Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1968, Blaðsíða 10
Nýjar danskar bœkur Framhald af bls. 2. Henrik Ibsen segir Brandes frá því, er hann mætti skáldjöfrinum norska á götu í Osló daginn sem Fridtjof Nansen kom heim úr Græn'landsleiðangri sínum. Göt ur borgarinnar voru auðar, því að all- ir voru niðri á bryggju að fagna Nan- sen. Þeir heilsuðust og Brandes sagði: „Þér hér hr. doktor, og ekki við mót- tökurnar?" Andlit Ibsens stirðnaði og hann svaraði, allt að því reiðilega: „Nei þetta er Indíánaafrek og því er fagnað með Indíánadönsum. Þar á ég ekki heima:“ Og með það kvaddi skáldið. Gagnrýni Brandesar er alltaf mjög lifandi og áhugaverð. Hann talar tæpi- tungulaust og hlífist ekki við að láta uppi skoðanir, og orð Georgs Brand- esar, frá 1883 að bróðir hans væri manna mest hataður í opinberu lífi, verða skiljanleg við lesturinn. En hitt er einnig staðreynd, að Edvard Brand- es naut mikils álits og virðingar og hreinskilin, skörp og heiðarleg gagn- rýni hans var æ meira metin er frá leið. Og greinar hans eru enn lifandi, skemmtilegur og lærdómsríkur lestur. KARL BJARNEHOF. DENNE SIDSTE SOMMER. GYLDENDAL 1968. „Síðasta sumarið“ er saga hjónabands ástar. Söguhetjurnar, Uwe Uwesen og kona hans Franziska búa á stórum, nið- urníddum búgarði Uwesensættarinnar einhversstaðar á Jótlandi, og þar ger- ist sagan á nokkrum heitum sumarmán- uðum. Öðru hverju er horfið á vit for- tíðar til að varpa ljósi á einstök at- vik og viðbrögð. Ekki er jafnræði með þeim hjónum. Franziska er grönn og fögur, lé<tt á fæti og lífsglöð, en maður hennar halt- ur og hægfara og hvergi til stórræða, viðkvæm sál, sem bezt nýtur sín djúp- um stól með bók í hönd. Þessar ytri aðstæður gefa þeg- ar tilefni til ýmissa efni til ýmissa vandræða í sambúð inni, sem brátt leiða til örlagamik- illa átaka. Lýsir höfundur vel sál- arlífi eiginmanns- ins og vanmætti hans, sem er dæmd ur til að bíða ósig- ur í öllum við- skiptum við Bjarnhof konu sína, og sætta sig við að hún láti hann hvergi nærri einhlítan. Tilraun hans til að jafna sakirnar í sögulok er ekki stórmannleg, enda úrslit í sam- ræmi við það. Sagan er þrungin spennu frá upp- hafi til enda. Örvæntingarfullt og varn arlaust sá'larlíf Uwesens vekur áhuga lesandans, og viðbrögð hans eru eðlileg og sannfærandi eins og málum er hátt- að. Persóna Franzisku er hins vegar ó- Ijósari, og viðbrögð hennar og eðlisfar tæplega fullnægjandi skýrt í bókinni. DANSK LYRIK. I UDVALG VED TIIORKILD BJÖRNVIG. FÖRSTE DEL. GYLDENDAL, KÖBENHAVN 1968. Þetta bindi, sem er rúmar fjögur hundr uð blaðsíður, hefst á safni þjóðvísna frá miðöldum. Eru þar ýmis kunnug kvæði, t.d. danska afbrigðið af Ólafi liljurós, Hagbarður og Signý. Máttur hörpunn- ar o.fl. Elzta skáld, sem kvæði á í þessu safni er Morten Börup, er uppi var 1446-1526, en næstur honum að aldri er Tycho Brahe, ssm var fæddur hundrað árum síð- ar. Eru ljóð þess- ara tveggja, sem þarna eru, þýdd úr latínu. Þegar kem- ur fram á 17. og 18. öld verður dönsk ljóðagerð fjöl- breytilegri. Thomas Kingo, 1634-1703, á átta ljóð í þessu safni, Ambrosius Stub, 1705-1758, níu og Johannes Ewald fimmtán. Af 19. ald arskáldum má nefna Adam Oehlenschla er, N.F.S. Grundtvig og B.S. Ingemann, sem allir eru þarna vél kynntir. Nær þetta bindi verksins fram yfir miðja 19. öld. Thorkild Björnvig, skáld, ritar inn- gang að þessu Ijóðasafni, þar sem hann skilgreinir ljóðið og afstöðu þess til ann arra bókmennta- og listgreina, og gerir grein fyrir því, í hverju lífskraftur þess er fólginn. Þá fer hann einnig nokkr- um orðum um ýmislegan misskilning, sem gætt hefur gagnvart ljóðum á síð- ustu tímum, sem hann telur stafa af þvi, að allur almenningur hafi ekki gert sér rétta grein fyrir raunverulegu eðli ljóðs ins. Björnvig lýsir þvi, hvað ráðið hafi vali ljóða í þetta safn, sem hann kveðst hafa viljað gera svo úr garði að það væri í senn alhliða og með nokkuð nýj- um svip. Framhald á bls. 14. Bjömvig Arthur Björgvin: Stormur ég sem hef gengið á sefgrænum bökkum fljótsins og horft á daginn spegla sig í hægum straumnum numið staðar andartak undir rauðu pálmatré til að horfa á sólarlagið teygað í draumkenndri þrá hinn svalandi ilm næturinnar nú glampa fyrstu geislar morgunroðans eins og hljóðiát skelfing í augum mínum og háreistar öldur drauma minna líða hratt með straumnum í átt til sjávar Sveinn Bjömsson sýndi fyrstur manna í Illiðskjálf. \ s \ s s Nýr sýningarsalur og bœtt aðstaða til sýninga i Jafnframt mikilli grósku í mynd / list og sífellt aukinni þátttöku í J myndliistarsýningum, hefur aukizt \ þörfin á sýningarhúsnæði. Lista- i mannaskálinn gamli þykir óþægilega í stór og auk þess hefur hann verið / í því ástandi, að hálfgerð neyð er að 1 sýna þar, ef kalt er í veðri. Sýning- 1 arsalurinn í nýbyggingu menntaskól- t ans hefur að vísu í auknum mæli ? verið leigður út til sýninga, en ann- 7 ars má segja, að Bogasalurinn hafi S verið einasta athvarf myndlistar- t manna til sýninga. Af því hefur leitt, / að ómögulegt hefur verið að fá þar inni fyrirvaralítið. Mörgum máluru finnst erfitt að ákveða sýningu meir en ár fram í tímann, því margt get- !ur bneytzt á skemmri tíma. Nokkrum sinnum hefur verið reynt að samræma venjulegan verzlunar- rekstur og sýningarhúsnæði. Þannig !er til dæmis núna í verzluninni Pers- íu við Laugaveginm. Eins og jafnan áður gefst þetta ekki vel og myndir njóta sín ekki vel innan um stafla af gólfteppum. Húsgagnaverzlanir hafa reynt að hafa á boðstólum Ímyndir eftir góða málara, en það er hreinasta h,2nding, ef þar selzt mynd. i Oftast er fólk komið í húsgagna- verzlun til að skoða húsgögn og þau eru yfirleitt það dýr, að kaup- andanum finnst hann hafa gent nóga fjárfestingu í bili þótt hann láti mál- verkin vera. Sýningarsa'lur Ragnars í Smára í Unuhúsi er prýðilegur fyrir litla sýningu og Ragnar á lof skilið fyrir framtakið. Nú er nýlega búið að koma á fót öðrum sýningarsal með svipuðu formi. Hann heitir Hliðskjálf og er til húsa á efstu hæð í húsi Marteins Einarssonar við Laugaveg. Líkt og hjá Helgafell í Unuhúsi, hef ur Bókaútgáfan Þjóðsaga, afgreiðslu þarna, en sö'lumaðurinn, Kristján B. Sigurðsson, sér um sýningarsalinn. Hliðskjálf verður rekin líkt ogým- is gallerí erlendis, sýningartíminn verður tvær vikur og sá háttur verð ur hafður á, að sýningarskrá verð- ur send til boðsgesta. Sveinn Björnsson, listmálari úr Hafnarfirði, sýndi fyrstur manna á þessum stað, hann átti þar rúmlega tuttugu myndir, en það er svipaður fjöldi mynda og hægt er að sýna í Boga- salnum. Þessi salur hefur hinsveg- ar þann kost framyfir Bogasalinn, að áhorfandinn sér ekki allar mynd- Framhald * W3. ' 1. Úr sýningarsalnum Hliðskjálf við Laugaveg. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.