Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 5
At gömlum blöðum — eftir Hannes Jónsson 30 þúsund munnhörpur fyrir lúgt verð Sagt trá verzlunarrekstri v/ð Laugaveginn — Annar hluti Og svo dó Andrea af barnsförum 2. ágúst 1920. Dóttir okkar lifði og Mál- fríður móðursystir hennar tók hana að sér og gekk hienni í móður stað, og á hana frekar en ég, þó ég sé faðirinn. Já, dóttir mín hefur verið heppin að eignast tvser svo ágætar mæður. Mér kom dauðsfallið á óvart, hafði ekki dott ið í hug sá góði engillinn minn, hafði gert mig að manni svo líf mitt varð mokkurs virði, þrátt fyrir allt. En ég var lengi að átta mig á þáttaskiptum. Ég held að það hafi verið Sveinbjöm igamli sem kom mér aftur á réttan kjöl. Hann var enginn sérstakur tilfinninga- maður á yfirborðinu, en hygginn og vissi vel, að sjálfmeðaumkun gildir ekki í lífinu, heldur að standa sig og bugast ekki við mótlæti. Hann taldi í mig kjark, ég hafði átt gott heimili, vildi halda áfram að búa og Sveinbjörn hvatti mig til þess. Hann útvegaði mér sem bústýru systurdóttur sína unga, Ólöfu Stefánsdóttur frá Stokkseyri. Hún var og er falleg, og hefur verið mér ■góð kona, því við giftumst 27. ágúst árið eftir, 1921. Ég gæti sagt með stoltþ áð hún hefir verið drottningin mín í meðlæti og mótlæti. Tólf börn góð og elskuleg, og tvær ágætar konur. Hvað Guð hefir verið mér góður. Og lífið hélt áfram og verzlunin þurfti allrar árvekni. Ég var orðinn þekktur imaður, eða nafnið, því fáum fannst ég Hannesarlegur þegar þeir litu matta- dórinn, mjóan og rindilslegan. Þeir héldu að ég væri hærri í lofti og svo- lítið breiðari. Sumir héldu að ég væri að plata sig, væri enginn Hannes. Ég auglýsti líka mikið, aðallega í Vísi, sem ég taldi mitt blað frá því ég kom Jakob Möller á þing. Ég auglýsti líka í Alþýðublaðinu, þó mér fyndist þeir hálfgerðir bolsar. Verkamenn og aðþýðukonur voru vinir mínir, sem mér fannst sjálfsagt að sýna kurteisi. En ég leit Morgunblaðið homauga, þó Árni Óla væri þar. Það var blað heildsalanna óvina minna. En auglýsingin sem ég græddi mest á var í Harðjaxli, því góða blaði. Þar þorði enginn að auglýsa, svo Hannes Kristinsson á Litlakaffi, heili blaðsins, bað mig að láta þá fá litla aug- lýsingu. Hún kom og eftir það var ekki skortur á auglýsendum. Ég var laginn að semja auglýsingar, sem voru lesnar, og auglýsti oftast með verði. Mér datt ekki í hug að auglýsa vöru á tvær krónur, heldur 1.98, það var miklu lægra verð. Og stundum aug- lýsti ég eina vömtegund á mjög lágu verði, en breytti ekki verðinu á hinum tegundunum. „Jæja, hvað ier á gjafalist- anum í dag,“ sagði svarta Borga er hún hringdi í mig öskuvond. Ég aug- lýsti bollapör á 25 auga parið. Borga vann í glervörudeildinni í Edinborg, og var einistaklega húsbóndaholl. „Það hef ir ekki allt að segja hvað er talað um mig, heldur að það sé talað um mig“ sagði Gyðingurinn. Þeir eru kaupmenn Eg var fljótur að ákveða mig, fram- kvæmdi stundiun áður en ég hugsaði. Og vitaskuld gerði ég oft vitleysur, leins og þegar Thor Jensen seldi mér skranið. Kveldúlfur hafði selt afgangs- síld í Hamborg fyrir vöruleyfar, leir- tau og búsáhöld. Ég frétti að hægt væri að prútta þessu niður, bjóst við aðbræð urnir myndu selja og ætlaði að leika á þá. En það var gamli maðurinn, sem seldi, og hann var fljótur að hugsa. Ég var búinn að samþykkja áður en ég vissi, keypti gegn þriggja mánaða víxli og rétt náði verðinu upp, án álagningar. Mér var þetta mátulegt og lærði á því. Ég átti við mikinn kaupmann. En ég gerði líka góð kaup. Ég var á ferð milli heildsala ieitt vorið, og allsstaðar var kvartað um kartöfluleysi. Ég átti leið fram hjá símstöðinni, sem var þar sem nú er lögreglustöðin. Ég mundi að skip var að hlaða í Leith og annað í Kaupmannahöfn, fór inn og sendi símskeyti í báðar áttir. Og ég fékk 200 poka af kartöflum, en aðrir til samans tæpa 20. Ég seldi allt yfir daginn og græddi þúsund krónur eða vel það. Og svo var Enska lánið tekið, krón- an felld í 47 aura til að bjarga brösk- urunum og fslandsbanka, Ólafur Frið- riksson sektaður um 200 þúsund krónur, saltfiskhringurinn myndaður, samvinnu lögin sett, og einokunarhringir byrj- uðu að dafna á íslandi og blómstra enn. Þetta voru dýrðlegir dagar, og þó, marg ur fjölskyldufaðir grét svo ég sá, alveg vonlaus, þó voru þetta hraustir verka- menn. Sumir þágu ekki hjálp þó hún væri boðin, af því þeir vildu ekki svíkja. Og svo byrjaði ballið 1922. Öflugur sykurhringur í London hafði haldið syk urverðinu óhóflega háu, það var 4.20 kílóið hér í smásölu. Svo sprakk hring- urinn og mörg hundruð sykurkaup- menn fóru á hausinn erlendis. Ég hafði keypt 38 tonn, og lækkað verðið strax um 10% og ef einhver lækkaði lækk- aði ég.enn. Að lokum komst verðið nið- ur í 90 aura og stöðvaðist þar. Ég slapp furðanlega, tapaði tiltölulega litlu, varla beint tap yfir 2 þúsund, seldi allar birgð ir löngu á undan öðrum og var farinn að kaupa ódýra sykurinn, sem ég seldi með hagnaði. En margir urðu illa úti, Fritz Kjartansson átti 25 tonn og tap- aði 15 þúsundum. Ég keypti af honum. Og svo fékk ég mjög aukna sölu í öðrum vöru , sem ég hagnaðist á, tapið á sykrinum var því nokkunskonar aug- iýsing. En óvinsældir mínar hjá jheild- sölum og smásölum jukust mjög. Ég var að bjarga mér frá stórfeldu tapi, en þeir kölluðu mig glæpamann og annað verra. Og þegar ég gat þess svo í auglýsingu í Alþýðublaðinu, að heildsalar væru óþarfur og dýr milliliður, þá keyrði um þverbak og svarti listinn kom. Það voru 18 heild'salar, sem skrifuðu á svarta listann skuldbinding um það, að selja mér ekki vörur og hafa engin skipti við mig, það átti að gera út af við mig með þessu. Ég var alveg graun- iaus, þar til Klausensbræður hringdu' til mín og sögðu, að þeir þyrftu að ræða við mig áríðandi mál. Það voru Óskar, Herluf, Arreboe og mig minnir Þorkell, sem sögðu mér frá svarta liistanum. Þeir höfðu neitað að skrifa undir, og þeir höfðu þann drengskap að vara mig við. Því miður hefi ég aldrei getað launað þeim, en minningin um þá hefir oft glatt mig. í ætt þeirra 'hefir drengileg frjáls samkeppni alltaf verið virt. Þeim líkaði ekki að bíta varnarlausan mann í bakið. Þeir sögðu mér líka, að A. Obenhaupt hefði neitað að skrifa undir á svarta listann, og þrír aðrir, sem ég hafði skipt mikið við hefðu ekki ákveðið sig, en væru deigir. Það voru I. Brynjólfisson og Kvaran, Nathan og Olsen og Róbert Smith, sem var umboðsmaður Gíslason og Hay í Leith. Ég hitti þá alla og sagði, að ég myndi aldrei skipta við þá, sem svikju mig. Með svarta listanum væri iekki hægt að sigra mig, því fólkið stæði með mér, og ég gæti fengið nógar vörur. Ég skuldaði engum þeirra, sem á list anum voru, nema O. Johnson og Kaab- er. Þar hafði ég keypt 10 jkassa af epl- um og sendi 9 til baka. Ég hafði líka pantað hrísgrjón hjá einum, en neitaði inóttöku, sagðist ekki kaupa af þeim, sem ekld vildu verzla við mig. Ét hiefði augvitað geta höfðað mál gegn ]sessum 18 heildsölum fyrir atvinnuróg. Ég vissi hverjir þeir voru, og hefði getað stefnt þeim vitnastefnu hverjum gegn öðrum, þó þeir þyrftu ekki annað ien láta list- snn hverfa. Ég ég vildi það ekki. En ég frétti að Eggert Claessen léti eins og vitlaus maður, og beitti íslandsbanka gegn mér,_ hræddi menn frá viðsldptum við mig. Ég reiddist, en jafnaði mig, ég ætlaði að æsa bankastjórann upp, láta hann tala af sér og fara svo í mál við bankann. Ég fékk viðtai við Eggert bankastjóra og hann rauk strax upp, hann hampaði Alþýðublaðinu og aug- iýsingunni. Ég var eins ósvífinn og ég þorði, og hann hentist tvisvar upp úr stólnum og barði saman hnefunum, en hann talaði aldrei af sér. Hinir banka stjórarnir komu hlaupandi og skildu okkur, þeir voru ósköp góðir, annar þeirra bað mig áð vera áfram í ábyrgð fyrir láni, sem var fallið, en ég hafði óskað eftir sölu á húsinu, ætlaði að yfirtaka það. Ég þurfti ekki að kvarta undan fólk- inu, það vildi allt fyrir mig gera. Ég fékk líka nógar vörur, meira að segja Ludvig Davíð kaffibæti, sem O. John- son og Kaaber höfðu umboð fyrir. Þeir reyndu allt í Hamborg og Kaupmanna- höfn til að stöðva mig, en komust aldrei að því hvernig ég fékk vöruna. Og þeir urðu að lækka kassann úr 245 krón um í 210, vegna samkeppni minnar. Það sparaði konunum nokkuð kaffikaupin. Ég náði líka í Persil þvottaduft, en Magnús Kjaran skrifaði mér bréf og benti kurteislega á, að ég væri að fremja lögbrot. Það er ekki sama hver heild- salinn er. Svarti listinn og sykurverðið vakti líka pólitíska ólgu. Tryggvi Þórhalls- son ritstjóri Tímans bað mig að koma heim til sín í I^aufás, og segja sér frá ástandi og horfum. Ég mætti um 30 börnum í dyrunum, þau komu úr dag- Framh. á bls. 15 22. sept. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.