga elda lengur. Bókin er mjög vel skrifuð og nú eru tuttugu ár síðan síðasta skáldsaga hans kom út. Dante. T.S.Eliot. Faber and Faber. 1965. Kver þetta kom í fyrstu út 1929, síðan hefur það verið endurprentað í greinasöfn- um höfundar og var aftur gefið út sér í tilefni af sjöhundruð ára afmæli Dantes. Skýrleiki og mikil þekking einkennir þetta skrif, eins og flest það, sem höf. ritar, auk ákveðins smekks og mótaðra skoðana höfundar á því til hvers menn skrifi bækur og hvað vekji menn til þess. Þetta skrif er ágætur inngangur T.S.Eliots að Dante. Winston S. Churchill. Vol. II. Young Stateman 1901-1914. Randolph S. Churc- hill Heinemann 1967 63.— Fyrsta bindi þessa verks hlaut mjög lof- samlega dóma. Þar var rakin ævi Churc- hills til þess, að hann var kosinn á þing í fyrsta sinn. í þessu bindi rekur höfundur sögu hans fram til fyrri heimsstyrjaldar. 14. febrúar 1901 tekur Churchill sér sæti í Neðri-Málstofunni, þá tuttugu og sex ára. Það kom fljótlega í ljós, að hann fór sín- ar eigin leiðir og greiddi oft atkvæði gegn flokki sínum. Hann virtist ekki getað sleg- ið af þeim kröfum, sem hann gerði til sín sjálfs sem þingmanns og til flokks síns. 1904 yfirgaf hann flokk sinn og gekk yfir gólf deildarsalarins og tók sér sæti í flokki Frjálslyndra. 1906 kom út bók hans „Life of Randolplh Churchill" og hún var fljótlega talin með beztu pólitísku ævisög- um á enskri tungu. 1908 kvæntist hann Clementinu Hozier og lýsing sonar hans á sambúð þeirra er bæði einkennd af sonar- legri ræktarsemi og hæversku og þetta eim- kennir allar persónulegri umgetningar hans. Churchill var einn þessara fáu róttæku í- haldsmanna að eðli, sem gerast nú svo sjaldgæfir. Hann var ásakaður fyrir sósí- alskar tilhneigingar, og um 1910 var það gróf ásökun. Lýsing höfundar á upphafi styrjaldarinnar og viðbrögðum föður hans við þeim atburðum er dregin fáum en skýr- um dráttum og á slíkum stundum naut Churehill sín. Höfundur hefur sama hátt og í fyrra bindinu, hann lætur föður sinn segja sögu sína í bréfum og skeytum og fléttar efnið saman og eykur við, þar sem útskýr- inga eða frásagnar er þörf. Það er eitt ágæti þessa verks, að orðfjas finnst ekki. Höfundi hefur tekizt að halda þeim standard sem náð var í fyrra bindi og vonandi er að honum hafi enzt líf til að undirbúa þriðja bindið undir prentun, en eins og kunnugt er lézt höfundurinn Randolph S. Churchill snemma sumars í ár. Die Truckene Trunkenheit — Mit Jacob Baldes „Satyra Contra Abusum Tabaci". Sigmund von Birken. Neuausgabe der 1658 erschienenen deutsche Ubersetzung des Balde’ schen Textes. Herausgegeben von Karl Pörnbacher. Kösel Verlag 1967. DM 32,— Bók úr bókaflokki Kösel útgáfunnar „Deutsche Barock-Literatur" en ritstjórar hans eru Martin Bircrer og Friderelm Kemp. Bók þessi fjallar um hrylling tób- aksmisnotkunarinnar. Þegar Kristófer Kól- umbus steig á land á eyju einni undan The Savage Mind (La Pensée Saugvage) Claude Lévi-Strauss. Weidenfeld and Nic- holson 1966. 45 — Claude Léví-Strauss er meðal fremstu ritsnillinga Frakka. Fyrsta bók hans var ferðalýsing og umþenkingar, „Tristes tropi kue“ og vakti hún gífurlega athygli fyrir ritsnilld og skarpleika. Hann kenndi í fyrstu heimspeki, síðar þjóðfélagsfræði í Sao Paulo og loks snéri hann sér að þjóð- fræði og á því sviði starfar hann nú. Þjóð fræði hans spannar eðlilega mannfræðma og hann hefur byggt upp kerfi, sem hann ræðir einkum í „Antropologie structural". Hann hel'dur því fram, að gildi náttúru- lögmál og þróunarlögmál hljóti einnig að gilda, lögmál um þróun tungunnar og á hinu sálræna eða andlega sviði. Hann þyk- ist sjá fyrir þá tíma þegar „hugsun ein- staklingsins og hegðun verði skilgreind eft- ir þeim algildu lögmálum, sem eru ríkj- andi í mennskri undirvitund". Starf hans er fólgið í því að finna frumstæðasta sam- svara eða afleiðingu þessara frumlögmála í gerð frumstæðra tungumála, mýtum og frumstæðu hátterni þjóða, sem haldið hafa upprunalegustu lífsformum. í þessari bók birtir hann rannsóknir sínar á gerð hugs- unar frumstæðra þjóða, á hvern hátt þetta fólk tengir sig umheiminum og hvernig þessi tenging tjáist með orðum. Höf. kemur inn á öll kunnugleg svið mannfræðinnar og þjóðfræðinnar en hann stefnir að því að skýra uppruna og kveikju hugmyndamanna um sig gagnvart heiminum. Höf. kemur mjög víða við og heilar efn- viðar og dæma í trúarbrögðum, sálfræði, djúpsálfræði, hagfræði og felstum greinum sem snerta mannlega viðleitni. Yfirgrips- miikl þekking fer hér sarnan með ritsnilld og sérstæðum tjáningarhætti sem verður öllum, sem rit hans lesa ógleymanlegur. Essays in Sociology and Social Philosophy Morris Ginsberg. Penguin Books. 1968 15— Morris Ginsberg er meðal snjöllustu þjóð félagsfræðinga Breta. í þessa bók er safn- að saman tólf úrvals greinum eftir Gins- berg, þær hafa birzt áður í þremur bók- um höfundar. Hér eru greinar um einstakl- inginn og þjóðfélagið, gyðingahatur, sál- könnun og siðfræði og fleiri efni. Þessar greinar eru hver annari betri og tímabær- ari. Geschichte der Antropologie. Wilhelm. E. Múhlmann. 2., verbesserte und er eiberte Auflage. Anhenáum Verlag 1968. DM 19.80 Forvitni manna um lifnaðarhætti og siði frumstæðra þjóða er kveikja mann- fræðinnar. Sama forvitni vildi fá svar við því hvert væri upphaf menningarinnar, tungunnar, samfélagsins og trúarbragðanna. Eftir því sem menn kynntust fleiri menn- ingarsviðum urðu þessar spurningar áleitn ari og svörin margbreytilegri. Fyrstu mann fræðingarnir voru grískir sagnfræðingar og með þeim hefst þessi bók, sem segir sögu mannfræðirannsóknanna allt fram á okkar daga. Höfundurinn getur ekki bundið sig við þrengsta svið greinarinnar, enda er greinin mjög teygjanleg og allt það sem snertir manninn snertir mannfræðina. Bók- in er 328 blaðsíður í stóru broti og fylgja ágætar og ítarlegar bókaskrár. Höfundur- inn er prófessor í þjóðfélags- og mann- fræði við Háskólann í Mainz. Listir. Norwegian Romaeskue Decorative Sculp- ture 10E0-121. Martin Blindheim. London — Alec Tiranti 1965. 2. Höfundur ræðir í þessari bók rómanska höggmyndailst og rómanskan útskurð í Nor egi á árunum 1190-1210. Á þessum árum telur höfundur að þessi stíll hafi mótað þessa listgrein framar öðrum. Það hleypur mikil gróska í kirkjubyggingar á síðari hluta 12. aldar, tíundinni er þá komið á í Noregi og kirkjan eflist mjög. Fjöldi staf-kirkna er reistur á þessu tímabili. Eldri kirkjur voru margar orðnar hálfónýt ar, sökum byggingarlagsins, er burðarstoð- ir eldri kirkna voru reknir niður í jörð, veggir námu við jörð og síðan var þéttað með leir eða grjóti. Slík hús gátu aðeins staðið takmarkaðan tíma sökum fúa. Ný byggingartækni kemur til sögunnar snemma á 12. öld. grindin hvílir á stein- vegg, sem nær nokkuð upp úr jörð. Þessi nýja tækni orkaði því, að slíkar kirkjur eru til nú á dögum. Fólkinu fjölgaði og nauðsyn nýbygginga var brýn og bygg- ingar framkvæmdir Eysteins erkibiskups voru hvetjandi til kirkjubygginga. Höfund ur rekur þau áhrif, sem hann telur að hafi einkum haft áhrif á þessa listgrein í Noregi. Rómanski stíllinn er markaður ýms um frávikum og koma þar til áhrif frá gömlum norrænum skreytistíl, þýzk og frönsk áhrif og áhrif frá engilsaxn- esku kirkjunni. Eftir orrustuna við Hast- ings flúði nokkur hópur Engilsaxa til Nor- egs og nokkrum árum síðar komu fleiri, eftir að Vilhjálmur Bastarður hafði lagt hluta Norðymbralands í auðn. Engilsaxn- eska kirkjan var móðurkirkja þeirra norsku, og bendir höfundur á nokkur dæmi um líkleg áhrif þaðan á norska skreytilist. Höfundur skrifar greinagóðan þátt um þessi efni og birtir 221 mynd, sem hann notar til stuðnings skoðunum sínum. Höf. reynir að finna áhrif og fyrirmyndir að ýmsum myndum og flúri og rekur þannig þau áhrif, sem hann telur að hafi mótað þessa listgrein þessi 120 ár í Noregi. Slík iðja er á allan hátt þörf og vekjandi, en þess ber að gæta að áhrifin berast oft að úr ólíklegum stöðum og oft era þær eigin legu yfirmyndir löngu glataðar. Bókln er smekklega prentuð og myndprentunin ágæt Art and Society. Herbert Read. Faber and Faber 1967 13 6 Listin og þjóðfélagið er nú mikið til umræðu. Read segir: „Það er ekki hægt að 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.