Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 12
Þegar ég kom inn fyrir dyr Mennta- skólans var mér vísað inn til rektors sem var þá Geir Zoéga, hann tók mér blíðlega og sagðist hafa haldið að ég væri hættur við framhaldsnám, nú væri ég búinn að missa 2 vikur frá náminu sem mundi verða mér einhver fjötur um fót, sérstaklega væri þetta slæmt vegna málanna latínu og þýzku sem ég hafði ekkert lært áður, en bæði þessi mál krefðust mikillar nákvæmni með undirstöðuatriðin. Besta ráðið úr því sem nú væri komið mundi það að ég fengi einhvern til að lesa þessi fög með mér. Pálmi Pálsson yfirkennari tók mér þurrlega í fyrstu, en úr því rættist aftur síðar og naut ég þar bróður míns sem hann hafði verið áður fjár- haldsmaður fyrir. Það tekur því ekki að telja upp alla kennara skólans, ég mun geta einstöku þeirra -síðar. Við vor- um hafðir saman í deild norðanmenn en til viðbótar voru ýmsir sem lesið höfðu utanskóla og tekið svo próf upp í 4. bekk. Ég mun hafa verið búinn að vera einn dag í tímum þegar ég var kallað- ur út á blettinn við skólann, þar var saman kominn hópur nemenda og mér strax tjáð að nú ætti ég að tollerast, svo voru engin umsvif með það, ég var tek- inn með valdi og stór hópur pilta rað- aði sér utan um mig og með það sama var ég gripinn á loft og margar hend- ur köstuðu mér eins og bolta hátt í loft upp. Þettia var þrítekið áður en ég slapp úr höndum þeirra og nú sögðu þeir að ég væri orðinn gjaldgengtir nemandi í þessum skóla. Þó ég væri srtuttan tíma í skólanum þá höfðu sumir kennarar mjög sterk óhrif á mig, en annara minnist ég mjög lítið. Þeir sem eru mér einna minnis- sfæðastir eæu þýzkukennarirun Jón Ó- íeigsson sem mér virtist að mundi vera góður kennari en hann var mjög strang- ur og skömmóttur við þá sem ekki lásu; hamn var hár og holdskarpur. Böðv- ar Kristjánsson kenndi ensku og var hann djarfmannlegur og hafði yfir sér virðugleik sem hlaut að festast í nem- endum. Strangur var hann og óhlífinn við okkur norðanmenn, ekki spar á að brigzla okkur um slæman framburð og lélega undirstöðu í ensku. Rödd hams var hvell og skýr og ef hann kenndi í næstu stofu við okkur mátti segja að hann trufiaði kennsluna hjá okkur. Páll Sveinsson kenndi latínu og var líka strangur, en þó var það á all/t annan hátt en Böðvar. Páll var stilltur og fágaður í allri framkomu fylgdist með öllu sem gerðist og tók hart á truflunum. Haiéi var mjög vel fær í sínu fagi, (í 5. bekk kenndi hann líka frönsku). Mér fannst hann vera einma mestur „aristokrati" allra kennaranna. Sigurður Thoroddsen kenndi stærð- fræði og mun hann hafa verið ágæt- ur kennari. Annars er hann mér minnis- stæðastur frá þeim frímínútum þegar hann átti að hafa umsjón með nemend- um þá var hann ekkert lamb við að leika og þeir sem voru mestir ofstopa- seggir meðal nemenda þeir fengu að- eins að kenna á því ef þeir voru vís- vitandi að skapa „bendu“ sem kallað var inni á gangi skólans. Hann var heljarmenni og fljótur að tvístra strák unum sem að því stóðu og reka þá út. Það ieyndi sér ekki að nemendur gerðu sér dælt við eldri kennanana svo sem Jóhannes Sigfússon og Þorleif H. Bjamason, mikið af kennslustundum hjá peim fór oft í spumingar frá nemend- um sem ekkert komu faginu við. Þær fáu stúlkur sem þá voru í menntadeild héldu sig sér, eins og þær væru offín- ar til að samlaga sig piltunum, á þeim var dálitil'l þóttasvipur og ætið héldu þær hópinn mig minnir þær vera allar embættismannadætur. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 3 Ég sá nóttina nálgast, og hönd mín svaj meðan hjarta mitt vakti. Og hún, sem ég elskaði, hló og sagði: Ég er ekki til. Þriðja erindi segir okkur ef til vill mest, en það er ekki þjáning, sem okk- ur kemur fyrst í hug við lestur þessa Ijóðs, heldur eins konar gáskafull, ó- persónubundin hamingja. Svipað hvarfi ar að okkur við lestur Hausts í Þjórs- árdal, um fákana, sem framhjá þjóta „án myndar og hljóðs“. í þassu ljóði er talað um „sóttheitan unað“. Það má vera ljóst, að í þessum Ijóðum hefur Steinn fengið útrás fyrir leikræna gleði,sem í honum hefur búið; bölsýni hans hefur kannski átt sinn þátt í að kalla hana fram sem mótleik gegn hinum myrkari heimsþjáningarsöngvum. Bær í Breiðafirði er dæmi um þann vinning, sem tilraunir Steins hafa feng- ið honum; það er að sama skapi full- komlega heppnað ljóð og Vor í Ljóðum. Málfar Steins er í báðum þessum ljóð- um einfalt, óþvingað, ekki líkt því eins mikið fyrir því haft að segja það er máli skiptir, eins og til dæmis í viðhafnar- legu andrúmslofti Hausts í Þjórsárdal. Svo viðkvæm eru þau sannindi, sú reynsla, sem Bær í Breiðafirði lýsir, að ljóðið knefst fyrst og fremst skynjun- ar, ekki ákveðins skilnings: Grœnt, rautt og gult. Og golan þýtur í þaksins stráum. Tvö fölleit andlit með augum bláum á eftir mér stara í hljóðri spurn: Hvert ertu að fara? En þótt Ijóð eins og Hús við Hávalla- götu, h ’homme statue, Gamall maður með staf, Utan hringsins, Börn að leik, og fleiri Ijóð í Ferð án fyrirheits, auk þeirra sem þegar hafa verið nefnd, eða tekin til umræðu, vitni öll um nýsköp- un Steins Steinars í íslenskri Jjóða- gerð, gat hann ekki á þeim tímum, sem þau eru ort, látið sér nægja hina hálf- kveðnu aðferð þeirra. Ungur hafði hann tileinkað sér alþjóðleg sjónarmið, og það stríð, sem nú var háð, hélt fyrir honum vöku. Það er að sjálfsögðu mót- sagnakennt, að sá, sem leggur kapp á að sanna í ljóði eftir ljóði, að „í blekk- ingum sjálfs sín maðurinn fierðast og ferst“, skuli jafnframt leggja á það svo ríka áherslu, að „það er eitt sem gild- ir, að vera maður“, eins og hann segir í Hugsað til Noregs. Ádeiluljóð Steins í hefðbundnu formi, en nýstárleg að framsetningu eru ekki veigalítill kafli í ljóðagerð hans. í Ferð án fyrirheits eru mörg slík kvæði, og minna þau á gamankvæðin í Sporum í Sandi. En tónninn er oftar heiskari, vægðarlausari gagnvart öllu því, sem vekur andúð skáldsins og viðbjóð. „Á þessum stað reis íslenzk örbirgð hæst“, segir hann í kvæðinu Á rústum beita-r húsanna frá Víðimýri, þegar honum verður hugsað til örlaga hins smáða skáldbróður síns: Vor saga geymir ýmsan auman blett sem illa þolir dagsins Ijós að sjá. Og það mun margan undra, ef að er gætt, hve íslenzk menning reyndist stundum smá. Og það er biturt háð í seinasta er- indinu í garð þeirrar þjóðar, sem ekki er um of „stolt“ af því skáldi, sem nú yrkir, fremur en forðum af þeim orð- hvassa óðsmiði, sem lét hana finna fyrir brandi sínum: En flest er breytt og fært í nýrra horf, og fólkið mannast óðum norður hér. Þeir finna nú, hve falslaus snilld þín var. Ég, forsmáð skáld að sunnan, heilsa þér. Þótt samúð Steins sé eins og fyrrum með þeim, sem bíða lægri hlut, gerir hann gys að þeim, sem vilja „frelsa heiminn"; honum er það ljósara en flestum íslenskum nútímaskáldum öðr- um, að „í draumi sérhvers manns er fall hans falið“. Heimspeki Steins, sem tekur mótsögn í þjónustu sína, er raun- ar mótsögn í sjálfri sér, lítur þannig út í kvæði því, sem tilvitnunin er sótt til: Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir að mynda sjálfstœtt líf, sem ógnar þér. Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum í fullkominni uppgjöf sigraðs manns. Hann lykur um þig löngum armi sínum, og loksins ert þú sjálfur draumur hans. Framandleg afrstaða skáldsins til lífs- ins er ekki óþekkt fyrirbrigði í ljóðum þess. Á leinum stað spyr hann meira að segja: hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn sem dó? Og Andi hins liðna, endar þannig: Að veruleikans stund og stað er stefnt við hinztu skil, því ekkert er til nema aðeins það, sem ekki er til. Ýmis kvæ'ði, sem ekki hafa verið prentuð með í ljóðabókum Steins, mynda sjálfstæða bók í Kvæðasafni hans og greinum, se.m Helgafell gaf út 1964 og hér er stuðst við. Þar á meðal eru sum kunnustu Ijóð Steins, eins og Hallgrímskirkja, Búlúlala, Mannkyns- saga fyrir byrjendur, Passíusálmur nr. 51, Hudson Bay, og Eir. Þeiss ber þó að geta að í ágætu úrvali Snorra Hjartar- sonar: 100 kvæði, sem kom út 1949, voru mörg þessara ljóða tekin með; og í Ferð án fyrirheits, ljóð 1934-1954, hét sein- asti hlutinn einnig Ýmis kvæði þótt hann væri mun fyrirferðarminni en í Kvæðasafni og greinum. Djarfasta ljó’ðið í Ýmsum kvæðum er án efa PassíuGálmur nr. 51, þótt ekki sé nema vegna nafnsins; en svona getur passíusálmur litið út í huga skálds, sem þekkir sljóleikann, tilfinningaleysið gagnvart annarra kvöl: Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig? Þetta krossfestingarljóð leiðir einnig hugann að Þriðja bréfi Páls postula til Korintumanna: Ég, sem á að deyja, dvel hjá yður, sem Drottinn hefur gefið eilíft líf. Og Drottinn gefur öllum eilíft líf. En eilíft líf er ekki til, því miður. Svo sterkt hefur trúin orkað á skáld- ið, að í ljóðinu Bæn í Ferð án fyrirheits, biður hann: Veit mér, ó Guð, þann mátt af miskunn þinni, að megi ég gleyma þér. Kristján Karlsson segir í fyrrnefndri ritgerð um Stein, að hann hafi „ekki getað þegið þá lausn, sem liggur beint við skáldskap hans. Sú lausn er trúin". En í seinustu Ijóðunum, sem Steinn orti, kveður við annan tón en áður í skáld- skap hans. Sjálfur hef ég þá skoðun, að þessi ljóð hafi verið upphaf kraftmeiri og víðfeðmari skáldskaparstefnu og um leið lífisstefnu en nokkru sinni áðurhjá Steini. Þessi Ijóð birtust fyrst í Nýju Helgafelli 1956 og 1957, en eru látin fylgja með Ýmsum kvæðum í Kvæðasafni og greinum. Seinustu árin, sem Steinn lifði voru miklir endurskoðunartímar í lífi hans. Hann hafði farið í sendinefnd til So- vétríkjanna og lýst sárum vonbrigðum sínum þegar heim kom. Gamlir baráttu- félagar snerust margir öndvterðir gegn þessari stefnubreytingu hans, bendluðu hann við svik, og voru jafnvel ófeimn- ir við að láta í veðri vaka, að hann hefði selt sál sína. Steinn vandaði þeim ekki kveðjurnar. Hann var meistari hinn ar stuttu, hnitmiðuðu blaðagreinar; það litla, sem eftir hann liggur í óbundnu máli, verður reyndar að teljast til list- rænna afreka. En Steinn var um leið samræðuisnillingur, þannig að hver, sem á hann hlustaði, hlýtur að viðurkenna að hafa komist í snertingu við einn ó- venjulegasta persónuleika aldarinn- ar. Um þetta höfum við verðmætar heimildir, einkum samtöl Matthíasar Jo- hannessens við Stein. Matthias var á þessum árum þegar kominn í fremistu röð íslenskra blaðamanna, þrátt fyrir ungan aldur, kynni hans og Steins voru hafin, og allt þetta hjálpaði til að varð- veita eina mikilsverðustu heimild sam- tímans: hátt skáldsins Steins Steinarns við að segja skoðun sína í mæltu máli. Auk viðtalanna tveggja, sem prentuð leru í Kvæðasafni og greinum, fjallar seinasti kaflinn í bók Matthíasar: Hug- leiðingar og viðtöl, um manninn o g skáldið Stein Steinarr. Hanneis Péturs- son sá um útgáfu á óbundnu máli Steins fyrir Menningarsjóð árið 1961, og kall- aði Við opinn glugga. Með þeirri bók var minningu skáldsins sómi sýndur. Ljóðin þrjú Formáli á jörðu, Kreml, og Don Quijote ávarpar vindmyllurn- ar, boða eins og fyrr segir nýtt tíma- bil skáldskapar Steinis. Dauðinn batt að vísu á það endi, en enginn annar en 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS __________________________________________________22. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.