Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 4
Vinur minn, sem aldrei brást eða að minnsta kosti sjaldan, þér gef ég þetta bréf — eða brot, hvað sem þér þóknast að kalla það. Skyldirðu muna þegar ég leitaði til þín í fyrsta sinn. Þá var ég bara fjögra ára. Ég var í bláu síðu pilsi, hvítum hálf- sokkum, gljáandi lakkskóm og stóran hvítan borða hafði ég í hárinu, aem þá var ljósgult og hrokkið. Þú sagðir: Mikið ertu falleg og mikið ertu fín! Þá dansaði ég fyrir þig lengi og piisið mitt þyrlaðist í allar áttir. Þú vanst glaður og brost- ir til mín. Þá var nú gaman. — Þú ert áreiðanlega búin að F. Careía Lorca: Malagaljóð Inn og út gengur dauðinn á kránni. Þræða svartir hestar og skuggalegir menn hinar djúpu götur gítarsins. Og þefur af salti og af konublóði er í sóttheitum ilmi hafsins. Inn og út gengur dauðinn, gengur út, gengur inn dauðinn á kránni. Geir Kristjánsson þýddi. BMOT SMÁSAGA eftir Unni Eiríksdóttur gleyma þegar óg kom til þín í bleika blúndukjólnum mínum nýja, óhrein frá hvirfli tii ilja af því að ég datt í drullupoll, ég var með tárin í augunum, en þá brostir þú út í annað munnvikið og sagðir: Uss, hún mamma þín þvær kjólinn og hann verður aftur eins og nýr. Þú hafðir á réttu að standa, hann varð alveg eins og nýr aftur. Hvað ég varð fegin! En þegar ég var tólf ára og kom til að sýna þér nýju blúss una og þrönga pilsið, það hlýt- urðu að muna ég var svo reið að ég sló þig með flötum lóf- anum, en ég iðraðist strax eft- ir það, því máttu trúa. Því það var ekki þér að kenna hvað ég var ljót, með alltof svera fætur, langan háls og andlit þakið freknum. Svo ég tali nú ekki um hvað pilsið fór mér illa, blússan var sæmileg. Seinna kom ég til þín og sýndi þér fermingarkjólinn. Ég var ljót í honum, hræðileg. Mj.ó eins og kústskaft, skolbrúnt hárið í ótal hringum og lokk- um. Kjóllinn var svo sem nógu fallegur og hárgreiðslan, það var bara ég sem var ljót. Strák arnir sáu áreiðanlega hvað ég var ljót. Enda gerði ég mér fulla grein fyrir því á ferming- ardaginn minn að ég var dæmd piparmey. Þú neyndir að hughreyeta mig, og það var ósköp fallegt af þér, en því miður gat ég ekki trúað þér. — Ég kyssti Nonna þegar ég var fimmtán ára, nei, það var hann sem kyssti mig. Á bak við brauð- búðina í portinu. Það var á björtu maíkvöldi og ég varð al veg hissa og gat ekkert sagt. Hann sagði heldur ekki neitt, en hann fylgdi mér næstum heim að húsdyrunum mínum. Ég hljóp beint til þín til þess að spyrja hvort ég hefði ekki breytzt, mér fannst ég eitthvað öðruvísi. Þú sagðir ekki mikið, minnt- ist lítillega á að það væri kom- inn nýr bjarmi í augun á mér og freknurnar væru heldur að mirmka. En þá tók ég allt í einu eftir einu: Brjóstin á mér voru farin að bunga út í peys- una, allir hlutu að sjá það. Mér fannst það gaman þó ég væri feimin við það í aðra röndina. Og nú var ég búni að fá allra snotrustu fætur. Ég dansaði svolítið fyrir þig, ofurlítinn tangó og ég lét mig dreyma hjá þér. Já, ég dansaði við Nonna á hverju balli þetta sum ar og kyssti hann stundum. En um haustið hættum við að hitt- ast. Af hverju? Ég veit það ekki. Kannski veit Nonni það ekki heldur. — Eigum við að rifja upp þeg- ar ég var sautján ára? Því ekki það? Mannstu, ég kom ekki heim fyrr en klukkan sex inn morguninn? Fór beint til þín. Þá varstu nú góður. Þú sagðir: Það var ekki ljótt, það var rétt og fallegt. Þú ert fall- eg stúlka, og dökkhærði pilt- urinn sem ég sé í augunum á þér er líka fallegur, ungur og hraustur. Þú mátt vei gera þetta aftur, þú átt þig sjálf. Æ, hvað ég var fegin! Alltaf ertu sá vinur, sem bezt reynist í gleði og sorg. — Ég veit þú mannst þegar ég kom til þín grátandi af því strákurinn, sem ég hélt ég væri trúlofuð, fór að vera með ann- arri stelpu, án þess að gefa mér nokkra skýringu. Lét bara sem ég hefði aldrei veri'ð tiL Tárin streymdu iátlaust heila nótt og þú vaktir roeð mér. Nef ið á mér var eldrautt, andlitið bóligið, ég var hörmuleg. Samt, um morguninn sagðir þú mér að þvo nú andlitið úr ísköldu vatni og taka fram öll kremin mín og fegrunaráhöldin, fara svo í vinnuna einis og ekkert og það tókst. Reyndar þurft- irðu að hugga mig og stappa í mig stálinu að minnsta kosti hálfsmánaðartíma, en þá fór allt að lagast. Enginn hafði svo sem farist, hvorki heimurinn né ég! Ég sýndi þér marga nýja kjóla, nýjar hárgreiðslur og trúði þér fyrir litlu elskulegu ævintýrunum mínum. Þú skild- ir mig alltaf. — Giftingardaginn minn munum við áreiðanlega bæði. Hvíta kjólinn, hvíta síða slörið, blóm- vöndinn og manninn sem stóð við hliðina á mér. Við brostum öll, Ijómuðum, hann, ég og þú, vinur minn. En hvað við vor- um hamingjusöm, öll þrjú! Svo kom ég til þín oft og sýndi þér hvað ég var búin að fá stóran maga! Þú var ég að bíða eftir stelpunni sem dans- aði ballett innan í mér. Ég fékk stóra brúna bletti í and- litið, og ég var hreint ekki lag- leg mánuðina þá! En þú sagðir: Vist ertu fall- eg, og á eftir verður þú enn þá fallegri. Það var nú elskulegt af þér að segja þetta. Já, ég er búin að sýna þér og segja margt, sem 'enginn annar veit. Ballettdansmærin mín reynd ist vera snaggaralegur strákur og ég var stolt af honum. Sýndi þér hann oft og þú hrósaðir honum ævinlega. Enda átti hann það sannarlega skilið. Einniig börnin þrjú, sem á eftir komu. Ætti ég kannski að hætta hérna og ekki rifja upp fleira. Nei, ég ætla að segja þér allt, mér finnist það betra. Ég kynnt ist listmálara, þá var ég orðin þrjátiu og fimm ára og þóttist svo sannarlega vera orðin ful'l- orðin, enda sáum við bæði, þú og ég að örsmáar hrukkur voru að fæðast kringum augun og á enninu. Og ég þurfti að hafa talsvert fyrir því að halda hár- inu ljósgulu. Hvað um það. Listmálarinn var svolítið hrifinn af mér samt og ég af honum. Hann hafði heitt blóð og leiftrandi augu. Talaði um margt, sem mér var nýstárlegt. Og hann elsk- aði svo fallega._ Eg sagði þér einum frá því. Ég mátti til. Ég hélt ég væri sek. En þá sagðir þú: Nei, þú ert ekki sek, þú elskar, finnst þér það ekki gott? En láttu engan, engan vita neitt. Þér einum sagði ég allt, þetta stutta sólarsumar. Og hjá þér grét ég svolítið þegar hann fór til annars lands. — Á ég að tala um þetta bros- lega þegar ég var fjörutíu og níu ára? Þegar ég keypti lit- skrúðugu kjólana, augnskugg- ana fjólubláu og eldrauða vara litinn og vildi alltaf vera á dansleikjum, málverkasýning um, kaffihúsum. Og beið guðs- langa dagana eftir nýjum ást- um, nýjum ævintýrum. Ég, sem átti ágætismann og uppkomin börn. Ég hef eiginlega bæði skömm og gaman af þessu tíma bili, núna þegar það er liðið hjá. Þú stóðst með mér, þú einn skildir mig. Varaðir mig við of skrautlegum kjólum, of mikilli málningu á andlitið. Þú bentir mér á það mjög varlega þá, að ég var orðin helzt til feitlagin, helzt til gömul til þess að taka þátt i ævintýr- um æskunnar. Ég vissi að þú hafðir á réttu að standa, en — ég gat ekki hlýtt þér. Ég mald- aði í móinn. Þú gerðir þá ekki annað en brosa góðlátlega, og einu sinni hvíslaðir þú að mér ofurlágt: Þetta líður hjá, vina mín. — Og það leið hjá. Nú stend ég frammi fyrir þér, gömul, orðin langamma. Maðurinn minn er löngu dáinn. Ég er búin að fá snjóhvítt hár og ótal hrukkur, klæði mig í látlausa kjóla eins og þú sérð. Ég les talsvert, prjóna föt á barnabörnin mér til dundurs, hlusta á útvarp og stundum fer ég í leikhús og fjölskylduboð. Allt er harla gott. Engir storm- ar, engin tár, timinn líður hratt, miklu hraðar en áður. Allir sem eru ungir og hraustir hafa mikið að gera. Lítill tími til að heimsækja gamla konu. Það gerir ekkert til. Því ég veit ieitt: Þú bregst mér aldrei, spegill, gamli tryggðarvinur. Og þú segir ekki frá neinu. Helzt vildi ég að þú færir með mér ferðina síðustu í kistunni hvítu. Það verður nú víst ekki, það er ekki siður. En ég kveð þig áður en ég fer, þótt ég kveðji kannski engan annan. Því þú varst mér tryggastur allra, huggari, ráð- gjafi — og stundum svolítill háðfugl, og það skipti kannski mestu. — 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.