Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Side 1
Eftir að maðurinn hafði náð eldinum á sitt vald gat hann meðal annars farið dýpra inn í hell- ana. Sumar hinna frægu mynda af veiðimönnum og bráð þeirra, eru trú- lega gerðar við ljós frá eldi. staklinga héldu til á einu svæði nokkur misseri eða ef til vill árum saman, fluttu sig um set nokkrar dagleiðir og voru þar um kyrrt o.s.frv. Athyglisvert er, að hyrjun ís aldar hefur sennilega átt mik- inn þátt í að gera þessa flutn- inga mögulega. í fyrsta lagi hefur myndun fjallhárra jökla á heimskautasvæðunum haft áhrif á veðurfarið um heim all an og auðveldað þarmeð ferða- lög. Einkum hefur hún valdið' aukinni úrkomu í Afríku og þannig stuðlað að myndun gras slétta og gróðurbelta, þar sem áður voru ófærar eyðimerkur, en með því opnuðust leiðir yf- ir Sahara. Ennfremur hafa hin ir sívaxandi jöklar heimskaut anna bundið gífurgegt magn af vatni svo Miðjarðarhafið hefur ásamt öðrum höfum grynnzt að mun og Evrópa og Afrika tengzt af náttúrunnar hendi með landgrynningum við Gi- braltar og ef til vill frá Tunis til Sikileyjar og ftalíuskagans. Frummaðurinn fór fótgang andi frá Austur-Afríku til Suð ur-Frakklands og hefur því í þróunarsögu mannkynsins liefur eldurinn algera sérstöðu. Það eð hann var fyrsta nátt- úruaflið, sem maðurinn tók í þjónustu sína varð hann eins- konar líffræðileg sjálfstæðisyf- irlýsing. Frummaðurinn var að byrja á því, sem enginn lif- andi vera hafði gert á undan honum: að umbreyta heiminum í samræmi við eigin áform í stað þess eins að laga sig eftir honum, og notkun eldsins varð honum eitt áhrifaríkasta meðal ið á þeirri braut. Með því að flytja eldinn til bústaða sinna myndaöi hann sér yl- og birtu svæði í myrkrinu, ljóshring, sem hann gat hjúfrað sig að svo að hin mikla ótamda víð- átta gat virzt ofurlítið spakari og ekki eins einmanaleg. Hon- um véittist frelsi til að kanna ný lönd með óblíöara veður- fari og aðferð til að halda nótt unni og gestum hennar í hæfi- legri f jarlægð. Nýlegar rannsóknir hafa beint athygli manna að þróun- arhlið þessara atburða. í mjög umtalaðri skýrslu, sem Curt Richter, sálfræðingur við Johns Hopkins sjúkrahúsið flutti í Vísindastofnuninni, lýsti hann rannsóknum er bentu til þess að með því að breyta venjum mannsins hafi notkun elds einnig átt þátt í að breyta heilabyggingu hans og aukið hæfni hans til lærdóms og and legs samneytis. Þetta er aðeins ein af mörgum athugunum, sem gerðar hafa verið á síðari ár- um og aflað hafa okkur nýrr- ar þekkingar á hlutverki elds- ins í frumsögunni. Upplýsingar hafa fengizt frá nýjum svæð- um með nýjum uppgraftarað- ferðum sem miða að því að uppgötva gögn er farið hefðu framhjá mönnum fyrír nokkr- áratugum, og með athugunum á lifandi verum, þar á meðal manninum. Elztu eldstæði sem til þekkt ist fundust á svæði sem upp- götvað var af tilviljun fyr- ir átta árum í suður Frakk- landi. Verkamenn sem voru að sprengja fyrir vegi gegnum dal ’inn, sem Durance áin rennur um skammt frá Marseilles, komu niður á innri hluta nið- urgrafins hellis og tóku eftir beinum í kalksteinahrúgunni. Síðan hafa rannsóknarmenn undir forustu Eugene Bonifay frá Stéingervingafræði stofnun inni í París grafið nærri fjórt- án metra niður gegnum hellis- gólfið og fundið þar merki um elda af mannavöldum — leifar af viðarkolum og ösku, steina sem sprungið hafa í eldi og fimm rauðleit eldstæði allt að einn meter í þvermál. Byrjun- arathuganir á botnfalli ogstein gervingum dýra, þar á meðal frumúlfa, vígtenntra katta og annarra útdauðra dýrategunda henda til þess aö eldarnir sem brunnu í Durance-dalnum séu um 750.000 ára gamlir. Bonifay hefur ekki til þessa fundið steingervinga af verum þeim, sem þessa elda kveiktu. En af leifum frá öðrum upp- graftarsvæðum má ætla að þær hafi verið frumgerðir Homo Er ectus, fyrstu tegundar sem al- mennt er viðurkennd sem mannvera. Homo Erectus hefur varla veríð mjög álitlegur. Hann hafði framskagandi hrúnir, mjög flatt nef, skáhallt enni og gilda kjálka. Hinsvegar hefur höfuðkúpa hans rúmað all álit Iegan heila, allt frá 775 upp í 1200 rúmsentímetra að stærð, sem setur hann vel innfyrir lægri vitsmunatakmörk tuttug- ustualdar mannsins. Hann var 150 sent’imetrar á hæð og gekk uppréttur og hann notaði ýmis verkfæri til að höggva, skera og skafa, auk eldsins. Steingervlngar sem fundizt hafa í Olduvai gjánni í Tanz- aníu, en þar er eitt auöugasta fornleifasvæði héimsins, benda til þess að einstaklingar af þessu kyni séu upprunnir í Austur-Afríku fyrir milljón ár um en hafi skömmu síðar byrj- að að leita norður á bóginn. Ástæðan til flutn’ings þeirra cfr óljós. Um matarskort var vissu lega ekki að ræða, þar eð gnægð veiðidýra var þá um alla Afriku eins mikil og hún er nú aðeins á auðugustu veiði svæðunum. Þetta var tilviljana kennd framvinda, ef til vill af- leiðing hinnar velþekktu hvat- ar, að vilja fara eitthvað annað, helzt þangað sem enginn hefði áður komið. Hópar 25-50 ein-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.