Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1968, Blaðsíða 8
ir jafnaldrar mínir. Ég bjó á hægri bakkanum, og það kom fyrir, að maður brá sér eftir vinnutímann yfir ána og upp á Montparnasae til þess að hitta kunningjana. Andrúmsloft og daglegt líf í hverfum lista- Halla Bergs manna er frjálsara og einfald- ara en í hverfum viðskiptalífs og broddborgara kringum Stjörnutorgið, þar sem ég bjó. Árið 1951 var ég ritari í sendinefnd íslands á allsherjar- þingi S.Þ., sem þá var haldið í París. Það var áður en aðal- stöðvarnar voru byggðar í New York“ „Þú varst með Halldóri Lax- ness og konu hans við Nóbels- verðlaunaafhendinguna 1955. Var þá ekki sælt að vera ís- leodingur?" „Jú, því gleymir enginn fs- lendingur, sem var viðstaddur. Sú ferð var í alla staði ógleym- anleg. Það er heldur ekki hægt að hugsa sér ánægjulegri fé- lagsskap en að ferðast með þeim hjónum. Og ég hafði þá ánægju að eiga eftir að fyigjast með þeim í hnattreisuna. Sú ferð var eitt samfellt ævintýri. Ég fór með þeim sem einkaritari Laxness. „Nú, þetta var árið 1958. Hef urðu svo verið hér við utan- ríkisþjónustuna síðan?“ „Nei, ekki allan tímann. Ég dvaldist í Oxford um tíma og seinna í Caen í Frakklandi. Gerði þetta til að hressa upp á málakunnáttuna. Ég hafði gaman af að setjast á skóla- bekk eftir svona langt hlé og naut þess svo sannarlega að vera laus við skrifstofustörfin urn tíma. í fyrrasumar fór ég á námskeið fyrir útlendinga í Austurríki og rifjaði upp þýzk una. Það er alveg nauðsynlegt að gera þetta öðru hverju, og kemur að miklu gagni í starfi. Á síðustu árum hef ég starfað um tíma í París, Kaupmanna- höfn Stokkhólmi og New York en lengst af hér heima.“ „Og nú hefurðu enn verið hækkuð í tign. þú ert orðin fulltrúi í utanríkisráðuneytinu, er það ekki?“ „Jú, þeir hafa líklega verið orðnir úrkula vonar um að losna nokkurn tíma við mig, svo þeir hafa neyðzt til að setja mig í þetta“. „ En þar með er tekið fyrir utanferðir?" „Nei, ég geri ekki ráð fyrir þvi. En störfin eru nú sjálf- stæðari og veita mér þar af leiðandi meiri ánægju. Mér líð- ur mjög vel hvar sem ég er, ég hef notið þess að ferðast. en ég nýt þess einnig að vera hér heima.“ * Sumir kunna að notfæra sér tækifærin, aðrir ekki. Og Elsa Guðjónsson er vissulega í hópi þeirra fyrrnefndu. Þegar hún tók stúdentspróf, var hún heit- bundin og var mannsefni henn- ar Þór Guðjónsson við nám í Seattle, Washington, paradís- inni við Kyrrahafsströnd. — „Ég hóf nám í B.A. deild- inni hér heima um haustið," seg ir Elsa, „en strax fýrir áramót- in gafst mér kostur á að fara til náms í Bandaríkjunum, þar sem ég settist í sama háskóla og Elsa Guðjónsson Þór. Ég hafði alla tíð haft gam- an af hvers konar hannyrðum og valdi mér námsgrein að nokkru með tilliti til þess. Að þremur árum liðnum lauk ég prófi í heimilishagfræði (Home Economics), með sérgrein í tex- tilfræði, sama vor og Þór, sem nú var orðinn eiginmaður minn, lauk sínu námi.“ Á þessum þremur árum hafði stríiðið geisað látlaust, en þess gætti lítið á Kyrrahafsströnd- inni. Að vísu flugu japanskar flugvélar nokkrum sinnum inn yfir ströndina, og Seattle hefði orðið eitt þeirra fyrsta skot- mark ef stríðið hefði breiðzt út yfir til Ameríku, vegna hinna stóru flugvélaverksmiðja í borg inni. f þann mund sem ungu hjónin voru á heimleið yfir Bandarikin þver, komst friður á, og þau sigldu heim án þess að vera ógnað af óvininum. — „Fyrstu árin eftir heimkom una starfaði ég ekki mikið ut- an heimilis.. Þó vann ég við hanidavinnudeild Kennaraskó'l- ans, þegar hún var stofnuð, kenndi þar vefjarefnafræði og tók saman handbók í þeirri grein. En ég hafði mikinn áhuga á gömlum útsaumi og búning- um, og hér heima lágu fyrir mörg heillandi rannsóknarefni. Ég fór að grúska, og til þess að treysta undirstöðuna sótti ég fyrirlestra í íslandssögu við Há skóla íslands í nokkur ár.“ Árið 1960 fór eiginmaður EIsu utan til frekari vísinda- starfa. Þá greip hún enn tæki- færið, hún og börnin þrjú fóru með, og öll fjögur settust þau á skólabekk. Allir tóku til hendinni, og þegar fjölskyldan sneri aftur heim að ári liðnu, voru börnin orðin talandi á enska tungu og Elsa með M.A. prófið upp á vasann. Og nú er ég komin í fasta vinnu sem safnvörður við Þjóðminjasafn íslands og get einbeitt mér að áhugamálum mínum,“ segir hún. Börnin eru orðin stór, það yngsta 17 ára, og þarfnast mín ekki eins og áður. En mér finnst ég alltaf vera í tímahraki. Undanfarin ár hef ég fengizt talsvert við að kynna gamlar íslenzkar hannyrðir og kvenbúninga á innlendum og erlendum vett- vangi, en þótt kynningarstarf- ið sé bæði skemmtilegt og að mínu áliti nauðsynlegt, hefði mig langað til að vinna meira að rannsóknum. Það er svo margt sem bíður úrlausnar." Ég hef tafið allt of lengi hjá Elsu, hún h efur haft frá mörgu að segja, og éh hef gleymt mér við að hlusta. Það fer svö vel um mann í þessari notalegu stofu, blátt virðist vera eftir- lætislitur húsfreyjunnar. Þessi föngulega kona hefur sjálfsagt alttaf vitað, hvað hún hefur viljað, og þess vegna hafa tæki færin ekki runnið henni úr greipum. * Guðbjörg Magnúsdóttir Thor- arensen heitir hún fullu nafni og býr í Höfn þ.e.a.s. Þorláks- höfn. Því miður olli veðrið því, að ekki var unnt að heimsækja Guðbjörgu í Þorlákshöfn en hún er símstöðvarstjóri þar og Guðbjörg M. Thorarensen því aúðvelt að ná símasam- bandi við hana. Ég bar upp erindið. Guð- björg kvaðst vera Reykvíking- ur að uppruna og fluttist ekki austur þangað fyrr en eftir gift ingu. — Hvað tók við eftir stúd- entspróf? — Mér var boðið einkaritara- starf hjá Pálma Hannessyni, rektor, og ég þáði það. „Pálmi var dásamleg persóna og það var mjög lærdómsríkt að vinna undir hans stjórn. Um þær mundir sem ég var rekt- orsritari, var hann að vinna að þýðingu ferðabókar Sveins Páls sonar, og hafði ég meðal ann- ars þann starfa að skrifa niður eftir frásögn hans. Ég trúi, að ég hafði lært meira í íslenzku ?? er finnst vera, ung a eg þá, en allan tímann, sem ég var í skóla. En ég var búin að fá nóg af skrifstofuvinnu eftir fjögur ár, mig langaði til að vinna sjálfstætt, vinna að einhverju málefni. Og þá fór ég í fóstru- skólann, sem var nýtekinn til starfa. Ég lauk prófi þaðan tveimur árum seinna eða 1948. Ég hafði alltaf haft gaman af börnum og hafði unnið við barnagæzlu frá þrettán ára aldri. Nú, svo fór ég til Bret- lands til að kynna mér frekar barnagæzlu og þess háttar. Ég var í tæpt ár þar, og kynntist meðal annarra manni, sem átti eftir að verða eiginmaður minn. Þegar ég kom heim aftur tók ég að mér forstöðu við Baróns- borg og stjórnaði því barna- heimi'li næstu árin, eða þar til daginn, sem ég gifti mig og fluttist hingað austur.“ „Og hvernig kanntu við þig á þessum útkjálka veraldar?" öðru fólki, sem ég set sáman þetta rabb um Ásu. Ása María Þórhallsdóttir heitir hún að fæðingarnafni og er fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum. Að loknu stúd- entsprófi settist hún þar að og setti á stofn vefnaðarvöru- verzlun ásamt vinkonu sinni. Þessa verzlun ráku þær í fjög- ur ár, en þá venti Ása sínu kvæði í kross og sigldi vestur um haf og hugðist setjast að í Boston um tíma hjá móðursyst- ur sinni. Er þangað var kom- ið, hóf hún nám í auglýsinga- teiknun, en um líkt leyti kynnt ist hún ungum fslendingi, sem einnig var þar við nám. f stað þess að ljúka námi, giftist hún og fluttist með honum til Flor- ida, þar sem hann var ráð- inn stýrimaður á stóru flutn- ingaskipi. Þar hafa þau búið síðan. Þau eiga tvö börn og fallegt heimili, enda er mi%jð ið nokkrar sýningar á verkum sínum þar ytra. Hér er bezt að vera og feg- urst af öllum stöðum á íslandi. Daginn sem ég flutti hingað, fann ég, að hér átti ég heima. Þá voru aðeins þrjú hús í kaup- túninu, og við urðum að byrja á því að byggja þak yfir höf- uðið. Ég hef svo sem fengizt við ýmislegt á þessum árum, unnið við fisk í hraðfrystihús- inu, kennt og fleira. En fyrir tíu árum var ég ráðin símstöðv arstjóri hér á staðnum og hef verið við það síðan. Ég hef ekki nema eina stúlku mér til aðstoðar, svo að ég er önnum kafin frá morgni til kvölds. Hér eru um 500 hundruð íbúar og margt aðkomufólk á vertíðinni, svo að í nógu er að stússast. Fyrir nokkrum árum bættum við svo við okkur al'lri póst- þjónustu staðarins. Hér hefur verið mikill upp- gangur á undanförnum árum, þó að allt hafi nú dregizt sam- an. Þau fara verst úr úr því, þessi smáþorp úti á landi. En samt vildi ég hvergi annars staðar vera, það er stutt að skreppa í bæinn, en þó mátu- lega langt frá ys og þys stór- borgarinnar.“ En nú þarf Guðbjörg að sinna skyldustörfum á ný, svo að við slítum talinu að sinni. ^< „Ása M. Guðlaugsson sýnir í Menntaskólanum.“ Þessa fyrir- sögn rakst ég á í Mogga frá því í fyrrasumar. Það er úr við- tali, sem fýlgdi þessari fyrir- sögn ásamt upplýsingum frá Eflaust hefur Ása alltaf haft neistann í sér og hin langa fjar- vera eiginmanns hennar hefur átt sinn þátt í því líka, að hún settist á skólabekk og fór að læra listmálun. Hún hefur hald nokkrar sýningar á verkum sín um þar ytra. Meðan foreldrar Ásu voru á 'lífi reyndi hún að jafnaði að koma með börnin heim einu sinni á ári, en þeir létust báð- ir fyrir tveimur árum, og dró þá úr ferðum. Ása heimsótti þó föðurlandið í fyrrasumar í tilefni af 25 ára stúdentsafmæl- inu og notp/f5i þá tækifærið um leið og hélt sýningu á mynd- um sínum í sýningarsal Mennta skólans í Reykjavík. Þar bar mest á landslagsmyndum frá Florida og Vestmannaeyjum, tveimur höfuðstöðvum í lífi hennar. Eflaust hefur Ása frá mörgu að segja eftir áralanga veru í fjartægu landi, en því miður verður það að bíða seinni tíma. Ása María Þórhallsdóttir 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.