Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Side 5
veslings Rose væri að finna. Hún myndi hafa látið tælast til að fara á fund hins dó'lgslega íslenzka hunds. Hins vegar kynokaði hún sér við að segja það berum orðum. Enn síður að hún kærði sig um að þurfa að sækja hana í greipar hans. Þess vegna skipaði hún bónda sínum að fara þegar í stað og athuga málið. Hún var annars ekki vön að gefa honum fyrirskipanir. En með því að Benedikt var ekki laus við sektarkennd tók hann það ekki illa upp en fór möglunarlaust. Þetta var ekki löng leið til hins ótínda rakka, en þó yfir smáhæð að fara. Og þegar þangað kom, sá Bene- dikt fljótlega með sínum eigin augum, að grunur konu hans var réttur. Þarna var sem sé Rose í mjög nánum félags- skap við hinn íslenzka dólg. Og vegna þess — ja, vegna þess hvernig ástatt var hjá þeim hjúum, hlaut læknirinn að bíða um stund. Honum þótti það ekki skemmtileg bið. En áður en mjög langt um leið breyttist ástand þeirra, svo að hann gat tekið Rose eina með sér heirm Því verður ekki neitað að ádeilur frú Violet á mann sinn eftir að hann kom heim með tíkina,. voru talavert harð ar, ekki sézt af því að hann játaði fyrir henni af meðfæddum heiðarleik sínum í hvaða félagsskap og í hvernig ástandi hann hefði fundið Rose. Hún sagði, að þetta væri hræðiiegt og að skeytingarleysi hans væri hræðilegt. Svo sem flestum verður reyndi Bene dikt læknir að bera í bætifláka fyrir sjálfan sig. Hann sagði það að vísu slæmt, að honum skyldi hafa láðst að loka útidyrunum nógu tryggilega þeg- ar hann fór út frá því að fá sér kaffi- sopa. En Rose væri ekki vön að fara neitt nema þá í fylgd með þeim. — Það stóð nú sérstaklega á hjá henni núna, sagði frú Violet. — Ha — ? Nújá, sagði læknirinm Já það var þess vegna áríðandi, að hún slyppi ekki út. — En það er ekki víst að þetta eina skipti komi að sök. Frú Violet hnussaði fyrirlitlega. Hann sem var læknir ætti þó að vita betur! Það þyrfti yfirleitt ekki nema eina at- höfn til þess að tik yrði hvolpafull — Jahá,. jahá,. varð lækninum að orði En það yrði þá ekki við því gert héðan af. — Já, þú segir það og ert bara hinn rólegasti eins og ekkert hafi skeð. En sökin er þín og þitt er að bæta fyrir hana. — Ég sé nú ekki, hvernig ég ætti að geta það, sagði Iæknirinn. Nema þá að við förgum Rose eða höfum skipti á henni og öðrum hundi — eða þá að við látum einhverja aðra annast hana á meðan á þessu stendur. — Farga henni! Láta hana til ann- arra. Hvernig þú getur talað maður! Þykir þér virkilega ekkert vænt um Rose. — Ojú, anzaði læknirinn. En hvað sem því líður, þá sé ég ekki,. hvernig ég ætti að geta bætt úr þessu á annan hátt. — Ne-hei, þú sérð það elíki! Þú ert nú samt læknir og ættir a.m.k. að hafa heyrt talað um fóstureyðingu. — Fóstureyðingu? — Já. — Beyrðu nú, Violet mín, við skul- um ekki tala eins og sefasjúkt fólk. S'iiikt og þetta kemur ekki til mála, nema okkur langi tii að verða að al- mennu athlægi. — Huh! Ekki snertir það mig, þótt þetta blessað landsfólk þitt hlæi. Það kemur ekki við mig. Annars væri þetta út af fyrir sig, ef um sómasamiegan hund væri að ræða. þótt ég ætlaðist aldrei til þess að hún Rose færi að eiga livolpa. En með svona afstyrmi!' Ættlausum flækingshundi, ósiðuðum og vanhirtum!. Ég er viss urn, að hann hef- ur aldrei verið baðaður. — Þetta er nú samt sá elskhugi, sem Rose valdi sér, andmælti Benedikt. Þegar frú Violet svaraði var hún mjög ákveðin í málrómnum: — Hann hefur tælt hana, þessi óupp dregni rakki, sem flækist um ailt, og er á eftir hvaða tík sem er. Hann er viðbjóðslegur. Benedikt leitaðist við að taka svari landa síns. Seppi hefði í rauninni ekki hagað sér á annan hátt en almenrit gerð- ist hjá hundum, með því líka að ein- kvæni væri enn ekki upp tekið hjá þess- ari spendýrategund. Þar að auki ýjaði hann á því, að á vissan hátt mætti það verða þroskandi fyrir Rose að kynnast því að verða móðir. En konu hans var þráinn og stíf- lyndið í blóð borið, enda rann það ómeng að enskt í æðum hennar. Hún lét ekki af þeirri skoðun sinni, að fóstur- eyðing skyldi framkvæmd á Rose, og ggrðist því ákvéðnari sem rökræður þeirra. er að lokum breyttust í deilur urðu lengri. Og þeim lyktaði ekki fyrr en Benedikt tók frakka sinn og hatt og skundaði til fundar við verkfræð- inginn, nágranna sinn og vin. Hann kom ekki aftur fyrr en mjög síðla kvölds og var þá göngulag hans þannig, að ekki sómdá menntuðum manni, sízt lækni. Að' minnsta kosti verður að: telja það líklega skoðun frú Violet. Sjálfsagt hefur Benedikt lækni verið Ijóst, að harrn bjó við nokkurt konu- ríki, enda þótt hann hefði ekki áhuga á að flagga þvL Það að drekka meira en góðu hófi gegndi þetta kvöld átti ef til vill að sýna mótmæli hans gegn því að konan hans gengi allt of langt. En hafi hann ímyndað sér, að þetta út- undansérhlaup hans hefði áhrif á hana í fóstureyðingarmálirra, þá skjátlaðist honum. Frú Violet var jafn ákveðin og áður. Og eins og venjulega hlaut hún að hafa sitt fram. Nú höfðu þau læknishjón oftsinnis dáðst að vitsmunum Rose. Þeim bland- aðist t.d. ekki hugur um, að hún skildi meira og minna tal þeirra, þegar þau ræddust við á enskri tungu, en það gerðu þau að jafnaði á heimili sínu, þótt frú Violet gæti raunar talað sæmi- lega íslenzku. Um þetta voru þau alveg sammála eins og að sjálfsögðu margt fleira. En að hún myndi sýna þá yfir- burða vitsmuni að síðar reyndist, það kom þeimi mj.ög á óvart. Því hvað gerðist ekki örsköir.mu áður en dýralæknirmn skyldi koma og fram- kvæma hina umtöiuðu aðgerð? Rose hvarf eins rækilega og jörðin hefði gleypt hana. Vart kom til mála önnur skýring, á hvarfi hennar en að hún hefði stokkið yfir hina háu virnetsgirð ingu. Það hafði hún raunar aldrei gert áður né reynt að gera svo vitað væri. Og aiveg stórfurðulegt, að hún skyldi geta það eins og girðingin var há. Flótti hennar hlaut að hafa átt sér stað síðari hluta nætur eða undir morgun. Því að Benedikt læknir hafði þurft að dve’ija fram eftir öllu á sjúkrahúsinu og ekki komið heim fyrr að að hálfnaðri nótt,. og þá heyrði hann til Rose niðri í kjallara um leið og hanm gekk til svefns. Þetta sagði hann frú Violet um morgunir.n, því að hún var sofandi, þeg ar hann kom. Þegar dýra’æknirinn kvaddi dyra um morguninn fannst Rose hvergi, þótt leit að væri í dyrum og dyngjum. Það enti með því að hann varð að hverfa aftur við svo búið. Frú Violet sló því föstu, að- Rose hlyti að hafa komizt að því, hvað til stóð og þess vegna flúið. En það- var afar merkiltegt og sannaði enn- þá einu sinni vitsmuni hennar. Að vísu var hægt að hugsa sér, að; Rose hefði verið einhvers staðar nálæg og heyrt, þegar hún talaði í símann við dýralækn :on. En þó aldrei nema. Frú Violet var alveg viss um, að hún hafði talað við hann á íslenzku, enda var enskukunn- átta dýralæknisins svo bágborin, að tæp lega var hægt að eiga viðtal við hann á þeirri tungu. En það sýndi, að Rose fylgdist líka með, þótt talað væri á ís- lenzku. Og tímaskyn hennar. Þá brást það ekki heldur. Frú Violet hafði pant að dýralækninn með þriggja daga fyr irvara og aðeins átt þetta eina síma- viðtal við hann. En veslings Rose tekur ekki til flótta síns fyrr en siðustu nótt- ina, nokkrum klukkustundum áður en hann á að koma. Svona frábærlega gáf- uð var Rose. Hitt kom að sjálfu sér, að söknðurinn og hryggðin yfir hvarfi liennar urðu við þessar staðreyndir enn þá sárari en ella sér í lagi hjá frú Violet. Benedikt læknir bar sig furðan lega, enda hafði hann nú sínum 'læknis störfum a® sinna. En frú Violet var næstum óhuggandi Hún heimtáði, að hann léti leita allt nágrennið og aug- ýstí umœ hvarfið. Að sjáifsögðu gerði Benedikt skyldu sína í þessu sem flestu öðru.. Hann aug lýsti tíkarhvarfið í tveimum víðlesnum blöðum og einu sinni í útvarpi. En allt kom fyrir ekkL Dagarnir liðu, og hvarf Rose hélt áfram að fá mjög á frú Violet. Þetta gekk svo langt að Benedikt heyrði hana einu sinni,. þegar hún vissi ekki um nærveru hans; ásaka sjálfa sig fyrir að hafa ætlað að láta framkvæma þessa læknisaðgerð. Líklega væri 5H ógæfan því að kenna. Þá brosti Benedikt læknir. Og nú skeður það röskum sólarhring síðar mjög síðla kvölds, að klórað er í útidýrahurðina. Benedikt flýtir sér ti! Framh. á bls. 12 TÆKNI Brattfleyg flugvél í flugtaki. Flugstöðvar í miðborgum á næsta leiti 6. þingi Alþjóða Flugvísindaráðsins er nýlokið i Múnchen. Þar flutti m.a. Mr. Boorer frá British aircraft Cor- poration fyrirlestur um nútima loft- flutninga. Hann sagði, að með bratt- fleygum (short take-off and landing) flugvélum eygðu menn nú möguleikana á þvíi að koma upp neti flugleiða, sem ekki væru lengri en milli 40 og 50 kílómetrar. Með þessu móti mætti stytta ferðatíma milli stórborganna um marga klukkutíma. Flugvél, sem nú er til og myndi geta leyst þetta verkefni, er t.d Breguet 941. Hún er fjögurra hreyfla og notar loft- strauminn frá skrúfublöðunum til þess að auka loftið. Hún er þekkt í Banda- ríkjunum sem McDonnel Douglas 188 og verður innan skamms notuö í til- raunaflutninga á flugleiðunum Was- hington -New York- Boston. Mr. Boorer sagði, að flugvöllur fyrir brattfleygar flugvélar í London þyrfti t.d. ekki að vera stærri en Victoria- járnbrautarstöðin þar í borg, Hann sagði, að allt benti til þess, að borgar- yfirvöld um allan heim reyndu nú að tryggja sér opin svæði nærri miðbæjum og verzlunarmiðstöðvum, til þess að þar mætti byggja flugstöðvar og leggja stutt ar brautir fyrir brattfleygar flugvélar. Á þiriginu var einnig rætt um lóð- fleygar (vertical take-off and landing) flugvéíar, en það kom fram, að heli- kopterar gætu ekki flutt nægilegan fjölda farþega með nógum hraða, og enn sem komið væri væru þeir óhag- kvæmir í rekstri. Ef til VÍR verður erfiðast að sætta almenning við hinn nýja ferðamáta. Sag an sýnir, að fólk er frekar á móti öll- um breytingum, en þegar þær eru orðn ar þá furðar fólk sig á því, að það skyldi nokkurn tíma hafa getað verið án þeirra. Á næstunni getum við búizt við harðri samkeppni á svi’ði fólksflutninga, sagði Mr. Boorer að lokum, en allt bendir til þess, að rekstur brattfleygra flug- véla verði svo hagkvæmur, að hægt verði að selja þær mörgum fyrirtækj- um. Flughafnir í miðjum borgum eru alveg á næsta leiti, svo er brattfleyg- um flugvélum fyrir að þakka. Hins veg- ar virðast lóðfleygar flugvélar eiga langt í land með að geta boðið upp á hagkvæman rekstur. ArnSIG. '9. sept. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.