Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1968, Blaðsíða 11
Magnús Gestsson: Margt er sér til gamans gert Reykjavík. Þvergata í halla. Grár morgunn og þurr, fyrri hluta sumars. Ég er á leið til starfs hversdagsins og læt reiðhjólið renna undan brekkunni. Framundan á gangstéttinni hægra meg- in birtist maður og ég sé aftan á hann. Hnarreistur maður og stígur þungt til jarðar, kannski sneggra, vegna hallans undan brekkunni. Um leið og maður- inn birtist mér, þarna á auðri götunni, kom mér í hug mynd, eftir einn af stóru meisturum málaralistar fyrri tíma, sem ég hafði séð fyrir löngu. Aðalinntak þeirrar myndar var karlmaður. Myndin hafði orðið mér minnisstæð, vegna þess, hvað hún sagði mikið um manninn, innri manninn, þar sem hann stóð þarna á dauðu léreftinu. Kannski það hafi verið baksvipurinn eins og hér. Mér varð starsýnt á manninn, þetta brot úr mínútu, sem tók mig, að komast á hlið við hann. Hann bar innri mann augna- bliksins bókstaflega utan á sér. Það var festa og öryggi í hreyfingunum og reisn þess manns, sem er einskis þræll, en stefnir, af eigin upphafningu, að ákveðnu marki. Maðurinn var klæddur ferða fötum grófum og vel búinn til fóta. í vtnrtSri hdnd sveiflaði hann aflöngum hlut grænleitum og ekki gildum. Það gerðist jafnsnemma, þegar ég kom á hlið við manninn, að ég skildi, að í pok- anum græna mundu vera laxveiðisteng- ur, og að ég þekkti vangasvip manns- ins. Ég hef talið mér til gildis, að vera nokkuð glöggur að þekkja baksvip kunn ugra manna. En þarna hafði mér nú aldeilis brugðizt bogalistin. Mér brá svo er ég kenndi manninn og skildi um leið tilgang fararinnar, að litlu munaði, að ég tapaði jafnvægi á hjólinu. En maðurinn var að baki uppi í brekku, og ég fór að hugleiða það, sem ég hafði orðið vitni að. Þó að ég hefði séð virðu- legan drottins þjón reiða drápsöxi að varnarlausum manni á götunni, hefði mér ekki orðið öllu meira um. Hver var svo þessi maður? Ósköp venjulegur almúgamaður á ytra borði, hversdagslega, enginn kjarkmaður, vand aður maður til orðs og æðis, eins og fólk segir. Skýr maður á hversdags- lega hluti. Við höfðum búið saman á herbergi um hálfs árs skeið og unnið saman lengur. Það kom á daginn, þegar við kýnnt- umst, að við höfðum hvorugur látið okk- ur nægja Helgakver prestanna, sem fermdu okkur, heldur höfðum við lesið um nokkrar andlegar kenningar. Vinur minn hafði ekki látið þar við sitjá. Hann hafði gengið í félagsskap andlega sinnaðs fólks af nokkrum gráðum: Guð- spekinga, með sína indyersku háspeki, andatrúamanna, með sitt sannaða ör- yggi um annað líf eftir þetta hér á jörðu, leynifélag hálfandlegt, sem ku eiga í fórum sínum m.a. táknagaldra merkilega frá Egyptó hinu forna. Kirkju Krists hafði hann svo að bakhjalli eftir sem áður. í hverjum stað var hann hinn frelsaði trúmaður, í kirkjunni, í anda- trúnni, í endurholdgun Indverjanna, í leynifélagsskapnum, — ja, ég veit að sjálfsögðu ekki í hverju helzt. Ég, aum- inginn, hafði að vísu lesið margt um þessi sömu efni, og höfðu orðið honum að trúaratriðum, en ég var enn á villi- götum að leita sannleikans. Ég var jafn vel farinn að efast um, að nokkur end- anlegur sannleikur væri til. „Þú ert trúlaus“, sagði félagi minn. Trúin var honum allt. Enda ekki að furða. Hann vissi allt, sem þurfti að vita, um að minnsta kosti þrjú mismun- andi himnaríki, og ég gekk þess ekki gruflandi, að hann mundi geta valið um dvalarstað hinum megin grafar. Ég var nú samt ekki sannfæringar- laus með öllu. Ég lagði fullan trúnað á framþróunarkenningu Darwins, en um hana vildi félagi minn ekki ræða. Helga kver var fyrsta spekibókin, sem ég las, og lærði reyndar utanað, mér til hag- ræðis og til að geðjast prestinum. Helga kver er snjöll bók, bæði að efnisvali og niðurröðun, Þar eru Páli postula gerð góð skil. Enda hef ég ekki virt aðra spekinga meira til þessa. Svo hafði ég lesið um Gandhi hinn indverska. Hann gerði meira en vísa veginn, eins og margir kennimenn láta duga. Hann fór hann sjálfur. Gandhi var áreiðan- lega innblásinn á borð við indverska spekinga vinar míns. Hann var á móti bræðravígum, allt frá manndrápum í or- ustum og niður í það, að stíga viljandi ofan á aumustu pöddu. Það er haft fyrir satt, að hann hafi gætt þess vand- lega á efri árum, að verða ekki svo mikið sem flugu að meini, í bókstaf- legri merkingu. Hann hlýtur að hafa lesið Darwin. Allt er skylt, sem á jörð- inni hrærist, segir hann. Og stendur ekki þetta í Helgakveri: „Það sem þú gerir mínum minnsta bróður, það munt þú og mér gera“. Og segir ekki Páll: „Trúin er dauð án verkanna“. Hitt er svo annað mál, að við erum ekki ennþá komnir lengra áleiðis í tækni, en það að við neyðumst til að drepa dýr okkur til matar. Og nú var þessi margtrúaði og marg- frelsaði vinur minn, sem hafði allan sannleika heimsins í kollinum (eða var hann kannski geymdur í vösunum), á leið til að drepa alsaklausa laxfiska sér til skemmtunar, Hvað hafði skeð? Hafði djöfull Helgakvers smogið um rifu á trúar- og lærdómsbrynju þessa ágæta manns, því að samkvæmt sögnum af Sæ- mundi fróða, gat kölski gert sig asskoti lítinn þegar honum þótti við þurfa. Eða hafði rándýrið blóðþyrsta, forfaðir okk ar, sem dottar einhversstaðar í skúma- skoti hugans, í okkur öllum, vaknað skyndilega og náð yfirhöndinni? Nýr sýningarsalur Framhald af bls. 10. irnar í einni sjónhendingu um leið og komið er inn úr dyrunum. Það vekur ævinlega forvitni að sjá að- eiins takmarkaðan fjölda mynda í einu, en auk þess njóta málverk sín betur, þegar þau stela ekki allitof mikið athyglinni hvert frá öðru. Um þessar mundir sýnir Helga Weiss- happel í Hliðskjálf, en áformaðar eru sýningar á verkum eftir Bene- dikt Gunnarsson og Baltasar. Fjórir sýningarsalir fyrir utan gamla Lsitamannaskálann ættu að Útgefandi: H.'f. Árvakur, Reykjavik. Frair.kv.slj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Sigurður Bja.rnason frá Vigur. ■Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Bitstj.fltr.: 'Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Hitstjórn: ASalstrœti 6. Simi 1010«. duga til þess að ekki þurfi að panta ár fram í tímann. Nú hefur flogið fyrir, að samtök ungra myndlistar- manna, SÚM, hyggisit koma upp sýningarhúsnæði oig þegar hinn nýi Listamaninaskáli rís á Miklatúni, verður myndlistarmönnum án efa búin viðunandi aðstaða að þes9u leyti, nema íslendingar geri mynd- list að aðalatvinnuvegi og útflutn- ingsframleiðslu eins og sumir telja að hljóti að verða, ef svo fer fram sem horfir. Af gömlum blöðum Framhald af bls. 9. framkvæmd að þeirra vilja. Þó eignir mínar og annað benti til þess, að ég var ekki og hefði ekki verið heilbrigð- ur á geði, var ekki 'leitað álits Þórðar á Kleppi, sem þá var eini geðlæknir- inn. Héraðslæknirinn, Jón Hjaltalín Sig- urðsson, bannaði yfirheyrslur yfir mér, nema ég treysti mér til að svara. Því var hlýtt þar til Hermann Jónasson ruddist inn til mín með tvo lögreglu- þjóna, þá Pál Árnason og Guðlaug Jóns son, og jós yfir mig svívirðingum, sagði að það væri tóm lýgi, sem ég segði, og ekkert mark takandi á mér. Hann sagði að ég ætti 25 þúsund í Landsbankanum, sem ég hefði ætlað að stela undan. Ég skalf eins og hrísla og það rann af mér svitinm. Ég sá að Hermann var með út- skrift frá Landsbankanum, ég bað hann að lofa mér að sjá bréfið, ef ég gæti eitthvað áttað mig, og gerði hann það. Ég hafði árið áður fært 25 þúsund á skírteini fyrir Sveinbjörn frá Teigi. Þau báru hærri vexti. Hann vildi hafa það nafnlaust, en bankinn færði í svigum nafn mitt við, sem hann hafði enga heim ild til. „Ef ég hefði átt þessa peninga hefði ég varla gefið mig upp, ekki skulda ég svo mikið,“ sagði ég. En það vill svo vel ti'l að ég get sannað, að ég gat ekki átt þessa peninga og nefndi dæmi, um, hvar Sveiinbjörn fékk þá. Þeir ruku út án þess að afsaka eða kveðja, nema Guðlaugur, hann brosti til mír Þeir höfðu sett Sveinbjörn inn, en slepptu honum óðar. Við eina yfirheyr^luna sagði ég æst- ur við Hermann, að ég hefði stolið undan tvö þúsund krónum í pening- um, og þeir skyldu aldrei ná þeim. Her mann gaf ekki út á það. Það var það eina, sem ég stal undan, þó lengi væri haldið að ég væri með offjár. Nú var enginn vinur minn nema ör- snauðir menn, sem sýndu mér góðvild. Aðrir hötuðu mig og fyrirlitu. Ég var orðinn það illa farinn, að ég þoldi ekki að neinn kæmi við mig og varla nærri mér. Læknarnir voru hættir að koma til mín, voru víst vonlausir um mig. Ég vi'ldi lifa og var hræddur við að deyja. Pétur bróðir minn, sem þá var orðinn læknir, var oft með læknunum og vissi um álit þeirra. Ég bað hann að segja mér satt um, hvað ég ætti langt eftir. „Það er aldrei hægt að segja um hvað getur komið fyrir, en það eru engar líkur til að það séu meira eli tveir mán- uðir.“ Fógeti átti eðlilega að gæta eignanna, gæta míns réttar jafnt og kröfuhafa. En það var illa gert og margt fór í súginn, sögðu menn mér. Og svo voru uppboð, sem mest líktust því, að reynt væri að gera sem minnst úr eignunum. Útistandandi skuldir voru seldar sér, og bauð frændi minn og vinur í þær eftir beiðni minni. Þær voru um 60 þúsund, en uppboðsverðið 1260 krónur. Pabbi náði strax inn um 15 hundruð krónum. Hina reikningana reif ég. Einn, sem ég átti hjá um 800 krónur sagði mér að hann hefði gert kröfu um 2000 króna innieign, og fékk það greitt h'lutfallslega. Mér hefir verið sagt, að skuldirnar hafi komizt upp í 150 þús- und, þó þær væru ekki nema 110 þús und raunverulega. Þó var útborgað 36prs. Það þætti gott nú. þar sem millj- ónaskuldir eru, en engar eignir í bú- inu. I undirrétti átti Lárus Jóhannessoru að dæma sem settur fógeti. En hann hliðraði sér hjá því af því hann er bæði góður maður og réttlátur. Dóm- urinn var árs tugthús. f Hæstarétti var sama útkoma 1929. Sá, sem átti að sækja málið gegn mér, Guðmundur heitinn 6. október 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \\

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.