Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1968, Blaðsíða 15
Myndagátur Framhald af bls. 5. ,gamla tollheimtumannsins ,ednk um „Stríði" og kynnti hann í samfélagi menntamanna í París. Upp frá þessu er ómögulegt annað en nefna nöfn. Rousseau sést á sunnudagasamkomum í vinnustofu Gauguins, þar leik- ur hann stuttan konsert á fiðlu sína eða tilkynnir Degas, að hann skuli hjálpa honum um „sambönd í listaheiminum." Skrýtlur um einfeldni Rousse- aus tóku að margfaldast með árunum: jafnvel á meðan hann lifði hafði töluverð sögusögn myndazt utanum tollgæzlumann inn — nafnbótin, sem hinir nýju vinir hans höfðu sæmt hann, var hluti af henni. Rou- sseau var sjálfkjörið fórnar- lamb: hrekkjabrögðin, semleik in voru við hann vöktu mikla kátínu. Eitt sinn sendu nokkr- ir stúdentar upp til hans mann í gervi hins þekkta málara Puv is de Chavannes. Rousseau datt ekki í hug að gruna gest sinn um græsku en sagði: „Ég átti von á yður.“ En það varð æ oftar, sem tollgæzlumaðurinn hafði betur í viðureigninni. Eins og Mal- raux segir á svo hjartnæman hátt: „Þeir, sem héldu að þeir gerðu hann að aðhlátursefni, áttu eftir að heyra fyrir eyr- um sér löngu eftir andlát hans, valsana sem leiknir voru af anda þess manns sem þeir mundu aldrei gleyma. . . Það var aðeins í likingu við „Hálf- vita“ Dostojefskis, sem nafnið hæfði þessum snillingi. „Auð- mýktin býr yfir ægivaldi" “. Það má vera að Rousseau hafi séð heiminn með augum barnsins. Ef til vill gekk hann með ofmetnaðargrillur um sína eigin verðleika — en virðast þeir svo fjarstæðir nú? Ef til vill var hann hálfgerður ein- feldningur — enda þótt hann væri líka slóttugri en niðrarar hans vildu vera láta. Ef til vill — og þetta er honum oftast gefið að sök — var hann frum- stæður. Teikning hans var við- vaningsleg. Notkun hans áfjar lægðarlínum var, er bezt lét, undurstöðuleg. Hann hefur þá ofurást á einstökum atriðum, sem einkennir primitivisma. Ef til vill væri hægt að afgreiða hann einfaldlega sem misheppn aðan listskólamann. Ef til vill. En á að rugla- sam,an ásetningi og hinni raun- verulegu framkvæmd? Það er gildra, sem of margir af gagn- rýnendum hans hafa fallið í. f rauninni gat Rousseau verið af ar nosturslegur verkmaður: þrátt fyrir allar takmarkanir sínar hafði hann mjög nákvæm ar og krefjandi hugmyndir um meðferð forms, fjarlægðar og lita. Getur sá, sem fylgir með- vituðum stíl verið sannur primi tivisti! Um þetta væri hægt að deila endalaust. En það leikur enginn efi á því — og við vitn- um aftur í Malraux — „Beztu málverk tollgæzlumannsins eru verk mikils litasnillings. . . Stundum, þegar myndir hans eru eftirprentaðar í svörtu og hvítu má villast á þeim og frum stæðri list, en aldrei þegar við sjáum myndirnar sjálfar. „Mál verk hans sýna ljósar en flest annað gjörbreytingareiginleika málningar. Picasso orðaði það á einfaldan hátt: „Rousseau er ekkert slys.“ Flestar af myndum Rousse- aus gætu ekki verið málaðar af frumstæðum manni. Þetta á eink um við um hitabeltis og frum- skógamyndirnar, sem hann vann nær óslitið að síðustu fimm eða sex ár ævi sinnar. Þetta eru risastór málverk — sum á fjórða metra á breidd — gæddar framandlegu dular- magni. Ljón gleypir hlébarða með höfuðið á undan: apahópur veltir um mjólkurflösku — hversvegna? Og hvar fengu þeir flöskuna í fyrsta lagi? Blökku stúlka með slöngur um hálsinn leikur á flautu. En aðalvið- fangsefnið er ávallt umlukt bak sviði frumskógarins, með flóknu greina og laufskrúði, sjaldséðum fuglum og stórum lótusblómum, heilum skriðum af appelsínum. Yfir öllu hvílir vof eifleg kyrrð: rauðgul sólin og hvítt tunglið eru áháð tímanum uglurnar eða aparnir gægjast milli greinanna í stríðnislegu skeytingarleysi. Þessar skepnur eru, skrifar Shattuck „hálf- sagnkenndar draumaverur, dýr og forsöguleg kvikindi. Hjá Rousseau er landslag ekki hús eða fjöll eða skógar: það er maðurinn á gangi í hljóðri undrun meðal trjánna. „Hita- beltisgróður hugarflugsins. Lát- um svo vera. En þetta er meira en draumsýnir eingöngu. Það er nærri eins og tollgæzlumað urinn hafi dottið ofaná eitt- hvert ævafornt guðsagnamál, hefði af tilviljun gripið niður í gleymdar minningar aftan úr myrkri forneskju. Listsagnfræðingum hefur tek izt að grafast fyrir ræturnar að flestum frumskógum tollgæzlu- mannsins. Hann hefur bersýni- lega orðið fyrir áhrifum af suð rænum sýningardeildum á heimssýningunni í París 1899, að meðtöldum „villimannaþorp unum“, sem kúrðu kringum mið depil sýningarinnar, hinn 984 feta háa Eiffel-turn. Hann var stöðugur gestur í hinum mikla glersal jurtasafnsins: og vissulega minna frumskógar hans mikið á gróðurhús, með hinni ósennilegu niðurröðun skrautblóma frá öllum heims- hornum, og vandlega staðsett- um sefplöntum fremst á mynd- unum, eins og meðfram gang- stíg. Rousseau teiknaði í dýra garðinum í París. Sum mynd- efni sín tók hann úr kopar stungumyndum, önnur úr göml um tímaritum og jafnvel úr barnamyndabókum um villt dýr En hvílík stakkaskipti! Mynd in af umsjónarmanninum, sem er að leika sér við jagúarverð ur að svertingja, sem verður fyr ir árás af villidýri í frumskóg- inum. Og ef við gerum ráð fyrir að tollgæzlumaðurinn hafi ver- ið orðinn ofurlítið veraldar- vanari er hér er komið sögu, hefur hann tekið þátt í hrifn- ingu franskra menntamanna á hugsjóninni um suðlæg sólar- lönd — en sú hugsjón átti, á hans dögum, þátt í leit Baude- laire í Afríku og Gauguins í Tahiti að hinu framandlega og óspillta. En ekkert af þessu gefur fullnaðar skýringu á því hvers vegna Rousseau málaði frum- skóga. (Eða hversvegna hann mat þá svo lítils. Hann virð- ist hafa látið sér fátt um þá finnast vegna þess að þá var honum auðveldast að mála: af öllum hitabeltismyndunum, sem hann málaði frá 1904 til 1910, valdi hann aðeins átta til sýn- ingar. Þessar myndir voru hon- um að öllu leyti eðlilegastar af verkum hans. Það, að hann málaði svo margar var vegna þess að þær seldust vel.) Voru þeir, eins og Uhde benti á, síðasta flóttatilraun hans frá eigin þrengingum og ömurleik þeirrar Parísar sem hann þekkti: er þetta skýringin á því hvers vegna hann breytti um stærð á verk- um sínum, „hætti við litlu myndirnar en festi í þeirra stað upp stóra striga, sem fylltu nærri út í litlu herbergiskytr- una hans“? Eða því „hvers- vegna Rousseau var stundum svo ofsóttur af sköpun sinni, að hann varð að hætta að vinna og opna glugga til þess að geta náð andanum“? Hafði hann rek izt á einhverja leynda æð í sjálfum sér, sem varð hvort- tveggja í senn, meira ógnvekj- andi og meira heillandieftir því sem hún varð raunverulegri? Ef við vissum þetta, þá kynn- um við að hafa lykilinn að gát- unni um Rousseau. Nú var byrjað að votta fyr ir alvarlegri viðurkenningu á verkum tollgæzlumannsins. Ár- ið 1905 er mynd hans „Hungr- að ljón“ sett upp í miðsal hins nýja Salon d'Automne, ásamt málverkum eftir Derain, Vlam- inck, Rouault, og Matisse. Rou sseau lýsti verki sínu þannig: „Hungrað ljónið stekkur á anti lópuna og étur hana. Pardus dýrið bíður þess með óþreyju að röðin komi að því að fá bita. Ránfuglar hafa rifið stykki úr veslings dýrinu, sem rekur upp dauðavein sitt. Sól- setur.“ Sennilega hefur hann haft málverk Rousseaus í huga, gagnrýnandinn, sem líkti þess- um litaglaða sýningarsal í háði við villidýrabúr — og bjó þvi til nafnið fauves, eða villidýr- in sem átti eftir að loða við listamennina æ upp frá því. Nokkrir hinna víðsýnari list- kaupmanna voru teknir að kaupa myndir hans, enda þótt fáar þeirra væru metnar á meira en nokkur hundruð franka á meðan hann lifði. Ung ir listamenn eins og ameríkan- inn Max Werbír komu í vinnu- stofu hans til að horfa á hann mála. „Kunningja og listamanna samkomur" hans á sunnudags- kvöldum, þar sem rithöfundar og listamenn söfnuðust saman ásamt nemendum hans og ná- grönnum, urðu frægar. Og ár- ið 1908 átti sér stað atburður, sem öðrum fremur var toll- gæzlumanninum laun erfiðis hans — en það var Rousseau- veizlan. Sumir þátttakenda í henni hafa vafalaust litið á hana sem skrípaleik, en þó voru fleiri — og það verður að leggja þeim til lofs — er skilduhana sem mjög einlægan virðingar- vott. Og með tímanum hefur hún í hugum margra orðið að hyllingu, ekki aðeins á verkum eins manns, heldur á heilu listatímabili — „Blómaskeiði" nútímalistar. Það var Picasso sem stóð fyrir veizlunni í vinnu stofu sinni á Montmartre „til- efnið“ var fundur tíu ára gam- allar Rousseaumyndar- í forn- sölu. Kvöldið hófst með brauki og bramli. Gestirnir mættu drukknir til veizlunnar: veizlu föngin mættu alls ekki (gest- gjafinn hafði gefið matsölunni upp rangan dag). Að lokum birtist Apollinaire með heiðurs gestinn: tollgæzlumaðurinn hélt á staf sínum í annarri hendi og litlu fiðlunni í hinni: „gamalt andlitið ljómaði af brosi“. Rousseau lék frumsamið verk á fiðluna sína. Apollinaire mælti af munni fram ljóð, sem hófst á orðunum: „Þú minnist, Rousseau, landslags Aztekanna . . . “ Tvö ungskáld stymp- uðust í fatageymsluklefanum. Ástkona Apollinaires, málarinn Marie Laurencin, söng. Georg- es Brankue lék á gítarinn sinn. Konur dönsuðu við undirleik tollgæzlumannsins. Heitt vax úr einu hinna skrautlegu kín versku ljóskera draup í sífellu niður á höfuð gamla mannsins, en honum datt að því er virð- ist aldrei í hug að færa sig. Eftir nokkra stund sofnaði hann og þegar Gertrude Stein og Alice B. Toklas (amerísku konurnar tvær vour einu gest- irnir sem mættu í kvöldskarti) fylgdu honum heim í leigubíl, hafði „mikil vaxhetta11 mynd- azt utanum hnakkann á honum. Gleðsfeapurinn hélt áfram til morguns. Veizlan hafði verið viðeig- andi hápunktur í lífi tollgæzlu- mannsins og hefði þetta verið í skáldsögu, hefði hann átt að deyja þar á stundinni. Til allr- ar hamingju fyrir okkur gerði hann það ekki. Síðustu tvö ár ævi sinnar málaði Rousseau sem óður væri og lauk við sum hinna mikilvægustu verka sinna, þar á meðal „Drauminn", Fótboltamennina“, „Svertingja, sem verður fyrir árás jagúars“. En nærri lá að snöggur endir yrði bundinn á frama hans, er hann, af greiðasemi við fyrr- verandi tónlistarnemanda, féllst á að taka þátt í lítilsháttar svindlbraski. Rousseau var sannur að sök, en lögfræðing- ur hans bjargaði honum með því að sýna af mikilli leikni fram á einfeldni skjólstæðings þess,“ sagði hann að lokum, „að síns. „Þið hafið engan rétt til fella dóm yfir frumstæðri veru“ Og rétturinn reyndist vægari en margir gagnrýnendur toll- gæzlumannsins. Sólheitan dag í ágúst árið 1910 barði vinurinn Uhde að dyrum hjá Rousseau. Tollgæzlu maðurinn „lá í rúmi sínu ,ná- fölur. Á fótlegg hans var bólg- ið sár. Hann var svo sljór að hann reyndi ekki einu sinni að bægja frá sér flugunum, sem sveimuðu um andlit hans, en um það talaði hann samt, að komast bráðlega á fætur og halda áfram að mála.“ Hann hafði fengið blóðeitrun, sem virtist afleiðing af tilraun til að taka sér blóð. „Hann gerði þetta oft“, segir málarmn Ro- bert Delaunay, „vegna þess að blóðið í honum storknaði af áhyggjum." Fáum dögum síðar lézt Rousseau í sjúkrahúsi, einn síns liðs. Hann var grafinn í almenningskirkjugarði — eins og gert var við beiningamenn. En sögu Henri Rousseau lýk ur ekki alveg með dauða hans. Skömmu síðar voru óseld málverk sem fundust í her- bergi hans, seld á uppboði fyr- ir jarðarfararkostnaði. Fyrir þau fengust aðeins örfá hundr- uð franka. Tveim árum sfQar aðstoðaði Uhde við að kom* upp sýningu á verkum toll- gæzlumannsins og eyddi löng- um stundum í að hafa upp á týndum málverkum. Hann fann eitt, „gamla mynd af ungri, rauðklæddri stúlku á gangi í vorgrænum skógi“, í íbúð þvotta konu nokkurrar: málverkið hafði verið notað sem arinhlíf. Konan seldi Uhde það fyrir, að henni fannst, okurverð: fjöru- tíu franka. Uhde fann dóttur Rousseaus í Anger, þar sem hún var gift umferðasala. Hún átti aðeins eina litla mynd: „Hinar, var mér sagt, væru til allrar hamingju eyðilagðar.“ En nú var þegar að verða breyting á hlutunum. Árið 1914 seldist ein frumskógamyndin fyr ir 9000 franka. Það tók að bera á fölsunum, — “sem er merki um upprennandi frægð“, eins og Uhde komst að orði. Þegar styrjöldin brauzt út, var allt málverkasafn hins unga, þýzka kaupmanns gert upp- tækt og honum vísað úr landi. Það liðu tíu ár áður en hann sneri aftur til Parísar: þá upp- götvaði hann að verðið á rauð klæddu stúlkunni í vorskógin- um var hækkað í 300.000 franka Þetta var aðeins byrjunin. Ár- ið 1953 keypti Museum af Mod ern Art í New York „Draum- inn“ fyrir rösklega 100.000. doll ara og fáum árum síðar greiddi Guggenheim safnið 103.600 doll ara fyrir „Fótboltamennina“. Engum dettur í hug að deila um stöðu þeirra í nútímalist. Svo er nú komið, að tollgæzlu- maðurinn er þar sjálfsagður aðili. Tízkusýningardömur láta taka af sér myndir fyrir frarn- an „Slöngutemjarann11: Sól- baðsfötin í ár“, er okkur sagt, „eiga sér eðlilegt umhverfi í fantasíu-frurnskógum Henri Ro usseaus. . . En lótuslönd hans voru aðeins til í hugarheimin- um, þar sem þessi föt eru öll fáanleg í verzlunum .... “ „Hungrað ljónið stekkur á antilópuna og étur hana. Pard usdýrið bíður þess með óþreyju að röðin komi að því að fá bita, Ránfuglar hafa rifið stykki úr veslings dýrinu, sem rekur upp dauðavein sitt. Sól- setur.“ 6. október 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.